Morgunblaðið - 02.06.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.06.1972, Qupperneq 16
MORGÖN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1972 16 ar hefur mistekizt með öllu. Fólkið veit ofurvel, að rætur þessara hækkana liggja í skattastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Sveitarfélög um allt land hafa nú neyðzt til þess að grípa til þessa ráðs; þar gild- ir einu, hvort fulltrúar stjórn- arflokkanna eða stjórnarand- stöðuflokkanna fara með meirihlutavald. í Kópavogi hefur bæjarstjórnarmeiri- hluti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ákveðið hækkanir á fasteignagjöldun- um. Bæjarstjórn Akureyrar SKATTASTEFNA STJÓRNAR- INNAR í FRAMKVÆMD samþykkti þessar hækkanir með samhljóða atkvæðum. Enn má nefná, að bæjarstjóri kommúnista í Neskaupstað fletti ofan af þessum hrá- skinnsleik ríkisstjórnarinnar í viðtali, sem birtist í dagblað- inu Þjóðviljanum á liðnum vetri. Eins og þessi dæmi sýna er það firra ein, að halda því fram, að stjórnarandstöðu- flokkarnir noti aðstöðu sína í sveitarstjórnum til þess að klekkja á ríkisstjórninni. Það er þvert á móti ríkisstjórnin, sem knúið hefur fulltrúa allra stjórnmálaflokka í bæjar- stjórnum víðs vegar um lands byggðina til þess að taka til Ckattgreiðendur eru um þess- ^ ar mundir að fá í hendur innheimtuseðla fasteigna- gjalda. Þessir seðlar færa ár- angurinn af stefnu vinstri stjórnarinnar inn á heimili fólksins í landinu. Sumir hafa þegar fengið seðlana í hend- ur, en aðrir eiga þeirra von á næstu dögum. Þegar er ljóst, að feikilegar hækkanir verða á fasteignagjöldunum Öruggt má telja, að hækkan- irnar nú verði þre- til sex- faldar frá því sem áður var. í einstökum tilvikum munu gjöldin hækka mun meira, og þess munu dæmi, að hækkun- in sé tí- eða tólfföld. Almenningur fær nú að finna fyrir skattastefnu ríkis- stjórnarinnar í framkvæmd. Með nýju skattalögunum, er Alþingi setti á sl. vetri að til- hlutan núverandi ríkisstjórn- ar, voru tekjuöflunar- möguleikar sveitarfélaganna þrengdir svo verulega, að um allt land hafa sveitarfélög verið neydd til þess að stór- hækka fasteignagjöldin. Með því að neyða sveitarfélögin til þess að hækka fasteigna- gjöldin hugðist ríkisstjórnin skjóta sér undan þeirri óhjá- kvæmilegu óánægju og reiði- öldu, er rísa myndi, þegar nýja skattastefnan kæmi til framkvæmda. Þetta herbragð stjórnarinn- O.tgefandi h!f. Árvakur, Rey'kjav'rk Fram'k.væmdaatjóri Haral'dur Sveinsson. Rittatjórar M.atfhías Johannessen, Eyj’ólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gun-narsson. Ritstjómarf.ull'trúi Rorbljörin Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jöhannsison. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, slmi 1Ö-100. Aug'ýsingar Aðalstraeti B, sími 22-4-80, Ás’kriftargjafd 225,00 kr á 'márnuði innanlands I lausasöfu 15,00 ikr eintakið. þessa örþrifaráðs. Óviðfelldin viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að skjóta sér undan ábyrgð á eigin skattastefnu sýnir glöggt þá vantrú, sem stjórnin sjálf hefur á eigin verkum. Afleiðingar þessarar skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar munu eflaust hafa mjög alvar leg áhrif á þjóðfélagsstarf- semina. Ljóst er, að sósíalist- ar hafa alla tíð verið andvíg- ir því markmiði, að fólkið, allur almenningur, ætti sínar eigin íbúðir og byggi við fjár- hagslegt sjálfstæði. Markmið sósíalista er leiguhúsnæði handa sem flestum undir for- sjá ríkisvaldsins. Auk þess að draga úr fjárhagslegu sjálf- stæði almennings hefur þessi stefna víðast hvar, þar sem hún hefur verið reynd, leitt til mikilla húsnæðisvanda- mála. Það er ekki einungis, að skattastefna ríkisstjórnarinn- ar miði að stórauknum álög- um á almenning í landinu, heldur stefnir hún í sívax- andi mæli að því að draga úr sjálfstæði einstaklinganna í þjóðfélaginu. Engum dylst, að íbúðir í eigu fólksins sjálfs hafa flestu öðru fremur gert að engu hér á landi fyrir- brigði eins og stéttarskipt- ingu og á þann hátt stuðlað að auknu jafnrétti þegíianna. Gegn þessu vinnur ríkis- stjórnin nú með nýjum skatta lögum. ÁKVÖRÐUN FISKVERÐS lVTú er á döfinni ákvörðun ' fiskverðs og líkur munu benda til þess, að fiskverðið verði ákveðið nú í vikulokin. Verðlagsráð sjávarútvegsins kom sér ekki saman um nýtt fiskverð, og var málinu því skotið til yfirnefndar. Þær miklu verðhækkanir, sem orðið hafa að undan- förnu, auka mjög allan rekstr arkostnað útgerðarinnar, svo sem ljóst má vera. Kaup- og verðlagshækkanir hafa þann- ig aukið mjög á rekstrarerfið- leika útgerðarinnar. Augljóst er því, að með einhverju móti verður að bæta útgerðinni þann halla, sem hún hefur orðið fyrir vegna verðlags- þróunarinnar það sem af er þessu ári. Eðlilegt hlýtur að teljast, að hlutur sjómanna og út- gerðarmanna verði bættur til jafns við aðra þjóðfélagshópa, en auðvitað eykur það á erf- iðleika fiskiðnaðarins, sem nægir eru fyrir. Úr þessu fæst væntanlega skorið á næst- unni, þegar ákvörðun um fiskverðið hefur verið tekin. BEISKJU BLANDIN HEIMKOMA HARRY McKeon er einn þeirra, sem stjórn Norður-ír- lands hefur haft í haldi frá þvi sl. haust án dómsúrskurð ar, — hann var grunaður um að hafa tekið þátt í hryðju- verkastarfsemi IRA. Nú hef- ur hann verið látinn laus, en ánægjan af heimkomunni er beiskju blandin. Hann hefur misst fyrirtæki sitt, sem hann hafði af góða afkomu, hús sitt og heimili og kona hans hef- ur breytzt þennan tíma — hún hefur ekki farið varhluta af því ástandi, sem ríkir í landinu. í augum rómversk-ka- þólskra vina Harrys er hann hetja, ein af mörgum — og fómarlamb brezkra afskipta af írlandi. Hann býr nú í lít- illi íbúð í sambýlishúsi í Bel- fast, þrítugur að aldri og vinnur nú verkamannavinnu á ný. Áður en hann var ha.nd tekinn, hafði hann komið á fót íyrirtæki, sem tók að sér störf í byggingariðnaðinum. Hjá honum störfuðu 35 menn. „Fyrirtækið er að engu orðið,“ segir hann, „það var enginn til að halda rekstrinum áfram eftir að ég var settur inn. Ég missti auðvitað öll verkefni og mennirnir fóru í önnur störf.“ Konan hans varð að flýja heimilið með börn sín, því að hún var sifellt að fá hótánir um, að þeim yrði gert eitthvað til miska. „Húsið var sett í sölu,“ segir McKeon, „en kaupandi fannst enginn. Á svona tímum vill enginn eyða fimm þúsund sterlings- pundum i hús.“ Nú hafa hjón in upphæð, sem nemur um 2.500 kr. ísl. á viku, til þess að lifa af en meðan Harry var í fangelsihu fékk kona hans fé úr tryggingum. „Konan mín, Bettý, hefur breytzt mikið,“ sagði Harry. „Hún var dæmigerð húsmóð- ir, hafði nóga peninga, átti góð föt, skartgripi — hún fékk það, sem hún bað um, hana skorti aldrei neitt. Við fórum í sumarleyfi til Spán ar og eyddum þar mikium peningum.“ Nú kvartar hann yfir því, að konan sé aldrei heima. — Hún er nú formaður í féiagi kvenna, sem berjast gegn fangelsun manna án dóms. — Hún hefur getið sér orðstír fyrir andúð sína á brezkum stjórnvöldum og samúð með írska lýðveldishernum. Og nú tala sumir um Harry Mc Keon, sem „manninn hennar Bettý". Bettý hefur raunar líka ver ið í fangelsi — hún var hand- tekin í desember sl., ásamt yngsta barni síniu af fjórum, dreng á fyrsta ári — en þeim var sleppt eftir sólarhrings- dvöl iinnan veggja. „En hún er bitrari i þeirra garð en ég, ef nokkuð," segir Harry. Hann viðurkennir, að hann haíi alitaf verið því hlynntur, að írland allt yrði sameinað en neitar harðlega að hafa nokkurn tíma verið „byssu- maður" eða tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi IRA. — Hann segir lögregluna hafa tjáð sér eftir að hann var handtekinn að ýmiss konar tortryggilegt íólk hafi sézt fara inn i hús hans — og IRA hafi haft stöðvar í námunda við það. „Ég banti þeim á, að þegar maður þarf að ráða til sín múrara er ekki um annað að gera en fara í bæinn til að finna þá. Þeir hafa ekki síma og þeir koma ekki út á verk stæði til mín að fyrra bragði. Það er helzt að hitta þá á kránum. Múrarar hafa alltaf verið illa launaðir og margir manna minna búa í fátækleg um hverfum kaþólskra.“ Frá því Harry McKeon var látinn lau.s, skömmiu eftir að Wil'liam Whitelaw, brezki ráð herrann, sem fer með stjórn Norður-írlandsmála, kom til Belfast, hefur hann fyligzt ná ið með fréttum af sprenging- um og stjórnmálastarfsemi. Hann segist vera andvígur sprenigju- og hryðjuverka- starfsemi IRA-provisionals. „Ég væri samþykkur því að sprengja um gervallt ír- land, segir hann — ef ég hef ði þá trú, að það bæri einhvern árangur. En þvi fer fjarri. — Það eina sem við höfum upp úr þessn er að einangra verka lýðsstéttir landsins," sagði Harry McKeon. (Frá fréttaþjónustu New York Times). TTWf JíicitrJíwkSimdíí c?r-r<s ^ VI . Eftir Gloriu Emerson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.