Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 16

Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JUNÍ 1972 Otgefandi hf. Árvalcuc Réy'kjavfk Framkvaemda stjóri Haraldur Sveinsson. ■Ritetjórar Mattihías Johannessen, Eyjóltfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjón Styrmir Gunnarsson. Ritstjiómar.f«ll'trúi Þíorbljörin Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jöhannsson Augíýsingastjóri Ámi Garðar Kristinssoo. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100. Augifýsingar Aðatetræti 6, sfmi 22-4-80. Áskriftargjaid 225,00 kr á tméniuöi innanlands í SausasöTu 15,00 Ikr eintakið K J ARNORKU SPRENG JU- TILRAUNUM FRAKKA MÓTMÆLT PÓLITÍSK ÁRÓÐ- URSSAMTÖK í HÚS- NÆÐI RÍKISINS Frönsk stjómvöld halda enn fast við þá ákvörðun að framkvæma hinar um- deildu kjarnorkusprengjutil- raunir á Kyrrahafi. Fjölda mörg ríki hafa borið fram harðorð mótmæli vegna þess- ara tilrauna. Umhverfis- verndarráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Stokkhólmi, samþykkti álykt un, þar sem allar tilraunir með kjarnorkuvopn voru for- dæmdar; sérstök áherzla var þó lögð á andstöðuna við kjarnorkusprengingar í and- rúmsloftinu. Eðlilegt er, að þjóðir heims beri fram kröft- ug mótmæli gegn þessum til- raunum, enda hafa þær veru lega alvarlegar afleiðingar í för með sér. Frakkar hafa að engu haft þau mótmæli, sem fram hafa verið borin undanfarnar vik- ur. Þrír ungir menn frá Nýja Sjálandi hafa nú siglt segl- skútu inn á tilraunasvæðið og fjórir Ástralíumenn hyggj ast stökkva úr fallhlífum niður á svæðið og hafast þar við. Þá hefur ríkisstjórn Perú hótað að slíta stjórn- málasambandi við Frakkland ef tilraunin verði gerð. Á þessu ári hafa samskipti þjóðanna færzt í friðarátt. Nokkuð hefur slaknað á spennunni í Evrópu eftir griðarsamninga Vestur-Þjóð- verja við Pólland og Sovét- ríkin og undirritun fjórvelda samkomulagsins um Berlín. Þá hafa leiðtogar Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna ný- lega gert með sér samkomu- lag um takmörkun á fram- leiðslu gjöreyðingarvopna. í ljósi þessarra staðreynda og þeirra eindregnu mótmæla, sem fram hafa komið, verður að telja þessa ákvörðun frönsku stjórnarinnar sér- staklega ámælisverða. Til- raunir þessar eru til þess fallnar að draga úr þeirri þíðu í samskiptum þjóða heims, sem farið hefur vax- andi á þessu ári. íslendingar hljóta því að taka undir for- dæmingu á þessum kjarn- orkusprengjutilraunum, sem nú standa fyrir dyrum. Camband íslenzkra náms- manna erlendis, SÍNE, hefur um nokkur ár leigt húsakynni í eigu ríkisins und ir starfsemi sína. Það vakti nokkra athygli fyrir skömmu, þegar herstöðvarandstæðing- ar, sem svo kalla sig, fóru að auglýsa aðsetur sitt í þessum húsakynnum stúdentanna. Ekki sízt eftir að það upp- lýstist eftir tilsjónarmanni hússins fyrir hönd ríkissjóðs, að til hans hefði ekki verið leitað um neitt leyfi fyrir áróðurssamtök af neinu tagi, enda hefðu stúdentarnir staðið skil á leigunni og því hefði hann engin afskipti haft af því, sem þar færi fram. Það alvarlega í þessu máli er, að pólitísk áróðurs- samtök skuli ryðjast með slíkum hætti inn í húsnæði í eigu ríkissjóðs, sem leigt hefur verið samtökum náms- manna, styrktum af ríkisfé. Slíkt framsal leigusamnings er að sjálfsögðu með öllu óheimilt, — fyrir utan það siðleysi, sem fram kemur bæði hjá forráðamönnum SÍNE og þeim, er skipa svo- nefnda miðnefnd herstöðvar- andstæðinga, að misnota að- stöðu sína svo rækilega. Þótt vinstri stjórn sé í landinu, þýðir það ekki^ að samtök á borð við miðnefnd her- stöðvarandstæðinga geti vals að um eigur ríkisins, sem sínar eigin, jafnvel þótt þar sé flaggað með fín nöfn. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á miðvikudaginn, telur umsjónarmaður húss- ins, að hann hafi ekki heim- ild til afskipta af málinu, meðan ríkisstjórnin hefur ekki gefið honum fyrirmæli um það. Þess verður að krefjast af ríkisstjórninni, að hún gefi slík fyrirmæli. Það er hægt að sína öfgamönnum visst umburðarlyndi, meðan þeir láta sér nægja skríls- læti í portum úti. En eftir að þeir hafa ruðzt inn í hús- eignir ríkisins og hreiðrað þar um sig í algjöru heimild- arleysi, er óhjákvæmilegt að slík uppivöðsla sé tekin föst- um tökum. V Guömundur Magnússon Prófessor■■ ÍSLENZK VERZLUN Samviimufélagsverzlun II HÉR fer framhald af viðtali við Er- lend Einarsson, forsitjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Fyrri hluti viðtalsins fjallaði einkum um sögu samvininuhreyfingarinnar hér á landi og hlutdeild Sambandsins í heildarsölu, iðnaðarframleiðslu og út 'flutningi. Nú verður vikið að verzl- uninini úti á landi, skipulagsmálum, verðlagsmálum o. fl. G. M.: Vandamálin i verzlun úti á landsbyggðinni eru oft gerólík þvi, sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Fróðlegt væri að fá stutta lýsingu á þvi, hvemig samvinnureksturinn kemur þar inn á landakortið. E. E.: Aðstaða tii verzlunar á fs- landi er mjög misjöfn. Víða úti á landsbyggðinni skortir fjölmenni til þess að unnt sé að reka hagkvæma verziun, en viðast eru gerðar kröfur til kaupfélaganna, að þau hafi sem mest vöruval. Hinar smáu markaðs- einingar hljóta að skapa meiri dreif- íngarkostnað. Veltuhraðinn verður miklu minni og meira fjármagn binzt í vörubirgðum. Verkaskipting rninni. Flutningskostnaður er oft 'sitór liður, en flutningur innanlands er ekki viðurkenndur álagningar- 'stofn, þótt lagt sé á flutningskostn- að erlendis frá. Fleira mætti nefna. Nú er vandamálið m.a. það, að sölulaun í verzlun úti á landi, oft við mjög erfiðar aðstæður, eru 'ákveðin þau sömu (að hundraðs- hluta) og á hinum stóra markaði á þéttbýlingu við Faxaflóa. Þetta er 'stórt vandamál fyrir verzlunina úti á landsbyggðinni og kaupfélögin eru að reyna að halda uppi góðri verzl- unarþjónustu, viða við erfiðar að- stæður, enda er það ósk félagsfólks- ins, að svo sé gert. Ef verzlunin úti á landsbyggðinni er dæmd í halla- rekstur með opinberum ráðstöfun- um, er verið að vega að landsbyggð- 'inni, en einimitt þar fer mjög mikið af framleiðslu þjóðarinnar fram. Fé- lagsfólkið í kaupfélögunum hefur í mörgum tilfellum treyst á framtak 'kaupfélaganna í atvinnumálum byggðarlaganna. Opinberar ákvarðanir, sem dæma verzlunina i taprekstur, eru beinlín- is að grafa undan uppbyggingu úti á landsbyggðinni. Þá er það skerð- ing á lýðræði og félagsfrelsi, að fé- lagsfólk samvinnufélaga skuli ekki fá heimild til þess að ákveða þá ‘álagningu, sem tryggir góða verzl- unarþjónustu. Samkeppni, endur- greiðslur tekjuafgangs og afslættir til félagsmanna ætti vissulega að vera næg trygging fyrir hóflegri álagningu. G. M.: Nú hafið þið samvinnu við samvinnuhreyfinguna á Norðurlönd- um um ýmis mál. Hver helzt? E. E.: Sambandið gerðist aðili að N.A.F. árið 1949. Við kaupum nokk- uð af vörum fyrir milligöngu Sam- vinnusambands Norðurlanda. Þá hafa samvinnufélögin á Norðurlönd- um látið okkur í té tæknilega að- stoð á ýmsum sviðum og námsbraut ir fólks héðan að heiman eru opnar hjá samvinnufélögunum á Norður- löndum. Æði margir hafa notfært sér þetta á undanförnum árum. G. M.: Sérhæfingin hefur náð það langt í þessurn löndum, að verka- skipting er orðin á milli landa, eitt framleiðir smjörliki, annað pakkar kaffi o.s.frv. Kemur þessi sérhæf- ing til með að ná til okkar? E. E.: Samnorrænn samvinnuiðn- aður hefur verið mjög á dagskrá Erlendur Einarsson. undanfarin ár. Nú þegar eru starf- andi nokkrar verksmiðjur á Norður- löndum, sem eru eign tveggja eða fleiri samvinnusambanda. Við í Sam bandinu töidum rétt að vera með í tveimur samnorrænum samvinnu- verksmiðjum, annarri í Finnlandi, sem fnamleiðir úðavörur (airosol) og hinni í Noregi, sem framleiðir sáp- ur. Árið 1970 fengum við þvi fram- gengt, að athugun færi fram á því, að sett yrði á stofn á íslandi niður- suðu- og niðurlagningarverksmiðja 'fyrir sjávarafurðir á vegum Sam- vinnusambandanna á Norðurlöndum. Var þá gert ráð fyrir, að framleitt yrði undir einiu merki og vörunum dreift í gegnum dreifingarkerfi sam- vinnufélaganna á öllum Norðurlönd- unum. Ég hafði persónuiega mikinn áhuga á þessu máli. Hér var upp- lagt tækifæri að láita reyna á, hve hugsjónatalið um samvinnu í iðnaði á vegum samvinnufélaganna á Norð- 'urlöndum hafði mikinn vilja á bak við sig hjá hinum stóru. Því miður ákváðu Svíar að vera ekki með, enda þótt hagkvæmnis- rannsókn hefði sýnt, að góður rekstrargrundvöllur var undir svona verksmiðju (árið 1971). Sænska Sambandið var þá að byggja mjög stóra niðursuðuverksmiðju i Suður- Svíþjóð. Ég vona, að sá dagur komi, að við getum fengið samvinnu félögin á Norðurlöndum með í iðn- að á íslandi. G. M.: Seljið þið mi'kið undir eig- in vörumerki og hvert stefnir í þeim málum? E. E.: Við erum erlendis að byggja upp vörumerkið SAMBAND OF ICEI.AND og nýlega hefur verið gert nýtt merki (logo) fyrir Sam- bandið, sem við notum á okkar vör- ur. G. M.: Komið hefur fram, að þið hafið í hyggju að reisa stórt vöru- hús á höfuðborgarsvæðinu. Er það afráðið? E. E.: Kaupfélag Reykjaví'kur og nágrennis hefur ákveðið að reyna að koma upp stóru vöruhúsi á höf- uðborgarsvæðínu. Sótt mun hafa verið um lóð undir vöruhúsið. Sér- fræðingar frá sænska samvinnu- sambandinu hafa unnið að áætlana- gerð fyrir vöruhúsið eða markaðinn og þeir munu veita tæknilega aðstoð á ýmsum sviðum. Að öðru leyti er mál þetta í höndum stjórnar og kaup félagsstjóra KRON. G. M.: Verða verzlunareiningarnar stærri og stærri? Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.