Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1972 OLL STEFNA ÞAU A EFSTA ÞREPIÐ Janis Lusis — er hann setti hei msmetið í spjótkasti í sumar. Verður hann herforingi? — til þess þarf guil í Munchen Hljóti hinn 33 ára gamli Rússi, Janis Lusis, gullverð- laim í spjótkasti á Olympíu- leikunum, getur hann gengið að því sem gefnu að hann þurfi að fá sér nýja merkingu á úti- dyrahurð sína i Riga. Hann mun þá ekki iengur verða lið- þjálfi, heldur herforingi. — Þannig fara Rússar að því að viðurkenna góða íþróttamenn, er haft eftir þjálfara Lusis. Eins og málin standa núna segja margir að ekkert nema handleggsbrot geti komið í veg fyrir að Lusis sigri á Olympíu leikunum. Hann hefur einfald- lega verið hinn mikli meistari Hann hlaut bronsverðlaun i Tokíó, gullverðlaun í Mexikó, og Evrópumeistari varð hann í Belgrad 1962, í Budapest 1966, í Aþenu 1969 og 1971 í Helsinki. Árið 1968 eignaðist Lusis heimsmetið í spjótkasti með því að kasta 91,98 metra. Ári siðar varð hann að sjá af meti sínu til Finnans Jorma Kinnunen, en nú hefur hann endurheimt það aftur með þvi að kasta 93,80 metra. - Hefði það verið nauðsyn- legt að kasta 100 metra til þess að slá met Kinnunens, þá er ég viss um að hann hefði gert það, varð sænska spjótkastaranum Jan Smiding að orði, er hann horfði á metkast Lusis. Um þetta gæti Kinnunen sjálf sagt borið. I Mexíkó hafði hann forystu fram á síðasta kast. Taugaspennan var í algleymingi hjá öllum keppendum, nema Lusis. Þessi 180 sm hái og 90 kg þungi rússneski bjöm, hætti þrisvar við að kasta, þar sem honum fannst atrennan ekki passa hjá sér. Loks flaug spjót- ið úr hendi hans og kom niður Gullið var hans. Janis Lusis er kvæntur Elv- iru Ozolinu sem sigraði i spjót- kasti á Olympíuleikunum í Róm árið 1960. Þau eiga einn son sem heitir Dimitri. Hann á að verða arftaki föður síns sem bezti spjótkastari heims, að sögn foreldranna. Allt lagt í sölurnar Sigri finnska þjóðhetjan Juha Vaátainen annað hvort í 5000 eða 10.000 metra hlaupi á Olym- píuleikunum í Múnchen fer tæp ast milli máia að jafnmikið hef- ur aldrei verið greitt fyrir Olym píugull fram til þessa. I þrjú ár hefur Váátainen ltfað og hrærzt fyrir íþrótt sína, — þrjú löng ár, þar sem hinn mjög svo áhugasami finnski skólakenn ari, hefur dvalið við æfingar i Brasiliu, Kenya og Suður- Afríku, þar sem honum fannst kuldinn í Finnlandi vera of mik Ul. Hann hefur lifað sem atvinnu íþróttamaður, en þó búið við fremur þröngan kost. Á Evrópumeistatamótinu í Helsinki s.l. sumar varð Váátá- inen að finnskri þjóðhetju, er hann tryggði landi sínu gullverð laun i 5000 og 10.000 metra hlaupum. Sá árangur var þó hon um aðeins áfangi á leið. Mark- miðið hjá honum hefur alltaf verið leikarnir í Múnchen. Juha Váátáinen hóf feril sinn sem spretthlaupari, og komst sið ar inn í finnska landsliðið sem 800 metra hlaupari. Hann gleymdist síðan í nokkur ár, en átti síðan stórkostlegt „come back“ fyrir tveimur árum og þá sem langhlaupari. Hinn ljóshærði finnski stór- hlaupari er náttúrubarn í íþrótt sinni. Sagt er að hreyfing- ar hans minni á gazellu, en Jafnaði met Snell og Doubels — ætlar að gera betur í Munchen Ein nýjasta stjarnan á frjáls- íþróttafestingu Bandaríkja- manna er Dave Wottle. Fram að bandariska úrtökumótinu fyrir Olympíuleikana í Múnchen hafði nafn hans verið lítt kunn- ugt, en eftir mótið má segja að það hafi verið á hvers manns vörum, a.m.k. þeirra sem fylgj- ast með frjálsum íþróttum. Á mótinu liafði Wottle jafnað heimsmet Peters Snells og Ralplis Doubells í 800 metra hlaupi, er hann hljóp á 1:44,3 min. Sagt er að aldrei áður hafi farið fram annað eins 800 metra hlaup, en sem dæmi um keppnina má nefna að hinn kunni hlaupari Jim Ryun lenti þarna í fjórða sæti á 1:45,2 mín., og alls liliipu sjö hlauparar á 1:46,0 mín., eða betra. — Ég þakka það séræfingum mínum í 1500 metra hlaupi, að ég náði þessum árangri í 800 metra hlaupinu, sagði Dave Wottle að keppninni lokinni. Fyrstu 400 m voru hlaupnir á 52,0 sek. Það sem eftir var hlaupsins var sannarlega harður slagur og ég var ekki um of bjartsýnn, þeg- ar Ryun tók mikinn sprett og náði forystunni. — Það var Wottle sem keyrði upp hraðann i þessu hlaupi, sagði Jim Ryun, að því loknu. Það var ekki nokkur lifandi lífsins leið að fylgja honum eftir. Hann drap okkur alla af sér með sprettunum. í þessu umrædda hlaupi hljóp Wottle með derhúfu, rétt eins og hinn kunni hlaupari Keino hef- ur oft gert. Þegar Wottle var að því spurður hvort hann væri að apa eftir Keino, svaraði hann því til, að svo væri ekki. Hann hefði einungis verið að hlífa krafturinn á skógarbjörn. Váátainen, sem er vel greindur, telur þó sjálfur að sinn aðal- styrkleiki liggi í þvi hversu vel honuim tekst að meta andstæð- inga sína og aðstæður hverju sinni, og frægur er hann fyrir það að sprengja andstæðinga sína í langhlaupunum með stutt- um, hröðum sprettum. Eftir leikana i Múnchen, mun Juha Váátáinen hætta þátt'töku í íþróttum, og einbeita sér að stjórnmálum. Miklir iþróttamenn eiga nefnilega nokkurn veginn öruggan pólitískan frama i Finn landi, og er Kekkonen, Finn- landsforseti, eitt dæmið um það. Á sínum yngri árum var Kekk- onen landsliðsmaður í hástökki. Juha Váátáinen er pipar- sveinn, og um það atriði sagði hann eftirfarandi eftir EM í fyrra: — Engin kona getur ver ið gift öðru eins „sportidjóti" og ég er. höfði sínu við brennandi sólskin inu. Dave Wottle hóf keppni 1970. Hann náði fljótlega góðum ár- angri, og undir lok keppnistíma bilsins hafði hann hlaupið 800 metrana á 1:47,1 mín„ og míluna á 3:59,0 mín. Sökum anna við skólanám sitt keppti hann ekk- ert árið 1971, en s.l. vetur tók hann svo til við þær að nýju af enn meiri krafti en fyrr. Hann ætlaði sér að komast til Mún- ehen sem keppandi í 1500 metra hlaupi. Rær einn á báti * - en er óhemju vinsæll á Italíu David Wottle er 1,85 m hár og vegur aðeins 63 kg. Hann mun keppa bæði í 800 og 1500 metra hlaupum í Múnchen og má mikið vera ef hann á ekki eftir að leika e:tt af aðalhlutver'kun- um í úrslitum þessara greina. Dave Wöttle nieð Keinohúfu jafnaði heinismetið í 800 metra hlaupi á bandaríska úrtökumót inu. — Francesco Arese er pipar- sveinn, og dálítið sér á báti, sagði sænskur blaðamaður ný- lega við starí'sfélaga sinn í Stokklilómi, — en bann er mjög vinsæll á Ítalíu, bætti hann svo við. — Hann á þó aðeins vini meðal íþróttamannanna, og þeir hefja hann til skýjanna. Hann er þekktur fyrir það hversu al- þýðlegur og almennllegur hann er. Francesco Arese komst fyrst verulega í sviðsljósið í fyrra, er hann sigraði í 1500 metra hlaupi Evrópumeistaramótsins öllum á óvart. Með bros á vör seig hann fram úr keppinautum sínum á síðustu 20 metrunum og sleit snúruna sem öruggur sigur- vegari. Að hlaupi loknu varð honum það fyrst að orði, að af biöðum daginn eftir, en hún er blaðasöliukona á ftaliu. Áður en Arese sigraði í Hels- inki var hann búinn að vera einn fremsti hlaupari ftala i fjögur ár. Hann gat þó aldrei gert það upp við sig, að hvaða grein hann ætlaði að einbeita sér, og eftir keppnina kvaðst hann ætla sér að taka þátt i 5000 metra hlaupinu í Múnchen. En Arese mun siðar hafa skipt um skoðun og keppir í 1500 metra hlaupinu í Múnch- en. Hann hefur haft hægt um sig í sumar, og því lítið vitað í hvernig formi hann er. Það eina sem er vitað er það að hann æfði sérstaklega vel i vet ur og sumar. Áður hafði hann verið eini meðlimurinn í íþrótta- félagi sem mágur hans stofnaði fyrir hann, en í fyrrahaust gekk hann í stórt félag í Alco til þess að geta notið leiðsagnar þjálfara. Ef til vill tekst Arese að koma á óvart og skjóta stóru nöifnunum ref fyrir rass í Múnchen, þ.e. að segja ef hann er ekki einn af þeim. Francesco Arese — keinur fagnandi að marld sem Evrðpu- meistarl í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.