Morgunblaðið - 21.07.1972, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLf 1972
Qtgefafldi htf. Án/&kw‘, Ráy'kiiav'ík
Ffóm'kvæmdastjóri Har&tdur SveinS'fton.
•R'rtSitjórar Matthlas Jobaonessen,
Eyjóltfur Konráð Jónsson.
ASstoOarritstjóri Stymvir Gunrtarsson.
Rrts'tjórflarfulHmi borbijöm Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhantvsson
Auglýsirvgastfóri Ámi GarOar Kristinsspn.
Ritstjórn og afgreiðsia Aða^atraeti 6, sfmi 1Ó-100.
Aug’ýsingar Aðakstræti 6, sfmi 22-4-80
Askrrftargjald 226,00 kr á ‘rrráfluði irvnafllaflds
l taiusaftöFu 15,00 Ikr eirvtakið
Iðnaðarráðherra brást svo
við þessari gagnrýni, að
hann skipaði þegar í stað
nefnd til þess að fylgja sinni
stefnu fram, hvað sem liði
sveitarfélögunum og einstök-
um rafveitum. Liggur þó fyr-
ir, að stefna hans hefur ekki
hljómgrunn á Alþingi, eins
og berlega sannaðist í vor,
þegar honum tókst ekki að
afla þingsályktunartillögu
sinni nægilegs fylgis til þess
að hún næði fram að ganga.
Hafði hann þó gefið mjög
eindregnar yfirlýsingar um,
af málgagni iðnaðarráðherra.
Þvert á móti segir í athuga-
semdum með framkvæmda-
áætluninni að enn sé í at-
hugun „hvar og hvenær slíkri
línu yrði hagkvæmast fyrir
komið“, þ.e. „flutningslínu
raforku á Norðurlandi“. Ekki
verður heldur séð, að iðnað-
arráðherra hafi vald til að
nota heimild til erlendrar
lántöku án vitundar og sam-
þykkis ríkisstjórnarinnar.
Við umræður um orkumál-
in á Alþingi í vetur lét iðnað-
arráðherra mjög í veðri vaka,
STEFNT AÐ MIÐSTJ0RNAR
VALDI í ORKUMÁLUM
rftir að Magnús Kjartans-
son, iðnaðarráðherra,
lagði fram þingsályktunartil-
lögu sína um raforkumálin á
síðustu vikum þingsins, duld-
ist engum, hvað fyrir honum
vakir í orkumálunum. Það er
í stuttu máli að setja allt und-
ir einn hatt í Reykjavík, —
færa ákvörðunarvaldið úr
höndum sveitarfélaganna og
þar með landsbyggðarinnar
til einnar miðstjórnar. Ráð-
herrann var að vísu svo lítil-
látur að lýsa því yfir, að hann
hygðist ekki svipta Alþingi
ákvörðunarvaldinu, að svo
miklu leyti sem það vildi
nota það- Allt var það þó
mjög loðið, sem hann hugs-
aði sér í því efni.
Eins og skýrt hefur verið
frá kom mjög hörð gagn-
rýni á stefnu iðnaðarráðherra
fram á aðalfundi Sambands
íslenzkra rafveitna, sem hald-
inn var á Akureyri í júnílok,
og var þeim möguleika hald-
ið opnum, að efnt yrði til
framhaldsfundar í haust, til
þess að tækifæri gæfist til
þess að fjalla enn ítarlegar
um málið. Þannig var það
mjög almenn skoðun á þess-
um fundi, að raforkudreifing-
in ætti að vera verkefni sveit-
arfélaga eða sameignarfélaga,
þar sem því yrði við komið.
Stjórnir slíkra fyrirtækja
ættu að vera sem sjálfstæð-
astar og varhugavert, að
tækni- og fjármálastjórn
væri í höndum fjarlægrar
miðstjórnar.
Sömu sjónarmiða gætti
mjög um orkuvinnslufyrir-
tækin, að ekki var talið
heppilegt að sameina þau öll
í eina stofnun eða undir eina
stjórn.
að samþykki hennar þyldi
enga bið. Það fer því ekki
milli mála, að hinar daufu
undirtektir stjórnarliðsins við
erindi ráðherrans jafngilda
vantraustsyfirlýsingu.
Að undanförnu hefur lagn-
ing háspennulínunnar frá
Akureyri í Varmahlíð verið
mjög til umræðu. Er það ekki
að furða, þegar málavextir
eru athugaðir. Þannig liggur
það fyrir, að í þessa fram-
kvæmd var ráðizt án sam-
þykkis og vitundar forsætis-
ráðherra og þar með ríkis-
stjórnarinnar. Það eru al-
gjörlega staðlausir stafir, að
ákveðin Alþingissamþykkt
liggi fyrir í þessu efni, eins
og haldið hefur verið fram
að hann hygðist leita sam-
starfs við sveitarfélögin, áð-
ur en ákvarðanir yrðu tekn-
ar. Ekkert slíkt samráð var
haft við sveitarfélögin á
Norðurlandi, Fjórðungssam-
band Norðlendinga né við
Raforkumálanefnd Norður-
lands vestra, eins og iðnaðar-
ráðuneytið hafði þó gefið
bréflegt fyrirheit um.
Það hefur líka komið á
daginn, að heimamenn höfðu
hugsað sér allt aðra lausn á
raforkumálunum en ráð-
herra. Þeir benda á, að há-
spennulína milli Laxársvæð-
isins og Norðurlands vestra
leysi engan vanda, þar sem
bæði svæðin séu í sömu þörf-
inni fyrir raforku, enda vand-
séð, hvers vegna byggja skuli
línu fyrir 60 til 70 millj. kr.
til þess að flytja raforku til
Skagafjarðar, sem framleidd
er með díselvélum á Akur-
eyri. Heimamenn benda
einnig á hagkvæmni þess að
tengja Skeiðsfossvirkjun við
Skagafjarðarsvæðið. Og loks
benda þeir á, að innan Norð-
urlandskjördæmis vestra er
algjör samstaða um að fá
virkjun innan kjördæmisins,
áður en lína er lögð sunnan
yfir hálendið, eins og fram
kom í viðtali við Bjarna Hall-
dórsson í Uppsölum í Morg-
unblaðinu fyrir skömmu. Er
þar sérstaklega bent á þá
miklu möguleika, sem felast
í virkjun Jökulsár eystri.
Því miður er það ekki að-
eins í orkumálunum, sem
ríkisstjóm Ólafs Jóhannes-
sonar hefur svikið öll fyrir-
heit um samráð og samstarf
við sveitarfélögin. Þannig er
þess skemmst að minnast, að
Sambandi íslenzkra sveitar-
félaga var ekki gefinn kost-
ur á formlegri aðild að end-
urskoðun tekjustofnalaganna
með þeim afleiðingum, að
mjög nærri sveitarfélögunum
og þar með sjálfstæði þeirra
var gengið með setningu
nýju skattalaganna. En það
getur engri ríkisstjórn hald-
ist uppi til lengdar að stjórna
með slíkum hætti. Verkefni
áttunda áratugsins verður
dreifing valdsins en ekki sam-
þjöppun þess á eina mið-
stjórnarskrifstofu í Reykja-
vík.
Ég var fórnarlamb
Eftir Dragoljub Janosevic
Það var skelfilega heitan
sumardag í Belgrad árið 1958.
Eftir linnulausa vinnu við
íþróttablaðið mitt fór ég
fyrst í kalt steypibað, þegar
heim var komið, en lagðist
síðan endilangur upp í rúm
í sundskýlu einni klæða og
hlakkaði til þess, að nú gæti
ég iesið í uppáhaldshöfundi
mínum, Louis Bromfield, í
fullar tvær klukkustundir.
En ég hafði ekki fyrr upp-
götvað það furðulega atriði
að jafnvel blóm geta gert há-
vaða, þegar ég var yfir kom-
inn af þreytu og á mig rann
eitthvert mók.
Kenningin í bókinni var
allt í einu sönnuð áþreifan-
lega, því að konan mín, ung
og fögur, hristi á mér öxlina
um leið og hún sagði: ,,Ég
er búin að vera að kalla í þig
í fimm mínútur. Það er ein-
hver í símanum."
Ég var eiginlega enn milli
svefns og vöku, þegar ég
komst að þvi, að hinn seki,
sem vakti mig með þessum
hætti, var starfsbróðir minn
einn, sem vann við stærsta
blað Júgóslavíu, sem heitir
„Kvöldblaðið".
„Þú einn getur komið í veg
fyrir skammarleg leiðindi,"
sagði hann, skjálfandi, ves
aldarlegri röddu. „Stór-
meistarinn er horfinn og við
erum allir i öngum okkar."
„Um hvaða stórmeistara
ertu að tala — og við hvað
áttu með skammarlegum leið-
indum?“
„Vertu ekki með neinar
frekari spurningar. Klæddu
þig í hvelli og komdu hingað
eins fljótt og þú mögulega
getur. Bobby er þegar búinn
að bíða i tvær mínútur og
hann er orðinn reiður og
taugaóstyrkur."
Ég, sem einskis ills hafði
átt mér von, var því kjörinn
sem fórnarlamb, og þetta
voru fyrstu kynni mín af
skákmanninum, sem síðar
varð svo frægur stórmeistari
og er nú áskorandinn í bar-
áttunni um heimsmeistaratign
ina.
Fischer hafði komið til
Belgrad tveim eða þrem dög-
um áður sem gestur Kvöld-
blaðsins. Það greiddi allan
kostnað af dvöl hans og á
móti átti hann að taka þátt í
dálitlu kappmóti, þar sem
hann ætti við júgóslavneskan
stórmeistara. Kappleik-
ur þeirra átti einnig að vera
þjálfun fyrir Bobby, sem var
þá 15 ára gamall, vegna milli-
svæðamótsins í Portoroz, sem
stóð þá fyrir dyrum. En hinn
útvaldi fylltist allt i einu
skelfingu og forðaði sér, án
þess að láta nokkurn mann
vita (en nafni hans skal hald
ið leyndu vegna samheldni
þeirra, sem íþrótt þessa
stunda).
Ég varð þess vegna að
stökkva út í „kalt vatnið" án
nokkurs undirbúnings.
„Það verður að hafa það,“
sagði ég við sjálían mig.
„Þetta verður ekki fyrsti
Bobby Fischer.
ósigur þinn um dagana — og
varla heldur sá siðasti."
Ég hljóp í skyndi til bygg-
ingarinnar, þar sem Bobby
Fischer og starfsmenn Kvöld-
blaðsins biðu mín í stórum
sal með nokkurri óþolinmæði.
Bobby virti mig fyrir sér frá
hvirfli til ilja og brosti
ánægður. Það virtist augsýni
legt, að hann hefði þegar val-
ið viðeigandi hníf úr vopna-
búri sínu, til að skera með
þetta rænulausa fórnarlamb,
og síðan var ég ekki þess verð
ur, að hann virti mig frek-
ara viðlits.
Salur sá, sem við áttum að
tefla í, hafði þegar verið val-
inn. Hann var eiginlega ekki
stærri en skápur, var fyrir
endanum á rangala og út um
gluggana sá ekki annað en
„blindan vegg“ handan við
húsasund.
Bobby hafði krafizt algerr-
ar einangrunar og nú hóf
hann síðustu athugun á
öllum aðstæðum. Símann
varð að taka úr sambandi,
stórri klukku, sem hafði
hangið uppi á vegg, var
varpað á dyr, og gluggunum
var lokað vandlega, svo að
um þá komst hvorki hljóð
né loft. Ég flýtti mér að fela
armbandsúrið mitt í vasanum,
svona til vonar og vara, og
gætti þess að anda aðeins tiu
sinnum á minútu. t stuttu
máli — ég leitaðist við að
hafa eins hljótt um mig og
unnt var, því að hafa varð í
huga, að við vorum uppi á
þriðju hæð og hvað vissi ég,
upp á hverju andstæðingur
minni gæti tekið, ef hann
fengi allt í einu æðiskast.
Loks hófst svo fyrsta skák
in. Einn starfsbræðra minna
setti klukkuna í gang, en sið-
an varð hann að hypja sig
út. Bobby lék fyrsta leikinn,
e2-e4, en þegar ég hafði svar-
að honum með e7-e5, starði
hann forviða á mig rétt sem
snöggvast — hvernig dirfð-
ist ég eiginlega að beita
spænska leiknum, sem var þá
þegar orðinn sérgrein hans?
En ég var þegar búinn að
taka ákvörðun mína: Ég ætl-
aði heldur að falla skjótt eft-
ir vasklega vörn en að verða
loks undir eftir langvarandi
harmkvæli. Eg greip til snarp
legra fórnartilbrigða og gerði
mér svo grein fyrir því, mér
til stórkostlegrar undrunar,
að Fischer kannaðist ekki við
þau. Þegar leið á skákina,
tókst mér næstum að ná vinn
ingsstöðu, en gerði mig sek-
an um ónákvæmni, þegar leið
að lokum skákarinnar, svo að
henni laulc með jafntefli.
Að skákinni lokinni var
Fischer þegar á bak og burt
úr byggingunni, en ég sat
eftir, hálfdauður af hræðslu
við hefnd hans næsta dag.
Svo fór lika sem mig grun-
aði (aftur kom upp spænsk-
ur leikur), að Fischer gerði
að mér miskunnarlausa hríð
og náði vinningsstöðu. Hon-
um til leiðinda var heppnin þó
mér hliðholl. Vegna óaðgæzlu
sinnar lét Bobby mér haldast
það uppi að ná sömu stöðu
þrisvar sinnum og eftir
tveggja daga algera „geim-
kyrrð", hrópaði ég hárri
röddu á dómarann til að láta
hann úrskurða jafntefli.
Fischer var æfur af reiði,
en ekki við mig heldur sjálfan
sig. Hann barmaði sér vegna
tækifæra, sem hann hafði lát-
ið ganga sér úr greipum, og
hann var einnig fús til að
liggja lengi yfir skákinni til
að fara yfir stöðuna. Ég ját-
aði fyrir honum, að skákin
hefði verið „gertöpuð" fyrir
mig (það kostaði ekkert) og
hrósaði honum fyrir ágæta
frammistöðu hans. En hann
var óhuggandi.
Fischer hélt skömmu síðar
á millisvæðamótið í Portoroz,
og er á allra vitorði, hvernig
hann lauk þessu Maraþon-
hlaupi sem yngsti stórmeist-
ari í skáksögunni og sem nýr
vonbiðill, að því er heims-
meistaratignina snertir.
En hvernig hann varði
þessum 45 dögum við sjóinn
og hvað hann gerði þar —
það er allt önnur saga.