Morgunblaðið - 21.07.1972, Side 31

Morgunblaðið - 21.07.1972, Side 31
 Ekki vitnm við hvað dansinn heitir, sem þeir Þórður Jónsson og Erlendur Magnússon stiga þarna, en alla vega er hann hinn til- þrifamesti. Fram tryggir stöðuna — en var heppið að ná öðru stiginu á móti KR FRAMARAR styrktu enn stöðu sína í fyrstu deildinni með þvi að ná jafntefli við KR í leik lið- anna á miðvikudagskvöidið. Framarar liafa nú tvö stig fram yfir næsta lið, sem er Akranes. Framiiðið verður þó að gera bet- ur í leikjum sínum ef liðtð ætlar að næla sér í titUinn, bezta knatt spyrnulið á íslandi 1972. Að visu sýndi liðið sæmilegan leik annað slagið, en á köflum var leikur þess alveg botnlaus. KRringar börðust allan tímann Og gáfu Frömurum aldrei frið til að byggja upp spil. Mörkin sem liöið fékk á sig voru bæði ódýr, annað eftir mistök mark- varðar, hitt eftir sofandahátt varnarmanna. Liðið lék nú betur en á móti Víkingi á dögunum, og ef það var heppni að vinna þann Heik þá var það næstum KR- óheppni að sigra ekki í þessum leik. Fyrri hluti fyrri hálflei'ksins var eigin KR-inga, en síðustu 15 mínúturnar fyrir hlé sóttu liðin til skiptis. Ekkiert mark var skor- að í hálfleiknum þó að oft skap- aðist hætta. Seinni háltfleikurinn var einnig vel leikinn framan aí en undir lokin virtist úthalds- Deysi hrjá leikmenn. Harka, sina- dráttur og meiðisl voru höfuðein- toenni síðasta hiuta leitosins. MISNOXUÐ TÆKIFÆRI Leitourinn var ekki nema mín- útu gamall þegar Kristinn Jör- undsson komst í dauöafærj. Hann var þó of seinn á sér og boltinn var farinn i burtu er hann ætlaði að skjóta. Á 10. mín- útu spiluðu KR-ingar Framar- ana sundur og saimam. Sigmund- ur reyndi skot af löngu færi og boltinn barst til Björns seim Skaut rétt yfir. Þetta var ekki I sáðasta skipti í lieiknum, sem KR- ingar reyndu skot af löngu færi. í allflest skiptin fór boltinn þó allt aðra leið en hann átti að fara, en það þýðir yist ekki ann- að en að reyna annars koma eng- in mörk. Á 24. mínútu komst Atli einn i gegn, að visu á hlið við markið, hann reyndi þó ma-rk- skot, en fósturjörðin þvældist fyrir honum og ektoert varð úr skotinu. Upp úr þes»u fór leikurinn að jafnast og á 30. minútu átti Mar- teinn skalla hárfínt fram hjá KR- markinu. Á markamínútuinni komiu tvö tækifæri. Fyrst var það Árni Steinsen sem lék upp völliiim og var sjálfur kominn í gott færi er hann gaf á Atla siem skaut fram hjá. Síðan hinum megin á vellinum, góður skalli stefndi beint á KR-mai'kið og Magnús átti ekki tök á að verja, en aftur var Árni á ferðinni otg bjargaði á línu. FORYSTA FRAMARA Kristinn átti líka fyrsta tæki- færið í seinni hálflei'k, eins og þeim fyrri. í þetta skipti fékk hann boltann alveg óvaldaður við markteig, gaf sér góðan tíma og skoraði. Það er ekki hægt að segja að KR-vörnin hafi verið illa á verði, hún var alls ekki á verði. KR sótti næstu mínúturn- ar og á 2. mín. var Atli í dauða- færi en Þorbergur lokaði mark- inu vel og varði skotið. KR-inig- ar stóttu stíft og á 9. mín. skor- uðu þeir líka mark. Þórður tók fríspark við miðju, Björn þóttist ætla að taka boltann, en Jét hann svo fara. Vömin bjóst ekki við þessu og Gunnar náði að setja boltann í netið. ÆVINTÝRANLEGT OTHLAUP Eftir jöfniunarmarkið jafnaðist leikurimn og á næstu mínútum eköpuðust ekki nein tækifæri. Aðdragandann að þriðj-a marki iteiksins er ekki hægt að kalla tækifæri. Erlendur komst í gegn úti við hliðarlínu og lék í átt að markinu. í staðinn fyrir að bíða rólegur í markinu kom Magn- ús asikvaðandi út úr teignum á ■móti honium. Erlendiur gerði sér -lítið fyrir, lék á hann og gaf bolfa fyrir markið til Kristins, sem gaf sér enn betri tíma en við fyrra markið og skoraði síðan örugg- lega. FALLEGT MARK Nú voru Framarar komnir einu marki yfir oig eins og venjulega var einuim sóknarmanni kippt út af og Jón Pétursson settur inn á til að styrkja vömina. Það hafði þó lítið að segja á 35. mínútu leiksins. Árni gaf inn í teiginn og Attó Héðinsson skall-aði boltan-n óverjandi inn í markið. Þetta hefði þó ekki þurft að vera síðasta markið, þvi báðir aðilar áttu góð tækifæri það sem eftir Texti: Ágúst Jónsson Myndir: Sveinn Þormóðsson. var. Sérstaklega Fram á 43. mín- útu þegar Jón Pétursson skaut fram hjá af stuttu færi. LIÐIN Sigurberg-ur lék ekki með Fram i þessum leik, því hann lék með handboltalia-ndsliðinu á móti Bandaríkjamönnum á sama tima. Það kom ekki mikið að sök !því Ómar Arason er tók stöðu hans stóð sig ágætlega. Það sem vantaði helzt hjá Fram var betri uppbygiging á miðjumni, Ásgeir er e-nn eitthvað miður sín og Gu-nnar barðist ekki eins vel og venj ule-ga. Allir fyrri dómar um að KR- liðið sé efnilegt eru greinilega enn í fufflu gildi, það sýndi liðið í þessum leik. Meðala-ldur leik- manna er undir 21 ári og fram- tíð KR er því björt. Fmmararn- ir áttu í mikl-um brösum með KR og fengu aldrei tækifæri til að byggja upp. Ef KR-ingar náðu boltanum af sóknarmönnum Fram voru þeir um leið búnir að breyta sókn í vörn. í STUTTU MÁLI: ísilandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur 19. júli. KR — Fram 2:2 (0:0). Mörk Fram: Kristinn Jörunds- son á 47. mínútu og 62. mínútu. Mörk KR: Gunnar Gunnarsson á 54. mín. og Attó Héðinsson á 80. mín. Dómari: Baldur Þórðarson komjst rétt þokkalega frá sínu. Áhorfendur: 970. Fimmtarþraut- armeistari Pia Haakonsson varð sænskur meistari i fimmtarkraut kvenna í ár. Hlaut hún 3.698 stig (15.5 — 11.82 — 1.48 — 5.65 — 25.6). önnur í keppninni varð Gunilla Anderson með 3.532 stig: (15.5 — 8.77 — 1.66 — 5.33 — 27.0). LIÐ KR: Magnús Guðmundsson 4, Baldvin Eliasson 5, Sig- mundur Sigurðsson 6, Sigurður Indriðason 4, Þórður Jónsson 6, Ólafur Ólafsson 4, Hörður Markan 5, Árni Steinsen 5, Atli Þór Héðinsson 6, Björn Pétursson 6, Gunnar Gunnarsson 5, Haukur Ottesen 3 (kom inn á fyrir Árna Steinsen er 10 mín. voru til leiksloka). LI® FRAM: Þorbergur Atlason 5, Baldur Scheving 4, Ágúst Guðmundsson 5, Gunnar Guðmundsson 4, Marteinn Geirsson 6, Ómar Arason 5, Snorri Hauksson 5, Kristinn Jörundsson 6, Erlendur Magnússon 4, Ásgeir Elíasson 5, Eggert Stein- grimsson 4, Jón Pétursson 3 (kom inn á fyrir Eggert á 68. mínútu). Einar, Sigfús og Þorsteinn í kuldanum Olympíuliðiö valið í gær LANDSLIÐSNEFND í handknatt leik: Hilmar Björnsson, Jón Er- lendsson og Hjörleifur Þórðar- son, völdu í gær íslenzka lands- Hðið sem keppa skal á Olympíu- lelkunum í Munchen. Sem kunn ugt er þá hefur 19 manna hópur ætft með landsliðinu í sumar, en aðeins 16 menn geta farið til Miinchen, þannig að taka varð þrjá úr hópnum. Valið hefur eng an veginn verið auðvelt, þar sem allir leikmennirnir hafa æft vel í sumar, og staðið sig vel. Þeir þrír leikmenn, sem verða eftir heima — voru settir út í kuld-ann — voru þeir Einar Magn ússon, Víkingi, Sigfús Guð- mundsson, Víkingi og Þorsbeinn Björnsson, Fram. Þeir Einar oig Þors*einn bætbust í landisliðshóp- inn að lokinni Spánarförinni I yet-ur, en Sigfús lék þá með lands iiðinu. Kernur Sigurður Einars- son nú inn í liðið í hans stað, en islenzka landsliðið verður ann- ars þannig skipað: Markverðir: Hjalti Einarsson, FH Bingir Finnbogason, FH Ólafur Benedi'ktsson, Val Aðrir leikmenn: Gunnsbeinn Skúlaison, Vai Óiafur H. Jónason, Val Stefán Gunnarsson, Val Ágúst ögmundsson, Val Gísli B-löndal, Val Geir Halisteinsson, FH Viðar Símon-arson, FH Stefán Jónsson, Hauk-uim Si-gurbergur Sigsteinsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Axel Axelsson, Fram Sigiurður Einarsson, Fram Jón HjaltaJín Magnússon. Víkmgi. íslands- ] mótið í \ 2. flokki á ÍSLANDSMÓTIÐ í 2. f-tokkl kvenna í útihandknattleik fer fnam í Reykjavík nú urn helg- ina. 15 lið hafa tilkynnt þátttöku í mótinu og hefur þeim verið skipt ndöur í þrjá riðla. f A-riðii leika Valiur, Grótta, FH, Haukar og Víkinigur. í B-riðli: KR, UBKf Fram, ÍBK, Þróttur og í C-riðli leika Ármann, Njarðvík, Völsung ar, Stjarnan og ÍR. Leikirnir 1 mótinu fana fram við Austur- bæjarskólann, of hefur þeim ver ið raðað þannig niður: Föstudagur 21. júlí kl. 19.00: A-völlur Valur — Grótta Ármann — Njarðvík Fram — ÍBK Valur — Víkingur Ármann — ÍR B-völlur KR — UBK FH — Haukar Völsungar — Stjaman KR — Þróttur Laugardagur 22. júlí kl. 14.00: A-völlur Grótta — FH Njarðvík — Völsu-nigar ÍBK — Þróttur Valur — FH Ármann — Völsungar UBK — Þróttur B-völlur UBK — Fram Haukar — Víkingur Stjarnan — ÍR KR — Fram Grótta — Haukar Njarðvík — Stjarnan Sunnudagur 23. júií kl. 10.00: A-völlur FH — Vikingiur KR — ÍBK Fram — Þrótbu-r Grótta — Víkingur UBK — ÍBK B-vöHur , Völsungar — ÍR Valur — Haukar Ármann — Stjaman Njia-rðvík — ÍR Self oss — HB 4-2 SÍÐASTI leikur Færeyjameistar anna HB í heimsókn þeirra hér á 1-andi fór fram á Selfossi í fyrra- kvöld. Færeyingarnir voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og sýndu þá vel hina góðu knatt- tækrn sina. Þeim tókst þó ekki að skora nema eitt mark og gerðl Heri Nolsöe það. Selfyssingar áttu annað slagið sæmilteg upp- hlaup og úr tveim slíkum tókst þeim að skora, Sig-urður og Sum- arliði úr vítaspyrnu. Seinni hálfleitourinn var eign Selfyssiiiiga og voru Færeying- arnir greinilega orðnir þreyttir eftir erfið ferðalög undanfama daga. Fljótlega skoruðu Tryggvi og Suimarliði sitt hvort markið og staðan var orðin 4:1. Færey- ingarnir áttu svo síðasta orðið og lauk toiknuim, 4:2. Tékkar sigruðu Tékkar sÍKruÓu í Evrópuhikar- keppni unglinga í knattspyrnu. Mættu heir Rússuvn í úrslitnm. Fyrri leikuriun fór fram í Moskvu OR' í honum varð jafntefli, 2:2, en Tékkarnir síriuóu svo 3:1 (2:0) á heimaveUi sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.