Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 17. JONÍ 1972 'P ® 22*0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 ------——-------' 14444 ■S125555 mm BILALEIGA - HVEFISGQTU 103 14444 25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIGAN AKBllATJT S> 8-23-47 Wl sendum SKODA EYÐiR MINNA. SKOOfí LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SlM! 42600. LESIO DIICLECII Bezta aufijýsingattaöið Sr. ÞórirStephensen: HUGVEKJA Guð vors lands f DAG er þess minnzt, að liðin eru 28 ár síðan við Islendingar endurheimtum al- gjört sjálfstæði og stofnuðum lýðveídi. 17. júní er því dagur þeirra tilfinninga, sem fara hvað hlýjustum höndum um hjarta og sál. Þær höfða til alls þess bezta, sem inni fyrir býr og knýja fram heitar óskir, já, heitustu þrár hvers þess manns, sem gerir sér ljóst, hvers virði frelsið er, að rnega selja það óskert í hendur niðjanna. Og þar sem 17. júní er einnig fæðingardagur Jóns Sigurðsson- ar, þá fær hann tvöfalt gildi sem hvati stíkra tilfinnmga. En hver eru sterkustu sameiningar- tákn þjóðarinnar á degi sem þessum? Þau eru án efa fáninn og þjóðsöngurinn. Þau boða bæði tvö hið sama, svo að ekki verður um villzt. Þau benda bæði sterklega á þann grundvöll, sem menn- ing okkar og sjálfstæði standa á. Hann er kristin trú. Krossfáninn táknar það, að innviðir islenzkrar menningar eru kristinn arfur, og i þjóðsöngnum biðjum við „Guð vors lands“ að gefa hér „gróandi þjóðhf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsrikis- braut". En hvers virði eru þessir hlutir, sem fáni okkar og þjóðsöngur höfða svo mjög til, hvers virði eru þeir fyrir fram- tíð hins islenzka lýðveldis, þá framtíð, sem við berum svo mjög fyrir brjósti í dag? Lýðveldið er algengasta stjómarform- ið meðal ríkja heims nú á dögum. En lýðveidin eiga sum fátt sameiginlegt með Islandi stjómarfarslega séð, nema nafnið lýðveldi. 1 þeim sumum er ein- ræðisstjóm og frelsi, þ.e. persónufrelsi, málfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi og annað þvíííkt þekkist þar ekki. Lýðveld ið sjálft tryggir þvi ekki raunverulegt frelsi þjóðanna. Það er aðeins heiti á [>vi stjómarfyrirkomulagi, þar sem æðsti maður nefnist forseti. Frelsi ein- staklinganna er mikliu betur tryggt i ýmsum konungsrikjum en þeim lýðveld- um, sem búa vlð eánræði. Lýðveldi er þvi ekki lausnarorðið og það er í raun- inni ekki það eitt, sem við þökkum fyrir á þjóðmálasviðinu í dag, heldur einnig og fyrst og frernst lýðræðið, hið vestr- æna lýðræði, sem hér hefur rikt og þró- azt, svo að til gæfu og heilia hefur orðið fyrir land okkar og þjóð. Lýðveldið táknar fyrir okkur fyrst og fremst það, að við erum sjálfstæð þjóð. Yfir því fögnum við, en lýðræði okkar, freisi til hugsana og athafna, það hefur gefið lýðveldinu gildi. Jesús Kristur sagði, að hans ríki væri ekki af þessum heimi. Hann sagðist vera konungur sannleikans. Páil postuli segir um Guðsríkið, að það sé hvorki matur né drykkur, heldur réttlæti, frið- ur og fögnuður. — Friður, réttlæti og sannleikur eru hlutir, sem eru Guðs ættar. Og þeir eru jafnframt hinar þrjár höfuðstoðir lýðræðisins. Við höfum ekki efni á að slá slíkar stoðir undan þeirri byggingu, sem við höfum verið að reisa hér á Islandi sl. áratugi. Við þurfum miklu fremur að efla þær og treysta. Við skulum ekki gleyma þvi, að í boðskap Jesú Krists voru þær hugsjónir sóttar, að aliir menn væru skapaðir jafn- ir fyrir Guði, ættu jafnan rétt til lands og fjár, menntunar og mannréttinda. Kristin trú er þvi móðir lýðræðisins. Hún hvetur alls staðar til réttlætis, frið- ar og sannleiksástar. Hún hvetur til bræðralags og hollustu við allt, sem heyrt getur undir hugtakið kærleikur. Af manngildishugsjón hennar eru frels- ishugsjónir lýðræðisins sprottnar. Án kristindómsins hefðu þær ekki fæðzt. Án hans verða þær heldur ekki varð- veittar. Einhver ykkar á meðal, lesenda þess- ara orða, á e.t.v. i garði sínum tré, sem hann hefur gróðursett árið 1944 i minn- ingu lýðveldisstofnunarinnar. Það eru a.m.k. víða til slíkir hlynir, sem síðan hafa vaxið og dafnað og breitt æ meira úr limi sinu, eftir þvi sem árin hafa orðið fleiri. Þeir hafa vaxið þvi meira, sem betur var að þeim hlúð, og þvi ver 9em lakar var að þeim búið. Svo mun og verða með islenzka lýðveldið og menn- ingu þess. En tré eru lífseig, nái þau að festa vel rætur. Jafnvel þótt illvirki komi og höggvi tréð niður, þá er það ekki dautt. Upp af rót þess mun vaxa nýr tein- ungur, sem mun rísa hátt, er tímar líða. En sé höggvið á ræturnar og þær eyði- iagðar, þá mun verr fara. Þá hættir stofninn að fá nærin.gu og mun brátt fúna og falia, og þá er engin von um nýjan grænan sprota, er teygi þar aftur lim móti sól. Íslenzka lýðveidið er enn ung- ur hlynur og veikbyggður. Því er honum á ýmsa vegu hætta búin og þess mikil þörf, að vel sé að rótum hans hlúð, svo að gæfa og gengi þjóðarinnar megi vaxa og blómg- ast. Fáninn og þjóðsöngurinn mega gjarnan minna á rætumar, sem sækja þjóðarmeiðnum hina hollu, já, Mfsnauð- synlegu næringu í jarðveg hins kristna trúarlifs. Ef við höggvum á ræturnar, afneitum þeim eða vanrækjum þær hug- sjónir, sem fáni okkar og þjóðsöngur tákna, þá eyðileggjum við um leið frelsi okkar, lýðræði og menningu. Slíkt vill enginn sannur íslendingur hugsa til enda i dag. í stað þess skulum við horfa á fánana, sem við sjáum hvar- vetna við hún og taka i anda undir bæn þjóðsöngsins, er við heyrurn hann leik- inn: „íslands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsrikis braut.“ Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri: Hollar hendur-græn grös „1 moldinni býr ormur, sem margan dag ég sá teygja sig í ljósið, sem litlir ormar þrá.“ Þannig hefst eitt af Ijóðum Bjöms Braga Magnússonar, 9em var eitt af okkar athyglis- verðustu skáldum, en lézt að- eins 23 ára að aldri árið 1963, og með þessari tilvitnun í ljóðabók hans „Dögg í grasi“, skulum við vikja að umræðu- efni þessa þáttar. Margir huga nú að veiði- skap í ám og vötnum, og þeir sem það gera, telja nauðsyn- legt að afla ánamaðka í veiði- förrna til að beita fyrir lax og silung. Ánamaðkasafnarar eru mörgum garðræktendum hvim'leiðir gestir, einkum vegna þess, að veiðiskapur þeirra fer fram að nóttunni og oft eru gróðurbeð íMa troð- in eftir þá. Þessi ánamaðka- veiði er orðin stórum hópi manna hér á höfuðborgar- svæðinu drjúg tekjulind o>g trútega skattfrjáls. Nú væri öll þessi mikla og Irvimleiða herferð þessara ánamaðka- veiðimanna inn á tóði-r ein- sta/klinga og skrúðgarða borg- arinnar með öllu óþörf, ef ein- hver hugleiddí það i alvöru að koma sér upp ánamaðkabúi og mættu þá allir vel við una, ekki sízt garðeigendur og lax- veiðimenn. Eldisstöðvar fyrir ánamaðk er ólíkt áhættuminna fyrir- tæki, en stofnun minkabúa og garðyrkjusitöðva, en með stofniun búskapar af þessu tagi yrði hægt að draga veru- lega úr átroðningi og næbur- göltri um skrúðgarða borgar- búa og tryggja um leið lax- og siluingsveiðimönnum valda og fullfríska ánamaðka á öngla sína. Ánamaðkar geta að visu verið vandamál í mörgum skrúðgörðum, þar sem mikið er um þá og þeir svo gott sem tæta í sundur grasflötina með tilvist sinni. Þar er samtímis mikil gróSka í öllum gróðri þvi á öðrum stöðum verður sjaldnast áberandi mikið um áinamaðkinn. Með því að bera á kalk, dregur fljótlega úr maðkimum og mikil notkun tilbúins áburðar hefur sömu verkanir. Ánamaðkur þrífst aðeins þar, sem nægilegt er af robnandi láfræsnum efnum í jarðveginum. Hið sama gildir um snigla, sem eru garðeig- endum afar hvimleiðir, ekki Framh. á bls. 25 * f New York Osló mánudaga miðvikudaga föstudaga Luxemborg Kaupmannahöfn ^ þriójudaga / V\ mióvikudaga^ I fimmtudaga jl , I sunnudaga 1.maí-31.okt. Farpantanir ísíma 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.