Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 31

Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 31
MORGU.NBLAÐIÐ, LAUOARDAGUR 24. JOlNl 1972 31 1 Heimsmeistarinn í skák, Spasský hefur óskað eftir því að komið verði upp aðstöðu fyrir liann til þess að leika tennis meðan á einvíg-i hans og Fischers stendur. Hefur verið útbúinn tennis- völlur fyrir heimsmeistarann við Melaskóiann í Reyk.javik. Þetta er þó ekki fyrsti tennisvöllur- inn sem útbúinn er hérlendis. Fyrir nokkru tóku Akureyringar tennisvöll í notkun hjá sér, og hafa margir liaft af því skemmtun að leika þar þessa skemmtilegu íþrótt. Myndina tók Ijós- myndari Mbl. á Akureyri, Sverrir Pálsson, skömmu eftir að völlurinn þar nyrðra var opnaður. Islendingarnir eiga möguleika — þótt Spánverjair séu sigurstranglegastir Tugþrautarlandskeppni á mánudag og þriðjudag Á mánudag og þriðjudag fer fram á Laugardalsvellinum Iandskeppni í tugþraut milli ís- lendinga, Spánverja og Breta. Landslið þjóðanna þannig skipuð: verða Elías Sveinsson Er keppni þessi jafnframt sú fyrsta hérlendis í ár, sem er- lendir frjálsiþróttamenn taka þátt í, en von er á mörgum góð iim frjálsíþróttamönnum hingað til keppni í sumar, í tilefni 25 ára afmælis frjálsíþróttasam- bands íslands. Fyrirkomulag tugþrautar- landskeppninnar er þannig, að hver þjóð á rétt til þess að senda þrjá menn til keppninn- ar, en stig tveggja verða látin gilda í keppninni. Munu bæði Islendingar og Spánverjar senda þrjá menn til keppninn- ar, en Bretar senda hins vegar aðeins tvo keppendur, og má segja að þeir tefli þar með á tæpasta vað, þar sem ekkert raá útaf bera hjá keppendum þeirra til þess að ekki fari illa. ISLAND Valbjörn Þorláksson. Hans bezti árangur í tugþraut er 7354 stig, og er það jafnframt gild- andi Islandsmet. Valbjörn hefur aðeins keppt einu sinni í tug- þraut í sumar og hlaut þá að- eins rúmlega 6000 stig, enda gekk hann ekki heill til skógar í það skipti. Ekki er ósennilegt að Valbjörn nái um 7000 stigum í keppninni að þessu sinni, og hann á möguleika á að ná OL- lágmarkinu í tugþrautinni. Stefán Hallgrímsson, KR. Bezti árangur Stefáns í tug þraut er 6517 stig, og ætti hann að geta bætt þann árangur veru lega. Stefán hefur æft mjög vel að undanförnu, en hefur átt við meiðsli að stríða, sem hann mun nú vera orðinn góður af. Með smáheppni ætti Stefán að geta náð fast að 7000 stigum. Elías Sveinsson, lR. Elías á bezt 6311 stig i tugþraut, en hann hefur ekki keppt i henni I Valbjörn borláksson sumar. Elías er mjög fjölhæfur íþróttamaður, og með því að leggja aðeins meiri rækt við sín ar veikustu hliðar í tugþraut- inni ætti hann að geta bætt ár- angur sinn þar verulega. BRETLAND David Kidnar. Hans bezti ár angur til þessa er 7034 stig. Derek Clarke. Hans bezti ár- angur er 6873 stig. Bezti tugþrautarmaður Breta, Gabett, tekur ekki þátt i lands- keppninni. Hann á bezt í ár rúm lega 8000 stig, og er það jafn- framt bezti árangur sem náðst hefur í heiminum í ár. Er Gabett álitihn líklegur sigurvegari i tugþraut á OL í Múnchen. SPÁNN Rafael Cano. Hans bezti ár- angur er 7619 stig, og hafi hann náð þeim árangri í sumar, sem Framhald á bls. 21 ÍSLANDSMOTIÐ í HANDKNATTLEIK UTANHÚSS 1972 Valur — Grótta 26:11 Tveir Itedkáir wru lefknir i ís- HandiS'mótiinu í hiaindknattllleik utEun húiSB á flmimtiuidiaigslbv'öilld. í fyrri leiknium áttiust við Valur og Grótta. V>ar sá lefkur aflgjör ein- stefna af hálfu VaTiamanma. — Grótta mætti til ieáks með aðedns einin skiptimanin þ.e.&.s. 8 ieik- menn. Valur mætti með sitt bezta lið. Valsmenn hófu leikimn með því að skora tvö fyrstu mörkin, var þar að verbi Gíslli Blöndai. Grótta skorar eitt miark, en svo koma þrjú flrá Val, stáðan 5:1. Þór Ott-esen skorar svo fyrir Gróttu 5:2. Það sem eftir var af fyrri hálfleik skoruðu Valsmenn 8 mörk geign 3 mörkum Gróttu. Staðan í leikhléi var 13:5. í byrjun seinni hálfleiks minnk ar Grótta bilið um eitt mark, 15:8. Kom nú mikill fjörkippur i Vals liðið og sikora þeir 9 mörk í röð án þes® að Grótta fái við nokbuð ráðið, 24:8. Undir lokin skorar Grótta 3 mörk, en Valiur 2. VaiMíðið virðist í mjög góðri æfingu oig þá sérstaklega lands- liðsmennimir. Ólafur Benedikts- son stóð í markinu mest alan leikinn oig varði mjög vel enda vörn Vals góð. Gisli Blöndal skor aði 10 mörk og var það ekki nógu góð nýting, en hann skaut í tima Ólafur Benediktsson og ótímia. Næstur honum kom Ólafur Jónsson með 5 mörk. Lið Gróttu átti miður góðam leik enda við erfiðan andstæðing að etja. Markiamismiunur hefði orðið mun rneiri hefði Geir Thor steinsson ekki varið svo vel sem hann gerði. Markhæstur í Mði Gróttu var Halldór Kristjánsson með 6 mörk. Dómarar voru Alf Petersen og Kristófer Magnússon. FH - Ármann 26:18 Seinni leibur kvöldsins millii FH og Ármanns var öllu skemmti legri. Ármann átti fruimkvæðið í teikmum að skora 1:0, en FH skor ar svo 3 mörk í röð. Þá skora Þomteinn og Raignar J. tvö mörk fyrir Ármann, 3:3. Síðan koma 6 mörk I röð hjá FH, og átti Hjaiti Eiraarsson stærstan þátt í þvi, en hann var i markinu í fyrri hálf- leik. Staðan 9:3 og allt útlit fyrir yfirbiurða sigur FH. Gumnar og Geir S'kora hvor sitt mankið og Jón Á. eitt fyrir Ármann, 11:4. Vilberig breytir svo stöðunni fyr ir Ármann í 11:7 með þremur faJ tegum mörkum aif ilinu. FH bæt ir svo einu marki við fyrir leik- hlé, 12:7. Strax í byrjun seinni hálfleiks ver Birgir Firanbogason víbakast, en Ármenningar láta það ekki á sig fá og skora 2 mörk í röð, 12:9. Þannig var staðan framan af og mega FH-irugar enn þakka mark- vörzlunni það að Ármenningar jöfniuðu ekki eða jafnvel komust yfir. Eftir lélegan sóknarkafla FH koma loks 3 mörk í röð, 15:9. Eftir það eygðu Ármenningar aldrei von ag lauk leiknum nneð sigri FH-iraga, 26:18. Birgir Finnbogason Beztir í liði FH voru Hjalti Ein arsson, Birgir Finnbogason og Gieir Hallsteinsson. Geir skonaði 8 mörk og Þórarinn 5. f liði Ármanns var Vilbeog beztur, en hann og Ragnar J. skoruðu flest mörkin, 4 hvor. — Dómarar voru Hannes SigurAí son og Kjartan Steinbeck. Fjórir landsleikir á 5 dögum Islendingar leika við Norðmenn og V-Þjóðverja í lok júlí ÍSLENZKA liandknattlciks- liðið sem tryggrt hefur sér rétt til þátttöku í lokakeppni Olympíuleikanna, ásanit fimmtán liðum öðruni, fær verðugt verkefni að glínta við fyrir leikana, þar seni nú liafa verið ágveðnir fjórir lands- leikir. Er þetta í fyrsta skipti sent íslenzkir handknattleiks- menn leika landsleiki að sum- arlagi, og má skoða leiki þessa sem æfingu fyrir lands- liðið fyrúr sjálf átökin á Ol- ympíuleikiinuni. Frá því var skýrt á sínurn tima að samningar væru í gangi milli fslendinga og Norðmanna um tvo landsleiki í Noregi í lok júlí og liafa nú leikdagarnir verið ákveðnir 26. og 27. júlí og niuii verða leikið í Osló. Frá Noregi munii svo íslenzku hand- knattleiksmennirnir lialda til Vestur-Þýzkalands og leika þar tvo landsleiki við Þjóð- verja, og fara þeir fram í iþróttahúsum sem íslending- ar rnunii keppa í á sjálfum leikunum. Leikdagarnir í Þýzkalandi eru 29. og 30. júlí. þannig að landsliðið mun Ieika þarna fjóra leiki á fimm dögum. Allar þær þjóðir, sem áunn- ið hafa sér rétt til þátttöku í lokakeppninni, hafa Iagt áherzlu á að búa lið sín sem bezt undir þá keppnl, og nuinu óvenjulega margir handknattleiks landsleikir fara frani í sumar. Þannig tóku t. d. átta lið frá sjö þjóð nm þátf í hinni svokölluðu Baltic Cup-keppni seni fram fór i Rússlandi á dögnmim. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.