Morgunblaðið - 15.07.1972, Side 12

Morgunblaðið - 15.07.1972, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972 Liðsauki róttækra gerði Chou kleift að „hreinsa“ Piao Washington, 14. júli — AP 1 SKÝRSLU sinni um styrkleika 89 kommúnistaflokka, sem gefin er út árlega, segir rannsókna- deild bandaríska utanrikisráðu- neytisins, að hreinsanirnar á Lin Piao, varnarmálaráðherra Kína, og mörgum œðstu yfirmönnum hersins í september sl., hefðu verið mögulegar vegna þess, að margir hinna róttækari stjórn- máiamanna hefðu slegizt í lið með Chou En-Iai, forsætisráð- herra, og öðrum varfærnum stjórnniálamönnum. 1 skýrslunni segir, að fall þessa tilvonandi eftirmanns Maos formanns hafi haft meiri áhrif á innanríkismál í Kína en nokkur annar atburður siðan menningarbyltingin leið. Fyrir fali hans var haldið uppi harðri baráttu gegn vinstrisinn- um um landið allt, en eftir hreins anirnar var sú barátta þvi sem næst úr sögunni. Um samskiptin við Sovétríkin segir í skýrslunni að komið hafi verið í veg fyrir alvarlega árekstra á síðasta ári og við- skipti milli landanna aukin veru- lega. Djúpstæður ágreiningur sé þó enn fyrir hendi og vafasamt hvort nokkurn tima kemst á gott samband milli kommúnista- flokka landanna tveggja. Pakistan: Öeirðirnar breiðast út Karachi, 14. júli — ÓEIRÐIRNAR í Pakistan eru nú að breiðast út frá Karachi til í stiittu máli FANGASKIPTI? Washington, 14. júlí. AP. Bandaríkin munu beita á- hrifum sínum til þess gagn- vart Israelsmönnum að þeir og Sýrlendingar og IJbanons- menn skiptist á stríðsföngum. Jafnframt verður reynt að fá Lsraelsmenn og Egypta til að skiptast á föngum. Kurt Waldheim, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, og aðilar í Genf hafa reynt að koma til leiðar slikum fangaskiptum. SAMSÆRI Nairobi, Kenya, 14. júlí. AP. Fyrrverandi flugmaður í flugher Kenya, þjálfaður af Israelsmönnum, Frederick Coleman Omondi að nafni, ját aði i dag fyrir rétti að hafa tekið þátt í samsæri um að steypa stjórn Kenyatta for- seta af stóli. í fyrra voru 13 handteknir fyrir sömu sakir. MÓTMÆLI Niirnberg, Vestur-Þýzka- landi, 14. júlí, AP. Tveir námuverkamenn frá Tékkóslóvakíu, sem eru á- kærðir fyrir að hafa rænt far þegaflugvél og neytt flugstjór ann til að fljúga með þá til Vestur-Þýzkalands, sögðu fyr ir rétti í dag að þeir hefðu rænt flugvélinni til þess að mótmæla innrásinni i Tékkó- slóvakíu. FONDA í HANOI Hanoi, 14. júlí. NTB. „Þið sem fljúgið flugvélun um og þið sem kastið sprengj unum, hugsið um hvað þið eruð að gera,“ sagði kvik- myndaleikkonan Jane Fonda í áskorun í útvarpi til banda- rískra hermanna í dag. Jane Fonda er um þessar mundir í heimsókn í Norður-Víetnam. I annarra landshluta og hefur víða verið sett útgöngubann. Óeirð- I irnar eru vegna þeirrar ákvörð- unar ríkisstjórnarinnar, að gera sindhi að opinberti tiinguniáli í Sind-héraði. 70% ibúanna þar tala sindhi, en 30% urdn. Fimmtíu manns hafa hingað til beðið bana og margir særzt eða verið fangelsaðir. Stúdentar í borginni Larkana í Sind-héraði tóku þátt í óeirðunum í dag. Þeir kveiktu i húsum og rændu verzlanir. Larkana er fæðingar- borg Bhuttos forseta. Óeirðirnar hófust si. föstudag, þegar ákvörðun stjórnarinnar um tungumálið var ákveðin. Þær hófust í héraðshöfuðborginni Karachi, þar sem flestir urdu- mælandi menn búa. Ríkisstjórn- in hefur gripið til ýmissa að- gerða til að hindra útbreiðslu óeirðanna, m.a. ritskoðunar og útgöngubanns. r ^ , ERLENT. — McGovern Framhald af bls. 1. smíði heimsálfuflauga með mörgum kjarnaoddum. 5) Hætta við smiði hljóðfrárrar sprengju- þotu og einnig smíði tveggja nýjustu orrustuþotnanna fyrir fluigher og flota. Smíða þess i stað eina ,,einfaldari“ orrustu- þotu, sem bæði fiugher og floti fái. 6) Skera stórlega niðuir fjár- veitingar til kaupa á öðrum her- gögnum og til rannsókna og til- rauna. HVÍT FLÖGG McGovern heidur því fram að þrátt fyrir þetta geti Bandaríkin áfram verið hernaðarlegt stór- veldi þar sem fé til hermála verði eftirleiðis betur varið og ný vopnakerfi komi í stað gamalla og úreltra. Melvin Laird, varnar- málaráðherra er ekki á sömu skoðun. Hann sagði í öldunga- deildinni að ef áætlun McGov- erns kæmist i framkvæmd yrði að veita varnarmáiaráðuneytinu einn milljarð dollara til að kaupa hvit flögg fyrir svo að Banda- ríkin gætu verið nógu fljót að gefast upp, hvar sem væri í heim iinum. Mynd þcssi var tekin í New Tork af sólmyrkva, sem varð mánudaginn 10. þessa mánaðar. Hálfur sólmyrkvi varð á stóru svæði, en aðeins við norðurheimsskaiitsbaiiginn varð hann alger. Orrustan um QuangTri færist á úrslitastig Öflugur n-vietnamskur liðsauki Saigon, 14. júlí. NTB. AP. ORRUSTAN um borgina Quang Tri færðist i dag á úrslitastig samkvæmt lieimildum í Saigon. Harðir bardagar geisuðu í út- jöðrum borgarinnar fjórða dag- inn í röð. IJðsaiiki frá tveinmr norðiir-víetnömskum herfylkjiim var á leið tii vígrstöðvanna. Kunnugir telja að mikilvægi orrustunnar um Quang Tri hafi aukizt við það að friðarviðræð- urnar í París hafa verið teknar upp að nýju. Áreiðanlegar heim- ildir herma, að 320. norður víet- narnska herfylkið hafi fært sig frá hálendtnu norðan við borgina Kortum og að þegar hafi sézt til ferða þess í fjöllunum vestur af Quang Tri. 322. herfylkið, sem hörfaði frá Laos fyrir nokkrum mánuðum, sækir nú suður á bóg inn til vopnlausa beltisins oig Quang Tri. Suður-víetnamskur talsmaður — Belfast Framhald af bls. 1. isherinn hefði beitt eldflaugum og þar með stóraukið hættu á eignatjóni og manntjóni, hefði hernum verið skipað að taka í sínar hendur stjórn yfir þeim svæðum, sem ráðizt væri frá til þess að verja sjálfa sig og óbreytta borgara. 1 Londonderry sprungu tvær sprengjur í dag, og vegna gifur- Iegs eignatjóns í sprengjutilræð- um í þessari viku hefur verzlun- arráð borgarinnar farið fram á það við yfirvöld, að verzlana- hverfið verði lýst neyðarástands- svæði. — Dollar Framhald af bls. 1. stöðugt þar sem áhrifin af þvi að Játa það fljóta hafa verið þau sömu og gengisfelling og þess vegna hefur þrýstingurinn á dollarann aukizt. I dag skýrðu Belgar frá tillögum um að efla hlutverk dollarans sem varagjald eyris, og verða hugmyndir um umbætur á aiþjóðagjaldeyriskerf inu ræddar á fundi Efnahags- bandalagslandamna og landanna sem hafa sótt um aðlld í Lond- on eftir helgi. segir að 115 Norðiur-Víetnamar hafi fallið í þriggja tíma orr- ustu í dag á svæði sem er þrjá til sex kílómetra norðaustur af Quang Tri, en sjá'lí'ir hafi Suður- Víetnamar misst tvo fallna og 14 særða. Samkvæmt suður-viet- nömskum heimildum hafa rúm- lega 1.000 Norður-Víetnamar fallið í orrustunni um Quang Tri síðan fyrir einni viku og rúm- lega 40 skriðdrekar verið eyði- lagðir. Suður-Víetnamar segjást hafa misst rúmlega 300 menn fallna og særða. NÝ SPRENGJA 1 Saigon tilkynnti bandaríski sjóherinn í dag að tekin hefði verið í notkun ný sjónvarps- sprengja, „Fat Albert," er væri miklu fulikominari en önn-ur gerð slíkrar sprengju sem notuð hefur verið til þessa, „Walley.“ Marland Townsend, skipherra „Kitty Hawk,“ sagði að fyrstu sex sprengjurnar af hinni nýju gerð sem hefði verið beitt hefðu hæft beint í mark. Sprengjan vegur 907 kíló, og hún er helm- ingi öflugri og miklu nákvæmari en „Walley." En jafnframt er skýrt frá uigg Bandaríkjamanna og Suður-Víet nama vegna þess að Norður-Viet namar hafa tekið i notkun nýja og fuilkomna tegund eldflaúga, SA7 eða öðru nafni „Strela". Fótgönguliðar beita eldflauginni eins og eldvörpu og sum- ir telja að hér sé um að ræða fullkomnustu vopnategundin’a sem Norður-Víetnamar hafi tek ið í not'kun. FangiNorður- Vietnama í tæpa 5 mánuði Sleppt úr haldi á Bastilludaginn Saigon, 14. júlí — AP NORÍJUR-VÍETNAMAR slepptu í dag úr haidi 24 ára gömlum atvinnuljósmyndara frá París, sem hefur verið fangi þeirra siðan í byrjun apríl. Ljósmyndarinn heitir Yves-Michel Duniont og hafði verið í Vietnam í eitt og háift ár, þegar hann var fangaður. Dumont var ásamt her- mönnum í þorpinu Loc Ninh, þegar norður-vietnamskt fót- göngulið, stutt skriðdrekum og stórskotaliði, réðst yfir landamæri Kambódíu á þorp- ið. Eftir fimm daga harða bardaga féll það og Dumont var handtekinn ásamt tveim- ur bandarískum hernaðarráð- gjöfum. Þeir voru allir særðir, en Norður-Víetnamar gerðu að sárum þeirra eftir beztu getu í fangabúðunum. Þeir áttu i upphafi erfitt með að trúa því að Dumont væri ljósmyndari, en þegar staðfesting fékkst var hann skilinn frá hermönn unum og sá’þá aldrei aftur. Dumont sagði, að fanga- verðimir hefðu farið vei með sig, en sér hefði ekki tekizt að vinna vináttu þeirra. — Norður-Víetnamar éru mjög harðir og það var ógerningur að tengjast nokkrum vináttu- böndum við þá. Þá skortir „mannlegt samband" eins og við höfum á Vesturlöndum. Dumont þarf að liggja í sjúkrahúsi í nokkrar vikur á meðan gert verður almenni- lega að sárum hans, en svo ætlar hann að halda til París ar og skrifa bók um fangavist sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.