Morgunblaðið - 17.06.1972, Side 10

Morgunblaðið - 17.06.1972, Side 10
io MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1972 Spassky= =Fischer * A hvorn veðjið þér? HEIMSMEISTARAEINVlGIÐ í skák milli þeirra Boris Spasskys og Roberts Fischers hefst í Reykjavík 2. júlí nk. Að margra áliti er hér um að ræða skákeinvígi aldarinnar eða a. m. k. síðari helmings aldarinnar. Það er því enginn vafi á, að augu allra þeirra milljóna manna, sem áhuga hafa á skák, munu beinast að Reykjavík þá tvo mánuði, sem einvígið stendur yfir. Og spurningin, sem allir spyrja sjálfan sig að, er: hvor verður heimsmeistarinn í skák næstu þrjú árin? Morgunblaðið hefur leitað til nokkurra skákáhugamanna og spurt þá spurningarinnar: „A hvorn veðjið þér, Boris Spassky eða Robert Fischer, og hvers vegna?" Svörin fara hér á eftir: Baldur Möller, ráður.eyt- isstjóri svaraðd spuming'unni: — Ég veðja ekki vegna þess einfaldlega, að mjög fráleitt er að koma fram með skynsamlega spá. Þetta einvigi er alvag op- ið. Ef ég ætti að búa mér til einhverja matsformúilu um það hvor sé sterkari, þá myndi ég segja Fischer. En hvor vinni einvigið — þar getur brugðið til begigja vona. — Spassky hefur það fram yfir keppinaut sinn að hafa aldrei tapað fyrir honum. Þetta atriði getur orðið erfitt fyrir Fischer að yfirstíga og það get ur verið sálrænt. Þá horfir og allt öðru vísi með 24 skáka einvígi, en t.d. í 12 skáka ein- Vigi. í 12 skáka einvígi hefur Fischer hins vegar mun betri slálræna stöðu. Guðmtindur Pálmason, verk fræðingur, sagði: — Ég hef veðjað á Fischer, þó að mér sé ljóst, að báðir igeti að sjálfsöigðu komið út sem siguirvegarar. Astæðan er fyrst og fremst yfirburða- sigrar hans í þremur siðusibu einvigjiuim. Mér finnst sigurvjlji Fischers vera mjög mi'kill og alhliða þekking haris og óvenjuimikil nákvæmni í öllum þáttum ská'karinnar, þ.e.a.s. í byrjunum, miðtafli og tafilok- um. — Þar með er ég alls ekki að gera lítið úr þessum sömu þáttum SpasSkýs, en mér finnst ekki hægt annað en veðja frekar á Fischer með tilliti til frammistöðu síðustu árin. Guðmtmdur Ágústsson, bak- arameistari, sagði: — Ég veðja hilklaust á Rob- ert Fisher, þótt einvígið verði ugglaust tvísýnt. — Ég veðja á Fisher, vegna þess að mér finnist hann vera meiri skákmaður eða alla vega sá skemmtilegasti, sem nú er uppi. Þá er hann fjölbæfari og frábær endataflsmaður. Enda- töfl hans eru með því allira bezta sem sést og sigurviljann skortir h&nm ékki. — Spassky lumar samt á miklu og hann læbur minna yf- ir sér. Það er þvi ekki goitt að spá, en ég hi'ka samt eklki við að veðja á Fisohietr. Jón Böðvarsson, mennta- skólakennari svaraði spurn- ingu Mbl.: -- Ég held að Fischer vrnni, þar sem hann hefur undaníar- ið ár staðið sig mun betur en Spassky. Hitt er svo annað mál, að ég held að munurinn verði eikki mi'kill — þótt Fischer vinni verður sigurinn honum ekki auðveld'ur. Að sjláifsögðu er þetta aðeins ágizíkun mín ag báðir eru mennirnir Uklega ein hverjir sterkustu sikáJkmenn, sem uppi hafa verið með sér- staklega skemmtilegan skák- stíl. Ásmundiir Asgeirsson, pípu- lagningameistari sagði: — Ég er mjög óákveðinn og get ekki spáð um það, hvor fari með sigur af hólmi. Sé litið á nýlega sigra Fisch- ers eru miklar íikur á því að hann sigri Spassky, en reynsl- an segir ökkur líka að eftir langvarandii sigurgöngu, geibuir skyndilega farið að halla und- an fæti. Þá held ég að Fischer hafi og átt í miikiu taugastríði upp á siðkastið í sambandi við undirbúning einvígisins ag það gæti haft slæim áhriif á styrk- leika hans. Eins ag menn vi'ta veitir skákmönnum ekki af öllu sínu, þegar ú't i leikinn er komið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.