Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 3 -c Miinchen. 1 öll skiptin hafði verið uppselt á völlinn. — Það var kannað hvað það tæki langan tima, að kom öll- rum áhorifendiuim bunt af iieik- vanginum, sagði leiðsögumaður- inn, — og það tók aðeins 15 mínútur. Hann sagði líka frá því að á frjálsíþróttamótinu hefði komið dálítið babb í bát- inn. í sleggjukastskeppninni hafnaði sleggjan sex sinnum uppi í áhorfendasvæðinu, án þess þó að slys hlytust af. Og sama hættan virtist vera á ferð- inni í kringlukastinu. Verkfræð ingar voru að brjóta heilann um hvað væri hægt að gera til þess að breyta staðsetningu kast- hringjanna þannig að ekki væri hætta á slysum, þvi vafalaust vill þýzka framkvæmdanefndin koma í veg fyrir að sagan úr grisku goðafræðinni komi fyrir aftur, en þar er sagt frá því er kringlan þaut út úr hinni guð- legu hendi Apollos í höfuð bezta vinar hans, Hyakinthos, sem þegar datt dauður niður. Eftir Olympiuleikana bíður þessa vallar annað stórt hlut- verk í iþróttasögunni. Þar fara fram úrslitaleikir í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu 1974. Eftir þá keppni verður völlurinn svo skírður upp og í höfuð hins þekkta knatt- spyrnusnillings Þjóðverja, og verður Völlurinn síðan eftirleið is heimavöllur knattspyrnuliðs- ins Bayérn Miinchen SIJNDHÖLLIN Af mannvirkjunum á Ol- ympíusvæðinu fannst mér einna mest koma til sundhallarinnar, þótt ekki fengi ég að koma þang að inn, af þeirri ástæðu, að vest ur-þýzku sundmennirnir voru þar við æfingar. Plasthiminninn yfir sundlauginni virtist gefa sérstaka birtu, sem varð til þess að allir litirnir í byggingunni virtust miklu skærari en ella og vatnið var bókstafleiga dimm- blátt. Eftir Olympíuleikana mun áihorfendasvæði laugarinnar verða minnkað verulega, en síð an verður laugin notuð áfram fyrir meiri háttar sundmót sem fram fara i Þýzkalandi. HANDKNATTLEIKSHÖLLIN Höllin þar sem lokakeppni handknattleiksins mun fara fram, er heldur ekkert smásmíði Ekki man ég glöggt hvað leið- sögumaðurinn sagði að mörg her bergi væru í byggingunni, en þau skiptu hundruðum. Og þarna var sú aðstaða sem alla iþróttamenn dreymir um. Upp- hitunarsalurinn var t.d. stærri og veglegri en mörg af þeim íþróttahúsum sem við Islending ar erum að burðast við að byggja. I húsinu voru nudd- stofur, sérstakt herbergi til lyft ingaæfinga o. s. frv. Höll þessa á að nota eftir leikana sem sýn inigahöll og æfingahöil fyrir frjáls'íþróttafólk, auk þess sem handknattleikurinn situr í fyrir rúmi við notkun hennar. Svo er um hnútana búið að gólfið i hús inu er raunverulega þrefalt, og má skipta um það með því einu að ýta á takka. Rennur þá eitt •gólf undir áhorfendasvæðið en hitt sem nota skal kemur í ljós. OLYMPÍUÞORPIÐ Olympíuþorpið í Miinchen, sem sennilega er nú stærsta hót el í heimi, verður annað heimili 12.000 -íþróttamanna og leiðtoga í þrjár vikur. Byggingarnar eru hannaðar af hollenzka prófess- ornum J. B. Bakemans, og eru, eins og önnur Olympíumann- virki, einkar falleg á að líta. Allt hefur verið gert til þess að sem bezt fari um íþróttafólkið meðan á léikunum stendur, en samt hefur verið hugsað til fram tíðarinnar, og þorpið skipulagt þannig, að unnt verði að nota húsnæðið í framtíðinni, ýmist sem stúdentagarða eða sem ibúð ir lítilla f jölskyldna. Að venju er þorpinu skipt nokkurn veginn í tvennt, eftir því hvort karlmenn eða kven- fólk á að búa I ibúðunum. íbúð ir karlmannanna eru samtals 2.995, en kvennaíbúðirnar eru 1.727. I hverri einustu íbúð er salerni, bað og sturta, og allar eru íbúðirnar búnar smekkleg- um húsgögnum. „Engum á að leiðast,“ er það slagorð, sem Þjóðverjamir vilja gera að veruleika í Olympíu- þorpinu. Matsalur þorpsins verður opinn frá klukkan sex á morgnana til klukkan tvö á nótt unni og geta 2.700 íþróttamenn og leiðtogar mátazt þar samtím- is. Er áætlað að á meðan á leik- unum stendur muni þátttakend urnir neyta 147 tonna af kjöti, 26 tonna af fiski, 1,1 millj. egigja, 960.000 skammta af smjöri, 28.000 skammta af jarðarberj- um, sólberjum og hindberjum, 23.500 banana, melóna og grape frugt, 100 tonna af kartöflum og 11 tonna af hrísgrjónum, svo eitthvað sé nefnt. I Olympíuþorpinu verða svo stórar verzlunarmiðstöðvar, pósthús, bankar, þvottahús, skó smiðir, læknamiðstöð og kirkj- ur, bæði fyrir kaþólska og mót mælendur. Fyrir skemmtanalíf- inu verður séð með dansstöð- um, kvikmyndahúsum og klúbb- um. BRÓÐIR TIMOFEI Segja má að öllu Oberwiesen feldsvæðinu, sem Olympiumann virkin eru reist á hafi verið um bylt á síðustu árum. Aðeins ein vin er í eyðimörk nýbygging- anna, og er hún skammt frá sjónvarpsturninum mikla. Þar stendur lítil og hrörleg kirkja, éiign bróður l'imnfeis, sem er rússneskur Gyðingur. Enginn veit hvað er langt síðan hann settist að á svæðinu, þar sem hann spurði hvorki kóng né prest að þvi hvort hann mætti reisa kirkju sína þarna. Það var ekki fyrr en farið var að skipuleggja Olympdusvæðið sem menn fengu almennt vitn- eskju um bróðir Timofei. Kirkjan hans stóð þar sem leggja átti braut fyrir hindrun- arhlaup hesta, oig bróður Timo- fei var vinsamlegast sagt að hafa sig á brott. Hann lét það ekkert á sig fa, og hélt áfram bænagjörð sinni i kirkjunni þrisvar á dag. Að lokum gáfust skipulagsyfirvöldin upp á hinum þrjózka klerki, og ákváðu að fjarlægja hann með valdi. Það var þá að blaðamaður nokkur komst í spilið, og skrifaði grein i blað sitt, þar sem hann mælti með því að bróðir Timofei fengi að vera áfram í kirkju sinni. Og það var eins og við manninn mælt. Mótrpæli tóku að berast til skipulagsyfirvaldanna hvað- anæfa að úr Þýzkalandi, og reyndar víðar að. Fjöldi manna gaf sig fram sem bauðst til þess að verja bróðir Timofei ef því væri að skipta. Endalok máls- ins urðu þau að Timofei var lát- inn i friði, og heldur hann bæna gjörðum sínum áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Hann er nú orðinn nokkurs konar vernd artákn leikanna, og fjöldi manna leggur leið sina í heim- sókn til hans. Og víst er að bróðir Timofei þarf varla að kvíða því að hann hafi ekki nóg að bíta og brenna þann tíma sem hann á ólifað. Margir hafa gefið gamla manninum peninga, og eins hefur hann haft tekjur af því að skera blóm úr garðinum sinum og selja. GÍFIIRLEG AÐSÓKN Það liggur fyrir, að aðsókn að Olympíuleikunum í Múnchen mun slá öll fyrri met í aðsókn Olympíuleikanna. Fram að þess um leikum hafði mest aðsókn verið að leikunum í Tokíó, en á þá seldust um 2 millj. aðgöngu- miða. Á leikana í Mexikó seld- ust um 1,9 millj. aðgöngumiða. Þegar eru seldir um 3 millj. að göngumiða af þeim 3,8 millj. sem gefnir voru út i Munohen, og af þessum miðum hafa um 900.000 verið seldir útlending- um. Alllangt er siðan upp- selt var á frjálsiþróttakeppn- ina, sem virðist hafa mest seið- magn allra iþróttagreina á Ol- ympíuleikunum. Þá er einnig langt siðan uppselt var á flesta daga sundkeppninnar, og á úrslitaleiki í handknattleik, knattspyrnu, blaki og körfu- knattleik. Sala aðgöngumiða að róðra- keppni, hesitaimennsku og glírnu hefur verið einna daufust, en þó gerir þýzka framkvæmda- nefndin sér vonir um að einnig þeir miðar muni seljast upp. Tii Múnchen mun nefnilega koma stór hópur fólks, sem enga miða hefur fengið á vinsælustu iþróttagreinamar í trausti þess að geta keypt miða á svörtum markaði. Rannsókn sem gerð var á því hversu mikið af slík- um miðum væri í framboði, benti hins vegar til þess að þorri þeirra sem keyptu miða á leikana, gerðu það í þeim til- gangi að fara þangað sjálfir til þess að fylgjast með. Likur benda því til þess að þeir miða- lausu kaupi sig inn þar sem enn eru til miðar, heldur en að fara heim, án þess að hafa séð neitt af dýrðinni. Verð aðgöngumiða er mjög misjafnt. Dýrustu miðarnir eru að setningarathöfninni og loka athöfninni og kosta þeir 100 mörk, eða 2.750 kr. islenzkar. Ódýrustu miðarnir kosta hins vegar um 10 mörk. MARAÞONSETNINGAR- ATHÖFN Setningarathöfn leikanna I dag mun taka langan tíma, þó ekki væri af öðru en þvl hversu langan ttma það tekur fyrir keppendaskarann að ganga inn á leikvanginn. Gangan inn á leikvanginn og kyrrstaðan þar mun verða mjög erfið fyrir íþróttafólkið, ekki sizt ef heitt er í veðri. Er bú- izt við að margir falli í yfirlið og hafa verið gerðar ráðstafan ir til þess að aðstoða þá. Setningarathöfnin mun verða hin tilkomumesta. Aðalatriði hennar eru hefðbundin, eins og móttaka Olympíufánans, tendr- un Olympíueldsins og Olympiu- eiðurinn. Auk þess verða hin venjubundnu ræðuhöld, þar sem Avery Brundage kemur fram fyrr hönd alþjóða Olympíu- nefndarinnar og Gustav Heine- mann forseti Þýzkalands flytur ávarp og setur leikana. 3200 þýzk skólaböm munu svo taka þátt í mikilli skraut- sýningu. Þau eiga að hlaupa inn á völlinn, drengirnir blá- klæddir og stúlkurnar gul- Framhald á bls. 20 Hratt fljúga þotur - hratt fflýr stund Nýtið þvf naumar stundir. Notið hraðferðir Loftleiða heiman og heim. Njótið hagkvæmra greiðslukjara Loftleiða. Flugfar strax-far greitt síðar. 30 þotuferðir í hverri viku til Evrópu og Ameríku með DC-8 LOFTLEIÐIR ICELANOIC V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.