Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 Útgofandí hf Árvíflctít, Reylciavík Framítvæmda stjó-ri HarafcJur Sveinsson. .Rítsrtj'ófar Mattihías Johannessen, Eyjóltfur Konráð Jónsson. Aðstoðarrrtstjóri Styrmir Gurmarsson. Rrtstjórnarfuh'trúi Þrorbijöm Guðrrtundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjðrr Ámi Garöar Kriatinsson Ritstjórn 09 afgreiðsla Aða-lstræti 6, sími 1Ö-100. Auglysingar Aðaistræti 6, sfmi 22-4-80 Áskriftargjal'd 225,00 kr á 'méniuði innanlands I fausasöiu 16,00 kr einta'kið 17. JÚNÍ Tslenzka þjóðin fagnar nú * þjóðhátíð í einstöku góð- æri. Síðasta ár hefur verið ár uppgripanna. Tíðarfar hefur verið með eindæmum gott og verðlag útflutningsafurða svo hagstætt, að um tvöföldun verðmæta hefur verið að ræða á stuttu árabili. Og upp- bygging atvinnuveganna á undangengnum árum, bæði á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, landbúnaðar, verzlunar og samgangna hefur gert kleift að stórauka verðmætaöflun. Hið geysimikla aflafé þjóðar- innar hefur verið til ráðstöf- unar í margvíslegum tilgangi, og þess vegna mætti gera ráð fyrir, að allt léki nú í lyndi í íslenzku þjóðlífi. En við íslendingar erum stundum brokkgengir. Á erf- iðleikaárunum 1967 og ’68 sýndi þjóðin að vísu þann þroska að sætta sig möglunar- lítið við nauðsynlegar aðgerð- ir til að rétta við efnahaginn, og furðulega fljótt tókst að komast út úr erfiðleikunum. En þegar velgengnin blasti við allra augum, þótti fólki tímabært að taka gönuhlaup og fyrir réttu ári hófst það tímabil tilraunastarfseminn- ar, sem nú er að ná hámarki. í þingkosningum 13. júní 1971 náðu þeir flokkar, sem telja sig til vinstri, meirihlutaað- stöðu á Alþingi, og í kjölfarið fylgdi myndun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. Þótt á hátíðarstund sé, þýðir víst ekkert að skera utan af því, að lélegri ríkisstjórn hefur aldrei verið við völd hér á landi. Við völd, segja menn og þó er staðreyndin sú, að þessi stjórn veldur engu verk- efni. Ástæðan er ekki sú, að ráðherrarnir séu verri menn en gengur og gerist, heldur hin, að þau öfl, sem að stjórn- inni standa, eru tætingslið, sem fátt á sameiginlegt annað en löngunina til að fara með völd og áhrif. Nú fer því fjarri, að Morg- unblaðið harmi, að þessi stjórn var mynduð. Þvert á móti lá það í hlutarins eðli, að þeir, sem áður voru stjórn- arandstæðingar, en fengu síð- ar meirihluta á Alþingi, ættu að taka við stjórnartaumun- um. Eftir 12 ára samstjórn tveggja flokka hlutu líka margir, ekki sízt hinir yngri, að telja breytinga þörf, og þeim varð að ósk sinni. En hverjar eru þá framtíð- arhorfurnar á þessum þjóð- hátíðardegi? spyrja menn. Óhætt ætti að vera, þrátt fyr- ir allt, að svara þeirri spurn- ingu svo, að bjart sé fram- undan. Að vísu fer varla hjá því, að sú stefna, eða öllu heldur stefnuleysi, sem ríkir í íslenzkum stjórnmálum, muni leiða til vaxandi verðbólgu og stórfelldrar gengislækkunar, en íslendingar hafa áður þurft að glíma við efnahags- vanda og komizt fram úr hon- um. Vart mun líða á mjög löngu, þar til þjóðin fær á ný trausta og ábyrga stjórn, og þá mun furðu fljótt verða bætt fyrir afglöp síðustu mánaða. 17. júní ber mikið á stúd- entunum og landsmenn allir samfagna nýstúdentum. Svo mun enn verða í dag, og þó er því ekki að leyna, að lítilli klíku öfgamanna hefur tekizt að setja blett á stúdentsheitið. Vonandi bera stúdentar gæfu til að reka þá sendingu af höndum sér, því að enn sem fyrr ber þeim mönnum, sem þjóðin hefur búið aðstöðu til mennta, að gæta sóma lands og þjóðar. Á þjóðhátíðardaginn leiða menn hugann að sjálfstæðis- málunum, og ekki er það að ófyrirsynju, því að við búum í voveiflegum heimi, þar sem lýðræði á undir högg að sækja og þjóðir hafa glatað sjálfstæði sínu og fólkið frelsinu, bæði vegna innan- landsátaka og erlendra ógna. Eðli málsins samkvæmt höf- um við íslendingar skipað okkur í sveit með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum og tekið á okkar herðar skuld bindingar um sameiginlega varðstöðu þessara þjóða gegn ásókn heimskommúnismans. Mesta glæfraspil vinstri stjórnarinnar var yfirlýsing- in um, að stefnt skyldi að brottför varnarliðsins frá ís- landi á yfirstandandi kjör- tímabili. Sem betur fer hefur nú tekizt að brjóta þær fyrir- ætlanir á bak aftur, enda er ljóst mál, að þjóðir At- lantshafsbandalagsins mega ekki einhliða draga úr vörn- um sínum, heldur verður að semja um gagnkvæma minnk un herafla, eins og að er stefnt með öryggismálaráð- stefnu Evrópu. Hér í blaðinu hefur áður verið vakin á því athygli, að lýðræðinu sé ekki fisjað sam- an á íslandi, úr því það fær með góðum hætti staðizt jafn lélegt stjórnarfar og við nú búum við. Þegar öllu er á botninn hvolft, eigum við þess vegna að geta litið von- glöð fram á veginn, því að engu því hefur verið glatað, sem ekki er unnt að endur- heimta, og þess er áreiðanlega skammt að bíða, að á ný ríki hér heilbrigðir stjórnarhætt- ir. •tt......i||| IiiiiII umhverfi manns Dr. Svend-Aage Malmberg haffræðingur: Losun efna í sjó IV I»orskur. Sem fyrr sagði þá eru vesturmörk þess svæðis, sem Osló-sáttmálinn nær til, við Hvarf á Grænlandi, svo að Island og Grænland eru á útjöðrum þess. Milli Austur-Grænlands og ís- lands er Grænlandshaf, sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki sem svo- nefnt „loftforðabúr heimshafanna“ og einnig telst það til frjósömustu hafsvæða jarðarinnar. Á sama hátt eru Noregshaf og Norðtir-Græn- landshaf sénstæð hafsvæði, þac sem mikil lóðrétt blöndun sjávar á sér stað á vetuma, en þessi blönd- un milli hiýsævarins úr siuðri og kaldsjávarins úr norðri — pól- fronturinn — stuðlar að frjósemi Norður-Atlantshafsins heggja vegna neðansjávarhryggjanna frá meg- inlandi Ameríku um Grænland, Is- land og Færeyjar til meginlands Evrópu. Haffræðilega verður að teija haf- svæði þau, sem nefnd voru hér að ofan sérstaklega, og Norður-Atlants haf almennt, afar illa til þess fallin að nýta þau til losunar á efmim, sem geta breytt eðli umhverfisins. Meðfylgjandi mynd, sem sýnir út- Hafsvæðið á Norðnr-Atlantshafi sem Osió-sáttmálinn um regliir um Iosun efna í sjó nær tii, ásamt þeim svæðum, sem uppfylla ákveðin skilyrði við leyfi til losunar — a.m.k. 2000 m dýpi og 150 sjómílur til næsta lands. breiðslu nokkurra helztu nytjafiska Norður-Atlantshafs eins og síldar, þorsks, karfa og lax, sýnir glöggt, að útbreiðslan er einmitt háð hin- um sérstöku haffræðilegu skilyrðum á þessum slóðum. Margar fiskveiðiþjóðir eiga hér hagsmuna að gæta, en þó fáar eða engar í jafn ríkum mæli og Is- lendingar, auk Færeyinga og Græn- lendinga. Viðhorf sumra iðnaðarþjóða til íosunar og einnig einkaréttar á hafsbotni, en ekki í sjónum yfir til fiskveiða, sannar líka svo ekki verð- ur um villzt, að fiskveiðar eru þess- um þjóðum vart það alvörumál, sem Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.