Morgunblaðið - 13.07.1972, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.07.1972, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1972 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1972 17 Ú.tgefandi M Árvakuí', Róyfcjav'fk Frem'k.vs&fndastjóri Har&Wut Sv«m&aon. Rtetjórar Matthías Joharwessen, Eýjólifur' Konráð Jórisson. Aðstoðarr’rtstjóri Srtytmk Gurwarsson. RrtstjómarfNltrúi Rorbijönn Guömundssofl Fréttastjóri Björn Jóihanrvsaon Auglýsingastijórí Árm' Gsröar Kristinsson. Ritstjórn og afg-reiðsla AííaHstraeti 6, sírni 1Ó-100. Aug.'ýsmgar Aðaiotr'saití 6, sfmi 22-4-60 Ás'krrftargjafd 226,00 kr á 'mónuði irmaniands í fausasöTu 15,00 Ikr eintakiö SKAMMSYNI BRETA 17'eruleg von ríkti í gær fyr- * ir fund samninganefnda íslendinga og Breta um, að samkomulag næðist í land- helgisdeilunni. Því ber að harma, að svo illa skyldi tak- ast til, að viðræðurnar fóru út um þúfur, og er málið þannig komið í sjálfheldu. Þó segja báðir aðilar, að hugs- anlegt sé að taka það upp á ný, °S gáfu ummæli Einars Ágústssonar, utanríkisráð- herra, í gær vonir um, að enn kunni viðunandi lausn að fást, en hann sagði m.a.: „Ég tel alveg ótvírætt, að ekki beri meira á milli held- ur en það, að það ætti að vera hægt með meiri vinnu og kannski áframhaldandi góðum vilja að sætta sjónar- miðin þannig, að til sam- komulags geti dregið.“ Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að eins og nú er komið, sé það helzt til ráða að utanríkisráðherrar íslands og Bretlands ræðist við milli- liðalaust, eða forsætisráðherr arnir eins og 1961, þegar Ólafur Thors leysti landhelg- isdeiluna í einkaviðræðum við MacMillan. Auðvitað færa íslendingar út landhelgi sína eins og ákveðið hafði verið og halda rétti sínum til streitu. Á það hafa slit samningaviðræðn- anna nú engin áhrif. Á miklu veltur, að báðir málsaðilar gæti hófs í málflutningi og forðist óþarfa illdeilur eða ögranir. Almenningsálitið í heimin- um vinnur með málstað ís- lands. Óhætt er að fullyrða, að það hefur breytzt stór- lega fslendingum í vil síðustu mánuði, eins og m.a. má sjá af skrifum í brezk blöð. Þess vegna er lokasigurinn vís og skammsýni Breta mikil, ef þeir breyta ekki afstöðu sinni, áður en það er um seinan. ,Hin miskunnarlausu lögmál efnahagslíf sins‘ að þurfti engum að koma á óvart, að ríkisstjórnin gripi til sérstakra ráðstafana nú, eins og komið var efna- hagsmálum þjóðarinnar. Þetta staðfestir og, að það er rétt, sem Morgunblaðið hef- ur haldið fram á undanförn- um mánuðum, að stefnt var í fullkomna tvísýnu með hag átvinnurekstrarins, sérstak- lega útflutningsatvinnuveg- anna, ef ekkert yrði að gert. Stuðningsblöð ríkisstjórnar- innar, einkum Tíminn, hafa að vísu reynt að gera lítið úr verðbólguvextinum síðustu mánuði og komið fram með alls konar talnaleiki í því sambandi. Ráðstafanirnar nú sýna svo glöggt, sem verða má, hversu lágkúrulegur og villandi allur sá málflutn- ingur var. Það alvarlega við hið ugg- vænlega ástand í efnahags- málunum nú er, að það skap- aðist af heimatilbúnum ástæð um. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar kom að völd- um, voru öll ytri skilyrði til þess, að unnt yrði að halda þvi jafnvægi, sem tekizt hafði að koma á í efnahags- málum þjóðarinnar eftir áfallaárin 1967 og 1968. Þannig hafði smám saman tekizt að draga úr verðbólgu- vextinum og bjartsýni ríkti á öllum sviðum þjóðlífsins. Það var því engin goðgá, þegar núverandi ríkisstjórn setti sér það mark á sl. sumri, að halda verðbólgunni innan þeirra marka, sem orðið hef- ur í helztu nágranna- og við- skiptalöndum okkar. Með heilbrigðri stefnu í efnahags- málum var þetta unnt, — með því að halda sama striki og tekið hafði verið af fyrr- verandi ríkisstjórn. Efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar tók fyrst að gæta á þessu ári. Allt árið 1971 nam hækkun fram- færsluvísitölunnar ekki nema 2 stigum, en hins vegar hafði hún hækkað um 9% 1. maí sl. og fyrirsjáanleg hækkun 1. ágúst nk. nam a.m.k. 5—6%, ef ekkert yrði að gert. Þannig urðu afleið- ingar stefnubreytingarinnar aukin þensla á öllum sviðum, sívaxandi tilkostnaður og hækkandi skattar, en greiðslu hallinn út á við geigvænleg- ur. Þessar staðreyndir voru að vísu viðurkenndar í orði, en á borði var ekkert gert til þess að draga úr spennunni. „Verður að sæta því, þótt nokkuð gangi á gjaldeyris- forðann á árinu, í von um að miði í jafnvægisátt á næsta ári,“ eru orðrétt ummæli fjármálaráðherra í skýrslu til Alþingis í maímánuði. Fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar fylgdi svo í kjölfarið, talandi dæmi þess, hvernig öllu átti að koma til vegar í einni svipan, án þess að minnsta hliðsjón væri höfð af ástandinu í þjóðfélaginu og aðstæðum öllum. Ummæli Björns Jónssonar, forseta Alþýðusambands ís- lands, í umræðuþætti í sjón- varpinu í júlílok hafa nú orð- ið að veruleika fyrr en nokk- urn óraði, en þá sagði hann um efnahagsástandið: „Sann- leikurinn er nú sá, að ef eitt- hvað fer úrskeiðis, þá koma þessi miskunnarlausu lögmál efnahagslífsins og segja til sín og knýja sitt fram, hvort sem hann er ljúfur eða leið- ur.“ Viðbrögð launþega- og bændasamtakanna nú við ráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar verða að skoðast í því ljósi, að forystumenn þeirra gera sér g^ein fvrir þessum sann- indum. Þess vegna sætta þeir sig við kjararýrnun í bili í von um, að úr rætist, láta ráðstafanirnar „óátaldar“, eins og það er orðað. En því miður bendir ekkert til þess, að núverandi ríkis- stjórn beri gæfu til að koma sér niður á leiðir, sem að haldi mega koma í því öng- þveiti, sem hún hefur leitt þjóðina í. Minning um mikinn landkönnuð ---—iTT- í \skaM ^ THE OBSERVER Eftir Roland Huntford JsT’ts \ « Gjoa, fyrsita skipið, sem sigldi norðvesturleiðina, er nýkomið aft- ur til Noregs, eftir að hafa verið til sýnis í 66 ár í Golden Gate Park í San Francisco. Þetta er gert-í heið- ursskyni við skipstjórann, norska heimskautsfaranin Roald Amundsen sem fæddist fyrir 100 árum hinn 16. júlí. Lokaaðsetur skipsins verður Oslo Museum, og mun skipið standa þar í minningu um hetjutima heim- skautaleiðangranna. Amundsen var siðastur hinna hefð bundnu heimsikautsfara, sem settu traust sitt á hunda, sleða og eigið afl. Það gleymist aúðveldlega á tím- um geimflauganna, að það var ekki fyrr en rétt fyrir fyrri heimsstyrj- öldina, að lokið var síðasta mikla landkönnunarleiðangrinum. Um aldamótin höfðu menn hvorki náð til Norður- eða Suðurpólsins og enginn hafði enn siglt alla norðvest- urleiðina, hina þjóðsagnakenndu leið meðfram heimsskautsströnd Norður- Ameríku milli Atlantshafs og Kyrra- hafs. Amundsen er bezt þekktur fyrir að hafa unnið kapphlaupið um að komast á Suðurpólinn. Þangað náði hann í desember 1911, mánuði á und an hinum brezka keppinauti sínum. Og honum tókst að snúa aftur heilu og höldnu, en Scott fórst með öllum mönnum sinum. En fyrsta siglingin um norðvesturleiðma er sambæri- legt afrek, þótt hún sé ekki jafn- fræg. Hún stóð i þrjú ár, frá því í júní 1903 að GJOA fór frá Noregi og þar til í október 1906, er skipið kom til San Francisco. Á þessum tíma höfðu Amundsen og hinir sjö skipsfélagar hans verið þrjá heimskautsvetur i Norður-Kanada og Alaska og ferð- azt þúsundir mílna á hundasTeðum meðan skipið var fast I isnum. Þeir höfðu komið á nyrðra segulskautið og uppgötvað óþekktan Eskimóa- flokk. Er förinni var lokið hafði GJOA, sem var 72 feta skip úr rtorsk um viði, staðizt verstu ísskilyrði og komizt yfir sum torfærustu hafsvæði í heimi. Fyrir Amundsen voru vísindaupp- götvanirnar tilviljanir. Hann hafði satt að segja aðeins áhuga á að verða fyrstur. Líf hans hafði þann tilgang einan. Allt frá því í æsku, hafði hann aðeins eina hugsjón, þá að verða he i m skau takönnu ð u r og verða fyrstur á Norðurheimskautið. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá öðrum merkum norskum heim- skautsfiara, FriðþjóÆi Nansen. Nansen er einn merkasti landkönn uður sem uppi hefur verið. Hann varð fyrstur til að fara yfir Græn- landsjökul árið 1888 og einnig fyrst- ur til að notfæra sér heimsskauts- fara Friðþjófi Nansen. Nansen er einn merkasti landkönn- uður sem uppi hefur verið. Hann varð fyrstur til að fara yfir Græn- landsjökul árið 1888 og einnig fyrst- ur til að notfæra sér heimskauts- rekið til rannsókna. Sigling FRAM, sem var sérstaklega byggt tréskip, og Nansen sigldi viljandi inn í heim- skautsísinn, er ein frægasta ferðin. FRAM rak frá strönd Síberíu til Svalbarða á árunum 1893—1896. Frá þeirri ferð er sú aðferð nútímans að nota ísbreiðurnar undir heimskauta- rannsóknastöðvar ruinnin. Noregur þótt lítið land sé, hefur lagt geysimikið atf mörkum til heímskautarannsókna. Að hluta stafar þetta frá eðli fólksins, sem er sæfarar og fjallabúar, er býr býr við hrjóstruga strönd og erfitt norðlægt lofslagt og hefur neyðzt til að afla sér lifsviðurværis úr sjón um. Nítjánda öldin, öld þjóðernis- hreyfinganna, varð mönnum hvati. Landkönnun var Norðmönnum eitt þeirra fáu verkefna þar sem þeir gátu látið vaknandi þjóðernisvitund sina koma fram, er þeir börðust fyrir sjálfstæði sinu frá Svíum, sem þeir fengu endanlega 1905. Enginn vafi leikur á þjóðernislegri undiröldu bæði í skrifum Amundsens óg Nans- ens. Amundsen, sem var einlífismaður og kvæntist aldrei, var sérlega ein- lægur I gerðum sínum. Þegar Banda- rikjamaðurinn Robert Peary varð fyrstur á Norðurpólinn 1909 fór Amundsen ekkert I felur með gremju sína. Þegar hann sneri sér að Suðurheimskautinu, játaði hann, að hann væri næstbeztur, og gerði með því tilraun til að bjarga einhverju úr skipbroti dagdrauma sinna. Og eins og hann sagði sjálfur, var það hin mikla kaldhæðni örlaga hans að hann varð fyrstur á Suður- en ekki Norðurpólinn. Amundsen var mjög nýtízkulegur í því, að hann var mjög nákvæmur skipuleggjandi. Hann hélt áfram að bæta útbúnað sinn fyrir áhlaupið á Suðurbeimskautið fram á síðustu stundu, þvi hann sagði, að það væri fyrsta reglan að alltaf væri rúm fyr- ir framfarir. Berið þetta saman við þá fullyrðingu Scotts, að útbúnaður hans væri fullkominn og engra breyt inga væri þörf. Ef til vill er það þess vegna að Amundsen komst af, en Scott ekki. Amundsen hefur verið sakaður um að hafa gert leiðangrana á Suður- skautið að kapphlaupi og fyrir misk- unnarlausa meðferð á hundum sínum, en án þeirra hefði hann aldrei náð settu marki. En tíminn hefur mild- að dómana og nú er almennt talið, að hann hafi farið rétt að. Hafi förin til Suðurskautsins verið síðasta gamaldags ferðin, eyddi Amundsen ekki því sem eftir var æv- innar í endurminningunum. Hann gekk lika í lið með nútímaland- könnuðum. Hann var meðal forystu manna í fyrsta fluginu yfir Norður skautið milli Svalbarða og Alaska i flugskipinu NORGE árið 1926. Hann hvarf 1928, þegar hann var að reyna að bjarga italska landkönnuð- inum Nobile, eftir að flugskip hans, ITALIA, fórst við Svalbarða. Það voru verðug ævilok mikils landkönn- uðar. Jóhann Hafstein: Meginmunur verðstöðvana Morgunbiaðið hefur snúið sér til formanns Sjálfstæðisflo'kks- ins, Jóhanns Hafstein, og beðið hann að tjá sig um verðstöðvun- araðgerðir núverandi ríkisstjórn ar. Hér fer á eftir grein Jóhanns Hafstein. Mér er ánægja af þvi að rifja upp ýmis atriði í sambandi við verðstöðvun fyrrverandi ríkis- stjórnar á haustinu 1970 og bera saman við þá verðstöðvun nú- verandi ríkisstjómar, sem stofn að er til. Þann 1. júlí 1970 ritaði þáver- andi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, aðilum vinnumark aðarins bréf, bæði Alþýðusam- bandi íslands og Vinnuveitenda- sambandi Islands, þessa efnis: „Þar sem margföld reynsla sýnir: 1. að víxlhækkanir á kaupi og verðlagi hafi mjög orðið til þess að draga úr gildi kauphækk ana fyrir launþega, jafnframt því, sem þær hafa ofþyngt at- vinnuvegunum, svo að gagnráð- stafanir hafa orðið óumtflýjan- legar og, 2. að mjög er áfátt um undir- búning og aðferðir við samninga gerðir i kaupgjaldsmálum, ósk- ar ríkisstjórnin samstarfs við Alþýðusamband íslands og Vinnu veitendasamband íslands um rannsókn þessara vandamála og tillögugerð, er verða megi til varaniegra umbóita í þessum efn- um.“ Það kom i minn hlut sem for- sætisráðherra, eftir andlát Bjarna Benediktssonar, að hafa forgöngu um framangreindar viðræður við aðila vinnumarkað- arins ásamt viðskiptaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, og fjármála- ráðherra, Magnúsi Jónssyni, en fulltrúar bænda voru einnig til- kvaddir að þeirra eigin ósk. Itarlegar viðræður fóru fram á fundum, sem haldnir voru á timabilinu frá því um miðjan ágúst og fram í október. Á fundunum voru lögð fram yfirlit og gefnar upplýsingar m. a. um eftirfarandi: 1. Yfirlit um ástand og horfur í peningamálum og fjármálum. 2. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir tekjum og gjöldum ríkissjóðs, stöðu og horfum varð andi rikisf jármál. 3. Inn- og útflutningsspá. 4. Greiðslujafnaðartölu frá Seðlabanka Islands. 5. Launa- og verðlagsmál, eink um tölur um samtímakaupmátt og töflur Hagstofu Islands um verðhækkanir. 6. Hugsanlegt hækkunarmark launa. 7. Athugun á verðlagsgrund- velli landbúnaðarins. 8. Gæða- oig magnbreytingar hjá hinu opinbera (vegafram- kvæmdir, heilbrigðisþjónustu o. fl.) 9. Horfur i gjaldeyrismálum. 10. Ýmsar aðrar upplýsingar varðandi þjóðarbúskapinn. 1 stuttu mál rná segja, að rík- isstjórnin hafi þá látið þeim aðil um, .sem að þessum viðræðum stóðu, í té allar þær helztu upp- lýsingar, sem þeir óskuðu eftir og hún hafði með höndum, til þess að hver um sig gæti sem bezt gert sér grein fyrir stöðu þjóðarbúsins og þeim aðstæð- um, sem kölluðu á sérstakar ráðstafanir. TJNDIRSTAÐAN ÞREFÖLD: Eins og kunnugt er, varð ekki samkomuTag um tillöguigerð fyrr greindra aðila. Þó að mikil á- herzla hafi verið á það lögð að kynna fulltrúum launþega, vinnu veitenda og bænda, þróun og horfur efnahagsmála, þá var aidrei til þess ætlazt, að þeir tækju á sig ábyngð á lausn vandamálanna, sem hliutu að hvíla á ríkisstjónn og Alþingi. Um það sagði ég, þegar verð- stöðvunarlögin voru rædd á Al- þingi: „Á hinn bóginn hefur rík isstjórnin ekki ætlazt til að þessir aðilar tækju á sig ábyrgð á lausn vandamálanna, sem að- eins Alþingi og ríkisstjóm geta borið, þegar allt kemur til alls.“ Af framanrituðu er það ljóst, að mjög vandaður og mikill und irbúningur var að verðstöðvun- inni haustið 1970. Það má segja, að aðdragandi hennar af hálfu ríkisstjórnarinnar hatfi verið um 3 mánuðir og þáttur aðila vinnu- markaðarins og bænda sá, sem að framan greinir. Verðstöðvunin hófist 1. nóvernb er 1970, en frumvarpi til iaga um ráðstafanir til stöðugs verðlags og atvinnuöryggis fylgdi ég úr hlaði á Alþingi þann 9. nóvember. Hér var um mjög ítarlegt frum- varp að ræða og vandlega undir búið. Þvi fylgdi mjög nákvæm greinargerð með útskýringum á öllum helztu þáttuim mála, sem verðstöðvunina snertu, svo sem greinargerð um kauphækkanir þær, sem orðið hötfðu i júnímán- uði fyrr um árið og áhrif þeirra á verðhækkanir i landinu, áætlað ar hækkanir framifærsluvisitölu og kaupgjaldsví'sitölu og með hverjum hætti þá var ráðigert að hefta hækkun kaupgjaldsvisi- tölunnar 1. desember. Gert hafði verið ráð fyrir því, að bygigja verðstöðvunina í aðalatriðum á því, að hún væri borin uppi, ef svo má segja, af þrem aðilum aðallega, atvinnurekendum, með launaskatti, sem á var lagður, launþegum, með fre&bun tveggja vísitöl ustiga, sem í reyndinni var frestað um 6 mánuði, og svo ríkissjóði. Því má ekki gleyma, að öllum þessum aðilum var svo verðstöðvunin til góðs, eins og ætlazt var til. Fyrir ölilu þessu var gerð nánari grein i greinar- gierðinni og í umræðunum á Al- þingi, sem voru mjog umfamgs- miklar og ítarlegar. Á þessum tiima var staða rikissjóðs góð oig yfirdráttur hjá Seðlabankanum sáralítill. Yfirdráttarskuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann nú mun hins vegar ekki vera fjarri tvö þúsund milljónum króna. Yfir- dráttarskuld ríkissjóðs hjá Seðla bankanum var 350 milljónir króna í júlí 1970. EÐLILEGAR YERÐHÆKK ANIR: Um verðhækkanir . þær, sem urðu eftir gerð kjarasamnimga i júnimámuði 1970, urðu miklar deilur. Stjómarandstæðingar töldu þær alltoif miklar og eyddiu miklum tíma á Alþingi í að tí- unda það og fluttu einnig tillög- ur um rannsóknir þar að lút- andi. Á hitt vil ég mimna, að ei.tt megi'ninntak kjarasamninganna var það, að vixlhækkanir kaup- gjalds og verðlags skyldiu gilda sjáifkrafa. Að sjálfsögðu gat út- flutningsframleiðslan, hvorki i sjávarútvegi né íðnaði, velt kaup hækkunum út í verðTagið. Eng- ar breytingar voru gerðar á ströngum verðlagsböndum, er giltu á vöruflökkum og þjón- ustu, sem á'kvarðanir verðlaigs- nefndar náðu til. Hækfcanir á verzlunarálagningu, sem sam- þykktar voru i júnílok, gerðu að eins ráð fyrir beinni hækkun verzlunarkostnaðarins, sem leiddi af kjarasamnin.gum við verzlunarfólk. Hámairksverð eða hámarksálagtning gilti um all- flestar vörutegundir, sem verð- lagsnefnd hafði vald ti'l að fjalla um. Mín skoðun er sú, að um- beðnar verðhækkanir, sem líta varð á sem sanngjarnar og ó- hjákvæmitaga aflleiðingu þeirra kauphækkana, sem orðið höfðu, hafi verið leyfðar með þeim tak- mörkunum, sem færar þótbu. Þó er það rétt, að nokkrar verð- hækkanir, sem gátu talizt eðli- legar og sanngjarnar, voru ekki fram komnar, þegar verðstöðv- unin hófst. Það hafði svo sérstak tega verið hlutazt til um, að hækkun kaupgjalds samkvæmt vísitölu þann 1. september, 4,2%, kæmi hvergi inn í leyfðar verð- hækkanir, og var þetta einn þátt ur þeirrar byrði, sem lögð var á Jóhann Hafstein. atviinnureksturinn, jafnhliða launaskattinum. TILÆTLUÐUH ÁRANGRI NÁÐ: ón tilætluð áhrif verðstöðvun- airinnar 1970 komu fram. Víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags stöðvuðust. Þanniig losnuðu atvinnuvegimir við . geysilegar kauphækkanir, sem leitt hefðu af síhækkandi kaupgjaldsvisi- tölu, en launþegunum ►ar jafn- framt tryggt atvinnuöryggi, þar sem allar greinar atvinnulifsins voru yfirleitt reknar með fullum afköstum og betri afkomu en áður, en án nokkurra aðgerða hefði að sjálfsögðu vferið mikil hætta á samdrætti og stöðnun í atvinnulífinu með þeim afleiðing um, sem verstar eru, atvinnu- leysi, minni raumtekjum og minni kaupmætti aflaðra tekna. Kaup- máttur launa jókst meira en gert hafði verið ráð fyrir við gerð kjarasamniniganna 1970 og nálg'aðist 20% aukningu á einu ári. Fram færsluvísitalan hækk- aði aðeins um 2% á árinu 1971. Tímasetning verðstöðvunarinn ar, að henni skyidi ljúka 1. sept- amber 1971, var við það miðuð, að ríkisstjórnin, sem við tæki eftir alþihigiskosningar 13. júiní 1971, gæfist tóm til þess að undir búa aðgerðir sinar, sem við skyldu taka, þegar verðstöðvun- inni lyki. Það var ekki hægt að ætlazt til þess, að í einstökum atriðum væri hægt að gera grein fyrir því við upphaf verðstöðv- unar, en ég sagði m.a. um það atriði þegar ég fylgdi verðstöðv- unarfrumvarpinu úrhlaði: „1. Við ve.rðum reynslunni rik- ari. 2. Aðgerðarleysi mundi leiða í strand. 3. Árferði og viðskiptakjör á næsta ári segj’a til um aðgerðir þá. 4. Nýir kjarasamningar taka við í ljósi þessara staðreynda á haustinu 1971. Ég viil vekja athygli á því, ,að eftir verðstöðvun hér í ársílok 1966 koma áíallaárin 1967 og 1968. Ef við rnegum vænta oikfcur betra hiutskiptis en þá er aug- ljóst, að hverjum sem er, laun- þegum, atvinnurekendum, ríkis- stjórn og Alþin.gi, er búin betri staða á hausti 1971 til þess að bregðast við vandamálum, sem þá kaila að, eftir gildistíma lög- gjafar, sem hér er óskað eftir, en ám hennar.“ Þetta er mergurinn málsins. Þar sem við áttum því láni að fagna, að viðskiptakjör voru mjög hagstæð á verðstöðvunar- tímabilinu, stöðugar og mi'klar hækkanir á verði útflutninigsaf- urða okkar, þá liggur það í aug- um uppi, að staða atvi'nnuveg- anna í iok verðstöðvunartíma- bilsins var allt önnur til þess að mæta þá kauphækkunum að ein hverju teyti á haustinu 1971, heldur en hún var haustið 1970 og hún hefði orðið, ef ekkert hofði verið að gert. BlómTegt viðskiptalif í lok verðstöðvunartimabils 1971, sterkari og stæltari atvinnuveg- ir voru í stórum dráttum með mjög svipaða kostnaðarliði i rekstri sínum eins og við upp- haf verðstöðvunarinnar. Vitnis- burður forráðamanna K.E.A., — eins stærsta kaupfélags lands- ins, — liggur fyrir um það, að árið 1971 hafi verið þeirra h'ag- stæðasta ár frá upphafi. Fram- 'leiðsluauknin.g i iðnaði hefir aldrei verið meiri. Og verð á út- fluttum sjávarafurðum hefir aldrei verið hagstæðara. ÓUÍKU SAMAN AÐ JAFNA: Nú skal ég í flljótu bragði gera nokkurn samanburð á fyirri verð stöðvun og þeim ráðstöfunum, sem rikisstjórnin hefur að þessu sinni stotfnað til: 1. Nú er í Skyndi skellt á verð- stöðvun, ám þes að vitað sé, að þær ráðstafanir, sem að er stefint, hafi hlotið nokkurn u'nd- irbúning. Það er eins og það renni upp fyrir ríkisstjórninni allt í einu, að hún sé að steypa öllu í voða með ráðstöfunum sín um eða aðgerðarleysi. 2. Hvers vegna hófst ríkis- stjórnin ekki handa á síðastiiðnu hausti, þegar lögbundnu verð- stöðvunartímabili lauk, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að verða mundi fyrsta hlutverk sér hverrar rikisstjórnar að aflokn- um kosningum? 3. Núverandi ríkisstjórn er að reyna að berja í breistina, að berj ast við afleiðimgar eigin aðgerða og stjórnarstefnu fyrst og fremtst, eða eims og forsætisráð- herra segir í Timanum, „að freista þess að stöðva þá þróun víxlhækkana verðlags og kaup- gjaldis, sem nú virðist blasa við“. Það fer ekki dult, að á ráðstefnu alþýðusamtaikanma um síöustu helgi kom það mjög skýrt fram, að það væru fyrst og fremst margháttaðar aðgerðir ríkis- stjórnarimnar sjáltfmr, sem hefðu hleypt úr skorðum fyrri áætlunum sérfræðimga um þró- um verðlaigs og kaupgjalds. 4. Nú eru læstar inni umbeðn- ar verðhækkanir, sem fyrir liggja beiðnir um og hljóta að teljast sanmgjarnar og reyndar óhjákvæmilegar sumar, eins og t.d. í iðnaðd, vegna þeirra kaup- hækkana, sem urðu 1. júmí, og ekki er ósennilegt, að vera ættu uim 8%, miðað við kostnaðarhlut fall vinnulauna í iðnaðarfram- leiðslu. 5. Nú er aðeins frestað vanda- m.álinu I fáti til áramóta, með þeim hætti, að alls ekki er gert ráð fyrir, að atvinnuvegir eða viðskiptalítf verði þá stæltara, nema síður sé, til þess að mæta þeirri sprengimgu, sem þá mun ríða yfir. 6. Nú er gripið til verðstöðv- umar af mönnum, sem áður hafa gjörsamlega fordæmit slíkar að- gerðir, og alveg sérstaklega að skerða vfeitölu launa, sem sé sambærilegt við það að ógilda gerða kjarasamninga og svipta launafólkið samningafrelsi sínu. Það er hulin ráðgáta, hversu mörgum visitölustigum er frest að, þar sem aukinn skattþungi er ekki reiknaður með. 7. Aðgerðirmar eru framkvæmd ar „bak við tjöldin," með bráða- birgðalögum, án þess að fyrir almenningi liggi nokkrar grein- argerðir um tildrög aðgerðanna og nauðsyn, né hverju þær eigi að afstýra. Aðeins er um að ræða fárra mánaða frest vand- ans, en sá frestur mun að sjálf- sögðu hafa aukið vandann enn um áramótin. Til þess er vitnað, að ráðstefna Alþýðusambandsins hafi ályktað að láta aðgerðirnar óátaldar, og eins, að aðalfundur Stéttarsambands bænda láti þær óátaldar, en hvaða gögn voru lögð fyrir þetta góða fólk, — um anmað en það, að ríkisstjóm- in sjálf væri búin að koma efna- hagsmálunum í fullkomið óefni? 8. Alþingi er lítilsvirt með þess um aðgerðum. Það er einsdæmi að fjárlögum sé breytt með bráðabirgðaiögum á öðrum mán uði eftir að Alþingi lýkur. Eins er það furðulegt, að ríkisstjórn- in þurfi nú að breyta fram- kvæmdaáætlun, sem aflgreidd var á Alþin.gi í maimánuði. Rík- isstjórnin var reyndar marg- brýnd á þvi af Sjálfstæðismönn- um, að útgjöld fjárlaga væru gá- laus og firamkvæmdaáætlun úr hófi, þá var ekki hlustað, — en nú taka menn sig á. 9. Þess er engin von að verð- stöðvunin nú, með bráðabirgða- lögum, geti haft nokkur áhrif í þá átt að atvinnuvegirnir verði megnugri að mæta vandanum um áramót en nú. Aðfarirnar minna á strútinn, sem stinigur höfðinu í sandinn, þegar hættan vofir yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.