Morgunblaðið - 15.07.1972, Side 32
Áskriftarsíman
15899 — 15543.
EINVÍCISBLAÐIÐ
KEMUR UT MORGUNINN
EFTIR HVERJA SKÁK.
Pósthólf 1179.
LAUGAKDAGUR 15. JÚLÍ 1972
nuGivsigin^
«22400
Rafvirkjaverk-
fall í sjálfheldu
Deilan snýst um það, hvort
verk skuli unnin í tíma-
eða ákvæðisvinnu
SÁTTAFUNDUB með deiluaðil-
nm í rafvirkjaverkfallinu stóð í
röska 12 tíma i fyrrinótt og
lauk á sjötta tímanum í gær-
morgun. Samkomulag varð ekki
og hefur annar fundur verið boð
aður hjá sáttasemjara ríkisins
klukkan 09 á mánudag. Sam-
kvæmt upplýsingum Magnúsar
Geirssonar, formanns rafvirkja-
félagsins varð fundurinn algjör-
lega árangurslaus.
Verkfall rafvirkja hefur nú
staðið í fjórar vikur og hinn 17.
júlí munu rafvirkjar, sem eru
fastir starfsmenn hjá íslenzka
Þjóna-
verkfall?
ÞJÓNAR, sem eru með lausa
samninga við Félag veitinga- og
gistihúsaeigenda, hafa boðað
verkfail frá og með 22. júlí næst
komandi, hafi samningar ekki
tekizt fyrir þann tíma.
álfélaginu h.f., Áburðarverk-
smiðjunni, Sementsverksmiðj-
unni, Rafmagnsveitum ríkisins,
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
Landsvirkjun hefja samúðar-
verkfall. Sagði Maiginús, að um
leið og það verkfall hæfist mætti
fljótlega búast við að einhverj-
ar tafir yrðu á rekstri þessara
fyrirtækja, þar eð ekki verður
unnt að gera við bilanir, ef ein-
hverjar verða.
Magnús Geirsson sagði einnig
að verulega hefði dregið úr
bygginigaf ra m kv æmdum vegna
verkfallsins og stórbyggingar
hafa stöðvazt vegna þess. Hins
vegar hefur verið unnt að halda
áfram með smábyggingar, þar
eð rafverktakar mega sjálfir
halda afram að vinna. Eru það
um 130 aðiiar og um 70 þeirra
hafa ekki aðkeypt vinnuafl.
Verkfall rafvirkja fer nú að
verða með þeim lengstu í sögu
félagsins, en vorið 1970 áttu raf-
virkjar í launadeilu, sem stóð
alllengi.
Barði Guðmundsson hjá Vinnu
veitendasambandi íslands sagði
Framh. á bls. 21
rL ... ?, I V . ,3E, i 1!6' i ,Y
MraftmSrV Mmkv. r«fllug»rb
U. Jófi 1972
Á þessu korti er mörktið 50 sjómílna f'iskveiðilögsagan, sem
kemur tii framkvæmda 1. september n.k. Strikuðu svæðin sýna
friðunarsvæðin fyrir Norðaustu rlandi og á Selvogsbanka, sem
ákveðin eru í regiugerðinni, er sett var í gær.
Bobby Fischer og Chester Fox hittust í fyrrinótt klukkan 05 í afgreiðslu Uoftleiðahótelsins. Bæddu
þeir þá stuttlega vandamálin í sambandi við einvígið. Fox sagði eftir fund þeirra, að Fischer hefði
sagt að þótt hann vildi ekki kvikmyndatöku, væri það ekki af Persónulegum ástæðum, gagnvart
Fox. — Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.
Hvað verður um heimsmeistaraeinvígiö?:
Fischer missir allan
rétt til verðlauna
ef hann ekki teflir
DÓMNEFNDIN í heimsmeist-
araeinvíginu í skák staðfesti
á fundi sínum í gærmorgun
þá ákvörðun yfirdómarans,
Lothar Schmids, að dæma
Spassky sigurinn í annarri
skák einvígisins. í viðtali við
Morgunblaðið í gær sagði
Ivonin, íþróttamálaráðherra
Sovétríkjanna, sem staddur
er hér á landi, að Spassky
ætti ekki að gefa aðra skák-
ina eftir. Slíkt væri þar að
auki ekki unnt samkvæmt
einvígisreglunum, úr því að
búið væri að dæma skákina
af Fischer.
— Ég hef enn ekki misst
alla von um, að Fischer
muni mæta til leiks á sunnu-
daginn kemur, sagði Frey-
steinn Jóhannsson, blaðafull-
trúi Skáksambands fslands, í
gærkvöldi. — Það eru miklir
erfiðleikar fyrir hendi. En ég
trúi ekki öðru en að það finn-
ist leið til þess að leysa þá,
þó að hún sé vandfundin.
ÚBSKUBDUB
DÓMNEFNDABINNAB
Dómnefnd einvígisins stað-
Mótmælabréf
Fischers til
Lothar Schmid
er á blaðsíðu 3
Reglugerð 50 mílna
landhelgi sett í gær
Friðunarsvæði ákveðin
á Selvogsbanka og fyrir
Norðurlandi
Sjávarútvegsráðuneytið setti
í gær reglugerð um fiskveiði-
landhelgi íslands. Með þess-
ari reglugerð er fiskveiði-
landhelgin ákveðin 50 sjómíl-
ur frá grunnlínum eftir 1.
septemher nk. Jafnframt
mælir reglugerðin fyrir um
tvö friðunarsvæði innan 50
mílna markanna. íslenzkum
skipum, sem veiða með botn-
vörpu, flotvörpu eða dragnót
eru hannaðar veiðar um
ákveðinn tíma á svæði fyrir
Norðausturlandi og á Sel-
vogsbanka.
Friðunin fyrir Norðaustur-
landi er á timabilinu frá 1. apríl
til 1. júní, en á Selvogsbanka
írá 20. marz til 20. april.
Reglugerðin um fiskveiðiland-
helgi er sett samkvæmt land-
grunnslögunum frá 5. maí 1948,
en í þeim lögum er sjávarútvegs-
i-áðuneytinu heimilað að ákveða
fiskveiðilandhelgi Islands með
regiugerð.
Lúðvík Jósepsson sagði frétta-
mönnum í gær, að ætlunin væri
að setja ný lög um hagnýtingu
íslendinga sjálfra á landhelgis-
svæðinu, og nefnd fimm alþing-
ismanna úr öllum stjórnmála-
flokkum hefði verið skipuð til
þess að semja þau lög í samráði
við ráðuneytið.
Ráðherrann sagði ennfremur,
að á sínum tíma hefði því verið
lýst yfir, að ekki væri tímabært
að ræða við Færeyinga um íviln-
anir þeim til handa meðan við-
ræðurnar stæðu við Breta. Hins
vegar yrðu teknar upp viðræð-
ur við Færeyinga um línu- og
færaveiði þegar í stað, ef þeir
óskuðu þess.
Ráðherrann sagði, að fiski-
fræðingar hefðu mælt með frið-
un á þeim svæðum, sem tiltekin
eru í reglugerðinni. Þeir hefðu
ekki lagt til, að Selvogsbanka-
svæðið yrði stærra, en á sínum
tima hefðu legið fyrir tillögur
Framh. á bls. 21
festi á fundi sínum í gærmorg-
un ákvörðun Lothar Schmids
yfirdómara um að dæma
Spassky sigur í annarri skák
einvígisins. Nefndin hélt fund
með fréttamönnum skömmu eft-
ir hádegi í gær að Hótel Esju.
í henni eiga sæti Guðmundur
Arnlaugsson formaður, Baldur
Mölier, Krogius fulltrúi Spassik-
ys, Cramer fulltrúi Fischers og
Lothar Schmid, sem er oddamað
ur án atkvæðisréttar.
Guðmundur Arnlaugsson sagði,
að þeir hefðu rætt fyrst hvort
mótmælin frá Fischer væru
gild. Þau höfðu borizt innan
þeirra sex klukkustunda frá
upphafi skákarinnar sem reglur
segja til um að séu nauðsynleg-
ar. Hins vegar voru þau hand-
skrifuð, og Lothar Schmid hafði
óskað eftir þeim vélrituðum.
Guðmundur sagði að nefndin
liti svo á, að Fischer hefði sent
mótmælabréfið I góðri trú og
þar sem það barst á tilsettum
tíma væri það tekið gilt.
Þá mat dómnefndin meginatr-
iðin tvö í mótmælum Fischers.
Þar voru annars vegar mótmæli
gegn ákvörðun Schmids um að
byrja skákina klukkan 5 á
fimmtudag. Þessa ákvörðun
studdi nefndin. „Schmid hafði
um ekkert annað að velja,"
sagði Guðmundur Arnlaugsson.
Hins vegar var svo kvörtun
Fischers um aðstæður fyrir ein-
vígið í Laugardalshöll og bar
Framh. á bls. 21