Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 12
MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 Lára Sveinsdóttir, Á, nemandi, fædd 22. ágúst 1955 og er yngsti þátttakandi íslands á Olympíuleikunnni að þessu sinni. Lára hefur sýnt miklar framfar- ir í ár og ba-tt Islandsmetið í há- stökki kvenna 7 sinnum. Núgild- andi íslandsmet hennar er 1,69 m. Lára keppir í hástökki og er fyrsta íslenzka stúlkan, sem keppir í fr.jálsum íþróttum á Oiympíuleiktim. Bjarni Stefánsson, KR, nemandi í MH, fæddur 2. desem- ber 1950. Bezti spretthlaupari Is- lendinga undanfarin ár. Beztu tímar hans eru: 100 m hlatip 10,5 sek, 200 m 21,7 sek og 400 m 47,5 sek, en sá tími er íslandsmet. Keppir í 100 m og 400 m hlaup- um í Múnchen. Erlendur Valdimarsson, IR, skrifstofumaðtir h.já Loftleiðum, fæddur 5. nóvember 1947. Bezti kringlukastari Islands í mörg ár og bætti nýiega Islandsmet sitt í greininni, kastaði 60,82 m. Keppir í kringlukasti. Horsteinn Þorstttinsson, KR, háskólanemi, fæddur 27. júlí 1947. Keppir í 800 m hlaupi, en í þeirri grein hefur hann verið okkar bezti hlatipari undanfarin ár. Á metið í 800 m, 1:50,1. rafvirkjanemi, fæddur 6. janúar 1952. Guðjón á nú öll íslandsmet- in í bringusundi og keppir í 100 og 200 m bringusundi í Múnch- en. Met hans í þesstim greinum eru 1:10,9 og 2:32,9. Giiðmtindur Gíslason, A, deildarstjóri í tjtvegsbankanum, fæddur 19. janúar 1943. Guð- mundur hefur sett 151 íslands- met. Að þessu sinni tekur hann þátt i síniim 4. Olympíuleikum. Hann á Islandsmet á ölltim vega- lengdum í baksundi, fjórsundi og flugsundi. Keppir í 200 og 400 m fjórsundi í Múnchen, en met hans I þeim greinum eru 2:19,0 og 5:02,1 mín. Finnur Garðarsson, Ægi, læknisfræðinemi, fæddur 20. marz 1952. Bezti sundmaður okkar undanfarin ár. Á Olym- píuleikiinum keppir hann i 100 og 200 m skriðsundi. I fyrr- nefndu greininni á hann íslands- met, 55,8 sek. Friðrik Guðmundsson, KR, nemandi, fæddur 4. marz 1955. Fremstur Islendinga í langsund- tim og keppir í 1500 og 400 m bringusundi á Olympíuleikunum. Á Islandsmetið í 1500 m, 17:38,0. Giiðmundur Sigurðsson, Á, verkstjóri, fæddur 9. júní 1946. Guðmundiir er methafi i milli- vigt, lyfti samanlagt 465,0 kg og var metið sett á þessu ári. Guð- nuindur er 10. á lista yfir lyft- ingamenn í Evrópu. Óskar Sigurpálsson, Á, bakari, fæddur 21. desember 1945. Hann keppir í þungavigt og bezti samanlagður árangur hans, 482,5 kg, er íslandsmöt. Óskar var fyrsti íslenzki lyft- ingamaðurinn, er keppti á Olym- píiileikum, en það var á Mexíkó- leikunum 1968. Axel Axelsson, Fram, 21 árs, lögregluþjónn. Hóf að leika með meistaraflokki Fram 1968 og hefur Ieikið um 100 leiki með flokknum. Hefur Ieikið 11 landsleiki og skorað 30 mörk. 8 unglingalandsleikir. Agúst Ogmundsson, Val, 25 ára, skrifstofumaður. Hóf að leika með meistaraflokki Vals 1964. Hefur leikið 24 landsleiki og skorað 15 mörk. 4 unglinga- landsleikir. Birgir I'ínnbogason, IH, markvörður, 24 ára, konnari. Hóf að leika með FH-ingum 1966 og hefur leikið um 130 leiki með FH. Hefur leikið 28 landsleiki. 8 unglingalandsleikir. Bjorgvin B.iorgvinsson, 23 ára, lögregluþjónn. Hefur ieik- ið um 120 leiki með meistara- flokki Fram, en þar hóf hann að leika 1968. Hefur Ieikið 36 lands- leiki og skorað 41 mark. 7 ungl- ingalandsleikir. Geir Hallstemsson, r H, 26 ára, íþróttakennari. Hóf að leika með meistaraflokki FH 1964 og hefur leikið um 210 leiki með meistaraflokki FH. Geir hefur leikið 64 landsleiki og skor- að 322 mörk. 4 unglingalands- leikir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.