Morgunblaðið - 07.06.1972, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JUNÍ 1972
LISTAHÁTÍÐ
f REYKJAVÍK
Höfundur: Jökull Jakobsson.
Leikstjóri: Helgi Skúlason.
Leikmynd:
Steinþór Sigurðsson.
Tónlist:
Magnús Blöndal Jóhannsson.
I>að kemur maður til baka eft-
ir um það bil tuttugu ár. Hann
hittir gamla vinkonu sína frá
skölaárunfum, hún er náttúrlega
gift og á barn, en hún býr í
húsi foreldra sinna, í húsinu,
sem hafði verið vettvangur
æsku þeirra, gestsins og frúar-
innar. Eiginmaðurinn er fram-
leiðandi, verksmiðjueigandi,
sjálfur upphafsmaður velgengni
siinnar, hann erfði ekki neitt,
hann er heldur ekki mjög mennt
aður, Einar Renediktsson einn
er hans andleg höfuðnæring. Af
Sviðsmynd úr leikritinu.
Leikfélag Reykjavíkur:
DÓMÍNÓ
gömlu hjónunum lifir frúin enn,
áfengissjúklingur, sem dreymir
um hvemig það var þegar hún
var ung á Spáni og sat undir
sólhlífinni allan daginn og glas
ið hemnar var aldrei tómt. Dótt
ir hjónanna er dæmigerð nútíma
stelpa úr góðborgaralegu húsi,
iðkar hass, heimsbyltingu og
grúppusex. Tvær aukapersónur,
góðborgaraleg frú með jákvæð
lífsviðhorf og maðurinn hennar,
sem segir varla nokkuð. Frúin í
húsinu hefur ekki jákvæð lífs-
viðhorf. Henni finnst lífið erfitt
og hún flýr í ýmsa sjúkdóma,
ristil, migreni o.fl. Hún hefur
vist aldrei sætt sig almennilega
við að draumarmir rættust ekki,
draumar æskunnar. Líklegt að
hún sjái alltaf eftir einum strák
anna, sem slíkur framdi hann
sjálfsmorð, þ.e. hann hætti að
vera sá sem hann var og hætti
við að verða það sem hann ætl-
aði að verða og varð allt ann-
að: fór að sjá um vegalagningu
í fjarlægri heimsálfu, það
er vegalagnimgarmaðurinn, sem
kemur aftur, ekki hinn sem dó,
hann framdi sjálfsmorð — já, en
aðeins í óeiginlegum skilningi.
Fyrst hann dó ekki alveg, þá er
eitthvað eftir af homum í vega-
lagningarmanninum. Hann lang-
ar líka til að vita ýmislegt, rifja
upp og kannski komast að þvi
hvemig gömul kærasta (var
Margrét það?) hugsar um hann
í dag. En aðallega langar hann
til að vita hvar ýmislegt var, sem
hann fyrirfinnur ekki nú, en allt
er svo breytt að hann grunar
jafnvel að hann hafi farið húsa-
villt. Átti kannski vinkona hans
heima í öðru húsi? Þannig er
ýmislegt látið óákveðið í þessu
leikriti, ýmsar lausnir hugsanleg
ar, ekki bara aðeins ein. Sumt
er samt nokkurn veginn öruggt.
T.d. það að Margrét hefur ver-
ið hrifin af Pétri Mandólín og
minningin um hann lifði með
henni allan tímann. í þeim skiln
imgi fór hann aldrei, harnn var
hjá henni al’ltaf, með henni og
manninum, sem hún svo giftist.
Því segir hún sjálf, að
sumir fari ekki fyrr en þeir
koma. En það þýðir líka að þá
fyrst þegar Gestur kemur aftur
sigrast hún á Pétri. Gestur er
Gestur og alls ekki Pétur, hvaða
erindi á hann þá við þessa
konu? Kannski veit hann það
ekki fyrirfram og það gerist
inmra með homum þegar hann
sér hana. Það er eitthvað sem
gerist og þvi gæti einnig eitt-
hvað gerzt. En það sem gerist
er svo það, að hún velur þann
kostinm að það gerist ekki neitt.
Og Gestur/Pétur er afskaplega
hryggur yfir því og gengur upp
á loft, en það kom enginn hveil-
ur.
Þessi glima, sem á yfir-
borðinu er átakalítil en því
átakameiri undir niðri, er leik-
in mjög varlega og lágt stillt,
sérstakle-ga af þeim Helgu Bach
mann og Jóni Laxdal. Margrét
Helgu Bachmann er viðkvæm
kona, sem lifir mikið í sjálfri
sér og tekur lítinn þátt í hinu
ytra lífi. Helgu tekst vel að lýsa
þögulli innri baráttu hennar í
upphafinu og gefur þannig for-
merkin fyrir persónunni, sem
hún heiidur svo til loka. Jón
Laxdal sýnir eiranig vel þessa
þöglu innri atburðarás. Persón-
an hefur ekki mjög skýra
drætti, kannski vilji höfundar,
en leikstjóri hefði getað gefið
henni ákveðnara ytra form í
samræmi við það sem hann er í
dag. Jón Laxdal hefur mjög gott
vald á samræðutóninum, sem er
nauðsynlegur fyrir sllkt verk.
Plastframleiðandi Steindórs
Hjörleifssonar er heldur ekki
mjög skýrt teiknuð persóna,
hana vamtar heild, í stað þess
fáum við þetta sem við vitum
að Steindór getur gripið til. Dótt
ur hans í leikritinu leikur
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Giiðnnindur Kmilsson.
GUÐMUNDL’R Emilsson er
ungur tónlistarmaður, fædd-
ur 1951. Hann hefur stundað
nám i Tónlistarskóiamim og
lauk þaðan kennaraprófi í
fyrra. Auk þess hefur hann
samið tónlist, sem flutt hef-
ur verið, m. a. við trúarljóð,
auk þess sem hann hefur
samið elektróníska tónlist.
Guðmundur ntun skrifa um-
sagnir um tónlist hér í blaðið
ásamt Agli R. Friðleifssyni,
tónlistarkennara, sem lesend-
ur þekkja af greinum hans,
og munu þeir verða Þorkeli
Sigurhjörnssyni, tónskáldi, til
aðstoðar við tónlistargagnrýnl
hér í blaðinu.
TÓNLIST
Guðmundur Emilsson:
Nóa-
f lóðið ef tir B.
Eraska tónskáldið Benjamin I jarðir, í tlma og ótima, og hefur
Britten nýtur mikilla vinsælda í auk þacs verið hljóðritað oftar
heimalandi sínu, jafnt meðal I en einu sinni, og komizt þann-
bama og fullorðinna. Hann er í
hópi þeirra tónskálda tuttugustu
aldarinnar, sem háfa lagt hvað
drýgstan skerf til tónbókmennta
ætlaðra bömum til áheymar og
flutnings, ef til vill mætti kalla
hann Kodaly eða Carl Orff Eng-
lendinga. Þeim, sem átt hafa
þess kost að heimsækja enska
skóla, dylst ekki sú virðing sem
Britten nýtur meðal kennara og
tónlistarmanna. Stoltir draga
þeir fram kennslubækur, nótna-
bækur, hljómplötur og eiginlega
allt milli himins og jarðar, sem
ber nafn þessa ágæta manns.
Verk hans á þessu sviði eru fjöl-
mörg, enda er tónskáldið af-
kastamikið með eindæmum.
„The young persons guide to
the orchestra" er eitt þeirra og
afar vinsælt. Það er flutt á
barnatónleikum út um allar
Britten
Ungir leikendur í óperunni.
i ig í þakklátar hendur tónlistar-
kennara. Þetta einfalda og að-
| gengilega verk hefði vafalaust
LISTAHÁTÍÐ
í REYKJAVÍK
Hún talar skýrt en hún leikur
dálítið grunnt, hún á skemmti-
lega auðvelt með að sitja í hálfri
lotus'stellingu og virðast hug-
leiða eitthvað. Frúna, sem held-
ur sig við flöskuna leikur Þóra
Borg mjög skemmtilega. Guð-
rún Stephensen leikur frúna
með jákvæðu lífsskoðanirraar og
gerir það mjög vel.
Það er svolítið af tilsvörum i
verkinu sem eru meiniragarlaust
orðskop, sem lýtir frekar en
bætir, leikstjórinn hefði átt að
þurrka það út. Að ósekju hefði
mátt stytta leikinn mokkuð.
Leikmynd Steinþórs Sigurðs-
sonar er .skemmtlieg en
kannski frekar of stílhrein og
falleg fyrir þetta heimili plast-
jöfursins. Það hefði mátt vanda
betur til búniraga persónanna.
Kjóll Margrétar er að vísu
snilldarverk, en kjóllinn, sem
Sif er i er illa sniðinn og hjálp-
ar henni jafnlítið og hinn kjóll-
inn hjálpar Heigu Bachmann
mikið. Ég skil föt plastframleið-
andans ekki, þau föt hefðu bet
ur hæft Gesti, en fötin sem Jón
Laxdal er i fara ekki vel,
kannski er einlhver dulin speki
i þessum klæðnaði karlmann
Framhald á bls. 19
Benjamin Britten
nægt til að halda nafni tón-
Skáldsins á loft um ókomna
framtíð.
Ég get mér þess til, að barna-
óperan Nóaflóðið hafi verið sam-
in til flutnings í dæmigerðum
enskum skóla og að aðaltakmark
tónskáldsins hafi verið það, að
gefa sem flestum nemendum
tækifæri til þátttöku. 1 flutningi
krefst verkið mikils fjölda hljóð-
færaleikara, söngvara, leikenda
og aðstoðarmanna. Þetta „allir
með“ viðhorf Brittens er óneit-
anlega virðingarvert, en það hef-
ur vissar takmarkanir í för með
sér. Öll uppbyggirag verksins
verður að vera sérstaklega ein-
löld eigi ekki allt að fara á ring-
ulreið. En þótt tónlist Brittens í
þessu verki sé einfaldleikinn upp-
málaður, tekst honum að ná
sterkum tökum á áheyrendum
jafnt og flytjendum. Sviðssetn-
ing Nóaflóðsins á Listahátíð í
Reykjavik er Hstaviðburður unga
fólksins, og það væri miður ef
íoreldrar notfærðu sér ekki þetta
ágæta tækifæri til að glæða tón-
listaráhuga bama sinna.
Til þess að gefa leseradum hug-
mynd um þá sérkennilegu og
skemimtilegu stemmningu sem
ríkti í Bústaðakirkju siðastliðinn
mánudag, er barnaóperan Nóa-
Framhald á bls. 23