Morgunblaðið - 21.07.1972, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1972
17
iQVIforum
/ —_________,
world features
Katyn-morðin:
H v er j ir y or u áby r gir?
Eftir D. L. Price
í næstum 30 ár liafa leikir
og: lærðir sagnfræðingar
reynt að, grafast fyrir um ör-
lög 15000 yfirmanna úr
pólska hernum — en aðeins
5000 þeirra hafa fundizt — í
fjöldagröf í Katyn-skógum í
Rússlandi. Hvor var ábyrg-
ur, Stalín eða Hitler? D. L.
Price gerir hér athugun á
málinu í ljósi nýútkominnar
bókar um fjöldamorðin.
í febrúar 1943, tilkynnti
þýzk herdeild, sem staðsett
var vestan við Smolensk,
langt inni í Sovétríkjunum,
fund átta fjöldagrafa, þar
sem lík 5.000 yfirmanna úr
pólska hernum hvíldu. Líkin
lágu með andtitin niður, sium
með bundnar hendur, í 10 til
12 lögum. Allir höfðu menn-
irnir verið skotnir í hnakk-
ann.
Wladyslaw Cichy, sem nú
er verðbréfasali í London,
var foringjaefni í 4. herdeild
inni pólsku, í september 1939.
Hann segist sannfærður um
að Rússar hafi myrt hina
pólsku yfirmenn, ekki aðeins
þá sem fundust við Katyn,
heldur einnig að minnsta
kosti 11.000 aðra sem horfið
hafa sporlaust. Sjálfur lifði
Cichy af Katyn-morðin, en
hvers vegna og hvernig er
honum stór spurning.
Pólland gafst upp, eftir 35
daga andspyrnu, fyrir Rúss-
um og Þjóðverjum i október
1939. Á hinn sovézka her-
námssvæði hófst þegar í
stað fjöldabrottflutningur
fólks. Meðal þeirra, sem á
brott voru fluttir, voru um
250.000 menn úr pólska hern-
um, þar á meðal 15.000 yfir-
menn. Óbreyttum hermönnum
var komið fyrir í striðsfanga
búðum víðs vegar um Sovét-
ríkin, en yfirmennirnir voru
settir í þrennar fangabúðir:
Ostashkov og Kozelsk, sem
eru vestan við Moskvu, og
Starobelsk í Úkrainu. Allar
þessar búðir voru undir
stjórn NKVD, hinnar sov-
ézku öryggislögreglu.
Cichy var í Kozelsk frá
þvi í október 1939 þar til 3.
apríl 1940, ásamt 5000 öðrum
pólskum yfirmönnum. Cichy
minnist þess að þann dag
fyrirskipaði NKVD að
Kozelskbúðirnar skyldu
tæmdar. Föngunum var feng-
ið eitthvað af brauði, síld og
tei og síðan raðað niður í
tíu manna hópa. Skipanir og
nafnalistar komu frá
Moskvu, að því er Cichy seg-
ir. „Vegna slæms símasam-
bands og vanþekkingar á
pólskum nöfnum urðu NKVD
mennirnir að öskra í símann,
til að biðja um endurtekning-
ar og skýrari stafanir."
Við hliðið var leitað á
föngunum og þeir síðan sett-
ir upp á vörubíla. Sumir
héldu að þeir væru að fara
heim. Pólverjunum var ekið á
járnbrautarstöð og settir yfir
í lest, sem ók í norð-vestur.
Lest.in fór fram og aftur um
Vestur-Rússland, í algeru til-
gangsleysi að því er virtist.
Sumir fanganna minnast þó
einnar járnbrau tarstöðvar,
Gnezdovo, þar sem lengst var
stanzað og flestir Kozelsk
fanganna voru settir af. Gnez
dovo stöðin þjónaði Katyn-
héraðinu.
GRUNSEMDIR AUKAST
U.þ.b. þrem vikum síðar,
hafnaði Cichy í búðum þar
sem hann hitti pólska herfor-
ingja frá Ostashkov og Star-
obelsk. Af hans fyrrverandi
búðafélögum, tókst Cichy
aðeins að hafa upp á 386.
Hann er ekki í neinum vafa
um fjöldann. „Ég var yf-
irmaður í eldhúsi svo að ég
þekkti hvern einasta mann
sem kom í mat.“
í fyrstu áleit hann að hin-
um, rúmlega 4000, frá
Kozelsk og hinum 11.000 frá
báðum hinum búðunum, hefði
verið dreift um Sovétríkin.
En grunsemdir hans um örlög
þeirra tóku að vakna, þegar
honum barst bréf að heiman
þar sem spurzt var fyrir um
dvalarstað herforingja nokk-
urs. Um það hafði hann enga
vitneskju, né nokkur annar.
Frá því í júní 1940 þar til
í júní 1941 bárust hundruð
slikra bréfa og svo þegar Þjóð
verjar réðust á Rússland, ár-
ið 1941, og Pólverjar, sem áð-
ur voru óvinir en gerðust nú
bandamenn Rússa, hófu end-
urskipulagningu hers síns,
undir stjórn Anders hers-
höfðingja, fékk Cichy stað-
festingu grunsemda sinna.
Anders hershöfðingja hafði
tekizt að hafa upp á flestum
hinna óbreyttu hermanna, en
af yfirmönnum fannst hvorki
tangur né tetur. Með öðrum
orðum, 15.000 yfirmenn höfðu
horfið sporlaust. Fyrirspurn-
ir til Kreml báru engan ár-
angur. Stalin er sagður hafa
sagt þá flúna frá Rússlandi
í gegnum Mansjúríu. Þrálát-
ur orðrómur komst á sveim.
Pólverjar, sem sneru aftur
frá fangabúðum úr heim-
skautshéruðum Sovétrikj-
anna báru með sér sögur um
hvernig þúsundum Pólverja
hefði verið skipað um borð í
pramma, sem siðan hefðu ver
ið dregnir út í hafsauga og
þar sökkt með sovézkum fall-
byssum.
Eftir fund líkanna fimm þús
und við Katyn, jókst grunur
Pólverja svo mjög um
að Rússar hefðu myrt
hina týndu herforingja, að
Moskvustjórnin sá sig
neydda til að slíta
öilu stjórnmálasambandi við
pólsku útlagastjórnina árið
1943. Og enn, eftir stríðið lifir
grunurinn í hugum Pólverja.
24 október, 1956, gengu þús-
undir ungs fólks um götur
Varsjár, hrópandi and-sov-
ézk slagorð og syngj-
andi „Katyn, Katyn, Katyn“.
Árið 1966 varð ég vitni að
mótmælaaðgerðum stúdenta,
þar sem þeir höfðu gert eftir-
líkingu af lokaðri gröf,
stungið niður krossi og skrif-
að orðið „Katyn" í mjúka
moldina. í stúdentaóeirðunum
í Varsjá i marz 1968, endur-
ómuðu „Katyn“ söngvar um
háskólalóðina.
Hin opinbera skýring
Framhald á bls. 23
Opið bréf til Giaps hershöfðingja
AF HVERJU AÐ HALDA AFRAM?
EFTIR BRIAN
CROZIER
Brian Crozier, sem er forstöðumað
ur „Institute for the Study of Con-
flict“ og formaður „Forum World
Features" fréttaþjónustunnar, skrif-
ar hér opið bréf til Vo Nguyen
Giap hershöfðingja, hersnillingsins i
Hanoi. Crozier hefur skrifað margt
þ. á m. bókina „South-East Asia in
Turmoil", sem komið hefur út í
Penguin útgáfum. í bréfi þessu ráð-
leggur hann Giap hershöfðingja að
hætta hernaðaraðgerðum og hefja
samningaviðræður í alvöru i París.
Kæri Vo Nguyen Giap hershöfð
ingi.
Þér eruð hernaðarsnillingur. Mér
varð sú staðreynd fyrst Ijós í marz
1952, þegar de Linarés, sem eins og
þér munið var yfirmaður Frakka í
Tonking, sagði mér í trúnaði að hann
vildi óska þess, að þér væruð að
berjast með Frökkum. Vietminh her-
sveitir yðar höfðu þá nýlega þving-
að de Linarés til að yfirgefa Hoab-
inh, en það yar upphaf hinnar löngu
leiðar til Dien Bien Phu.
Hernaðarsnillingur. En í þetta
sinn held ég að þér hafið misreikn-
að yður herfilega. Af dirfsku yðar
og ráðsnilld hófuð þér mikla sókn yf
ir vopnlausa svæðið snemma i apríl.
Leyfið mér að geta mér til, hvers
vegna þér lögðuð svo harkalega til
atlögu þá. 1 bezta falli vonuðuzt
þér til að her Suður-Vietnams
(ARVN) biði svo mikinn ósigur, að
Thieu forseti hrökklaðist frá völd-
um og ráðamenn í Saigon yrðu að
gefast upp með skilmálum
Hanoimanna. Þér og starfs-
bræður yðar í flokksráðinu
hljótið að hafa sagt sem svo, að hefði
þetta gerzt, lægi stefna Nixons for-
seta í rústum, Bandaríkjamenn væru
gjörsigraðir (í stað þess að vera að-
eins „sigraðir" á máli fréttamanna,
stjórnmálamanna og á sjónvarps-
skerminum), og einhver annar, ef til
vill George McGovern -— yrði kos-
inn i Hvíta húsið i nóvember. Hefði
allt þetta gerzt, félli ekki aðeins
Suður-Víetnam undir stjórn Norður-
Vietnams heldur einnig Kambódía og
Laos, og þar með væri hinn gamli
draumur Ho Chi Minhs um að endur-
reisa heimsveldi Frakka i Austur-
löndum fjær undir kommúniskri
stjórn Vietnama orðinn að veruleika.
Hinir raunsærri meðal starfsbræðra
yðar (ef til vill Pham Van Dong for-
sætisráðherra?) hafa auðvitað hugs-
anlega ekki verið svo geysibjartsýn-
ir. Færa hefði mátt að því rök, að
jafnvel þótt Thieu félli ekki, mundu
a.m.k. stór landsvæði í Suður-Viet-
nam vera áfram í ykkar höndum og
þar með hefði staða ykkar við samn-
ingaborðið í Paris styrkzt.
Svo virðist hins vegar nú, að það
sé vel hugsanlegt, að hersveitir
Suður-Vietnams, sem svo margir fyrir
líta, gætu rekið her ykkar úr landi
sínu. Það er raunverulega ástæðan
fyrir því, að ég skrifa yður.
KOSTNAÐUR I MANNSUÍFUM
Hvað fór úrskeiðis? Grikkir eiga
orð yfir það eins og svo oft, Hubr-
is, sem i minni orðabók er skýrt sem
„hroki, sem leiðir til ófarnaðar". Því
var það ekki „hubrískt" af yður að
halda, að hægt væri að sigra Banda-
ríkin eins og Frakkland 1954? Hirða
ekki um flugher Bandarikjanna og
þróaða tækni? Að láta sér detta I
hug að þið gætuð haldið áfram ein-
ir, ef bandamenn ykkar yfirgæfu
ykkur? Eða að halda það, að aðeins
Hanoimenn mundu beita valdi í Suð
ur-Asíu, sem þráir frið?
Ég man það núna, að hubris hefur
verið vandamál fyrir yður. Til er á
skýrslum játning yðar um að þér haf
ið lagt of snemma til atlögu við de
Lattre hershöfðingja 1951. Afleiðing-
arnar voru, eins og þér munið, orr-
ustan við Vinh Yen, þar sem 6000
manna yðar létu lífið. En það er
rétt, að þér höfðuð á réttu að standa
við Dien Bien Phu, en það kostaði
ógnarverð.
Satt að segja, þá hefur kostnaður-
inn í mannslífum vegna ævintýra yð-
ar aldrei vaxið neinum ykkar í
Hanoi í augum. Milljónir hafa látizt,
efnahagur Norður-Vietnams verið
eyðilagður, draumurinn um „sósíal-
íska“ auðlegð er horfinn, kynslóð
hefur verið fórnað. Og allt er þetta
vegna þess, að þér og hermenn yðar
haldið ykkur ekki handan þeirra
landamæra, sem þið náðuð með valdi
og prettum frá Frökkum, sem voru
að hverfa á brott.
Nú hafa norður-vietnamskir her-
menn verið í mörg ár í Suður-Viet-
nam, Laos og Kambódiu. Samt hafa
ekki verið neinir hermenn frá Suð-
ur-Vietnam, Laos eða Kambódiu í
Norður-Vietnam. Verða drengir (og
stúlkur) ykkar reiðubúin að berjast
endalaust og deyja fyrir drauma
gömlu mannanna í Hanoi? (þér sjálf-
ir, sem eruð 60 ára, eruð meðal yngri
meðlima flokksráðsins).
Fyrr eða síðar kemst á friður. Þvi
ekki núna? Þér lítið á aðstöðu yðar.
Eftir þriggja mánaða örvæntingar-
fulla bardaga sem kostað hafa mik-
ið mannfall og tap skriðdreka og
annars sovézks útbúnaðar, virðist
þér ekkert vera nær marki yðar en
í upphafi.
Þýðingarmeira er kannski það, að
þið Norður-Vietnamar eruð nú alveg
einir. Jafnvel hin alþjóðlega mót-
mælahreyfing virðist hafa yfirgefið
málstað ykkar eftir nokkurn bægsla
gang eftir ræðu Nixons 8. maí. Hinir
rússnesku „vinir" ykkar fengu ykk
ur vopn til að hefja þessa sókn, en
létu strax undan, þegar Nixon setti
hafnbann á Haipong. t kjölfar þess
neituðu hinir kínversku „vinir“ ykk-
ar sovézkum birgðaskipum, sem
sneru frá Haipong að nota kínversk-
ar hafnir.
Það hefur komið fram, að Brezh-
nev hefur sjálfur meiri áhuga á kjarn
orkuvopnasamningum sínum við Nix-
on en að sjá til þess, að þið verðið
ekki birgðalausir. Þetta er ef til vill
á vissan hátt gott fyrir Norður-Viet-
nam, því áhugi Moskvumanna bein-
ist að því að fjölga skjólstæðings-
ríkjum sínum. Kúba, Egyptaland,
Indland — Bangladesh, Irak og þvi
næst vafalaust stækkað Norður-Viet
nam, sem er í skuld við Sovétríkin
fyrir sigurinn, sem við er búizt.
Verið getur, að þið getið núna forð
azt örlög Kúbu og hinna ríkjanna.
Kínverjar hafa ekki fyrir sitt leyti
látið i ljós sérstakan áhuga á stækk-
uðu Norður-Vietnam. Þeir mundu
sannast sagna kjósa heldur að stríð-
ið drægist á langinn, eins og ég er
viss um að starfsbróðir vðar Truong
Chinh, sem er þjálfaður í Kína,
vildi líka.
„SLAPPIÐ AF“
Að minnsta kosti eru Kínverjar
nógu skynsamir til að vita, að bezta
leiðin til að koma Bandaríkjamönn-
um frá Vietnam og jafnvel öllu
þessu svæði, er (svo notað sé dægur-
orðtak) að „slappa af“. Ég fullyrði,
að Podgorny forseti skýrði fyrir
ykkur i síðustu ferð sinni til Hanoi,
hve bráðnauðsynlegt það var að
hjálpa ykkur ekki. Einnig er ég viss
um, að kínversku leiðtogarnir
sögðu Henry Kissinger á ferð hans
til Peking, hve þreyttir þeir væru
orðnir á Norður-Vietnömum.
Samt haldið þið áfram að berjast.
Ég furða mig á því. Ef þér haldið,
að þér eyðileggið möguleika Nixons
forseta á endurkiöri og haldið að
betra verði að fást við McGovern i
Hvíta húsinu, þá eigið þér eftir að
reka yður á. Að vísu veit ég, að þing
Framhald á bls. 10