Morgunblaðið - 17.06.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JlJNl 1972
7
inn hafi treyst sér til stórrœð-
anma, þar eð „1 uppnóimi“ var tal-
10 eiitt bezrta s'köterit í hieáimániuimi ó
»inini tíð. Eranírem'Uir stóð Fistoe
fyrir útgáfu bætoiings um stoák,
sem bar nafnið Mjög litill skák
bætolingur. Þetta hvort tveggja
færði hann Tafifélagi Reykja-
víkur ásamt skákdæmum Sam-
uels Loyds og Stoákdæmakort-
unum frægu, þannig að félagið
fékto alllan arðinn af söíumni, eh
Fistoe borgaði kostnaðinn við út
g'áfuna. Er augljóst, hvihk lyfti-
stöng þetta hiýtur að hafa verið
félaginu. Er ekki að orðlengja,
að með þessum gjörðum sínum
efldi Fiske svo skákáhuga lands
marana, að taflfélög rutou upp
meðal þeirra. Þessi félög voru:
Stoátofélag íslenztora stúdeinta í
Kaupmannahöfn. — En þeir
gerðu sér litið fyrir og sigruð-
ust á sterkum skákkflúbb þar-
lendra stoðmmu siðar og untnu
þar með þjóð vorri fyrstu raun-
hæfu viðurkenninguna sem
stoákþjóð. — Stoákféiag Islend
inga í Winnipeg. —- Þar kom
einnig fram afburða stoákmaður
Islenztour, Magnús Magnússon
Smith. Hann hafði flutzt ungur
vestur um haf og nam þar stoó-
araiðn. Ennfremur lærði hann að
tefla með þeim ágætum, að hann
varð yfirskákmeistari Kanada.
Vanm harnn sér margt ti’l frægð-
ar, svo sem að sigrast á tólf
beztu stoákmönnum Winnipeg í
samtimastoákum. Hann tefldi
gjaraan blindskákir og þá allt
að þremur í einu. Um þetta leyti
var N.H. Pillsbury skátomeistari
Bamdarikjanna. Þeir leiddu sam
an hesta sína þrisvar sinnum a.
m.k. og hlaut Magnús tvo vinn-
inga og eitt jafntefli úr þeim
hildarleik. Að visu voru skák-
irnar tefldar í fjölteflum, sem
PiHshoiry háði, en engu að síður
hefur þetta verið gott hjá
Magnúsi, þvi Pillsbury var af-
burðagóður skákmaður, svo
varla voru margir betri á hams
■tfið. Þá voru stofnuð árið 1901
tafifélög í Bolungarvíto, Isa-
firði og Akureyri, og sennilega
ifitoa í Stykkishóllmi og Seyðis-
firði. Veturinn eftir bættust svo
vdð Húsavik, Patretosfjörður,
KefDaivfik og Eiðar. Eru þá 10
ifcadfiíéllöig í lan.dinu tnrseð samitals
300 meðlimi.
LESm
DRCLECR
IBoremtWaísib
flucivsincnR
íöi,*—»22480
Þegar hér er komið sögu er
toominin fram innlendur maður,
sem átrtl eftir að bæta enn meiru
við. Pétur Zophaniasson hafði
verið einn af stofnendum T.R.
og sat lengi i stjórn þess. Næstu
árin var haran einn öflugasti
stoákmeistari oktoar og um langt
skeið skákmeiistari Islands.
Hamn varð fyrstur rnanina til
þess að rita skákdáika í blöð
(Þjóðólf) og hann varð fyrstur
Islendinga tdl þess að gefa út
skákbók. Lengst af var þetta
eina kennsOubókin í stoák á Ss-
lenzku, og var hú« endurútgef-
in 1929. 1913 var Skákþing Is-
lands fyrst háð. Var það fyrir
tilstuðlan Taflfélags Reykjavík
ur, enda sá það um mótshaldið
næstu árin. Á þessu þingi var
toeppt um veglegan farandgrip,
taflborð, sem Fiske hafði gefið,
Og var nafm hvers sigurvegara
letrað í silfurplötu, sem fest var
á borðið. Ennfremur munu ein-
hver peningaverðiaun hafa ver
ið í boði. Þátttakendur í þing-
inu voru fyrst í stað eingöngu
félagar í T.R. eftir þvi sem næst
verður komizt, eða fram til 1921
þegar Akureyringar ríða á
vaðið og gera menn út af örk-
inni til þingsins.
Um þetta leyti er að hefjast
nýr þáttur í skákiðkun hér —
símskákir. Urðu þær brátt mjög
vinsælar og bera otokur þann
fróðleik, að á þessum tíma hafi
Akureyringar sennilega átt
betri skákmönnum á að skipa en
Reykvikingar. Kemur það fram
í þvi að þeir unnu oftar keppn-
ir milli þessara byggðarlaga.
Reykvíkingar fundu ráð við
þessu og breyttu keppninni á
þann veg, að hún varð eftirleið
is milli landshluta. Er ekki að
orðlengja, að þá gekk Sunnlend
ingum betur. 1925 var Skáksam-
band íslands stofnað á Atour-
eyiri. Eklki var T.R. alls kostar
ánægt með framkvæmd þessa
fynst í stað og hefur eflaust
fundizt nærri sér sneitt. Sættir
komust samt á bráðlega, og gekk
T.R. þá í sambandið. Hefur S.l.
starfað með miklum blóma síð-
an. Með tilkomu S.I. var stofn-
að íslenzkt skákblað, sem svo
hét, en þá hafði ekkert skák-
blað komið út hér á landi síðan
„I uppnámi“ leið. Etoki átti þetta
rit lengri lífdögum að fagna en
fyrirrennari þess. Eftir tvö ár
féil útgáfan niður, var það þó
hið ágætasta rit.
Um þetta leyti unnum við
fyrstu loftskeytalandskeppnina.
Var hún háð við Noreg, tefld-
ar tvær skákir, og hlutum við
1% vinninig. I skáksögu okkar
gerist nú skammt stórra högga í
milii, en ekki nokkur möguleiki
á að drepa á nema örlítið brot
af því. Eftir þennan sigur rak
annar fljótlega á fjörurnar. Var
það 1928, er við háðum loft-
skeytaskák við Dani á tveimur
borðum. Hlutum við IV2 vinning
og fagran grip eins og í viður-
eigninni við Norðmenn. Ekki er
hægt að segja annað en vel hafi
verið lagt upp I viðureign okk-
ar manina við erlendár þjóðir.
EJkki ge'kk eins vel, þegar við
hófum þátttöku í Olympíumótun
um um og eftir 1930. Fyrstu ár-
in vorum við jafnan í neðri sæt
unum. Ekki vorum við samt fast
ráðnir þar, æfingin skapar meist
aæann, og 1939 ráku íslemd-
imgar af sér silyðruior'ðfið svo um
munaði. Þetta ár fór fram
Oilympíumót suður í Argentinu.
Þótti í mikið lagt að ráðast í
það ferða'Jag, en eins og oft áð-
ur nutum við góðs iiðsinnis
manna eins og Garðars Þor
steinssonar, sem um langt skeið
hafði verið óþreytandi við að
efla skákmennt okkar með ýmsu
móti. Er alveg víst, að margar
ferðir hefðu ekki verið farnar,
ef hans hefði ekki notið við.
Ferðin til Buenos Aires varð
kórónan á skáksögu okkar og
lengi eftir þáð. Þar tókst Islend
ingum að vinna sigur í B-flokki
úrslita og skjóta með þyí mörg-
um voldugum skákþjóðum ref
fyrir rass. Hæst í þessum sigri
ber fnammistööu Jóns Guðmwnds
sonar, því hann hiaut hvorki
meira né minna en aliar skákir
unnar í úrsllitum keppninnar.
En aliir stóðu sig vei, sem nærri
má geta. Get ég ekki stillt mig
Eggert Gilfer.
um að teija þessa afreksmenn
hér upp, en þeir voru: Baidur
Möller, Ásmundur Ásgeirsson,
Jón Guðmundsson, Einar Þor-
valdsson og Guðmundur Am-
laugsson. Guðmundur kom inn í
liðið sakir fráfoærrar frammi-
stöðu sinnar úti í Kaupmanna-
höfin, en þar haf’ði hann herjað i
skákríki Dana með slílkri reisn,
að þeir buðu honum að tefla í
Olympíusveit sinni. Er hann eini
Isiendingurinn, sem svo langt
hefur náð í skák í Danmörku,
þótt jaínan hafi íslenzkir náms-
menn staðið sig vel á þeim slóð-
um. Aiiir höfðu þessir menn,
sem skipuðu sigursveit okkar í
Argentínu, verið í fylkingar-
brjósti hér um nokkurt skeið.
Þegar litið er yfir nöfnin verð-
ur manni samt á að leita Eggerts
Gilfers, en um þetta leyti hafði
hann orðið oftar Skákmeistari
Islands en notokur annar maður.
Hann hreppti þann titil aiis níu
sinnum. Verður haran því að telj
ast sterkasti skákmeistari okkar
affitt fram til þess táma. Ann-
ar maður, sem etoki komst i sveit
ina, en hafði samt unmið sér verð
ugan sess i stoáksögunni um
þetrta ilieyti var Olaíur Krisrt-
mundsison írá Selfossi. Það
er nú svo, að etoki komast allir
með, þegar fámennur hópur er
valiiran, en gott er til þess að vita,
að ekki vár upprtaiið, þar sem
sveitinnfi iauk. Á þessum árum
fram til 1940 höfðu tveir góðir
gestir lagt leið sirla hingað norð
ur. Það voru þeir Alexander
Aljekin sem kom hingað 1930,
og var hvorki meira né minna
en heimsmeistari í greinimni.
Hann tefldi nokkur fjöltefli við
heimamenn, og er hann kvaddi,
hafði hann etoki lokið tafl-
mennsku sinni hér, svo áfram
var haldið á öldum ljósvakans
með tvær skákir. Vann hann
aðra en gerði hina jafntefli.
Engels kom 1936 og tefidi í
tveimur skábmótum um áramót-
in 1936 og ’7.
Á þesisum árum hófst útgáfa
þriðja íslenzka skákritsins 1935
og ’6. Nefndist það „Skákblað-
ið“ og kom út í tvö ár eins og
I fyrirr'enmararnir. Fyrra árið á
Akureyri, en hið síðara í
Reykjavík.
1940 hóif „Nýtt Skákblað"
göngu sína, en ævi þess varð
jafnlöng og hinna. Það er ekki
fyrr en 1947, að álögunum er létt
með útkomu ,,Stoákar“. Að vísu
varð hlé á útkomu þess 1950—
1953, en þá stoaut upp „Skákrit-
inu“. Síðan hóf „Skák“ aftur
göngu sína, og svo hefur verið
alit fram á þennan dag. Eftir
stórsigurinn 1939 varð nokkurt
hlé um sinn. Það var ekki fyrr
en 1948, að okkur auðnaðist að
kveðja otokur hljóðs að nýju á
alþjóðavettvangi. Þá varð Bald-
ur Möiler skákmeistari Norður-
landa fyrstur íslendinga. Þetta
afrek staðfesti hann tveimur ár
um síðar í Reykjavík. Þá var
haldið hér fyrsta sinni Stoák-
þing Norðurlanda. Er skemmst
frá þvi að segja, að okkar menn
unnu alla flokka, sem verður að
tefijast nototourt afrek. Ekki var
heldur langt að biða nýrra sigra.
1953 færir ungur Islendingur
heim þriðja Norðurlandameist-
aratitilinn í röð. Hér var að
verki Friðrik Ólafsson, en hann
var aðeins að hefja frægðarferil
sinn. Afrek hans allt fram á
þennan dag eru Islendingum svo
kunn, að óþarfi er upp að telja.
1 A-riðil á Oliympíumót'unum
tokst okkur að komast 1954, og
þannig höfum við haldið áfram
að sækja á, allt fram á þennan
dag. Að víeu hafa tooenið eðlileg-
baksllög eins og gengur, en enn
erum við í sókn í skákheiminum
og eigum langa göngu fyrir hönd
um á þeirri braut. Fyrsta al-
þjóðlega skákmótið, sem fram
fór á Isiandi, var Heimsmeistara
mót stúdenta 1957. Var það
hinn glæsiiegasti viðburður,
Hús við Laugaveg Til sölu er húseign neðarlega við Laugaveg, sem stendur á 300 fm eignarlóð. I húsinu eru verzlanir á tveimur hæðum. Tilboð, merkt: „Kostakjör — 1584“ óskast sent Morgunblaðinu fyrir 24. júní nk. Husbyggjendur og verktakor Gref húsgrunna, jafna lóðir og bílastæði. Ákvæðis- eða tíma- vinna. — Leitið nánari upplýsinga eftir klukkan 7 á kvöldin og um helgar. 1 H 1. sími 52421.
Byggingarvörur ? — Úftektarsamningar ? — Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. — IIIJÖN LOFTSSONHF Hringbraut121@10 600 VERÐ FJARVERANDI til 30. júlí. Bergþór Smári gegnir störfum fyrir mig á meðan. Cuðmundur ienediktsson læknir.
Forsetabikarinn svonefndi, sem
íslenzku skákmennirnir á Olymp-
íuskákmótinu í Buenos Atres
unnu með ágætri frammistöðu
sinni.
enda aldrei jafn margir snjaHir
skákmeistarar sótt okkur heim.
Jón Böðvarsson mun hafa verið
maðurinn á bak við þennan at-
burð.
1964 höldum við svo okkar
fyrsta Alþjóðiega mót, atgjöir-
lega á eigin reikning. Heiðurinn
af þeirri framkvæmd eiga fynst
og fremst hinir ungu menn, sem
þá stjórnuðu Taflfélagi Reykja-
ví'kur, þótt ýmsir háfi síðar orð-
ið ti'l þess að eigna sér hann.
Með þessu þingi var hafinn nýr
þáttur í skáksögu otokar, þar eð
það hefur verið haldið annað
hvert ár síðan. Sama árið og við
fögnuðum fyrsta „Reykjavíkur-
mótinu“ vann Ingi R. Jóhanns-
son sér titil alþjóðlegs meistara.
Var það mikið fagnaðarefni jafn
framt því, sem það vakti al-
menina athygli um aHara skáto-
heim. Nokkrum árum áður hafði
Friðrik Ólafsson brotið þessar
viðjar, og gengið enn lengra,
með þvi að hljóta útnefningu
sem stórmeistari. Skákheimurinn
fór nú að velta þvi fyrir sér,
hvemig svo fámenn þjóð gæti
átt jafn marga skákjöfra, sem
raun bar vitni. Þegar Friðrik
lagði undir sig skákheiminn,
gátu menn sætt sig við það á
þeirri forsendu, að engin lögmál
væru til um það, hvar sniHing-
arnir fæðast, svo það gat alveg
eins orðið á íslandi eins og hvar
annars staðar, og sannaði ekkert
um getu okkar almennt. Þegar
svo annar maður kemur fram á
sjónarsviðið, og vinnur sér virð
ingu á heimsmælikvarða, er etoki
lengur hægt að loka augunum
fvrir staðreyndunum. Á ísiandi
hiutu að búa sterkir skákmenn
"ins og kveðið hafði verið á um
í fornum heimildum. Ekki lét
hióðin við svo búið lengi standa,
því með Guðmundi Sigurjóns-
«vni eignuðumst við briðia mann
inn, sem hlýtur alþjóðlega viður
kenningu. Hlutfallslega ætla ég,
að bar með hafi íslendingar skot
íð öilum öðrum þjóðum aftur fyr
ir sig.
Eins og ég hef tekið fram
áður eru engir möguleikar á að
segia skáksögu okkar í svo
stuttu máli, sem hér verður að
duga, greinin er orðin margfait
iengri en tii stóð. Hef ég aðeins
reynt að drepa á það helzta úr
henni eftir því, sem það heíur
stootizt upp í hugann, þar sem
mér var jafnframt skammtaður
svo stuttur tími til starfsins að
ég hef ekki haft tækifæri til
þess að fletta upp í skákfræð-
unum, til frekari glöggvunar.
Geri ég mér vel grein fyrir þvl
að mörgu er sleppt, en þeir sem
áhuga hafa á að kynna sér þeíta
málefni frekar er bent á grein-
argerð Ólafs Daníelssonar I
„Islenzkar gátur, þulur og
skemmitanir". Eninfremur ferða-
bók Eggerts Ólafssonar og
Chess in Iceland. Þá er einnig
að finna greinar um þetta efni
i gömlum ísienzkum skákritum.