Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 16
16 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 Olympíuleikum og atvinnumennsku — á ekki að blanda saman, sagði Finnbjörn í*orvaldsson er keppti í London árið 1948 Finnbjörn Þorvaldsson — mikil npplifnn að taka þátt í Ol- ympíuleiknm. Islendingar sendu stóran hóp iþróttamanna á 14. Olym piuieikana i London árið 1948. Þetta voru fyrstu leik- arnir eftir heimsstyrjöldina síðari og Ieikarnir, sem vera áttu árin 1949 og 1944 höfðu fallið niður vegna stríðsins. Bretar voru ekki búnir að ná sér eftir hörmungar stríðsins og endurbyggingin skammt á veg komin. Þeir sýndu þó mikinn stórhug er þeir sam- þykktu árið 1946 að taka að sér Olympíuleikana 1948. — Aðbúnaðurinn var allt öðru visi en hann er á Olym píuleikunum í dag. Við bjugg um í bröggum frá stríðinu, nokkurn spöl frá æfinga- og keppnisvöllun’Uim. — Þarna voru allir keppendurnir sam- an komnir og var ýmislegt gert sér til dægrastyttingar. Keiluspil var vinsælt, sem og önnuí leiktæki, mikið var sungið, spilað og talað sam- an. Þama kynntist ég mörg- um ágætis mönnum og mörg þau kynni standa enn þann dag i dag, sagði Finnbjörn Þorvaldsson, skrifstofustjóri Loftleiða, einn af íslenzku keppendunum á leikunum í viðtali við Mbl. — 1 hverju kepptir þú á leikunum? — Ég keppti í 100 m hlaupi, langstökki og 4x100 m boð- hiaupi. Mér gekk ekki mjög vel og komst ekki í aðal- keppnina í neinni greininni. Ég var meiddur i fæti og því misheppnaðist atrenna min í langstökkinu alltaf, nema einu sinni og það stökk mældist 6.89. Það hefði að visu dugað til tiunda sætis i keppninni en aðeins komust þeir 12 er lengst stukku í undankeppninni áfram í að- alkeppnina. — Örn Clausen og Sigfús Sigurðsson stóðu sig bezt Is- lendinganna, þeir lentu báðir í 12. sæti í sínum greinum. Örn i tugþraut og Sigurður í kúluvarpi. — Hverjir eru eftirminnileg astir erlendu keppendanna? — Gaston Reiff, belgiskur langhlaupari, stal alveg sen- unni frá Zatopek í 5000 metra hiaupinu, kom nokkrum föðm um á undan honum í mark eftir æsispennandi enda- sprett. Harrison Dillard frá Bandaríkjunum var mjög góð ur grindahlaupari, en komst ekki á leikana nema til að keppa í boðhlaupi. Hann var þó með í 100 m hlaupinu og öllum á óvart sigraði hann. Félagi hans frá Bandaríkjun um, Ewell, lenti í öðru sæti, en hélt að hann hefði unnið og vonbrigði hans voru mik- il þegar honum voru tilkynnt úrslitin. —■ Eítthvað sérstakt sem þú mannst eftir í sambandi við þessa ferð? — Tveim fulltrúum frá hverju landi var boðið í te í konungshöllina og var ég annar þeirra sem varð fyrir valinu frá Islandi. Það var mikil upplifun fyrir ungan mann frá Islandi og svo má einnig segja um alla leikana. Þetta var allt svo nýtt og hvert einasta atriði var í rauriinni upplifun. — Hvað um leikana i Mún chen? ‘t*- Þessir 20. Olym- piuleikar verða örugglega það stórkostlegasta, sem gerzt hefur. á sviði iþrótta. Og ég er hræddur urrt að „þetta verði of flott“, þannig að það verði ekki nema á færi auð- ugustu þjóða heims að sjá um framkvæmd Olympiulei'karina í framtíðiinni. — Það má aldrei blanda Olympiuieikum og atvinnu mennsku saman og ég er hræddur um að það gerist i ríkara mæli á þessum leikum en áður hefur verið. Amer- ísku skólarnir og herinn í austurblokkinni skapa sinum íþróttamönnum aðstöðu at- vinnumannsins. Aftur á móti vil ég að íþróttamenn verði styrktir svo þeir tapi ekki hreinlega á íþróttunum. Hrafnhildur Guðmiindsdóttir með Hugrúnu dóttur sína: — Ientl í sambýli við Kóerubúa í Tókió. Upplifði ævintýri árin 1964 og 1968 - verð að láta mér það nægja, sagði Hrafnhildur Guðm.dóttir Allir íslenzldr sundáhuga- menn þekkja nafn Hrafnhild ar Giiðmundsdóttur. Hún hef ur verið ein mesta afreks- kona okkar i sundi mörg imd anfarin ár. Hún er ekki hætt að iðka sund enn og síðast í vetur tók hún þátt í nokkr- um sundmótum og sýndi þá að hún er enn á toppnum. Hrafn hildur keppti fyrir fslands hönd á Olympíuleikunum i Tokyo 1964 og aftur í Mexi- co árið 1968. Við spurðum Hrafnhildi að þvi hvort hana hefði ekki langað að fara á leikana i Múnchen. Jú, auðvitað langaði mig, ég var alveg veik. Ég gat bara ekki fórnað þeim mikla tima frá heimilinu, sem æfing arnar og undirbúningurinn hefði krafizt. Ég verð að láta mér mægja það ævintýri, sem ég upplifði á leikunum 1964 og 1968. — Hvemig gekk íslendcu keppendunum á leikun-um 1968. — Við áttum í nokkrum erf- iðleikum vegna þunna lofts- ins, en vöndumst þvi þó er á leið. Flest okkar náðu ekki eins góðum árangri og við hafði verið búizt, þó lentum við um miðju í flestum grein- um. — Hvemig var aðbúnaður inn? — öll okkar aðstaða var mjög góð, ég og Ellen Ingva- dóttir bjuggum saman í her- bergi. Kvenfólkið var allt í sérhúsnæði og þangað mátti enginn koma nema hann hefði sérstaka heimild. — Hvað kemur fyrst í huga þinn þegar minnzt er á leik- ana? — Setninnin og slitin eru ógleymanlegir atburðir, það var allt svo hátíðlegt og áhrifaríkt að við lá að mað- ur táraðist. — Nú er stór hópur Is- lendinga að fara utan, held- urðu að þau “ig* einhverja möguleika9 — Islendingarnir blanda sér varla í toppbaráttuna, en það er alveg sjálfsagt að senda þá út, sem sýnt hafa áhuga og framfarir. Það er ekki gaman að ætfa kannski oftar en 10 sinnum í viku og til einskis, maður verður að hafa eitthvað til að keppa að. — Mér finnst eitt athuga- vert við þann hóp sem nú fer út. Lára Sveinsdóttir, bezta frjálsíþróttakona okkar, er eini kvenmaðurinn í hópnum. Á leikunum í Tokyo 1964 var ég eini íslenzki kvenfulltrú- inn og ég lenti í sambýli við tóma Kóreubúa, þeir skildu mig ekki og ég ekki þá, svo sambúðin varð frekar þreyt- andi. — Kepptuð þið eitthvað að leikunum loknum? — Nei, við gerðum það nú ekki, en Erna Geirdal, íslenzk kona, og maður hennar lán- uðu okkur tvo bíla og við ók um suður til stærstu bað- strandar í Mexico. Með okk- ur þangað komu Ágústa og Vífill Árnason. Þarna á bað- ströndinni áttum við svo ynd islega daga og ég vil nota tækifærið til að þakka þessu yndislega fólki enn einu sinni fyrir samveruna og alla hjálpina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.