Morgunblaðið - 17.05.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 17.05.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1972 17 EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR Landi okkar var um daginn gerð- ur að höfðingja í svertingja- þorpi siuður í Ghana. Hér í blaðinu birtust myndir af athöfninni, sem fram fór með pompi og prakt, tveim- um hrúbum, 14 ára yngismey, lifvörð- um, blásurum o.s.frv. Sjálfsagt telja flestir íslendingar, að sögur af hvít- um mönnum, sem eru dubbaðir upp í höfðingja af svörtum kónum, komi bara fyrir í ævintýrum á borð við Limu lanigsokk, sem lesim var nýiega fyrir börn í útvarpinu. En slíkt lifir vissulega ffóðu lífi í Afríkulöndum, við hliðina á evrópskum stjórnunar- aðferðum og hvítra manna skrif- finnskustússi. Okkur finnst þetta harla broslegt. En álíka bros- legir verða ma-rgir af ok’kar siðuim í þessu framandi umhverfi. Fréttin um Ingóif Blömdal, nýkjörinm höfð- ingja blámanna, minnti mig á Nígeríuprins einn, sem farinn var að tileinka sér siði hvítra manna þjóð- félagsins. -— Má ég kymna prins Ade Ibin- kule-Akintoy, sagði Hammond, brezki framkvæmdastjórinn á vöru- sýningunni í Lagos, sem haldin var fyrir nokkrum árum, og stöðvaði mig á sýningarsvæðinu. Ég leit á mann- inn, sem með honum var: Maður hitt- ir ekki alvöru prins á hverjum degi. Þama stóð lítili og visinn svartur maður í gulröndóttri skikkju og með rauða kollhúfu. Annars staðar hefði ég haldið að hann væri að fara í ból ið, en i Nigeríu klæðast menn ein- mitt þess háttar serkjum, þegar þeir eru komnir úr bólinu. Prins- inn brosti, svo skein í gular tenn- urnar og kyssti höndina á mér, sem sjálfsagt er prinsa siður. Það kom á daginn, að þessi við- hafnarpersóna kvaðst eiga við mig erindi. Ég fann þó nokkuð til mín. — Þyrfti ég ekki að fá íslenzku sýningardeildina hreinsaða meðan á vörusýningunni stæði? spurði prins- inn. J-ú, svaraði ég dræmt, og hrap aði úr sjöunda himni niður í 3ja eða 4ða. Það var alveg skínandi. Það skyldi hans hátign sjá um fyrir mig, bara tiltaka hvenær ég mætti vera að þvi að taka á móti honum og gera við hann samning. Strax og ég náði í mann, sem hnútum er kunnugur í Nígeriu, spurði ég hver væri eiginlega prins Ibinkule-Akintoy. Væri hann hðfð- ingi í þessu landi? — Já, það er son- ur konungsins i Lagos, var svarið. — Já, en hann er að bjóðast til að hreinsa sýningardeildina okkar, sagði ég dálítið rugluð. — Já, einmitt. Það sýnir að hann hefur aðstöðu. Hann hefur fengið einkaumboð til að hreinsa hér. Prinsinn kom, kyssti á höndina á mér, brosti hátíðlega, leit á litlu deildina okkar og senidi tilboð. Tviær vélritaðar síður, þar sem mér voru þakkaðar vinalegar móttökur, lýst hinni miklu vináttu landa okkar, sem hefði náð hámarki í skreiðar- samskiptum. Um síðir komst bréfrit- ari að efninu — sanngjarnt verð fyrir hreinsun í 24 daga væri 30 sterl- ingspund, þar sem reyndur hreins- unarmaður mundi vera að hreinsa litlu deildina okkar frá kl. 7.30 til kl. 9.30 á morgnaná og frá kl. 1.30 til 3.30. Og á milli mundi annar vera á ferðinni og tína upp rusl. Að auki mundi þurfa 5 punda virði af kúst- um, sápu, fægiskúffum o.s.frv., sem allt væri í sérlega háum tollflokki i Nigeríu. 30 sterlingspund væri sann gjarnt. En — þar sem prinsinn væri að reyna að tengja gagnkvæm vin- áttubönd milli landa okkar, þá byði hann upp á sérstakan vináttuafslátt — 15 sterlingspund. Ég ætlaði að fara að fieygja þessu hátiðlega bréfi í ruslakörfuna, því „húsdhengn um“ mínum greiddi ég 10 pund á mánuði fyrir vinnu sex daga vik- unnar, en þá rak ég augun i klausu: „Þrátt fyrir þetta erum vér reiðu- búnir að taka til athugunar og ræða upphæð, sem yður finnst sann- gjörn undir þessum kringumstæðum, þar sem það er einlæg ósk vor að verða yðar heiðraða landi að liði.“ Ég var búin að tala við guð má vita hve marga ritara í símanúmer- inu, sem gefið var upp í bréfínu, þeg ar ég heyrði mjúka og kurteisa rödd hans hátignar. — Prins Ibin- kule Akintoy? Ég ætlaði að ræða um hreinsunina á íslenzku sýningar- deildinni, hóf ég mál mitt og fór satt að segja hjá mér við þessar samræður. — Yðar hátign, ég hefi ekki fjárveitingu til að greiða svo mikið fyrir hreinsun. Tíu pund er al- veg hámarkið! — Jæja, við skulum ekki tala um peninga, svaraði hans hátign virðulega. Ég fullvissa yður um að yðar deild verður tandur hrein allan tímann. Daginn eftir undirrituðum við há- tíðlegan samning milli Elínar Pálma- dóttur, fullgilds fulltrúa Islands og prins Ade Ibinkule Akintoy, fram- kvæmdastjóra Nigerian Internation- al Ltd. með viðeigamdi brosum, handakyssingum og kurteisishjali. 10 pundin skyldi ég greiða í tvennu lagi ákveðna daga. Nú skyldi maður halda að allt væri klappað og klárt, og ekki sæist rykkorn á sýningunni okkar. En þeg ar ég var búin að fá lánaðan kúst hjá vinum okkar í Libanonsdeild- inni í 3 daga og fórna blússu í af- þurrkunarklút, sem auðvitað hvarf snarlega, þá fór ég að hringja í prinsinn, sem ekkert skyldi í þessu og lofaði persónulegu eftirliti. Úr því áttum við reglulega þessar skemmtilegu og hátiðlegu samræður með konunglegri kurteisi um ryk og óhreinindi. Og alltaf tapaði ég, þar til daginn sem átti að greiða 5 pund- in. Þá bannaði ég öllum að snerta á afþurrkunarklút, og leiddi prinsinn af mestu kiurteisi að lýsishringjun- um undan glösum á borðunum og rykfallinni skreiðinni, þegar hann tók að kyssa á höndina á mér. Það eina skipti átti ég leikinn. En það slóst ekkert upp á vinskap inn milli okkar eða landa okkar. Nokkrum dögum áður en sýning- unni lauk, fékk ég fínt boðskort, undirritað af einkaritara prinsins, sem bauð mér sem fulltrúa íslands til kynningarveizlu með öðrum vin- um hans á vörusýningunni í bústað hans hátignar „Ombalufon’s Haven", rétt bak við hús Chief dr. Mayja á Victoriueyju kl. 7 laugardaginn . . . Ég var svo forvitin að komast í prinsaveizluna, að ég lét aka mér þangað úr öðrum bæjarhluta næsta laugardag. Hús höfðingjans Maya stóð bak við stóra stöð, þar sem svokallaðir „Mammywagons” eða fólksflutningatrukkar höfðu bæki- stöð. Þarna var mikið fjör. Mann- mergðin var ótrúleg. Allir þekktu bústað prinsins og voru fúsir til að visa okkur leið. En bíllinn átti það til að sitja fastur í sandleðjunni. Hús höfðingjans reyndist vera hrörlegt steinhús innan um leirkofana, þar sem fólk sat úti, konur voru að laga mat á hlóðum og krakkar hlupu ber ir á eftir bílnum. En engin hreyf- ing sást í húsinu. Þar leit ekki út fyrir nokkurt boð. Ég fálmaði eftir boðskortinu mínu. Jú, kl. 7 á laugar- degi, en ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, þegar allir „vinirnir" á vöru sýningunni væru örugglega löngu farnir. Þessi litla saga segir svo sem ekki neitt. 1 henni er enginn mórall. Hún er bara um lítinn, svartan prins og rifjaðist upp fyrir mér við lestur Mbl. einn morgun fyrir skömmu. Jóhann Hannesson, prófessor: Hjúkrun og mannúð- arsamfélagið Fyrri grein I. BREYTT LÍF OG BREYTTUR DAUÐI Mannfélaigið er að breyt ast, segja menn. Og þó er ein- att þagað um flestar mark- verðiustu breytingarnar. Flóð afþreyingarefnisins í fjöl- miðliunium flæðir yfir menn í svo stríðum straumi að alvara lífsins verður útiund- an. Hryðjuverkum er hamp- að, en haldið er niðri tíðind- um frá merkustu mannúðar; störfunuim. Margir sjúkdómar hafa hörfað fyrir framsóknt lækn- islistar og hjúkrunar. Reyndax sækja aðrir sjúk dómar fram, studdir óholl.um liífsvenjum og stressu, er af þeim myndast. Siysum fjölg- ar, einkum að nóttu til, og frernur hjá ungu fólki en öðr um, þvú það vill nú gleym- ast að nóttin er sett inn í náttúruna til svefns og hvíld ar. Aðkoma dauðans er líka önntur en fyrruim. Tími hans er að visu óviss enn. „Allt eins og blóstrið eina“ heldur enn sínu gildi. Fáir andast nú á beimili sinu, en flestir á einhverri stofnun. I sum- um löinduim deyr öainur hver manmesikja á einhivenri sjúkra deild, og stafar þetta af því að oft er gert allt sem í mann legu valdi stendur til að lengja lífið. Og þó eru margar manneskjur einmana, ekki sízt í miðhlutum gam- alla stórborga. ,,1 vikunni dóu sex manns hér i söfnuð- inum, en enginn veit dánar- dag neins þeirra — a-f því að enginn var viðs-taddur and- lát neins.“ Þessa ömiurlegu mynd dró einn danskur borgarprestur upp á ráð- stefnu ekki alls fyrir lön-gu. Það er því eðlilegt að menn þrái að komast inn á ieinhverja hjúkruinarstofnun og vilji vera hjá góðiu fóliki síðustu stundir ævinnar, þar sem hjálp er veitt unz yfir lýkur. Ála-gið á sjúkrahús stórborga er afar þungt og ærin yfirvinna leggst á hjúkr- unarlið og lækna. 2. KVEINSTAFIR í ÝMSUM LÖNDUM Blöðin liggja ekiki á liði sínu með því að lýsa því yf- ir að íslendimgar hafi „sér- stöðu“ eða standi í „sér- flokki". Miklu minna er talað uim samstöðu lands- manna með öðrum. Þetta sér- stöðutal landsmanna stappar naarri þráhyggju og þjóðar- drambi, en er þó ekki með öllu úr laus-u lofti grip- ið. Það er á nokkrum rökum reiist að sum vanöræði ber- ast ekki hingað fyrr en þau eru orðin landlæg hjá ððrum. Má sem dæmi nefna fíiknilyfjamálið, sem er ofar- lega á bauigi nú. En við þess-u var þó varað fyrir meir en einum áratug. Þegar u.m er að ræða „hjúkrunarkvenna- skort", hafa Islendingar enga sérstöðu. Sama kvein kveður við, einmig hjá frænd urn vorum i Danmörku, og er þó bæði hjú’krun og mann- úð gömul og gróin þar í landi. Nýlega bárust þaðan þau tíðindi að blaðamaður fylgdi hjúkrunarteonu heila dagvakt og var að þrotum kominn þegar henni lauk og fór heim til að hressa sig. En þá átti hjúterunarkonan eft ir að vinna aðra vakt í við- bót, og frá þeirri vakit var ekki sagt í greininni. Fyirri vaktin nægði til að ganga fram af blaðamanninum. Velferðarríkið vill vera miannúðlegt gagnvart sjúkum og öidruðum, og vel er um það áform, því fyrrum sinnti riikisvaldið lítt þess-um mál- um, heldur lét Mknarsystur og heilaga hjúkrunarmenn eina um að líkna bágstödd- um. Samt vill ríkið ennþá spara á kostnað þeirra sem ieggja fram þá vinnu, sem það kostar að gera mannfé- lagið að mannúðarsamfélagi. Hvernig var málium tekið áir- ið 1963 hér á landi, þegar rætrt var um þessi mál? Svar- ið var að setja upp sjónvarp — sem menn spáðiu að yrði þunnit og leiðinlegt — og reyndar rættist sú spá. Kaldranaleiki ríteisins fæl- Jóhann Hannesson ir ungar konur frá hjúikirun- arstörfum, þótt fullmenntað- ar séu. Þær — og aðrir lítea — sjá að ríikið hefir nóg fé í afþreyingariðnaðinn o-g annan hégóma, enda er ekki skortur á fólki þar. 3. HLUTUR KARLMANNA Isiendingar hafa „sér- stöðu" í því að hér gera mjög fáir karlmenn hjúkrun að ævistarfi sínu. 1 nágranna- löndum eru hjúikrunarmenn allmargir og hafa verið í meir en hálfa öld og alilmiklu leng ur í Þýzkalandi, enda voru þar ýms frjáls félög á und- an ríikinu i velferðarmálum. Kirkjusaga Þýztealands og fleiri landa er jafnframt hjúkrunarsaga. Kirkjan pré dikaði um hjúkrun-arskyld- una. Yngri hreyfing díakon- íunnar varð til sökum mikils áhuga einstakra presta (Fliedners, Löhe og Wich- ems). Sams konar hreyfingu reyndi sr. Jón Helgason (síð- ar biskup) að hefja hér í borg. „En þá fylgdu mér eng ir“ segir hann um fyrsta áfangann í baráttu sinni til að stofna hér hjú'krunarfélag. Kirkjufólikið — og þar með alþýða manna — hefir ver- ið heldur hálfvoligt um hjúkr unarmálin, og resmdar sumir lætemar lika á þeim tíma, svo sem sjá má af heim,ildum. Að áhugi meðal almenn ings á hjúkrunarmálefnium er miklu meiri í nágrannalönd- unum en hér, er að verulegu leyti að þakka kirkjum þess ara landa, en einnig skólum. Hér er ekki vanþörf á að gera nokkra yfirbót, því að hjú’krun sjúkra, aldraðra og annarra bágstaddra er snar þáttur i fagnaðarboðskapn- um, svo sem lesa má í guð- spjöMium, bréfum og kirkju- sögu marigra alda. Hérlendis tóku ODD Fell- ows upp hiutverk, sem kirkj an hefði átt að berjast fyr- ir — og var hlutur þeirra mik il’l á fyrstu tímum skipulegr- ar hjúkrunar hér á landi. Meðan Hjúkrunarfélag Reykjavíkur starfaði, var framlag sr. Jóns Helgasonar meira en við mátti búast, þar sem hann gegndi umfangs- miklum kennslustörfum við Prestaskólann og síðar Há- steólann áður en hann varð biskup. Hvetja þyrfti pil’ta mi’klu meira en nú er gert til að ganga inn í hjúkrunarstörf- in og afia sér mennt- unar til þeirra. Ekki mun verða nein vanþörf á vinnu hjúkrunarmanna, karla jafnt sem kvenna, á komandi tím- um. Um framtíðina er ætlunin að fjalla í naastu grein.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.