Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 i í ■NeiirUorkStmesí J2T^\ EFTIR ÚRSLITIN í KALIFORNÍU Eftir James Reston Wasb.ington. —• Sú spurning hlýt- ur að vakna efitir forkosnlngamar í Kalifiomíu hvort bandarískir kjós- endiur séu reíðubúnir að ssetta sig við róttæka breytingu á stefnunni í innanríkis- og utanríkismálum, George McGovem er samnfiærður um að svo sé. Hann telur sig hafa sajnnað í fiockosni.nigiuniu«n að þjóðin sé reiðubúin að binda enda á Viet- namstríðið hvað sem það kostar og draga verulega úr framlögum til landvarna og að þjóðin vilji ein- beita sér að vandamálum sínum heima fyrir, gerbreyta skattakerfinu og stuðla að réttlátari ákiptingu þjóðarteknanna. Nixon fiorseti og samstarfismenn hans vilja mjög gjaman að kiosninga baráittan snúisit um þessi miál. Þeir eru sannfærðir um að þeir hafi fund ið máliamiðlunarlausn, sem tryggi þeim stuðning meirihluta kjósenda og kjörmanna og þar með sigur i kosningunum í nóvember. Þeir vinna að brottfilutningi her- liðsins frá Víetnam og sætta sig við hallla á fjárlögum og verðlagseftirlit til þess að hafa heimil á verðbólgu og atviimuleysi, og þótt þetta hafi enmþá ekki gefizt mjög vel, halda þeir samt að málamiðl unarla usn þeirra sé vinsæUi en róttæfc lausn MoGoveras á þjóðfólagsvandamálun ■ urn. En þótt undarlegt megi virðast vinnur McGovern stöðuigt fýlgi verkamanna og útihverfabúa, sem venjuilega eru taldir frábitnir rót- tækri stefnu hans í utanrikismálum, varnarmiálum og velferðarmálum. Foringjiar verkalýðsféilaiga, for- ystumenn blökkumanna og það sem eftir er af litlum valdakóngum demó krata. í stórborgunum, til dæsmis menn eins og Daley borgarstjóri í Ohícago, ertu á mfóitii honum, en samnt heldur hann áfram að sigra. Ríkis- stjórarnir í Suðurrlkjunum og marg ir úr hópi frjálslyndra öldunga- deildarmanna og þingmanna demó- krata, sem keppa að endiuirkjöri í Norðurrikjunum í nóvember, brýna stöðugt fyrir honum, að haldi hann áfram að berjast fyrir þeirri róttæku stefnuskrá, sem hann hefur lagt fram, megi vera að hann sigri i bar- áttunni um tiinefninguna, en tapi kosningunum í nóvember og sbuðli að því að demókraitar glati meiri- hluta sínum í Þjóðþinginu og ýmsum fylkjuim. Saumt siifcur McGovenn við sinn keip og setur traust sitt á róttæka stefnu sína og fyUcingu ungra og rót tækra stuðningsmanna, sem berjast fyrir kosningu hans. Áður en at- kvæðagreiðslan hóflst í Kaliforníu fór hann til Nýju Mexikó til þess að krækja sér í nokkra kjörmenn þar, og síðan fór hann til Houston til þess að reyna að sannfæra rik issfcjórn demókrata, sem þar sáitu á fundi, um að hann vildi sameina Demókratafilokkim'i, og meðan harm var að þessu tófcst honum að draga vind úr seglum hreyfingarinnar, sem risin ec til þests að „sitöðva McGov- ern“. Rök hans voru mjög einföld. Það sem kosið væri um í nóvember væri hvorki Peking né Moisitova heldur verðbólga, verð á matvælum, at- vinnuleysi. Ekki iöftárásir á Hanoi og Haiphong heldur friður. Ekki Wallae eða Humphrey og jafnvel ekki Kennedy heldur sameinaður flokkur demókrata, sem gæti ein- beitt sér að einum framibjóðanda — það er að segjá McGovem — sem mundi berjast fyrir friði og fuUri at- vinnu. McGovem geitiur sennilega etoki sigrað með sbefnu sinni. Jafnvel demókratar eru kiofnir um hana, og þeir gætu jafnvel misst meirihluta sinn í Þjóðþinginiu, ef hann héldi henni til streitu, en hann er hreinn og beinn og vera má að það sé eina von hans. 1 Wasihington að minnsta kosti hafa menn fengið sig fulisadda á póliitisfcri hentisitefnu Jdhmsons og Nixons og flokksgæðingum, sem bjóða meira af þvi saraa, meira strið og meiri framlög til landvarna þrátt fyrir samningana í Moskvu. McGovern heldur því að minnsta kosti fram, að meira af því saima, meira af Nixon og meira af Hump- hrey, sé ekki nógu gott. Hann segir að menn horfist í augu við vanda- mál, sem standi djúpum rótum og að George McGovern leysa verði þau með róttæfcum ráð- um, og hann hefur verið sigursælll I fo rkosn ing un um. Vandinn, sem hann verður að glíma við nú, er að sameina Demó- krataflokkinn, og vera má að honum takist það, ef hanm vetar Wiiibur Mills varaforsetaefni sitt til þess að friða sunnanmenn, en þrátt fyrir það verður enginn hægðarleikur að sætta unga og róttæka stuðnings- menn hans og ihaldsöflin í flökkn- um. Hann sigrar sennilega í New York, og sennilega tekst honum að hefta hreyfiínguina „stöðv-um McGovem“ í Suðurrikjunum, en þrátt fyrir dygga hjálp ungra og áhugasamra stuðningsmanna verður hann i erfið- leikum, og hann verður enn sem fyrr að setja traust sitt á slæmar fréttir frá Víetnam og versnandi ástand í efnahagsmá’lunum. l I Samtal við ráðuneytið: Beint útvarp úr Matthildi Eins og einhverjir hafa ef Iaust tekáð eftir hafa hafizt á ný beinar úbsendingar úr MATTHILDI. Fyrsti þáttur- inn á þessu sumri var flu'ttur á laugardagskvöldi fyrir Yz mánuði, en sá næsti verður í kvöld kl. 19.30. Ekki er vafi á, að þessi nýstárlegi útvarpsþátbur á mjög miklum vinsældum að fagna meðal útvarpáhlust- enda, Mbl. sneri sér þvl til ríkisstjórnar Matthildar og spurði hana spjörunuim úr. 1 ríkisstjórninni eiga sæti þrír ráðherrar án sérstatos ráðuneytis, þeir Davíð Odds- son, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjám, auk forsætisráðherrans Þórðar Breiðfjörð. Forsætisráð- herra var að venju erlendis, en þremenningamfiSr voru í óða önn að leggja síðustu drög að útsendingu kvölds- ins, er við hittum þá að máli í Þrúðvangi við Laufásveg. Hvers vegna kennið þið þáttinn við „Matthildi“? Þetta er vissulega viðamik il spurning, enda málið allt ftókið, en hins vegar getum við látið það koma fram hér, að í upphafi efndum við tii almennrar hugmyndasam- keppni um nafn og bárust okkur yfir þrjú hundruð til- lögur. Sú tillaga, sem bar af, toam frá Slötokviliðinu í Hafn arfirði, sem vildi kenna þátt- inn við Matthildi. Við tókum þessu nafni fegins hendi, enda heitir föðursystir Þórð- ar einmitt Matthildur Breið- fjörð. Ejt það Þórðmr, seim á stærstan hlut i þessum þátt- um? Já, eins og þú veizt, þá hefur Þórður aHtaf verið fjöl hæfur og flest leikið í hönd- unum á honum. Þó er hanm oft æði misskilinn. Okkur er þannig kunnugt um, að hann harmaði mjög þær hörðu rit- deUur, sem urðu hér i blað- inu millli sr. Jóns Auðuns, Sigurðar Ólasonar og Leó Ágústssonar í framhaldi af hugleiðingu Þórðar um, hvort fólk kæmi fram við hann eins og danska hafmey. Vegna þessa máls hefur Þórður þegar beðið ýmsa danska konsúla afsökunar og vonar hann að málið sé þar með úr sögunni. En nú féllu þættirnir nlð- ur eftir áramótin, hvernig stóð á því? Ja við vitum náttúrlega ósköp lítið um það mál, en þó hefur Þórður látið hafa þaið eftir sér, við fleiri en einn mann, að hið nýja útvarpsráð yfir Matthildi hafi þjarmað svo mjög að sér, að nær keyrði úr hófi, en þó þótti honum rétt að verða um seí. Gætu þessí orð ekki talizt aðdróttanir að Útvarpsráði? Jú, það fer naumast milli mála og við getum vart skil- ið hvað að baki býr. En að öðru leyti blöndum við okk- ur ekfci í einka erjur Þórðar. „7 D.YGA VTNN.Y VI® HVEKN ÞÁTT“ Hvernig vinnið þið þátt- inn? Við hittumst hvern morg- un kl. 9 niður í Þrúðvangi við Laufásveg, en þar hefur menntaskólarektor Guðni Guðmundsson í mildi siimi veitt okkur afdrep, Við er- urn einnig að vinna þar að verkefnum sem krefjast þess að skóllatafilia sé við höndina. Við setjum okkur jafnan það mark, að semja efni, sem dug- ir í hálftima þátt. Að því loknu tökum við burt um það hil helming af því er okk ur þykir lakast. Hver þáttur er því 15 mínútur í úfisend- ingu. Lauslega áætlað tekuir það viku að fullgera hvern þátt — þar af nær því dag- ur í upptökur og klippingar. Fáið þlð eitthvað af að- sendu efni? Við fáum jafnan mjög mikið af bréfum, með ýmsuim uppástungum — misgóðum auðvitaA En við höfum haft fyrir reglu að nota þetta efni aldrei beint, en stundum hiaft það til hliðsjónar. Nú hefur oft verið óskað eftir því í biöðum, að þætt- irnir séu endurteknir. Hvers vegna endurtakið þið ekH þættina? Það er ekki okkar mál, að ákveða það. Þið eruð bara lausráðnir starfsmenn útvarpsins? Já, eti fastráðið starfsfólk hefur veitt okkur mikla hjáip, og ekki Sízt eiga þul- ir útvarpsins mikið lof skilið fyrir alla hjálpsemi sina. Og yfirmenn útvarpsins hafa alla tíð sýnt okkur mikið um burðarlyndi og þolimmæði. Verður Matthildur út sum- arið, og kannski frarn á vet- ur? Ja, eins og þegar hef- ur komið fram, er Þórður mjög hörundssár, og þol- ir illa allar aðdrófitanir, en að vísu er ekki búið að byrgja brunninn, og það er alkunna, að sárt bíbur soltin lús. Bikisráðsfundur í Matthildi, talið frá vinstri Davið Odds^on, Þérarlnn Eldjárn, Hrafn Gunniaugsson. Erlendis á myndinmi er Þórður Breiðf jörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.