Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 11 25 ára afmæli millilandaflugs Loftleiða ,,Hekla“ hélt í sína fyrstu áætlunarferð til Kaupmannahafnar 17. júní 1947 í DAG, 17. júní, 1972, eru 25 ár liðin frá því er fyrsta millilandaflugvél í eigu Is- lendinga fór frá íslandi í fyrstu áætlunarferðina til útlanda. Hinn 17. júní 1947 hófst „Hekla“, Skymaster- flugvél Loftleiða, á loft frá Reykjavíkurflugvelli og stefndi til Kaupmannahafn- ar, þar sem hún lenti eftir sjö klukkustunda flug með 37 farþega. fslenzkar áhafn- ir höfðu fyrr flogið farþeg- um frá íslandi til útlanda, og þess vegna má eflaust deila um það, hvaða dag ís- lenzkt millilandaflug hófst, en hitt orkar ekki tvímælis, að 17. júní 1947 var farin fyrsta ferð þeirrar flugvélar, sem íslendingar keyptu ein- göngu til að halda uppi ferð- um milli íslands og annarra landa. 1 þessari grein verður stikl að á istóru og einkum reynt að fá yfirsýn yfir það, sem áurrn- izt hefur á þvi árabili, sem nú er að baki milli þjóðhátíðardag anna tveggja, 17. júní 1947 og 1972, og hver staðan var þá og íhver hún er nú. FI ESTA FLUGVÉLIN KEYPT Loftleiðir voru stofnaðir af mikilli bjartsýni en með litlum fjármunum árið 1944. 1 árs- byrjun 1946 hafði félagið ekki flutt nema 4.811 farþega frá upphafi og heildarveltan frá stofnun félagsins var ekki orð in nema 1100 þúsund krónur. Starfsliðið alit var samtals 15 manns, skuldir miklar og láns- traust lítið. Fjársterkir aðilar stórþjóða voru að leggja traust an grundvöll að áætlunarferð- um yfir Atilantshafið um Is- land. Við þessar aðstæður var isamþykktin gerð á stjómar fundi Loftleiða um kaup á ís- lenzkri millilandafiugvél. Eftir að kannaðir höfðu verið i Bandaríkjunum möguleikar á kaupum af flugvél af Skymast- ergerð, og leitað til þeirra fjár hagsaðstoðar heima og erlend- is, fóru þeir Alfreð Elíasson, fllugstjóri, og Kristján Jóhann Kristjánsson, formaður félags- stjórnar, vestur um haf í maí- mánuði 1946 til þess að ganga frá kaupum á vélirmi og láta gera á henni þær breytingar, sem nauðsynlegar voru taldar. Ófyrirsjáanlegir örðugleikar, Hekla, flugvélin, sem Loftleiðir keyptu eingöngn Snorri borfinnsson, ein af þot um Loftleiða, sem borið getur 249 farþega. sem ollu félaginu miklu fjár- tjóni, urðu þetss valdandi, að ekki reyndist unnt að fá flug- vélina til Isllands árið 1946, eins og upphaflega hafði verið ákveðið. Var þá afráðið að stefna að því, að hún kæmi til Islands í júnímánuði 1947, og gert ráð fyrir ,að upp úr þvi færi hún í fyrstu áætlunar- ferðina til útlanda. Fannig leit afgnlðsbrt>ygging Loftleiða veili út í eina tíð. Reykjavíkurftug- ÁRNAÐ ALLRA HEILLA Fimmtudaginn 12. júní 1947 var hin nýja Skymasterflugvél Loftieiða loks ferðbúin I Ne; York til fyrstu Islandsferðar sinnar. Gömul og nýlega ætta- og vináttubönd odlu því, að ákveðið var að fljúga fynst norður til Winnipeg og fá þar, tal viðbótar farþegum frá New York, hóp, sem beið flugfars til Islands. Við stjórnvöl- inn var gamall og góðkunnur flugstjóri frá American Airlin es, Byron Moore, sem ákveðið hafði að fá sér frí frá störfum til þess að fullþjálfa flugmenn Loif.tieiða til stjóamar á þaesum nýja farkosti. Honum til aðstoð ar var Alfreð Elíasson, sem nokkrum mánuðum síðar varð fyrirMði fyrstiu alíislenzfeu .áhafn arinnar á Skymasterflugvél. Föstudaginn 13. júní var „Hekla“ ferðbúin í Winnipeg. Þá voru farþegar orðnir 27. Farið var tii Gander og varð þar nokkur töf, en 10 klukku- stundum eftir brottför þaðan, laust fyrir klukkan 3 sunnu- daginn 15. júní, sáu Reykvík- ingar nýja farkostinn svifa yfir borginni. Á flugvellinum beið mikilll mannfjöldi, og eftir að gestir höfðu gengið á land, hóf formaður félagsstjórnarinn ar, Kristján Jóhann Kristjáns- son, mál sitt með því að rekja aðdragamda flugvélarkaup- anna, þakka þeim, er til þess höfðu veitt stuðning, og árna „Heklu" allra heilla. Þáverandi samgöngumálaráð herra, Emil Jónsson, taldi komu Heklu hlliðstæða fyrstu Gullfossferð Eimskipafélags ís lands til Reykjavikur og bað viðstadda að taka undir ámað aróskir sínar með ferföldu húrrahrópi „Hekla" var kom- in heim. Nýr kapítuli var haf- inn í flugsögu Islendinga. I SVIBSLJÓSI SAMTÍfiARINNAR Meðan unnið var að heim- kornu flugvélari nnar vestan hafs, höfðu starfsmenn Ijoft- leiða hér heima undirbúið bnott för flugvélarinnar í fj’rstu á- ætll unarför herrnar til Kaup- mannahafnar á þjóðhátiðardag inn. Árangur þess varð sá, að sjö kiukkustundum eftir að flugvélin sveif upp frá Reykja vilkurflugvelli, gengu 37 far- þegar fra borði á Kastrupflug velli í Kaupmannahöfn, þar sem íslenzki sendiherrann og fyrirmenn flugmála voru stadd ir, en í ein'kaskeyti frá Kaup- mannahöfn, sem birt var í einu dagblaðanna í Reykjavík, seg- ir m.a., að fiugvélin hafi „að- eins“ verið sjö tíma á leiðinni til Kaupmannahafnar, og myndi nú raunar einnig í dag ýmsum þykja það frásagnar- verður flugtími Lslenzkrar áætl unarfiugvéiar. A» DUGA E»A DREPAST Fra upphafi innanlandsferða Loftleiða, 7. april 1944, hafði tslenzku flugféhtg- anna farið harðnandi. Hún |, leiddi til þess árið 1951, að j stjómvöldin skiptu flugleiðun- um mifli þeirra. Stjóm Loft- leiða sannfærðist um, að þar hefði hiutur félagsiits ver- ið gerður svo rýr, að hann myndi ekki risa undir út'gerð- arkostnaði. Þess vegna taldi hún þá eina leið opna að selja flugvélamar og hsatta rekstr- inum. Var síðas+a innanlands- ferð féiagsins farin 3. janúar 1952. Á árabilinu fra 1947 til 1952 höfðu Loftleiðir Skymast erflugvél í förum, en tókst þó ekki að koma upp föstum áætl unarferðum í milllilandisflugi. Félagið fékk fliugréttindi til og frá Bandaríkjunum og fór þangað í fyrstu áætlunarferð- ina árið 1948. Það voru þessi réttindi, sem höfð voru í huga, þegar um það var rætt, hvort reyna skyldi að kaupa flugvél og koma upp föstum áætlunar-:1 ferðum til og frá Bandaríkjun um. Ákveðið var að reyna að freista þess. Flugvélin var keypt og ákveðið að koma upp föstum ferðum. Skyldu þær verða vikulegar og famar til og frá Skandinaviu með við- komiu á ísiandi. Bkkept var flogið á támabillmu frá 3. janú- ar 1952 til 12. júní, en þann dag var farin fyrsta ferðin í mi'ililandafluginu og eru nú þess vegna tveir áratugir frá upphafi þeirra. LÁG fargjöld LOFTEIÐA Þar sem félagið notaði árið 1952 flugvél af sömu gerð ogj þá, sem upphafleiga hafðd yerið keypt, en önnur flugfélög voru þá búin að affla sér hrað skreiðari flugvéla, var auð sætt að samkeppnisaðstaða Lofitleiða yrði mjiög örð- ug, nerna ieiðir væru fundinar til að bæta hana. Stjóm félags ins tók þá ákvörðun að bjóða lægri fargjöld en önnur flug- félög á grundvelli þess að vi<5 koma á fslaaidi og hæggengari flugvélar réttlættu þau, og. hugsarfégt væri, að með þeiim yrði unnt að finna nýjai* markað, nýja viðskiptavini, sem lægri gjöldin opnuðu leið ir til ferða í lofti. Þar sem Loft leiðir þurftu ekki að hlíta far- j gjaldaákvæðum IATA-félag anna tókst aS fá samþykki Wutaðeigandi stjómvalda fyr- ir því að þessi tilraun yrðl gerð. Fjölgun ferða og aulkn- ing farþega frá 5089 árið 1953 upp i 80.792 árið 1963 og hæklc uð sætanýting frá 59,5% upp I 76,6 sannaði, að félagið var á réttri leið. Það hafði fundið nýja við- á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.