Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGA.RDAGUR 26. ÁGÚST 1972 19 Mun annast 2000 gesti — Gisela Meyer-Amler hefur í mörg horn að líta I»að var ekki fyrr en örfánni dijg'ssm fyrir Olympíuleikana sem það lá endanleg-a Ijóst f*rir h versu margar konur myndu koima til Ieikanna. Þetta skap- aði þýzku framkvæmdanefnd- inni nokkra örðugleika, og ekki sízt hinni 32 ára Giselu Meyer- Amler, sem hefur verið falin um sjón í kvennabúðum leikanna, sem eftir þá verða ýmist notaðar sem stúdentaheimili, eða seldar til einstaklinga, en töiuverður húsnæðisskortur er nú í Múnchen. Gisela Meyer Amler þarf að taika á móti um 2000 gestum við upþhaf leikanna og annast þá á meðan á þeim stendur. Eru þar meðtaldir þjálfarar og farar stjórar keppendanna. Gagnstætt þvl sem gerist með flesta aðra starfsmenn leikanna, hefur Giesela lítinn sem enigan feril að baki í íþróttum. Hún hafur hins vegar mikla starfs- reynslu við svipuð störf og bíða hennar meðan á leikunum stend ur. 1 níu ár starfaði hún hjá Lufthansaflugfélaginu, fyrst í London og síðan í París. Frá Paris fór hún svo til Hamborg- ar, þar sem hún starfaði á skrif stofu flugfélagsins, en góðir vin ir hennar sem bjuggu í Múnch- en hvöttu hana til þess að koma þangað, og varð það úr. Kann að hafa ráðið þar miklu að 32 ára auglýsingateiknari, Karl Meyer-Amel, hafði sigrað hjarta hennar, og eru þau nú gift, Gisela tók boðinu um að sjá um kvennabúðir Olympíuleik anna með þökkum, og hefur hún nú unnið að undirbúningi leikanna í rösklega eitt ár — 12 klukkustundir á dag. Þegar Gisela var að þvi spurð hvort það væri ekki orðið úrelt að skilja kynin að eins og tiðk- ast hefur á Olympíuleikum, þá yppti hún einungis öxlum, og sagði að það gæti vel ferið. Forsvarsmenn Olympiuleika hafa velt máli þessu töluvert fj'rir sér á undanförnum árum, og eru þeir þeirrar skoðunar að ekAi Iíði á löngu unz karlmenn og kvenfólk verði látið búa í sömu fjölbýlishúsunum á meðan á leikunum stendur. Það hefur nefnilega sýnt sig að þrátt fjTÍr viðleitni til þess að stía kvnj- unum sundur, þá hefur alltaf verið töluverður samgangur milli bústaða karlmannanna og kvenfólksins, og ófá eru þau hjónabönd sem stofnað hefur verið til á Olympiuleifcum, og hafa þá jámtjoid og annað slíkt haft lítið að segja. Það eru 16ðl gestaherbergi í kvennabúðunum i Múnchen, þar af 800 í embýlishúsum. Allar ibúðirnar eru búnar húsgögnum og ýrrsum þægindum sem Gis- ela hefur orðið að útvega. Eítt lítið dæmi má nefna: Hún keypti 17 þúsund handklæði til þess að setja í herbergrn og ibúðirnar. Starfslið kvennabúðanna eru um 400 manns, þar af um 320 konur. — I bjTjun fannst mér sem ég væri að taka að mér rekst- ur á stóru höteli, hefur Gisela sagt, — en sáðan hef ég komizt að raun um, að ýmislegt fleira þarf að athaga en hjá slikri stofttun. Aldur íþróttakver.n- arma sem gista Múncherí er frá 12 ára til 35 ára, og það þýðir að ég verð að reynast þeim ungu meiri eða minni frær.ka. í einkalífl sínu hefur Gisela erflðleika við að stríða, sem hún talar ekki mikið um, en aðrir brosa að. Hún er alveg sérstaklega morgunsvasf, en getur hins vegar vakað langt fram eftir á kvöldin. Gisela þykir annars mjög að- laðandi bona. Hún er róleg, sama á hverju gengur, og kann til fulls að .„slappa af“ og not- ar til þess hverja stund sem hið erilsama starf leyfir. Jipcho hleypur ekki hindrun Ben Jipcho frá Kenya, s«m margir spáðu s'gri í 3000 metra hlndrur.arh ia u pi mim eiiiBi keppa í þeirri grein i Múnchwj, sökiuim meiðs’ja. Hann mim háos vegar keppa í 5000 metra hlaupi. Bezti árangur Jipchos •» 3000 metra h'TLdrurtarhjaupi ear 8:28,8 miin, sem er með þvi benta sem náðBt hefur í he'miin’Um. Jipcho tók nýiega þátt í 5 km a'.fjngahlau.þ. í Xaicobi og ságir- að á 14:17,5 min. Kínverjar á OL Kína hefur ver',3 boðið að senda noklkra framáimemn I iþróbtamáluim og blaðiaimenin til OiympiujejkarEm i Múncfaen, og mum boð þetta vetrða þegið. . ALLTAF FJÖLCAR VOLKSWAGEN HVERS VECNA ER mest setdi bíllinn á VOLKSWACEN ÍSLANDI? ® VOLKSWAGEN ER 5 MANNA BÍLL. ® VOLKSWAGEN ER FJÖLSKYLDUBiLL. ® VOLKSWAGEN er einmitt framleiddur fyrir yður - ódýr, vandaöur, spar- neytinn. VOLKSWAGEN ER ÖRUGG FPÁRFEST- ING. ® VOLKSWAGEN er í hærra endursölu- veröi en nokkur annar bíll. VOLKSWAGEN-ÞJÓNUSTAN er lands- kunn, Cetið þér ekið „barca á VOLKSWAGEN"? VOLKSWAGEN 1200 - 1300- 1302 eru fyrirliggjandi. Verö frá kr. 283.100,00. Komið, - skoðiö, - kaupiö VOLKSWAGEN. HEKLAhf. Laugaveg; 170—172 — Siffli 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.