Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 1
s mm tTíi LAUGARDAGUR 26. AGtJST 1972. 24 SÍÐUR. OLYMPÍUBLAÐ MORGUNBLAÐSINS leikar eiga að vera yfir allt í DAG rennnr upp stór stund í lífi margra æskumanna og kvenna, en XX Ólympíuleikar vorra tíma verða settir á hin- um glæsilega Ólympíuleik- vangi í Múnchen í Vestur- Þýzkaiandi. Næsta hálfan mánuðinn mun athyglin bein- ast að þeim atburðum og átökum, seim eiga sér stað í íþróttakeppni leikanna, og ef að likum lætur mun þar ýmis- legt p\ænt gerast. Að leikum loknum halda nokkrir ein- staklingar til síns heima krýnd ir lárviðarsveig sigurvegar- ans, en fjöldinn mun eJigin önnur verðlaun hljó.ta en þau, að hafa verið þátttakandi í mestu íþróttahátíð lieims. Þær minningar verða örugg- lega flestum þátttakendum góður sjóður. XJndanfarna viku hafa verið ýmsar blikur á lofti og hart deilt á fundum leiðtoganna. Úrslitin í því þrátefli stjórn- málanna urðu þau að peðinu í leiknum — Rhodesíu — var fórnað. Um þá ákvörðun liafa verið skiptar skoðanir, og má mikið vera, ef hún á ekki eftir að verða hættulegt fordæmi. Hins vegar ber því ekki að neita, að mikill sjónar- sviptir hefði orðið af Afríku- mönnum, ef þeir hefðu verið sendir heim. Kjarni málsins er hins vegar sá, að Ólympíu- stjórnmálaþras hafnir. Þar á æska heimsins að geta mætzt í leik, án tillits til litarháttar, menningar eða tungu. í tilefni Ólympíuleikanna gefur Morgunblaðið út þetta aukablað, þar sem fjallað er um ýmislegt, sem efst eða of- arlega verður á baugi á Ólympiuleikunum. Meðal efnis í blaðinu er spjall um ein- staklinga, sem álitnir eru sia:- urstranglegir í keppni leik- anna, íjallað er um Ólympíu- svæðið og hina lífsglöðu Munchenborg, íslenzku þátt- takendurnir í leikunum eru kynntir, rætt er við þátttak- endur á fyrri Ólympíuleikum, spáð fyrir um úrslit í einstök- um greinum, kort birt af Ólympíusvæðinu, rakin dag- skrá íslenzku þátttakendanna og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.