Morgunblaðið - 11.05.1972, Page 10

Morgunblaðið - 11.05.1972, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAl 1972 Ekki erfiðara að veiða vel Það virðist örug'gt að Skarðsvik frá Hellis- sandi verði aflahæst á ver- tíðinni núna. Síðastliðinn mánudag var hún búin að fiska um 1460 tonn og hvorki skipstjóri né skipshöifn voru farin að láta nokkurn bilbug á sér finna svo það er ekki ólíklegt að tonnin verði orð- in 1500 á lokadag sem er mánudaginn 15. þ.m. Það er ekkert nýmæli fyrir Skarðs vikur-stráka að vera ofar- lega á aflaskýrslum, þeir hafa um árabil verið hæstir við Breiðafjörð og hyggjast halda því áfram. Skipstjóri á Skarðsvik- inni er Sigurður Kristjóns- son, frá Sandi. —- Sigurður, hvers vegna veiða sumir skipstjórar meira en aðrir? — Tja, það er nú margt sem kemur til. Ef hann fær góðan mannskap, hefur það i sér að fiska, hefur gott skip og góða útgerð, þá kemur þetta af sjálfu sér. Það er engin sérstök töfraformúla fyrir skipstjórann, þetta verð ur allt að fara saman. — Og þetta er allt fyrir hendi á Skar'ðsvikinni ? — Já, ég hef verið svo heppinn. Við erum tólf á skipinu og margir okkar eru búnir að vinna lengi saman, sumir þeirra hafa verið hjá mér i ein tólf ár. Ég hef því alltaf haft úrvals mannskap og umgu mennirnir sem koma um borð til mín gefa hinum ekkert eftir, þeir eru bæði á- hugasamir og duglegir. — Mér er sagt að þú vitir fyrirfram hvort þú veiðir mikið? — Það er nú knanski of- sagt. Maður hefur svosem s'm ar hugmyndir og kannski ein hverja tilfinningu fyrir hvort gengur vel eða illa. Það fylgir kannski margra ára sókn. — Hvað viltu annars segja mér um þessa vertíð? — Hún hefur í stuttu máli , sagt verið mjög góð, ekki að- eins fyrir okkur heldur og fiiesta aðra báta. Gsaftir hafa verið góðar og við höf- um mest sótt okkar fisk 10— 15 mílur frá Rifi þannig að það hefur ekki verið langt í land. Við vorum á línu fram að 11. október og meðan við vorum á henni fórum við ein ar sjötíu mílur út í nokkrum róðrum en oftast héldum við okkur miklu nær landi. Við höfum lika fengið góðan fisk i allan vetur, allt frá því við byrjuðum á línu. — Hafa bátarnir haldið saman í vetur? — Nei, einmitt ekki. Þeir hafa verið dreifðir um mjög stór svæði og það virðist hafa verið góður fiskur víðast hvar því eins og ég sagði áð- an hafa flestir gert góða ver tíð. Það hefur oft munað meiru á okkur og næsta bát Segir áhöfnin á Skarösvik aflahæsta bát vertíðarinnar fyrir neðan. Þetta er mjög ánægjulegt og verður von- andi framhald á. — Það er auðvitað gott að fiska vel, en þá er þrældóm- urinn líika m'klu msiri? — Það er auðvitað mikil vinna en ég held að okkur finnist nú ekki milklu erfið- ara að veiða vel. Það er al- veg nóg að sofa í sex tíma og erfiðið kemur jú upp i vana svo það er kannski eljki svo rrikil breiyting á erf- iðinu við að fiska sæmilega og fiska vel. Hins vegar er sjómennskan erfið í sjálfu sér og hefur alltaf verið. Það er lika sótt fastar á stóru bátunum. Stóru bátarnir eru bæði öruggari og afkasta- meiri en það fylgir þeim kannski meiri vinna. Það er alltaf sótt og alltaf dregið nema í aftökum og landleg- urnar verða þvi fáar. Þetta er auðvitað þreytandi og menn hafa ekki mikinn tíma til að vera með fjölskyldum sínium, það er e.t.v. einhver stærsti ókosturinn við sjó- mannslífið. — Og þið ætlið ekki að hætta þann 15? — Nei, ég geri ráð fyrir að við höldum út undir mánaða mót, eif fiskur helzt. 1 fyrra tókum við upp fyrsta júní og komum með 10,5 tonn úr þeim lúðri. — En margir bátanna eru farnir að taka upp. — Já auðvitað, menn hafa sína hentisemi með það. Þeir bátar hér sem eru með að- komumenn eru líklega flestir að hætta. Aðkomumennimir eru búnir að fá nóg í bili og það er mjög skiljanlegt, þeir hafa ekki getað skotizt í land til að heilsa upp á sína eins og við. — Það eru líka margir sem telja að þeir séu búnir að þéna nóg. Fólk er farið að passa sig út af sköttunum. Það hefur verið ofboðsleg vinna í vetur, bæði hjá land verkafólki og sjómönnum. Þetta hefur auðvitað haft í för með sér góðar tekjur. Það er að vísu gott að þéna mikið en ef á að taka 40—50 pró- sent í skatta fara menn að hugsa sig um tvisvar. Fólk hefur lagt hart að sér til að vinma sér inn þessa aura og þótt sjálfsagt sé að borga skatta er heldur mikið að vita að helminginn af tíman- um er maður ekki að vinna fyrir sjálfan sig. Margir vildu minnka við sig vinnúna af þessum sökum, en halda áfram til þess að bjarga dýr- mætu hráefni. Það er miklu fremur skyldurækni en á- góðavon sem ræður gerðum þeirra. — Við þurfum fleiri báta og fleiri sjómenn, ég held að allir séu sammála um nauð- syn þess að efla sjávarútveg inn. En það verður þá að sjá fyrir því að afkoma þeirra sem að honum vinma sé þann ig að fólk sækist eftir störf- um sem honum eru tengd. Og þar með kveðjum við Sigurð og hina Skarðsvíkur- strákana. Klukkan er að verða níu að kvöldi og þeir eru að ljúka við að landa. Klukikan uim sex i fyrramál- ið leggja þeir aftur á miðin. Annað kvöld koma þeir inn, landa og legigja siig til sex næsta morgun. Þeir sofa oft um borð því þó ekki sé langt heim ná þeir kannski aðeins lengri svefntíma með því móti. Þeir eru oft blaut- ir, þeim er oft kalt og þeir eru oft þreybtir. En þeir halda áfram. Við tölum oft uim það — ekki sízt núna þegar landhelgin er á döf- inni — Hve stór hluti sjávar útvegurinn er i lífsbaráttu okkar. Kannski við ættum að vera þeim dálítið þakklát. — Óli Tynes. P.s. Áður en reiðir sagn- fræðingar byrja að ausa yfir okkur brófum er rétt að taka fram að við vitum vel að lökadagur er 11. maí. Hins vegar er viða farið að miða við 15. og þar sem þeir gera það á Snæfellsnesi var hald- ið við það i þessari grein. Skarðsvíkurstrákarnir. Sigurður, skipstjóri, er þriðji frá vinstri í efri röð. Landað tir Skarðsvík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.