Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 16
16 MOBGÖNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972 fylgi fordæmi íslendinga og færi fiskveiðilögsögu sína út í 50 sjómílur. Telja má næsta líklegt, að gangi þessi hreyf- ing með sigur af hólmi í þjóð- aratkvæðagreiðslunni muni koma fram sterkar raddir í Noregi um tafarlausa út- færslu norsku fiskveiðilög- sögunnar. Ekki þarf að eyða mörgum orðum að því, hví- líka þýðingu norsk útfærsla mundi hafa í baráttu okkar fyrir viðurkenningu á 50 mílna mörkunum. Við mund- um fá aukinn byr í seglin og NORÐMENN, EBE OG ÍSLAND 0*aofond« W. Áw&tojf, R'aykjavík FiíaTrtfevaomda&tjóri HewaWur Svamsaon. fltetiórar Motiihfas Johaomason/ Eyfótfur KonráO Jónsaon. ASstoSarrftatióri Styrmir Gunnarsson. RkatjórnaifulHnúi Þiorbjönn Guömundsson Próttaetjóri Björ-n JÓhannoson. A'UglýsingaS'tjóri Árni Garöar Kristirvsson ftrtstjórn og aígroiðsia Aiaistrsoti 6, sími 10-100. Augiíý'SÍngar Aðatetr'eeti 6, aftni 22-4-80 As'krrftargjaid 226,00 kr á nvénuði innanlands f teiusasðtu 15,00 kr eintakið T dag og á morgun fer fram í Noregi þjóðaratkvæða- greiðsla um fyrirhugaða að- ild Norðmanna að Efnahags- bandalagi Evrópu. Úrslit þess arar atkvæðagreiðslu eru tal- in mjög tvísýn og allt eins lík- legt, að aðild verði felld. Þá mun stjórn Brattelis fara frá og líklegt að ný minnihluta- stjórn taki við völdum í Nor- egi. Augljóst er, að felli Norð- menn og jafnvel Danir líka aðild að Efnahagsbandalag- inu verður það umtalsvert áfall fyrir hugsjónina um sameinaða Evrópu. Með stækkun EBE úr 6 ríkjum í 10 átti að stíga stórt skref fram á við til þess að efla samstarf Evrópuríkja og leggja traust- ari grundvöll að nýju evrópsku stórveldi framtíðar- innar. Efnahagsbandalagið hlýtur að taka mörg stefnu- mið sín til endurskoðunar, ef í ljós kemur, að það reynist ekki nægilega freistandi fyr- ir hinar tvær norrænu þjóð- ir. En hvað sem líður áhrifum hugsanlegrar neitunar Norð- manna á Efnahagsbandalag- ið og stefnumótun þess, er þó nærtækara fyrir okkur ís- lendinga að íhuga áhrif þess á stöðu okkar og hagsmuni í bráð og lengd, verði úrslitin í Noregi neikvæð fyrir aðild- ina. í þeirri þjóðfylkingu, sem myndazt hefur í baráttunni gegn aðild Norðmanna, eru þau öfl áhrifamikil, sem krefjast þess, að Norðmenn aðstaða okkar styrkjast mjög. Þess vegna hafa úrslit EBE- atkvæðagreiðslunnar í Noregi mikla þýðingu fyrir íslend- inga. Þegar lengra er litið er einnig augljóst, að úrslit at- kvæðagreiðslunnar geta haft margvísleg áhrif á þróun mála hjá okkur. Sænski for- sætisráðherrann hefur þegar gefið í skyn, að verði EBE-að- ildin felld kunni að skapast grundvöllur fyrir því að taka upp til nýrrar athugunar hug- myndir um norrænt efna- hagsbandalag í einhverri mynd. Eins og menn muna fóru áætlanir um Nordek út um þúfur, þegar Finnar neyddust til þess að draga sig út úr því fyrirhugaða sam- starfi. Komi Nordek-hugmyndin upp á ný hljótum við að taka það mál allt til skoðunar. Afstaða okkar, þegar mál þetta var til umræðu fyrir nokkrum misserum, var sú, að bíða átekta en fylgjast vandlega með öllum umræð- um og undirbúningi að Nor- dek. Þá virtust ýmsir af nú- verandi ráðamönnum í land- inu ólmari í að komast inn í Nordek en þáverandi ráðherr- ar. Því verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á þessu sviði, ef úrslitin í Noregi verða á þann veg, sem flestir spá. HVAR ER MENNTA- MÁLARÁÐHERRA? T ítið hefur heyrzt frá menntamálaráðherra landsins frá því að hann tók við ráðherraembætti Öllu verra er þó, að svo virðist, sem það umbótastarf, sem hafið var í menntamálum síð- ustu ár Viðreisnarstjórnarinn ar eftir mikinn eftirrekstur, m.a. hér í Morgunblaðinu, hafi gersamlega stöðvazt. Á síðasta þingi fyrir kosn- ingar 1971 voru lögð fram fjölmörg lagafrumvörp um grundvallarbreytingar í skóla kerfi landsmanna. Augljóst var, að sum af þessum frum- vörpum gerðu ráð fyrir svo umfangsmiklum breytingum að óráð var að afgreiða þau á sama þingi og átti það raun- ar einnig við um frumvarpið um Kennaraháskóla íslands, sem samþykkt var í miklum flýti á því þingi. En því mið- ur hefur ekkert gerzt síðan. Kaddir heyrast um það í stjórnarherbúðunum, að menntamálaráðherrann eigi svo erfitt með að gera upp hug sinn og taka ákvarðanir, að menntabyltingin hafi stöðvazt af þeim sökum. Illt er til þess að vita. Hér er meira í húfi en svo, að getu- leysi eins ráðherranna megi ráða þar úrslitum. Stjórnar- andstaðan verður að taka menntamálin upp til alvar- legrar meðferðar á þingi því, sem saman kemur í október, því að nú liggur ljóst fyrir, að af hálfu hæstvirts mennta- málaráðherra er einskis 'að vænta og hefur hann þó ekki önnur verkefni með höndum en menntamálin og svo Hag- stofu íslands. Kannski taka málefni Hagstofunnar svo mikinn tíma hjá ráðherran- um, að hann megi ekki þess vegna vera að því að sinna menntamálunum. Reykjavíkurbréf j \ Laugardagur 23. sept. S Franskt menn- ingarveldi Heimsókn Maurice Schumanns, utanríkisráðherra Frakklands, á dögunum, beinir athyglinni að því, að menningarleg samskipti okkar við aðrar þjóðir eru í raun og veru mjög fábrotin. Menn- ingartengslin eru að mestu við Norðurlöndin og hinn engilsax- neska heim. Fyrsta erlenda tungumálið, sem kennt er í skól- um er danska en næst kemur enskan. Lengst af var danskan tvimælalaust það erlenda tungu- mál, sem flestir íslendingar töl- uðu en á þessu hefur orðið breyt ing á siðari árum og enskan er tamari hinu yngra fólki. Við kaupum mikið magn af blöðuim, tímaritum og bókum frá Norðuriöndunum, Bretlandi og Bandarikjunum. Frá þessum löndum kemur einnig mest af því sjónvarpsefni, sem við horf- um á. Island er á áhnfasvæði hins engilsaxneska heims en tengslin við Norðurlöndin höf- wi við eflt sem mótvægi gegn of mikluim áhrifum Engilsaxa. Allt hefur þetta þau áhrif, að við skoðum samtímaviðbúrði og fyrri tiima sögu að veruíegu leyti frá engilsaxneskum sjónarhóli og að nokkru norrænum. Ekki þarf víðförlan mann til þess að átta sig á því, að þrátt fyrir allt hafa Engilsaxar ekki lagt undir sig heiminn. Frakk- land er ekki lengur stórveldi á stjórnmálavísu en það er eitt mesta menningarveldi heims. Frönsk menning og tunga hafa markað djúp spor í þrerrnur heims álfum utan Evrópu. Frakkar skoða atburðarás veraldarsög- unnar í talsvert öðru ljósi en enski hetenurinn gerir. Frakk- land, frönsk tunga og menning búa yfir sérstæðum töfrum. Þar hefiur lengi ríkt mikil gróska í listum, sérstaklega myndlist og bókmenntum. Allt veldur þetta því, að við eigum að nota það tækifæri, sem skapazt hefur með fyrstu heimsókn f ransks ráð- herra til Islands til þess að efla menningartengslin milli land- anna. íslenzk menning mun auðg ast af þeten samskiptum og sjóndeildarhringurinn verður kannski svolitið stærri. Þeir ísiiendingar eru ekki margir sem hafa getið sér slikt orð, i samskiptum við ráðamenn stórþjóðanna, að eftir er mun- að. Það vakti athygli gesta í kvöldverðarboði, sem utanríkis- ráðherra hélt hinum franska starfsbróður sínum, er Schu- mann sagði í ræðu, að það hefði haft djúp áhrif á sig að kynnast dr. Bjarna Benediktssyni og ræða við hann um málefni Is- lands og líðandi stundar. Við Tjörnina Þegar fjallað er um gamalt og rótgróið menningarríki á borð við Frakkland, sem leggur mik- ið upp úr þvi að viðhalda hinu gamla og varðveita minjar frá fyrri timum, verður næst fyrir sú skyndilega ákvörðun Reykja- vikurborgar að finna borgarleik húsi stað í nýja miðbænum svo- nefnda. Nefnd, sem unnið hefur að tillögugerð um þetta, hefur skilað ofangreindum niðurstöð- um og félagsfundur i Leikfélagi Reykjavikur hefur samþykkt þær. Hvað sem tautar skal elzta menningarfélag borgarinnar, sem starfað hefur í 75 ár á sama staðnum í Iðnó við Tjörnina rif- ið upp með rótum og flutt á stóra auða svæðið milli Kringlu mýrarbrautar og Háaleitisbraut- ar. Þetta er afleit niðurstaða hjá þeirri vísu nefnd. Leikfélag Reykjavíkur á heima við Tjörn- ina og hvergi annars staðar. Það er órjúfanlegur hluti Tjarnar- svæðisins og hefur átt ríkan þátt í að skapa þann „sjarma", sem yfir því er. Tjarnarsvæðið verður ekki hið sama á eftir og Leik- félagið verður ekki sama gamla Leikfélag Reykjavíkur þegar bú- ið verður að hola því niður í ein- hverri glerhöll í nýjum miðbæ. Eigi nokkurt hús að rísa við Tjörnina, þá er það lítið og smekklegt borgarleikhús, sem fellur vel inn í umhverfi Tjarn- arinnar, hýsir Leikfélagið og varðveitir það andrúm við Tjörn ina, sem Leikfélagið og Iðnó hafa skapað. Hvernig getur einhver nefnd fárið að ráðskast með gömul menningarverðmæti Reykvík- inga í andstöðu við meginþorra borgarbúa? Það má hiklaust full yrða, að skoðanakönnun eða kosning um staðsetningu borg- arleikhúss yfir Leikfélag Reykja vikur mundi leiða þá staðreynd í ljós, að í hugum og hjörtuim Reykvikinga eiga þau saman, Leikfélagið og Tjörnin og það samband má ekki rjúfa. Samþykki félagsfundar Leik- félags Reykjavikur við þessari dæmigerðu lausn skrifistof'uveld- isins er velunnurum félagsins vonbrigði, en kanns'ki skiljanlegt út frá sjónarmiði Leikfélags- manna. Þeir eru að vonum orðn ir þreyttir á óvissu um staðar- val og vilja fá málin á hreint i eitt skipti fyrir öll. En því mið- ur — þetta var röng ákvörðun. Ef að líkum lætur á mál þetta eftir að koma til umræðu í borg- arstjórn Reykjavikur. Þá reynir á það, hvort þeir, sem vilja varð veita hin gömlu menningarverð- mæti, samband leikhússins og Tjarnarinnar, eiga sér einhverja talsmenn í hinni virðulegu borg- arstjórn Reykjavíkur. Ráp iðjuleysingja Eitt sérstætt vandamál fylgir því að starfa á skrifstofum í miðborginni. Það er sá ósiður, sem er býsna útbreiddur, að iðju leysingjar, sem eru stanzlaust á rápi um miðbæinn, vaða inn á skrifstofur manna, hlamma sér niður í stól og hefja upp dægur- hjal af versta tagi án þess að skeyta nokkuð um það, hvort fórnardýrið hefur tíma aflögu til þess að hlýða á tal þeirra. Vilji þeir, sem fyrir þessum bú- sifjum verða ógjarnan sýna af sér þá „ókurteisi" að vísa boðflennunni á dyr söikum anna, er eins víst, að hinn óboðni gest- ur haldi uppi hrókaræðum tímunum saman. Það eru áreið anlega ekki fá dagsverkin, sem hafa farið forgörðum með þess- um hætti á skrifstofum í mið- borginni og því er þetta almennt vandamál en ekki einangrað fyr- irbæri. Áþekkt þessu er hófleysi í notk un siíma. Menn nota sírna hér í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.