Morgunblaðið - 17.05.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17, MAl 1972
SAGAIM
TVITUG
'.STULKA
OSKAST.«
1 þýðingu Hulclu Valtýsdóttur.
ið . . . ungling-ar slást innbyrð-
is . ..“
„Duggers, þú verður að sýna
mér fæðingarvottorðið þitt til að
sanna að þú sért ekki 65 ára.
Unglingar skipta sér ekki alltaf
í ákveðna flokka og hafi and-
stæður hópur verið þarna, þá
var hann farinn heim. Og hafi
hann ekki verið farinn heim, þá
gafst bara ekki timi til
að skakka leikinn. Þú talar
tóma vitleysu."
„Nú, jæja. Má vera, hvað
þetta snertir. Samt er það stað-
reynd, að þarna fékkst ágæt
mynd af því, hvaða álit þeir hafa
á þér. Ég er viss um, að mikill
meirihluti hafði ekki nokkra sam
úð með þér, enda þótt fáir hafi
beinlínis viljað beita þig of-
beldi. í gærkveldi hélt ég, að
unglingamir hefðu gengið út,
vegna þess að þeim leiddist.
Nokkuð er sjálfsagt til í því, en
aðalástæðan fyrir því að þeir
flykktust út var sú, að þeir fóru
hjá sér. Þeim fannst óþægilegt
að horfa á mann, sem vissulega
var nógu gamall til að vita bet-
ur, verða sjálfum sér til skamm-
ar. Þeim fannst það álika
og vera dæmdir til að horfa á
föður eða móðursystur gerast
fatafella. Þú átt ekki heima á
þessum vettvangi, gamii minn, og
munt aldrei eiga."
Sylvía ætlaði að segja
eitthvað, en Roy þaggaði niður
í henni. Ef til vill með því að
snúa upp á handlegginn á
henni. Hann einblíndi á mig
eins og hann hafði gert síðustu
minútuna með því innhverfa
augnaráði sem einkennir þann,
sem er með hugann víðs fjarri.
Mér var ljóst að ég talaði og
mundi halda áfram að tala til
þess eins að geta sagt við sjálf-
an mig, að ég hefði sagt hug
minn allan. Alveg eins og hann
mundi segja við sjálfan sig, að
hann hefði hlustað á allt. Þó hélt
ég áfram.
„Ég skal segja þér, við hverju
ég bjóst eftir það, sem gerðist
í gærkveldi, — þegar ljóst var
að flutningurinn fékk engan
hljómgrunn, — þegar búið var að
slá þig í rot og mölbrjóta Stradi
varíusinn . . . sem hlýtur að
jafnast á við að barn þitt hafi
verið lemstrað . . . er það ekki
Roy? Þá hélt ég, að þú mundir
sverja þess dýran eið að segja
skilið við þetta allt — popheim-
inn, unglingana og nýjungafikn-
ina. En siðan mundir þú láta
leiðast aftur inn í sama farveg
smátt og smátt eftir svona einn
eða tvo mánuði. En tólf klukku
stundum síðar ertu uppfullur af
hryllilegum ráðagerðum' um að
halda áfram á sömu braut. Það
er blátt áfram ógnvekjandi að
heyra til þín. Þú steypist koll-
hnýs niður í fenið. Ég vona
bara að þú komist í gegmum
Mahler-hljómleikana áður en
það er um seinan. Að þeim lokn
um ráðlegg ég þér eindregið að
flytjast á afskekktan stað í eyði-
mörkum Kaliforníu, þar sem eng
inn veit neitt eða gefur nokkru
gaum. Og nú er ég farinn. Nei,
annars . . .“
Allt í einu mundi ég eftir
hálfu viskiflöskunni, sem ég var
með í frakkavasanum og setti
hana á náttborðið.
„Svei mér, Duggers. Atarna
var fallegt af þér. Þakka þér
kærlega fyrir.“
„Ég mundi fela hana í þínum
sporum. Jæja, vertu blessaður
grasasninn þinn. Og gangi ykk-
ur að óskum.“
„Sjáumst seinna, gamli.“
Á leiðinni út gekk ég um fá-
farinn gang, stanzaði og spark-
aði nokkrum sinnum í vegginn.
Sló líka í hann nokkrum sinn-
um með hnefunum. „Fari það til
fj . . .“, sagði ég. „Æ hamingj-
an góða.“ Þá heyrði ég og sá að
vagni var ekið fyrir næsta horn,
svo ég flýtti mér að stiganum og
var brátt kominn út í hitamoll-
una fyrir utan.
Enn voru þrír stundarfjórð-
ungar, þangað til ég átti að
sækja Vivienne, en ég gat ekki
hugsað mér að gera neitt, nema
ef til vill einhverja óraunhæfa
hluti eins og að drekka mig full
an eða stíma beint I hóruhús. Ég
gekk I gegnum Hyde Park og
hugsaði um allt það, sem
ég hefði átt að segja við Roy í
sambandi við Kitty, Penny og
Ashley, og vissi um leið, að það
hefði hvort eð var verið til-
gangslaust. Við Marhle Arch fór
ég í strætisvagn en fór úr hon-
um aftur, þar sem sömu hugsan-
ir ásóttu mig þar. Þá var þó
skömminni skárra að troðast um
fjölfarnar gangstéttirnar. Ég
var kominn á skrifstofu flugfé-
lagsins klukkan 18 rmnútuir yfir
tólf og við Vivienne fórum á veit
ingastað hinum megin við göt-
una, þar sem var hálfgerð sjálfs
afgreiðsla, og hægt var að fá
glas af víni eða bjór fyrir þá,
sem það vildu.
Við fengum okkur humar með
spinati. Ég sagði Vivienne alla
söguna og hún hlustaði. Hún
sýndi litinn áhuga, var hálf-
ólundarleg og annars hugar, þó
Til sölu
FORD COUNTRY SEDAN
66, V 8, sjálfskiptur, power-
stýri og hemlar.
Til sýnis í viku hjá Sveini Eg-
ilssyni, Skeifunni 17.
Uppl. í síma 52834 á daginn
og í síma 50534 á kvöldin.
velvakandi
• „Opnu bré£i“ svarað
Pétur Sveinbjarnarson bregð-
ur fljótt við og svarar hér
„Opnu bréfi“, sem birtist í dálk-
unum sl. sunnudag:
„Kæri Velvakandi.
I dag, sunnudaginn 14. maí,
birtir þú opið bréf til mín, und-
irritað: „Eimn af þrjátíu og
þrem“. f bréfinu er það gagn-
rýnt, að Umferðarráð, eða ég
sem starfsmaður þess „bregði
á leik og setji á svið slys“, og
í viðtali við Vikuna komi fram
sú skoðun, að nokkuð stór hóp-
Ur ökumanna hafi ekki hug-
ann nægilega vel við aksturinn.
Blaðamaður Vikumnar hafi leg-
ið fyrir utan vegkantinn „sæmi-
lega hulinn í umhverfinu", og
ökumenn eigi því að einbeita
sér að akstrimum en ekki
stirnda „náttúruskoðun og ann-
að gláp", eins og bréfritari
kemst að orði. Að þessu tilefni
bið ég þig að birta eftirfaramdi:
f marzmánuði óskaði Vikan
eftir því, að ég sem starfsmað-
ur Umferðarráðs aðstoðaði
blaðið við tilraun, sem það
hugðist gera með því að láta
blaðamann liggja hreyfimgar-
lausan við vegarbrún skammt
fyrir utan borgina, og athuga
síðan hve margir bílstjórar
færu framhjá án þess að veita
manninum athygli. Einnig
skyldu athuguð viðbrögð þess
bílstjóra, sem fyrstur stöðvaði.
Eitt af hlutverkum Umferðar-
ráðs er að hafa miilligöngu um
umferðarfræðslu í fjölmiðlum
og taldi ég því skyldu mina að
aðstoða blaðið eftir því sem tök
voru á.
0 Staðurinn vandlega
valinn
Tilraun fór fram 8. apríl, í
bezta veðri og um hábjartan
dag. Er ég valdi staðinn, hafði
ég sérstaklega í huga, að
nokkru áður er aðvörunar-
merki, sem boðar ökumönnum
að 200 metrum framundan endi
steypti vegurinn og ennfremur,
að á sama kafla er brú og tvenn
gatnamót. Þetta þrennt hlýtur
að kalla á athygli og aukna að-
gæzlu hjá ökumönnum, sem
leið eiga um veginn. í fyrr-
nefndu bréfi stendur, að blaða
maðurinn hafi verið „sæmilega
hulinn umhverfinu". Þetta er
alls ekki rétt. Hann lá að hluta
uppi á malaröxlinni við steyptu
akbrautina og teygði hendum-
air í átt að akbrautinni. Var að-
eins lVz—2 metra breiitf bil
milíli hans og bifreiðanna, sem
fóru eftir veginum í austurátt.
Áskorun min í fjölmiðlum um
að akstur og náttúruskoðun
eigi ekki saman, eins og bréfrit-
ari bendir réttilega á, á því alls
ekki við um þetta atriði. Það
getur vart talizt „náttúruskoð-
un eða annað gláp“ að horfa
vel fram á veginn (akbrautina
og vegkantinn).
Ekki dettur mér í hug að
halda þvi fram, að nokkur
þeirra þrjátiu og þriggja öku-
mamna, sem fram hjá óku, án
þess að stöðva, hafi gert það
visvitandi. Heldur vii ég leyfa
mér að halda því fram, að þeir
hafi alls ekki tekið eftir mann-
inum. Um ástæðuna er erfitt
að segja, en ég get þó ekki
staðizt það að vitna i eina setn-
ingu sem fram kemur í bréfinu.
Þar segir:
„Ég hef verið atvinnubílstjóri
í 20 ár og ekið.um það biil 7
þúsund sinmum á síðastliðnum
8 árum framhjá þeim stað, sem
blaðamaðurinn lá á, fyrir utan
vegkantinn, sæmilega hulinn í
umhverfinu".
0 í umhverfi, sem menn
þekkja vel
Þessi setning minnti mig á
bandaríska rannsókn, sem fram
fór á umferðarslysum. Rann-
sóknin beindist sérstaklega að
því, hvar og við hvaða aðstæð-
ur ökumenn lentu oftast í siys-
um. Niðurstöður hennar sýndu,
að í langflestum tilvikum verða
ökumenn aðiiar að slysi í um-
hverfi, sem þeir þekkja mjög
vel. Sú ályktun hefur verið
dregin af þessum niðurstöðum,
að eftir því sem ökumiaðurinn
þekkir betur umhveirfið, sem
hann ekur um, minnkar ein-
beitni hans og athygli við akst-
urinn og hann ekur nærri því
„blindandi". Ég er ekki að
segja, að þetta eigi við um þenn
an reynda ökumann, sem sendir
mér opið bréf í dálfci þínum.
heldur eingöngu að vekja at-
hygli á þessari athyglisverðu
staðreynd.
0 Slysatölurnar tala sínu
máli
Bréfritairi finnur að þeirri
fullyrðinigu minni, að stór hóp-
ur ökumanna hafi ekki hugann
nægilega mikið við aksturinn.
Slysatölur úr umferðinni sanna
það betur en mín orð, að þessi
fullyrðing er rétt. Hér hefðu
ekki orðið 6483 uimferðarslys
á sl. ári, þar sem 1083 slösuð-
ust, ef aliir vegfarendur hefðu
sýnt aðgæzlu og ökumenn haft
hugann nægiiega mikið við
aksturinn. Þó held ég, að fáir
þeirra rúmlega 13 þúsund öku-
manna, sem aðiid áttu að þess-
um slysum, viðurkenni, að þeir
séu lélegir ökumenn. Að
minnsta kosti hef ég enn ekki
hitt neinn ökumann, sem hefur
viðurkennt það.
Án efa var tilgangur þessar-
ar tilraunar Vikunnar ekki sá,
að neinn sérstakur yrði fyrir
aðkasti. Ekki dettur mér i hug
að halda því fram, að allir þeir,
sem framhjá óku, séu lélegir
ökumenn. Ég þekki nokkra
þeirra, og veiit, að þeir eru
varkárir og reyndir ökumenn.
Staðreyndin er hins vegar sú,
að öld gerum við mistök í um-
ferðinni, misjafnleiga mörg og
alvarleg, og sem betur fer, oft-
ast án þess að tjón verði á
munum eða mönnum. Þessi tiil-
raun ætti því að verða okkur
öRum áminning um að sýna
aukna aðgæzlu og þá er líka
tilganginum náð.
Ég þakika vinsamtegt bréf.
Með beztu kveðju og þakklæti
fyrir birtinguna.
Pétur Sveinbjarnarson.
£ Enn um
Þýzkalandsmálin
Rannveig Tryggvadóttir
skrifar:
„Ég lýsi algjörri samstöðu
minni með þeim mönnum, inn-
liendum og erlendum, sem gagn
rýnt hafa griðasamninga þá
við Sovétmenn og Pólverja,
sem nú eru til umræðu í þimg-
inu i Bonn og sem Willy
Brandt, kanslari Vestur-Þýzka-
lands, hefur fyrirfram fenigið
friðarveið'laun Nóbelis fyriir.
Ég man, að þegar það gerðist,
var fyrsta hugsun mín þessi:
„Er nú farið að verðlauna und-
aniátssemi við Rúsisa?" Hljót-
uim við að koma sterkiegia tii
greina við næstu úthliutum.
Ákefð félaga Brésnefs í að
þvinga vestur-þýzka þingið
með hótunum til þess siniarlega
að samþykkja samrxingana, vek
ur hjá manni grun um, að ein-
hverra haigur, annarra en vald-
hafanna í Kreml, sé þar fyrir
borð borinn.
Brandt hefur af mörgum ver-
ið talinn „maður friðarins".
Hvað er friðtsemd og hvað heiig-
ulisháttur? Friðsemd er óáreitni
við aðra. Heigulsháttur það að
átelja ekki yfirgang við aðra
og afstýra honum ekki, sé slíkt
á valdi manns.
Hvergi hefur það komið
fram, að Brandt ætli sér að
flytjast til þeirra landssvæða
þýzkra, sem þrátt fyrir samn-
ingana verða áfram undir oki
Kremliverja, og deila kjörum
með lömdum sínum þar. Þó það
nú ekki væri! Það er svo miklu
auðveldara að vera „friðsam-
ur“ á kostnað annarra en sjálfs
sín.
Hefði afstaða Brandts verið
eitthvað á þessa leið: „Aldrei
vil ég eiga þátt i að svipta
nokkurn mann von um að
mega einhvern tíma búa við
lýðræði," hefði ég hafið hann á
sta.ll með Solzhenitsyn, sem ég
'tel frábætran miarnn að hiuig-
rekki, og talið Brandt vel að
friðarverðlaununum kominn.
En, því miður, Brandt hefur
kosið að fljóta með straiumraum
og fylgja þeirri tízkustefnu, að
ekkert meigi gera dekurbarn-
inu, alheimskommúnismanium,
á móti. Það gæti fárið að
garga."
r«
Ódýrar þjófavœlur — kr. 1695,00
i/orum að fá litlar, ódýrar ÞJÓFAVÆLUR, sem henta sérlega vel á útihurðir og fyrir geymslur. Uppsetning mjög
einföld: 6 skrúfur — sem fylgja. ÞJÓFAVÆLAN virkar sem þjófabjalla og öryggiskeðja og hún er á verði
hvort sem þér eruð heima eða heiman. ÞJÓFAVÆLAN pípii á þjófa OG HLEYPIR ÞEIM EKKI INN.
Tvímælalaust öruggasta þjófavörnin miðað við verð. — PÓSTSENDUM.
Þjófabjölluþjónustan VARI
Garðastræti 2 Rvík, S: 26430.
Afgreiðslutími 9—12, lokað laugardag
L
ÖRYGGI YÐAR ER SÉRGREIN OKKAR.