Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 Verður hann þriðji maðurinn — með 2 þrístökksgull OL-leika Mun sagan endurtaka sig i þriðja skiptið í þrístökkskeppni Olympíuleika? Árin 1952 og 1956 féll sigurinn í skaut Brasi líumannsins Adhemar Ferreira da Silva, 1960 og 1964 sigraði .loszef Smith, Póllandi og 1968 náði Victor Sanejev, Rússlandi gullinu. Þá setti hann heimsmet og náði sigrinum í sínu sjötta og síðasta stökki, og árangur- inn er heimsmet enn þann dag í dag. Sanejev verður meðal keppenda í Múnchen, og er af mörgiim álitinn líklegur sigur- vegari, þrátt fyrir að hann missti Evrópumeistarartitilinn í Helsinki í fyrra til Austur-Þjóð verjans Jörg Drehmel. Vicyor Sanejev er 27 ára, ættaður frá Tblisi, en býr núna í Soukomi. Sagt er að fáir íþróttamenn æfi betur og sam- vizkusamlegar en hann, og hef- ur honum verið skipað í flokk með þeim Nordwig og A1 Oert- er. Sanejev gefst nefnilega aldrei upp. Margir munu minnast hans frá blaðamannafundinum sem haldinn var eftir hina miklu þri stökkskeppni Olympíuleikanna í Mexikó, þegar samtals fimm menn bættu eldra heimsmetið í greininni. Lengi vel leit út fyr- ir að Brasilíumaðurinn Nelson Prudencio myndi hreppa gullið, en hann hafði stokkið 17,27 metra snemma í keppninni. 1 öðru sæti varð ítalinn Gentile með 17,22 metra stökk. — Varst þú ekki taugaóstyrk ur? spurðu blaðamennirnir Sanejev, eftir keppnina. — Nei, af hverju hefði ég átt að vera það. Ég var allan tím- ann viss um að ég myndi sigra, svaraði Rússinn. Viktor Sanejev hefur sagt að hann muni stökkva 17,40 metra á leikunum í Múnchen, og telur að það muni nægja til gullverðlauna. Á æfingamóti sem haldið var í Múnchen fyr- ir skömmu stökk hann 17,35 metra, þannig að allar likur eru á því að honum takist að standa við spádóm sinn á leikunum. Sanejev hóf þrístökksæfing- ar fyrir níu árum, — eftir að hann hafði gefið upp vonina um að hann yrði liðtækur lang- stökkvari. 18 ára stökk hann tæpa 15 metra, en síðan hafa framfarirnar ekki látið á sér standa. Bezti árangur hans-í þri stökki er 17,39 metrar í Mexíkó, og er það staðfest heimsmet. Einn maður hefur reyndar stokkið lengra, Kúbubúinn Per ez, en það afrek hans hefur enn ekki hlotið viðurkenningu. Bezti árangur Sanejevs í 100 metra hlaupi eru 10,6 sek. og hann hefur stokkið 7,90 metra í langstökki. Þjálfari Sanejevs er hinn góð kunni þristökkvari Kreire, sem hlaut bronsverðlaun á tvennum Olympíuleikum og á bezt 16,71 metra í þrístökki. Honum til að stoðar hefur svo verið Arthur Lyndiard langhlauparaþjálfari frá Nýja Sjálandi, og að mörgu leyti hagar Sanejev þjálfun sinni sem langhlaupari, hleypur t.d. 3—5 mílur á dag. — Ekkert er betur til fallið til þess að byggja upp líkamsstyrkinn seg- ir hann. Victor Sanejev — betri en nok kru sinni fyrr. Hann á 28 systkin — ein af vonum Afríku í Munchen Sennilega á enginn keppandi á leikunum í Múnchen fleiri systkin en John Akii Bua frá Ug anda, sem er ein af mestu gull- vonum Afríku á leikunum. John Akii Bua á nefnilega 28 systk- in á lífi. AIIs voru þau 43 talsins, en 14 eru nú látin. Fað- Uppreisn fyrir óhappið í Helsinki — nú ætlar Falck að sigra Úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Olympíuleikunum verður sennilega uppgjör milli svartra kvenna og hvítra. Bandaríkjamenn munu tefla fram Madeline Manning (nú Jackson), sem sigraði í Mexikó, og fékk þá viðurnefnið svarta perlan. Hún verður sennilegast ein til þess að halda uppi heiðri kynstofns síns í Múnch- en, og mun væntanlega eiga í höggi við margar hvítar Evr- ópustúlkur, sem hyggja á sigur. Ein þeirra er vestur-þýzki heimsmethafinn í greininni hinn 23 ára kennari frá Wolfburg, Hildegard Falck. Heimsmet henn ar í greininni er 1:58,3 mín., sem er samt sem áður ekki bezti tíminn sem kona hefur náð. Hann á Sin Kim Dan frá Norð- ur-Kóreu 1:58,0., en hann hefur ekki fengizt viðurkenndur. Hildegard Falck sem er 1,75 m á hæð og vegur aðeins 58 kg, verður á heimavelli í Múnchen og það mun örugglega Hildegard Falck ætlar sér að hefna ófaranna í Helsinki með gullverðlaunum í Múnchen. hjálpa henni Áhorfendur munu örugglega gera sitt til þess að létta henni sporin að gullverðlaununum. Hildegard Falck kom fyrst fram sem íþróttastjarna á þýzka stúlknameistaramótinu 1967 og varð þá önnur í 800 metra hláupinu. Hún varð í sama sæti 1968 en varð hins vegar fjórða 1969. Árið 1970 varð Falck svo að stórstjörnu. Hún sigraði fyrst á stúlknameistaramótinu á 2:07,8 mín., og síðar á þýzka meistara mótinu á 2:02,8 mín. 1 fyrra hélt hún svo áfram að bæta sig, og hljóp þá á heimsmetstímanum 1:58,3 mín. á móti í Stuttgart. Það þurfti því engan að undra þótt flestir nefndu nafn henn- ar, þegar sipáð var fyrir um Evr- ópumeistara í 800 metra hlaupi kvenna i fyrra. Falck sýndi ör- yggi í undanrásunum, en í úr- slitahlaupinu varð hún fyrir óhappi. Eftir að hafa hlaupið 150 metra rakst hún á Hoffmeist er frá A-Þýzkalandi, og báðar duttu. Þar með var vonin um EvrópumeistaratitM rokin út í veður og vind. — Ég ætla að fá uppreisn fyr ir óhappið í Helsinki, segir nú Falck. — Ég hef æft og æft sem aldrei fyrr fyrir Olympluleik- ana. ir Bua, sem lézt árið 1964, átti átta konur. Margt þykir benda til þess að Ugandabúinn verði örugglega í fremstu röð í 400 metra grinda- j hlaupinu á Olympíiileikunum í Múnclien. Hann hefur náð mjög j góðum árangri í ár og sigrað i þeim stórmótum sem hann hefur j tekið þátt í. Þannig sigraði hann t.d. á brezka meistaramótinu í sumar, og var þá langt á undan Dave Hemery, Olympíumeistar- anum frá Mexikó, og heimsmet- hafanum í greininni. Akii-Bua er 188 san á hæð og vegur 77 kíló. Hann er talinn einstakt náttúrubarn í íþróttun- um — eitt þeirra mestu er fram hafa komið fyrr og síðar, að sögn sérfræðinga. Bua er lögregluþjónn í höfuð- borg heimalands sins, Kampala og hann byrjaði fyrst að æfa íþróttir árið 1969. Strax árið eft ir, 1970, varð hann kunnur ut- an heimalands síns, þegar hann hljóp 400 metra grindahlaup á 50,9 sek., en það var þó fyrst í fyrra sem hann „sló í gegn“ sem hlaupari, er hann sigraði í I keppni Bandaríkjanna og j Afriku í 400 metra grindahlaup- j inu á 49,0 sek., öðrum bezta tím- j anum sem þá hafði náðst í þess- ari íþróttagrein. Eftir þennan sigur sögðu þjálf arar í Bandaríkjunum: Hvað get ur hann orðið, þegar hann er búinn að lagfærá tækni sína yfir grindunum. Hæfileikum hans er ekki hægt að lýsa með orðum. Og þá þegar var því ' spáð að hann myndi hlaupa á betri tíma en 48,0 sek. á Olym- i piuleikunum í Múnchen. Þrátt fyrir að Akii-Bua hafi æft grindahlaup í þrjú ár, hef- ur hann enn ekki lært að hlaupa með jöfnum skrefum ( á milli grindanna, og það er ekki fyrr én hann er alveg kom inn að grindunum, sem hann veit sjálfur hvor fótur- inn á að fara fyrr yfir. Akii-Bua æfir á ójafnri og holóttri braut í Kampala, og er hætt við að margir frjálsiþrótta menn, -— honum lélegri, létu ekki bjóða sér slíkar aðstæður. Á þessari braut hefur hann þó hlaupið grindahlaupið á 49,7 sek. — Það er eins «g maður sé að hlaupa á veðhlaupabraut, hef- ur Akii-Bua sagt um þessa æf- ingabraut sína, — maður verð- ur alltaf að gæta sin á holun- um og passa sig á því að mis- stíga sig ekki á hnjúskunum. Þetta er þó allt í lagi þegar hann helzt þurr, en í rigningu verður brautin að forarvilpu. Jolin Akii Bua. Það var fyrst í keppni Banda- rikjanna og Afríku sem John Akií-Bua, sá tartanhlaupabraut, og hann gat ekki stillt sig um að hrópa þegar hann sá hana: -— Ef ég mætti æfa mig á svona braut i þrjár vikur, þá hlypi ég fljótt á betri tíma en 48,0 sek. 1 Múnchen munu margra augu beinast að John Akii Bua, og vissulega væri skemmtilegt fyrir hann að koma heim til Uganda með verðlaun. Hann á að minnsta kosti nóg af systk- imum tii þess að sikoða þau!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.