Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1972 21 - Gylfi í*. I'ramhald af bls. 17. flokks Alþýðuflokltsins vorum við Hannibal Valdimarsson formælendur þessarar skoðunar. Við töldum banda- lagsstofnunina eðlilega frá sjónar- miði þeirra hervelda, sem liggja við norðanvert Atlantshaf, eins og þá háttaði í alþjóðamálum. En vegna al- gerrar sérstöðu íslands meðal At- lantshafsþjóða, sem vopnlausrar smá- þjóðar, í stóru og hernaðarlega mik- ilvægu landi, töldum við Islendingum nauðsynlegt að gæta fyllstu varúðar í sambandi við aðild að bandalaginu. Þess vegna vildum við gera það tvennt að skilyrði fyrir fylgi við að- ildina, að sú sérstaða Islands yrði viðurkennd að Islendingar gætu aldrei sagt öðrurn þjóðum stríð á hendur og aldrei háð styrjöld gegn nokkurri þjóð, og að Keflavíkursamningurinn yrði endurskoðaður þannig, að Is- lendingar tækju rekstur fiugvallarins í eigin hendur. Tiilögur okkar um þetta efni voru felldar og þess vegna greiddum við atkvæði gegn samn- ingnom. VARNARSAMNINGURINN Atlantshafsbandalaginu tókst að skapa í Evrópu valdajafnvægi, sem virtist treysta frið og gera hann ör- uggari en verið hafði á fyrstu ár- um eftir styrjöldina. Það ávann sér traust og fylgi. Reynslan varð og sú, að næstu stórátök i heiminum urðu ekki í Evrópu, heldur í Kóreu og Austurlöndum nær. En eftir að Kóreustríðið braust út 1951, sagði Gylfi Þ. Gislason, tilkynnti stjórn At- lantshafsbandalagsins íslenzku ríkis- stjórninni, að hún teldi varhugavert, að jafnmikiivægur flugvöllur og Keflavikurflugvöllur væri óvarinn. Ítarleg athugun fór fram á málinu hér á landi. Hún leiddi til þess, að samstaða náðist milli þingflokka Sjálfstæðisflokks Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um, að sjónarmið Attantshafsbandalagsins væri rétt og nauðsynlegt væri að gera varnar- samning við Atiantshafsbandalagið. Var það form valið, að vándlega at- huguðu máli, að samningurinn væri við Bandaríkin fyrir hönd Atlants- hafsbandalagsins. Við Hannibal Valdi- marsson samþykktum þessa samn- ingsgerð. Við viðurkenndum, að sam- býlið við Bandarikjamenn á Keflavík- urflugvelli hefði ekki haft þær var- hugaverðu afleiðingar, sem við óttuð- umst á fyrstu árurn eftir stríðslok. 1 ljós var komið, að þjóðin hafði ekki beðið það tjón á sálu sinni á styrj- aldarárunum, sem ýmsir höfðu ótt- azt. íslenzkt þjóðemi var heilbrigð- ara og íslenzk menning stóð sterkari fótum en áður. Það bandalag, sem Is- lendingar höfðu gerzt aðilar að, hafði reynzt skapa valdajafnvægi og eflt frið. Þegar leidd voru rök að þvi, að ísland gæti eflt bandalagið og þar með stuðlað að traustari varðveizlu friðar virtist rétt að gera það. Al.YKTUN ALÞINGIS 1956 Hættuástandið, sem skapazt hafði í heimsmálunum 1951, reyndist skammvinnara en flestir óttuðust og vonir um varanlegan frið glæddust mjög, sagði Gylfi Þ. Gislason. Þeirri skoðun jókst því mjög fylgi, að rétt væri að undirstrika að íslendingar hefðu ekki hugsað sér, að hér dveldi erlendur her nema á tímum hættu- ástands. Þessar hugmyndir leiddu til þess, að þingflokkar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sósíalista- flokks sameinuðust um samþykkt til- lögu til þingsályktunar vorið 1956, þar sem lýst var yfir stuðningi við aðild að Atlantshafsbandalaginu, en að endurskoða bæri þá skipan, sem tekin var upp með hervemdarsamn- ingnum með það fyrir augum, að ís- lendingar önnuðust sjálfir gæzlu og viðhald varnarmannvirkja á Kefla- víkurflugvelii, þó ekki hernaðar- störf, og að herinn skyldi hverfa úr landi. Flokkamir, sem að þessari ályktun stóðu, mynduðu ríkisstjórn um sumarið, en um haustið gerðust voveiflegir atburðir í Evrópu. Sovét- rikin réðust inn í Ungverjaland og ástand var allt mjög ótryggt. Að loknum ítarlegum umræðum urðu Alþýðuflokkur og Framsóknarflokk- ur sammála um, að ekki væri hyggi- legt að láta ákvörðunina um endur- skoðun á skipan varnarmáilanna koma til framkvæmda. Þriðji stjóm- arflokkurinn, Alþýðubandalagið, var þessari ákvörðun andvigur, en lét það þó ekki varða stjórnarslit. Síðan sagði Gylfi Þ. Gíslason: „Þessa reynslu hef ég síðan viljað láta kenna mér það, að taka ákvarðanir varð- andi varnarmál fslands nieð varúð og fyrirhygg.ju. f'.g hef einnig dregið af |«-ssu þá ályktun, að nánari tengsl hljóta að vera niiili aðildar að varnar- bandalagi og landvörnum en ég áður taldi og ýmsir telja enn. Forystu- fiokkur núverandi ríkisstjórnar, Framsóknarflokkurinn, dró réttar ályktanir af breyttum viðhorfum haustið 1956. Ég tel, að sú reynsla hefði átt að vera búin að kenna hon- um, að ekki er hyggilegt að taka sams konar ákvörðun í varnarmálum fslands og tekin er í sáttmála núver- andi ríkisstjórnar, þ.e. að ákveða brottflutning hins erlenda liðs fyrir til- tekinn tíma. Að vísu túlkar utanríkis- ráöherra sáttmálann svo, að endan- leg ákvörðun um það verði ekki tek- in íyrr en að vandlegri athugun máls- ins lokinni. Sé atriðið um varnarmál- in i stjórnarsáttmálanum skilið þann- . ig, er ekkert við það að athuga, því að sannarlega er timabært að endur- skoða varnarsáttmálann og skipan varnarmálanna að mörgu leyti.“ NIÐURSTAÐA Formaður Alþýðuflokksins ræddi síðan, hver grundvallarstefnan i utan ríkis- og vamarmálum ætti að vera og færði rök að því, að án einhvers konar varnarsamnmgs væri aðild að varnarbandalagi rökleysa. Að lokum sagði Gylfi Þ. Gíslason: „Utanrikis- stefna íslendinga á að stuðla að af- vopnun og afnámi vamarbandalaga, sem tæki til tryggingar friði. Það er eina leið þessarar þjóðar að því marki, sem allir Islendingar hljóta að vera sammála um, að stefna að, þ.e. að ekki skuli vera hér her á frið- artímum. Meðan friður og valdajafn- vægi er tryggt með varnarbandalög- um eigum við Islendingar heima í At- lantshafsbandalaginu. Meðan við er um í Atlantshafsbandalaginu hljótum Við að hafa varnarsamning við það, eða einhvern aðila fyrir þess hönd og er hagsmunum okkar þá bezt borgið með því, að það séu Bandaríkin. Hins vegar er orðið tímabært að breyta varnarsamningnum frá 1951 í veiga- miklum atriðum. Starfssemi á Kefla- víkurflugvelli á að færast í miklu ríkara mæli en nú á sér stað yfir á íslenzkar hendur. Hernaðarstörfum á vellinum á að halda í algeru lág- marki. Um slíka stefnu ættu allir þjóðhoilir Islendingar að geta sam- einazt. En með þjóðhollum íslending- um á ég við þá, sem láta afstöðu sína fyrst og fremst mótast af íslenzkum hagsmunum, en ekki af hollustu við eimhvern þeirra aðila, sem takast á um völd í heiminum eða fylgi við einhverja universal theoriu, sem á að skýra allt og lækna allt eins og bramalífselixír i gamla daga.“ — Gömul pólitík Framhald af bls. 16. ur er framborinn, en aðgang ur seldur á hundrað fil þús- und dollara. Til að draga að fóilk koma þekktustu fram- bjóðendiur fram á slíbum sam bomum og stundum tekst flokkunum að fá líka fræigar stjörnur, svo sem Jane Fonda, Paul Newman, Shiir- ley MaeLaine og Frank Sin- atra. Demókratamir segja að það séu þessir andstyggilegu Repúblikanar, sem halda þús und dollara samkomurnar, en þeir geti varla náð saman hópum manna, sem hafa efni á hundrað dollurum. Hvað sem því liður eiga Repúbii- ikanar meiri peninga og fDokk urinn skuldar engum neitt. Tveir aðilar hafa ekki verið nefndir, stór fyrirtæki og verkalýðsféiög, sem leggja flokkunum til fé. 1 báðum til- fellum hafa verið settar regl- ur, fyrir mörguim árurn, til að hindra slíkair gjafir, af ótta við áhrif þessara sterku að- ila á stjórnmálamenn. Það er ekkert leyndarmál að mörg stórfyrirtæki legigja Repú- blikönum til fé og að verka- lýðsfélögin hafa stutt Demó- krafaíiokkinn leynt og Ijóst. Málefni Repúblikana og ITT fyrirtækisins hafa verið mikið rædd. Ekki ætla ég að K Kidde Kidde handslðkkvitækið er dýrmætasta eignin á heimilinu, þegar eldsvoða ber að höndum. Kauptu Kidde strax I dag. I.Pálmason hf. VESTURGÖTU 3. S(MI: 22235 leggja dóm á það mál, en ég á enn eftiir að hitta einstakl- ing hér í Bandarikjunum, sem trúir til fulls neitumum Rspú biikanaflokksins og ITT. Frambjóðendur Demókratí* í forkosningunum eru allir að verða peningalausir. Musk'e lagði megináherz’.una á f já) • skort, þegar hann lýsti þvj yfir að hann drægi sig út úr forkosningunum. McGovem og Huimphrey eru sæmilega staddir, en allir aðrir eru í vanda staddir. Það gefur nokkra hug- mynd um fjárþörfina, að Humphrey þarf að borga 900 þúsund krónur á vi'ku fyrir þotuna, sem hann hefur á leigu. McGovern hefur Ballerup - hin kraftmikla og fjölhæfa matreiðsluvél nútimans! 2 gerðir, báðar með sterkum 400 watta mótor, stálskál, hul- inni rafmagnssnúru.sem dregst inn í vélina, tvöföldu hringdrifi og beinum tengingum allra tækja: BALLINA 41 - með 3ja hraða stjórnrofa ásamt snöggstilli. BALLINA DE LUXE - með stig- lausri, elektróniskri hraðastill- ingu og sjálfvirkum tímarofa. FJÖLHÆFAR: hræra, þeyta, hnoða, hakka, móta, sneiða, rifa, mala, blanda, hrista, skilja, vinda, pressa, skræla. SlMI 2 44 20 — SUÐURGOTU 10 minnstu skrifstoifuna í Was- hington, en samt eyðir hún 3000 þúsund krónum á mán- uði í pöstgjöld og nærri þrem ur milljónum í símagjöld. Það hefur gert öllum öðr- um frambjóðendum erfitt fyr ii' að McGovern gaf upp nöfn allra, sem hafa gefið honum peninga. Hann gat gert það, vegna þess að gefendiur hans eru allir aðilar, sem hafa gef ið litlar upphæðir. Sterkir áhrifaaðilar vilja venjulega ekki láta vita hverjum þeir gefa. Þetta hefur orðið til þess að flestir Damókratar hafa lofað að gefa upp nöfn gefenda. Þetta veldur auk- inni tregðu i fjáröflun, sem þeir mega sízt við. EVrstur meö fréttimar VÍ! VÍSIR flytur nýjar fréttk Vísiskrakkarnir bjóða fréttir sem skrifaðar yoru 2 Vi klukkustund fyrr. VÍSIR fer í prentun kl. hálf-ellefu að morgni og er á götunni klukkan eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.