Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 15
MORGUNBLAÐJÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚISIl 3972
15
IÐJUFÉLACAR
Munið skemmtiferð félagsins í Landmannatougar,
30. júní.
Gist í skála Ferðafélagsins.
Félagar mega taka með sér gesti.
Upplýsingar og farmiðasala í skrifstofu félagsins,
símar 12537 og 13082, daglega frá kl. 9 fyrir há-
degi til kl. 6 eftir hádegi.
FÉLAGSSTJÓRN.
NESTI FYRIR
FERÐAHÓPA
OG EINSTAKLINGA
KAFFITERÍAN í
GLÆSiBÆ
ÖTGARÐUR
SÍMI 85660
Einbýlishús í Dorgarnesi
til sölu
á mjög góðum og fallegum stað. Húseignin er tvílyft steinsteypt ibúðarhús (efri hæð og jarð-
hæð, um 130 fm) ásamt geymsluviðbyggtngu (bílskúr, um 23 fm) — allt byggt um 1938 og vel
viðhaldið.
A efri bæð m. a.: 2 stofur, stórt eldhiis og forstofa.
Á neðri hæð m. a.: 3 herbergi, bað og salerni, þvottahús og forstofa.
GóUfflötur íbúðarrýmis og viðbyggingar samtals um 150 fm
Húsrnu fylgir mjög góð homlóðum 840 fm með fallegum trjám.
SKRIFLEG KAUPTILBOÐ skulu hafa borizt FYRIR 15. JÚLl nk. t'rl Þorvaldar G. Einarssonar,
hdl., Hafnarstræti 6, Reykjavík, sem veitir nánari upplýsingar (s.: 18411 kl. 18—19 og s.: 2120C
kl. 10—12 f. h. virka daga), en eignin verður sýnd í samráði við hann.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
ÞORVALDUR G. EINARSSON. hdl.,
HAFNARSTRÆTI 6, KEFLAVÍK.
Sumargull — Cloxinia
Óli Valur Hansson, garðyrkjuréðunautur, segir um þessa
plöntu:
„Eitt þeirra stofublóma, sem nýtur mikilla vinsælda margra
blómaunnenda er Sumargull, sem betur er þekkt undir nafn-
inu Gloxinia. Blómin eru mjög litrík og ýmist einlit eða tvílit;
rauð, hvít, blá, fjólublá og þakin flaueisslikju, — Garðyrkju-
menn okkar rækta mikið af Sumargulli upp af fræi og skila
því í blóma í hendur þeirra, sem vilja lífga upp á heimili sín
með unaðslega fagurri blómjurt. Nú er einmitt aðalblómgunar-
tími slíkra ungjurta, sem yfirleitt eru viljugri að blómstra en
eldri plöntur. Sumarguilið þarf góða birtu, já, gjarnan svoilitla
sól hluta úr degi, sé hún ekki of sterk. Plantan þarf jafnan
raka, en þolir ekki vatn á blöðin, sem verða þá brúnblettótt.
Er því ráð að vökva á undirskálina. Jöfn áburðargjöf er einnig
þýðingarmikil, t. d. á 8—10 daga fresti. — Sumargullið biómg-
ast fram á síðsumar.’'
(Geymið leiðbeiningarnar).
Þessi planta fæst í næstu blómaverzlun.
FRAML.EIÐENDUR.
Sumornómskeið bornu
Síðari hluti sumamámskeiðs fyrir börn er
voru í 4., 5. og 6. bekk barnaskólanna í
Reykjavík sTi. vetur hefst mánudaginn 3. júlí
nk. og líkuir föstudaginn 21. júlí.
Daglegur kennslutími hvers nemanda verð-
ur 3 klst., frá kl. 9—12 eða kl. 13—16. Kennt
verður 5 daga í viku. — Kennsla fer fram í
Breiðagerðisskóöa og Laugarnesskóla.
Verkefni námskeiðanna verður:
Föndur, íþróttix og leikir, hjálp í viðlögum,
farnar kynnisferðir um borgina o. fl.
Þátttökugjald er 550,00 kr. og greiðist við
inrnritun. Föndurefni og annar kostnaður er
innifalið.
Innritun fer fram í Fræðsluskrifstofu
Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, mánudaginn
26. og þriðjudaginn 27. þ. m. kl. 16—19.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
Frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar
Skólinn getur tekið við nokkrum nemend-
um veturinn 1972—1973. Fyrirhugað er að
reka heimavist í tengslum við skólann fáist
næg þátttaka. — Umsóknir sendist fyrir 15.
júlí nk. til formanns fræðsluráðs, Skúla Jón-
assonar, Hólavegi 16, sími 71485, eða skóia-
stjóra, Jóhanns Jóhannssonar, Túngötu 11,
sími 71135, og gefa þeir nánari upplýsingar.
Fræðsluráð Siglufjarðar.
T amningastöð
Tamningastöð venrður rekin á vegum Hesta-
mannafélagsins Trausta, dagana 3. júlí til
13. ágúst.
Þátttaka tilkynnist Sigurði Gunnarssyni,
Bjamastöðum, Grímsnesi. Sími um Minni-
Borg.
Við Laugaveginn
rúmgott húsnæði á 2. hæð í verzlunarhúsi á
góðum stað við Laugaveginn, til leigu.
Hentugt fyrir skrifstofur, heildsölur, léttan
iðnað og fleira. Leigist í einu lagi eða eftir
samkomuiagi.
Upplýsingar í síma 33271 frá kl. 1—7 e. h.
JWtffSpnMaSrtb
margfaldar
markoð yðor