Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 2
2 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 Mesta íþróttahátíð sögunnar Olympíuleikarnir í Munchen hef jast í dag Þegar hlaupið verður með Ol- j'mpiueldinn inn á hinn mikln leikvang sem reistur hefur ver- ið í Miinchen í tilefni 20. Ol- ympíuleikanna, rennur upp stór stund í sögu borgarinnar. Und- anfarin ár hefur líf og starf borgarbúa mótazt á einn eða annan hátt af hinum væntan- legu Ieikum, og af þeirra hálfu hefur verið gert allt sem unnt var að gera til þess að leikarn- ir yrðu sem bezt úr garði gerð- ir. Þýzka þjóðin liefur reyndar öll unnið nokkurn veginn sam- liuga að því marki, og árangur- inn hefur líka orðið glæsileg- ur. Aldrei fyrr í sögu Olympíu- leikanna hafa ytri aðstæður þeirra verið jafn góðar. Það er sama h vert litið er á Olympíu- svæðinu — allt er eins og bezt verður á kosið og fyrir öllu hef ur verið hugsað. Spumingin er einungis sxi livort Þjöðverjarnir hafa ekki gengið feti of langt. Það hefur verið keppikefli þeirra þjóða sem haldið hafa Ol ympíuleika eftir heimsstyrjöld- ina síðari, að búa þá betur úr garði en áður hefur verið gert. Þetta hefur tekizt hingað til, en senniiega verður erfitt að feta í fótspor Þjóðverjanna- Til þess að gera það, þarf að minnsta kosti óhemjuiegt fjármagn, þar sem kostnaður við íþróttamann virki þau sem reist hafa verið vegna leikanna nemiir 1972 milljónum marka, eða upphæð sem svarar til 54230.000.000,00 íslenzkra króna. Reyndar mun tölu verður hluti þeirrar upp- ha-ðar skila sér aftur í seldum aðgöngumiðum að leikunum, og eftir standa svo öll mannvirk- in, sem munú heldur vaxa I verði fremur en hitt. Og vist er að með tilliti til íþróttaað- stöðu verður Munehen fremst í flokki borga um ófyrirsjáan- lega framtíð. Það var Þjóðverjum mikið keppikefli að halda þessa Ol- ympiuieika, og kom það til af mörgu. Ein meginástaeðan er þó sú, að með leikunum ætluðu þeir sér að beina athygli jarðar búa að þýzku þjóðinni — sýna þeim hvers hún væri megnug að eins tæpum þremur áratugum eftir að stór hluti allra mann- virkja var jafnaður við jörðu í hildarleik styrjaldarinnar og þjóðin leið hina sárustu örhirgð. Þeir ætla að sýna umheiminum nýtt Þýzkaland sem reist hefur verið af grunni á rústum fortið- arinnar. Betra Þýzkaland, og sterkara Þýzkaland en nokkru sinni fyrr. OLYMPÍUSVÆÐIÐ Bæði á leikunum í Tokíó 1964 og í Mexikó 1968 var kvartað yfir því að lamgt væri úr búð- um íþróttafólksin-s til mann- virkjanna, og því höfðu Þjóð- verjar það að leiðarljósi þegar þeir skipulögðu Olympdusvæðið að koma mannvirkjunum þann- ig fyrir, að keppendurnir þyrftu að fara sem skemmsta leið til þess að komast á vell- ina. íþróttafólkið vill nefnilega fara eftir eigin geðþótta um það hvenær það heldur til vallanna, og hvort það æfir á þessum eða hinum vellinum í það og það skiptið. Olympíusvæðið í Múnch en tekur yfir um 3 ferkílómetra svæði, og á því er Olympiuleik- vangurinn sem tekur um 80.000 áhorfendur, sundhöUin sem tek ur um 9.000 áhorfendur, íþrótta höll sem tekur um 11.000 áhorf endur, hjólreiðarbraut með um 5.000 áhorfenda svæði, hnefa- leikahöll sem rúmar 7.000 áhorf endur, blakhöU sem rúmar 3.700 áhorfendur, hokkívöllur sem rúmar 10.000 áhorfendur, og svo sjálft OlympSuþorpið þar sem 12.000 manns munu búa meðan á leikunum stendur. Að byggingu þessara mann- virkja hafa aUt að 15.000 verka- menn og iðnaðarmenn starfað allt upp í sex ár. Um tíma reyndist erfitt að fá nægjanlega marga verkamenn til starfanna í Vestur-Þýzkalandi, og voru þá fluttir inn, aðallega frá Norður- Afrikuríkjunum fjölmargir menn. Alls munu menn af 18 þjóðemum hafa starfað við byggingu mannvirkjanna. Þrátt. fyrir að steinsteypa, stál og plast sé áberandi á Ol- ympíusvæðinu, hafa Þjóðverj- arnir lagt mikið upp úr því að koma gróðri fyrir á öUum þeim svæðum sem mögulegt var. Má geta þess til gamans að ákveð- ið var að koma upp nokkurs konar Olympíuskógi, en í hann var plantað trjáplöntum frá öll- 'Um þátttökuríkjunum. Frá Is- landi komu t.d. birkiplöntur í skóg þennan, og varð birkið fyr ir valinu sem tákn fyrir ís- lenzkan trjágróður. Var birk- inu plantað fyrir nokkru, og gerðu það HjÖrt'ur Hansson ís- lenzkur námsmaður í Múnchen og fulltrúi íslenzku Olympíu- nefndarinnar á staðnum, Perrey STEIK ARPANN A — EÐA HVAÐ? Það mannvirki sem vekur hvað mesta athygli á Olympíu- svæðinu er sjálfur Olympíuleik vangurinn, sem eins og fyrr seg ir rúmar um 80.000 áhorfendur. Yfir vöU þennan hverfist plast- himinn sá sem tvimælalaust er umdeildasta mannvirki Ol- ympiuleikanna. — Himinninn hef ur aldrei ver- ið ætlaður sem skjól fyrir áhorf endur, enda hefur reynslan sýnt að í rigningu eru tíu heðstu sætaraðirnar ekki í skjóli, sagði leiðsögumaður við undirritaðan, er hann skoðaði mannvirkin, skömmu áður en leikarnir hóf- ust. — Þetta er fyrst og fremst og reyndar eingöngu arkitektúr bætti hann svo við. Vissulega er þessi arkitektúr fallegur og raunar ógleymanlegur þeim sem hann hefur séð, en hins vegar liggur ekki á hreinu, hvort hann er beinlínis til óþurf tar. Reynslan hefur þegar sýnt að hiiminn þessi heldur loftinii hreyfingarlausu á leikvanginum ef það er logn, og eins í ákveð- inni vindátt. Þá befur því einn- ig verið haldið fram að plastið í þakinu verki sem brennigler, og í miklu sólskini og logni, sé nærri því ðlíft niiðri á velilin- um, og þó sé ástandið sýnu verra á áhorfendasvæðinu, und ir himninum. „1 dag er 30 gráðu hiti í forsælu, og ég hef sjald- an lifað annað eins og að sitja hérna,“ skrifar einn af blaða- mönnum danska blaðsins Poli- tiken, fyrir skömmu. Það tekur töluverða stund að garaga frá inngangshliðunum að Olympíuleikvanginum og upp í efsta áhorfendasvæðið. Þegar litið er þaðan niður á götuna, hinum megin við leikvanginn, sér maður fyrst hversu hæðin er svimandi, og ef einhver félli þar niður, þá þyrfti sá hiim sami tæpast að komba hærumar. En á því er tæpast mikil hætta, þar siem hátt og rammmgert stálhandrið er meðfraim gang- inum. Efst uppi er svo stjóm- stöð leikanna, en inn í hana er engum heimilt að koma nerna starfsmönnum ákveðins fyrir- tækis, sem sér um stjórn ails þess sem fram fer niðri á vell- inum. Það sem stöðin var ekki alveg fullbúin fékk ég leyfi til þess að fara þangað inn, og er helzt hægt að lSkja þvl sem þair bar fyrir augu við myndir þær sem maður hefur séð af stjóm- tækjum geimstöðva. Tölvur voru í hóif og gólf, stórar og smáar, litlum sjónvarpstækjum var drepið í flestar smugur, o. s.frv. 1 þessari byggingu verða tímar á hlaupurum teknir og köst og stökk mæld. Má taka eina grein, kringlukast, sem dæmi um, hvernig mælingunum er háttað. Um leið og kringlan er kom- in niður munu dómarar stinga niður litlu áhaldi þar sem hún lenti. Tæki þetta gefur frá sér són eða geisla, sem berast til tölvunnar í stjómstöðinni, sem á sekúndubroti reiknar út hyað kastið var langt. Tölvan er svo einnig í sambandi við ljósatöfl- una, og þarf mælingarmaðurinn í stjómstöðinni ekki að gera annað en að ýta á hnapp til þess að árangurinn komi á hina risastóru ljóstöflu. Og Þjóðverj ar hafa séð fyrir öllu. Nú er sama þótt heimsmetin væru bætt meira en nokkurn grunaði. Tæknin mun samt halda gildi sinu. Á leikunum i Mexikó var notuð hliðstæð aðferð til þess að mæla stökklengdir, en þegar Bob Beamon náði risastökki sínu, 8,90 metrum, í langstökk- inu brást tæknin og draga varð málband fram í dagsljósið. Þegar ég var þarna á ferðinni hafði kappmót verið þrivegis haldið á leikvanginum. Þar hafði' vestur-þýzka meistaramót ið í frjálsum íþróttum farið fram, knattspyrnulandsleikur milli Rússlands og Vestur-Þýzka lands og loks knattspyrnukapp leiikiur milli 1. deildar liðantia þýzku Sohatke 04 og Bayera Sundhöllin í Múnchen er séistætt og fagurt niannvirkl. Þar rúmast 9.000 áhorfendur í sæd. Olympíuþorpið er í aðeins no kkur hundruð metra fjarlægð f rá Olympíiilcikvanginuni. Þar munu 12.000 iþróttamenn og I eiðtogar biía á meðan á leikun um stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.