Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 Öfunda þá að ganga undir íslenzkum fána — sagði Guðmundur Kr. Guðmundsson, sem keppti í Stokkhólmi 1912 Guðmundur Kr. Guðmundsson — tók þátt í Olympíuleikunum 1912. fslendingar sýndu mikinn stórhug- er þeir sendu 8 manna hóp á Olympíuieikana 1912. l>á voru leikarnir haldn ir í Stokkhólmi og í dag er- um við ekki Iengi að bregða okkur yfir álinn á hraðfleyg um þotum nútímans. Það gegndi öðru máli fyrir 60 ár- um, þá þurfti að fara með skipi, Botniu gömlu, sem var marga daga á leiðinni. Af þeim kempum, sem þá tóku þátt í leiknnum fyrir íslands hönd, eru aðeins þrír eftirlif- andi. Þeir eru Halldór Han- sen, Jón Halldórsson og Guð- mundur Kr. Guðmundsson. Við áttum örstutt viðtal við Guðmiind fyrir nokkru um leikana og ýmislegt annað. — Á þessum tíma var bar- átta okkar fyrir sjálf- stæðinu í algleymingi og við vorum frá upphafi ákveðnir í að koma fram sem fulltrú- ar Islands, en ekki sem Dan- ir. Okkur tókst líka að kynna landið og baráttu ibúa þess. Þó fengum við ekki að ganga inn á völlinn, sem sjálfstaeð þjóð. Danir kröfðust þess að við gengj- um inn i miðjum danska hópn um og undir nafni Danmerk- ur. Þessu neituðum við allir sem einn og tók enginn Is- iendingur þátt í setningarat- höfninni, nema sem áhorf- andi. — Sýnduð þið allir íslenzka glímu? — Já reyndar gerðum við það, en auk þess keppti Sig- urjón Pétursson í grís'k-róm- verskri glímu og Jón Hall- dórsson í 100 metra hlaupi. Glimah vakti hvarvetna hina mestu athygli- og var mun meira skrifað um hana en marg;ar að.rar íþróttagreinar. — Nokkrir Islendingar i Kaupmannahöfh gáfu bikar til keppni í íslenzkri glímu á Ólympiuleikunum. Átti að keppa í glímunni í fyrsta skiptið á. þessum leik- um en síðan á hverjum leik- um framvegis. Meining okkar var að fá glímuna inn á leik- ana, en okkur tókst það því miður ekki. Við keppt- um þarna í glímunni og vann Hallgrímur Benediktsson bik arinn, er hann eini olympíu- meistarinn í ísienzkri glimu. — Hvernig gekk Sigurjóni og Jóni Halldórssyni í sín- um greinum? — Jóni gekk mjög vel mið- að við það að hann var al- veg æfingalaus í samanburði við hina keppendurna. Sigur jón var aftur á móti óhepp- inn, hann lenti á móti mjög sterkum andstæðingum, stóð sig þó vel og lagði 3 þeirra en tapaði fyrir tveimur og var þar með úr keppninni. Sigurjón var afskaplega dug legur í grísk-rómversku glírn unni. Hann hafði allt til að bera og hefði sigrað ef hann hefði haft meiri reynslu. — Hvað með aðra keppend ur í leikunum? — Mér eru sérstaklega minnisstæðir tveir menn. Firininn Kule Mainen vakti athygli mína og svo mark- maður holienzka knatt- spyrnuliðsins. Hollendingarn ir náðu þriðja sæti í Olympíu mótinu og ég held að þeir geti fyrst og fremst þakkað mark manni sínum þann árangur. —- Þátttakendur á þessu móti voru ekki neinir hálfat- vinnumenn, þeir voru all- ir sannir íþróttamenn. Ekki neinir gæðingar stríðaldir á bezta fóðri, bara heilbrigðir menn, sem æfðu íþróttir íþróttanna vegna. —. Að Olympíuleikunum loknum hélduð þið til Málm- eyjar. — Já, við tókum þar þátt í stóru iþróttaimóti og sýndum glímu. Glíman var svo vin- sæl þarna að aðstandendur mótsins fengu okkur til að sýna, svo fleira fólk kæmi á mótið. Glíman vakti mikla at hygli og litlu pollarnir voru farnir að glíma í húsagörð- um. Það vakti og athygli fólks að við vorum allir al- gjörir bindindismenn og drukkum aldrei annað en si- trón. Undir lokin var líka far ið að kalla sítrónið glima- vatten. Þama náði Sigurjón sér í 2. verðlaun í grisk-róm- verskri glímu. — Hvað um íþróttir og Olympiuleika í dag? — Ég öfunda þátttakendur íslands i dag, því þeir geta gengið undir íslenzka fánan um. Ég vil ekki endi- lega senda marga keppendur, aðalatriðið er að senda ein- hverja og aðeins þá sem eru þess verðugir. Það fer lifca eft ir efnum og ástæðum hverju sinni hvað við getum sent marga. Árið 1912 bjugg- um við allir í einni stórri skólastofu, höfðum ekki mik ið á milli handanna en þó nóg til að bita og brenna. Áhugi, reglusemi og drep andi þrautseigja eru grund- völlur góðs árangurs og það má aldrei falla niður að Is- lendinigar eigi fuiltrúa á Olympíuleikum. Þannig fórust þessum aldna iþróttamanni orð, sem heíur starfað að islenzkum íþrótta- málum alla sína ævi. Meðan á Olympíuleikunum stóð átti hann 22 ára afmæli og sið- an eru iiðin 60 ár. Hann ber þó aldurinn vel, sjónin er að vísu farin að daprast og hár- ið sem einu sinni var dökkt er orðið silfurgrátt. Enn er hann þó reistur og beinn í baki og andinn er hinn sanni iþróttaandi. Vilhjálmi var fagnað eins og þjóðhöfðingja Á Olympíuleikiinum í Mel- bourne .1956 gerðist sá ein- stæði atburður að íslending- ar eignuðust verðlaunamann. Sá er þetta afrek vann var Vilhjálmur Einarsson. Auk Vilhjálms keppti Hilmar Þor- bjömsson lögreglumaður á leikunum og fylgdist vitan- lega náið með atburðarásinni. — Ég meiddist skömmu fyr ir leikana og var jafnvel að hugsa um að hætta við þátt- töku, en til allrar hamingju gerði ég það ekki og þú get- ur rétt ímyndað þér hvort það var ekki gaman að sjá Islending á verðlaunapallin- um. Við vissum jú að Vil- hjálmur var góður, — en svona! Viihjálmur hafði ætft vel fyrir leikana og sýnt stöð ugar framfarir, þannig að hann var á toppnum í Mel- bourne. -— Vilhjálmur var mjög tauga óstyrkur kvöldið fyrir úr- slitakeppnina og við reynd- um að róa hamn. — Segja honum að hann ætti mögu- leika á stigurn og svoleiðis. Svo kom keppnin og fljótlega náði Vilhjálmur mjög góðu stökki, hann sló þar eldra ol- ympíumet og var fyrstur lengi vel. Da Silva var þó sterkari á endasprettinum og sigraði. Vilhjálmur var svo dasaður eftir keppnina að hann gerði sér ekki grein fyrir því um kvöldið, að lík- lega hefði þetta bara verið nokkuð gott hjá sér. — Það var mikið gaman að koma aftur heim til Islands og Vilhjálmi var fagnað eins og þjóðhöfðingja. Blöðin höfðu taíað urn það áður en við fórum að það borgaði sig ekkert að vera að senda menn I svona dýrt ferðalag, þeir mundu varla gera stóra hluti á Olympíuleikum frek- ar en fyrri daginn. —: Ég féll náttúrulega al- veg í skuggann, mér gekk heldur ekki neitt sérlega vel. Það gerði ekkert til, ég fékk að sjá þetta allt saman og það geta ekki ailir unnið. — Olympíuleikarnir I Mún ehen eru, að mínum dómi ein- stakt tækifæri fyrir íslenzkt íþróttafólk. Þangað er svo stutt og kostnaðurinn tiltölu lega lítill. Það er náttúrlega albezt að geta sent farar- stjóra, þjáífara og iþrótta- menn, til þess að sem bezt sé búið í haginn fyrir keppend- ur. Fyrst og fremst á þó að senöa þá íþróttamenn, sem staðið hafa sig bezt, menn eins Og Guðmund Hermanns- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.