Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 32
DRCLECil mer0«ul’lal>ib nucivsincnR £H*““®22480 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1972 Þrennt handtekið vegna fíkniefna — grunsamlegir „blómapottar“ fundust við húsrannsókn LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók á laugardagrskvöld tvo menn og eina konu, öll röskleg'a tví- tug, vegrna fíknilyf janeyxlu. Þegar lögreglan handtók fól'k- lð var það allt greinilega undir áhrifum fíkniefna, en annar p-ilt- anna hafði gerzt eitthvað órór og vakið athygli fólks í húsinu, en það fólk kvaddi lögregiluna á vettvang. í ljós kom, að fólkið hafði neytt einhvers LSD-sam- setnings og að auki fannst hass í fómum þess. Meinnimir og konan voru flutt í fangageymslu lögreglunnar og hófst sakadómsrannsókn í máli þeirra á sunnudag. Við húsrann- sókn hjá einu þeirra fann rann- sóknarlögreglan blómapotta, sem grunur leikur á, að eigandinn hafi reynt naektun á hassi í. Nöfn þessa fólflts hafa áður komizt á blað hjá lögreglunni vegna rannsókna í ávana- og f í kn i efnamál um. Ábyrgðartryggingar bifreiða; Iðgjöld hafa hækkað að meðaltali — um 30 til 42% frá í fyrra ALLMIKLAR breytingar hafa orðið á gjöldum ábyrgðartrygg- inga bifreiða frá því í fyrra og nemur hækkun að meðaltali frá því í fyrra um 35 til 43%, að því er Runólfur Ó. Þorgeirsson, íormaður samstarfsnefndar bif- reiðatryggingafélaganna tjáði Mbl. Þar er áætlað að sjálfs- ábyrgðin nemi um 25 til 30% hækkun, en bónusflokkabreyt- ing um 10 til 12%. Ræða við sir Alec EINAR Ágústsson utanríkisráð- herra og Lúðvík Jósefsson sjáv- arútvegsráðherra muniu fara tiQ Lundúna 23. þ. m. til viðræðna við Alec Douglais-Home lávarð, utanríkisráðherra Bretlands, og aðra brezka ráðamenn, um út- færslu fiskveiðilögsögunnar. (Frá utanríkisráðuneytimi). Bónusflokkamir voru áður 15, 30, 40, 50 og 60%, en verða nú 10, 20, 30, 40 og 50%. Alls eru bónusflokkarnir 8 og er 3. flokk urinn grunniðgjaldið 8.500 krón- ur af minnstu bílunum, 10.200 kr. af meðalstórum fólksbíl og 11 800 krónur af þeim stænstu. Tapa menn því í bónius frá þvi i fyrra 850 krónum atf minnstu gerð bíla, 1.020 krónum af milli stærð og 1.180 krónum af stærstu einkabílum. Grunnið- gjaldið er hið sama og var í fyrra og koma þvi þessar breyt- ingar ekki til með að hafa áhrif á vísitölu. Iðgjöld annarra en einkabila- eigenda eru hærri og geta farið upp í allt að 23 þúsund krónum og munar bónusflokkabreytingin þar verulegum upphæðum. Þá eru einnig niokkrir flokkar iðgjalda, sem eru áiagsflokkar fyrir bílaeigendur, sem lenda óeðliiega oft í óhöppum. Sagði Runólfur að í allmörgum tilvik- um væru eigendur teknir og Framhald á bls. 31 Félagar í Hestamannafélaginu Fáká fóru i mikla hópreið á sunn udag. Þeir létu ekki rognið á sig fá, svo sem myndin ber með sér. Myndin er tekin við Vesturlandsveg. — (Ljósm.: Sv. Þorm.) Sjö mánaða stúlku- barni í vagni misþyrmt — Lögreglan lýsir eftir vitnum SJÖ mánaða stúlkubam, Júlía Kristín Albertsdóttir, var flutt höfuðkúpubrotin og með áverka í andliti í slysadeild Borgarspít- alans í gær, eftir lað vagni, sem barnið var í, hafði verið fleygt niður kjallaratröppur. Talið er, að barninu hafi verið veittir á- verkar í andliti með eggjárni. Þegar Mbl. spurðist fyrir um líð- an Júiíu ií gærkvöldi, var sagt að henni liði sæmiiega Engin merki hafa komið fram, er bent gætu til heiiablæðingar og hún virðist eflcki í lífshættu. Júlía litla, sem á heima að Sigiuvogi 10, var í vagná fyrir utan hjá afa sínum og ömmu að Álfheimum 17. Um klukkan 15 heyrir fólk í húsrnu dymk fyrir utan og þegar farið er að athuga hvað gerzt hafi, finnst barnavagn inn fyrir neðan kjallaratröppur og er bamið grátandi undir hon- um. Júlía var strax flutt i slysa- deild Borgarspítalans ag sýndi rannsókn þar, að hún var höfuð- kúputorotin. Einnig þótti sýnt, að áverkar í andliti barnsins stöf- uðu frá einhverju egigjárni sem ekfki var að finna í barnavagnin- um. Bamavagninn var í bremsu, FÆREYSKT fiskiskip, 623 rúm- lestir að stærð, Sundaberg frá Klakksvík, sökk 603 km austnorð austur af St. Johns á Nýfundna- landi í fyrrinótt. Tveir brezkir togarar, Othello og Kingston Amber, björguðu áhöfninni, 38 manns, sem voru í 5 gúmbátum á slysstaðnum. þegar komið var að honum und- ir kjalilaratröppunum. Rannsóknarlögreglan teiur, að þarnia hafi einhver veitzt að barn inu í vagninum ag síðan steypt honum nsður tröppurnar. Biður hún vitni að atburðinum að gefa sig fram. Um borð í Othello voru í gær 36 skipverjar af færeyska skip- inu en 2 í Kingston Amber. Fær- eyska sfldpið var með 450 torun af saltfiski, þegar það sökik og voru brezku togararnir á leið til Reykjavíkur með skipbrotsmenini- ina og eiru þeir væntanlegir hing að á morgun. Færeyskur togari sökk — mannbjörg Áhöfnin kemur til Reykjavíkur með tveimur brezkum togurum Fjármálaráðherra um launakröfur lækna: Svara til milljón kr. hækk- unar á ári á lækni Læknafélag Reykjavíkur birtir kröfur sínar 0 í fyrirspurnatíma á Al- þingi í gær svaraði Hall- dór E. Sigurðsson, fjármála- ráðherra, fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni um samn- ingaviðræður Læknafélags Reykjavíkur og talsmanna ríkisspítala og Borgarsjúkra- húss. í svari ráðherra kom fram, að samkvæmt áætlun skrifstofu ríkisspítala fælu kröfur Læknafélags Reykja- víkur í sér 102 milljón króna útgjaldaaukningu til 107 lækna eða um milljón krónur á hvern í hækkun á ári. Sagði ráðherra, að upphaflegar kröfur læknanna, sem iagðar voru fram 24. janúar sl., fælu í sér um 80—90% hækkun greiðslna, launa og annarra greiðslna. Q Af hálfu ríkisins hafa verið gerð tilboð um hækkun fastra launa í áföng- um, samtals 13% á föst laun, þar af 3% til lífeyrissjóðs, auk ýmissa annarra atriða. Ráðherra sagði, að þrátt fyrir þessi hoð bæri svo mikið á milli samningsaðila, að við- ræðum hefði nú verið frestað og læknar hafið hópuppsagn- ir. Lagði Halldór E. Sigurðs- son áherzlu á, að þeim lækn- um, sem nú væru að segja lausum stöðum sínum, hefðu nú þegar verið boðin laun, sem svöruðu til 110—130 þús. króna á mánuði fyrir sér- fræðinga og 90—100 þúsund krónur fyrir aðstoðarlækna og að hækkunin ein, sem þeim hefði verið boðin, næmi um 24—30 þúsund krónum á mánuði. £ Þá sendi Læknafélagið frá sér fréttatilkynningu í gær, þar sem birtar eru kröfur sjúkrahúslækna í yf- irstandandi launadeilu. Kem- ur þar fram m.a., að sam- kvæmt síðustu kjarasamning- um fengu læknar enga greiðslu í lífeyrissjóð, en gera nú kröfu um að fá greidd 6% af grunnlaunum í lífeyris- sjóð. Þá vilja læknar fá greidd laun í veikindum, en samkvæmt síðustu kjara- samningum fá læknar, sem unnið hafa skemur en eitt ár, ekki greidd laun í veikindum, en þeir, sem unnið hafa leng- ur, fá greidd laun í hálfan mánuð. Ennfremur er þess krafizt, að yfirvinnukaup verði greitt með 60% álagi á tímakaup í dagvinnu, en í tilkynningu lækna kemur fram, að frá 1966 hefur næt- ur- og eftirvinnukaup verið lægra en dagvinnukaup. Að- alkrafan er þó 24% hækkun á grunnlaun. Hér á eftir fer svar fjár- málaráðherra og þar á eft- ir birtist fréttatilkynning Læknafélags Reykjavíkur: „Þann 24. janúar ál. sendi Læknaf élag Reykj avíkuir heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu tillögur að samninigi milli Lækna félags Reykjavíkur anmars vegar Framhald á bls. 30. Sundaberg var gert út af J. F. Kjolbro í Klakksvík. Það var smíðað í Þýzkalandi 1952. í gærkvöldi var ekki vitað, hvað valdið hefði því að Sunda- berg sökk. Dýrt varð það TUTTUGU þústind krónur kost- aði það manninn að hlaupa frá bíl sínum aðfararnótt sunniidags ins — og var hann þó ekki leng- ur í bnrtu en um fimm mínútiir. Maðurinn fór frá bílnum hjá Silfurtuniglinu og skildi hamn lykllana eftir í bilnum. f bílnium voru bankabók, með 50 þús. kr. innistæðu og voru 19.500 krónur í seðlum í bókarhulstrimu, áfeng isflaska, mokkuð af tóbaki, gítar og peningaveski mannsins, sem í voru m.a. 500 krónur í peninig- um. Þegar maðurinn kom aítur eftir um fimm mínútur var bíll- Inn horfinn. BíJlinn fannst svo óskemmdur í Efstasundi, bensínlaus og var allt á sínum stað, niema pening- arnir — 20.000 króniur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.