Morgunblaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.06.1972, Blaðsíða 17
MORGÖNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 1972 17 umhverfí manns U mhverf is ver nd Á SlÐUSTU árum hefur umhverfis- verndarhreyfingum í heiminum vax- ið mjög fiskur um hrygg. Ástœðan er sú staðreynd, að mannfjöigun og umhverfisskemmdir verða með hverj- um degi meira áþreifanlegar og herja sífellt meira á almenning. Fyrir fáeinum árum var almennt litið á náttúruverndarmenn sem úr- tölumenn er stæðu i vegi fyrir fram- förum og velferð mannkyns. Þar hef- ur nú orðið mikil breyting á, og í dag eru umhverfisverndarmenn i há- vegum hafðir. Þegar á svo skömm- um tima vaknar jajfn almennur áhugi á málefni og raun bér vitni i þessu tilviki, þá er ekki ólíkiegt að í þeim hópi áhuigamanná leynist margur misjafn sauður. Dæmin sanna enda að til umhverfisverndarmanna telja sig margir, sem „ekki gera sér grein fyrir hin.u eiginlega problemi", og jafnvel sumir, sem ails engan áhuga hafa en eiga þvert á móti ríkulegan þátt i skemmdunum! Til að leiða þá fyrrnefndu á rétta braut þarf að fræða þá um hinn eiginlega vanda, líffræði- og þjóðfélagslegan grundvöll hanis. Til að forðast þá síðarnefndu þarf að fræða almenning og afhjúpa hið rétta eðii þeirra. Hér á landi er áhugi manna á um- hverfisvernd að vakna. Þó gætir enn mikils misskilnings. Margir freistast, viljandi eða óviljandi tii að lita á ís- land sem eitthvað einamgrað fyrir- brigði í lífheiminum. Það er alrangt. Sönnun þess er t.d. meginlandsmistr- ið, sem berst hingað oft á sumrin í suðaustanátt. Einniig magn kvika- silfurs (Hg) og DDT, sem hefur fund izt i lífverum sjávar hér i kringum okkur. Að undanförnu hefur vand- inn nálgazt okkur enn meira, þvi hér hafa verið reistar, og stendur til að reisa, iðnverksmiðjur sem eitra og skemma umhverfi sitt eins og útlend ir hafa sannreynt. Til dæmis hefur það gerzt i Hollandi á undaníörnum áratugum, að úr landinu hafa horfið um 3% fræplantna, um 15% mósa, sem vex á jarðvegi og um 13% mosa og 27% fléttma, sem vaxa á stéinum og trjám. Þetta hefur gerzt vegna iðnaðarúrgangs í andrúmslofti. Aðrir en ég munu vonandi lýsa sannanleg- um áhrifum slíks eiturs á islenzka náttúru. Það er slíkt eitur og ónáttúrleg efni, sem eru að drepa allt Mf á jörð- inni. Uppblástur á Islandi, mengun í fæðu og gróðursetnimg erlendra trjá- tegunda hverfa í skuggann i saman- Framhald á bls. 23. Mannrán við tékknesku landamærin Tékkneskir verðir skutu á mann á austurrísku landsvæði og drógu yfir landamærin Tékkneskir landamæraverðir draga Masaryk yfir landamærin, en kona hans (til hægri) fylgir á eftir. FYRIR fjórum árum eða i lok frelsisstjórnar Alexanders Dubceks í Tékkóslóvakiu fluttist tékkneskur rafvirki að nafni Jaromir Masaryk úr landi. Hann var þá 24 ára gamall og hélt til Suður-Afr- iku. Þrátt fyrir eftirnafn sitt var hann ekki á neinn hátt skyldur Thomás Masaryk, sem lagði grundvöllinn að Tékkóslóvakíu 1918. 1 síðasta mánuði sneri Jaromir Masa- ryk aftur tii Evrópu en þá aðeins í fríi til stuttrar dval- ar. Með sér hafði hann konu sina, Patty, sem var 22 ára gömul og frá Suður-Afríku. Vonaðist Masaryk til þess, að sér gæfist tækifæri til þess að kynna konu sína fyrir for- eldrum sínum, sem enn eru á lífi og búsett i Brno. Þegar Masarykhjónin báðu um vegabréfsáritun í sendi- ráði Tékkóslóvakíu í Vinar- borg, var það aðeins Patty, sem fékk heimild til þess að fara inn í Tékkóslóvakiu. Þau hjónin komu sér saman um, að hún skyldi fara ein til Brno, þar sem hún skyldi hitta tengdaforeldra sína og snúa síðan aftur með tengda- móður sinni til landamæra Tékkóslóvakíu og Austurrik- is. Skyldu þær koma til landamæraistöðvar í grennd við Drasenhofen, sem er 40 mílur fyrir norðan Vínarborg. Masarykhjónin hugsuðu sem svo, að móður og syni myndi að minnsta kosti geíast tæki- færi til þess að sjá hvort ann- að, þó að það yrði ekki nema úr fjarlægð og ef til vill geta hrópað kveðjuorð hvort til annars. Fyrir um þremur vikum var Masaryk kominn að aust- urrísku landamærastöðinni og horfði vonaraugum í þá átt, sem kona hans og móðir voru væntanlegar úr í bíl. Á með- an hann beið, gekk hann inn á einskis manns land á landa- mærunum og yfir litla brú, sem liggur yfir á, er skilur þjóðimar tvær að. Þar gaf Masaryk sig stuttlega á tal við tékkneskan varðmann. En þegar hann sneri við, kom yfir hann einhverra hluta vegna hræðsla og hann tók að hlaupa til baka yfir brúna. Tékkneskir landamæraverðir höfðu komið auga á hann og skutu á hann, svo að hann særðist. Austurriskir landamæra- verðir fengu ekkert að gert og horfðu bara á með skelf- ingu •— likt og maður nokk- ur með myndavél (sjá mynd), sem hjá þeim var staddur af tilviljun — hvernig tékknesku verðirnir eltu Masaryk inn yfir austurrisku landamærin, börðu hann og drógu síðan blóðugan inn á tékkneskt landsvæði. Einmi'tt i sama mund bar þarna að Patty Masaryk i bil sínum. Þegar henni varð ljóst, hvað var að gerast, greip hún um fótleggi manns sins og reyndi að rífa hann laus- an. Eftir þetta hefur ekkert spurzt til Jaromirs eða Patty Masaryk. Austurríska utanrikisráðu- neytið bar fram mótmæli vegna þessa atburðar og krafðist þess, að Masaryk- hjónunum yrði sleppt. Tékk- ar viðurkenndu að hafa farið ,,lítillega“ inn á landsvæði Austurrikis, en réttlættu töku Masaryks með því, að hann hefði reynt að fá landamæra- vörð til þess að flýja land og gerzt sekur um aðrar „ögr- anir“. Þegar utanríkisráðuneytið hafnaði þessari skýringu sem „ófullnægjandi", ásakaði Gust av Husak, leiðtogi Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu, Austurríkismenn fyrir , ótrú- lega móðursýki vegna atviks, sem hefði enga þýðingu". Austurríkismenn, sem hafa sjaldan fyllzt jafn mikilli reiði yfir atviki á landamær- unum sem þessu, könnuðu hvort þeir ættu að kalla heim sendiherra sinn i Prag. Þeim var líka ofarlega í minni beizkur brandari, innfluttur frá Tékkóslóvakiu, um mann sem framdi sjálfsmorð. Sið- ustu orð hans voru: — Skjót- ið ekki, félagar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.