Morgunblaðið - 13.10.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 13.10.1972, Síða 16
1 0 MOR.GUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1972 Oitgafandi W Árvökuf, R'ay^av'* Frsmfcvaemdastjóri HaroWur Svei«*aon. R'ítatíórar M.at#iías Johetvneaaen, Ey^ótfur KonráO Jónsson. AOstoSarntstíóri Styrm-ir Gunírarsson. Rrtstjómarfu+hirúí Þwrbföim Guðmufldsaon Fréttastíóri Björn Jóhanne&an Augtýsirrgastjóri Ámi Garöar Krietinssoo. Rrtstjórn og afgraiðsla AðtHstræti 0, sfrni 1Ó-100. Augíyaingor AOaiwti'eeti 6, afrm 22-4-60 Ásfcriftargjatd 225,00 kf á tnérruði innanlaod* I teusasöTu 15,00 Ikr eintakið I^jármálastjórn eða öllu held * ur stjórnleysi Halldórs E. Sigurðssonar, hefur leitt til þess, að á tveimur árum hafa fjárlög hækkað um 100%. Á síðasta ári viðreisn- arstjórnar námu niðurstöðu- tölur fjárlaga rúmlega 11 milljörðum króna, en í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár, sem lagt hefur verið fyr- ir Alþingi er gert ráð fyrir, að þessi tala verði um 20 milljarðar króna. Alkunna er, að fjárlagafrumvarp hækkar jafnan verulega í meðförum Alþingis, og ekki ólíklegt, að niðurstöðutölur fjárlaga næsta árs verði um 22 milljarðar króna eða 100% hækkun á tveimur árum. Þessi gífurlega hækkun fjár- lága og það 20 milljarða fjár- lagafrumvarp, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, bendir ein- dregið til þess, að vinstri stjórnin hafi gjörsamlega mísst tök á stjórn fjármála ríkisins eins og á öðrum sviðum og hyggist seilast dýpra og dýpra ofan í vasa skattborgaranna. En það er ekki nóg með að fjárlagafrumvarpið boði vaxandi skattheimtu vinstri stjórnarinnar, þar sem tekju skattur á að hækka um 1,3 milljarða frá yfirstandandi ári, heldur verður ekki ann- að lesið út úr fjárlagafrum- varpinu en ríkisstjórnin hyggist beita sér fyrir stór- felldri vísitöluskerðingu. I athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið er skýrt frá því, að niðurgreiðslur muni nema tæplega 1600 milljónum á næsta ári en sú aukning nið- urgreiðslna, sem ákveðin var með verðstöðvunaraðgerðun- um í sumar verði felld nið- ur um áramót. Leiðir það augljóslega af sér verulega hækkun verðlags, sem sam- kvæmt gildandi kjarasamn- ingum á að koma fram í hækkaðri kaupgjaldsvísitölu. En í athugasemdum fjárlaga- frumvarpsins er einnig greint frá því, að sú forsenda, sem það byggir á, sé m.a., að kaupgjaldsvísitalan verði ó- breytt næsta ár frá því sem nú er. Þetta verður ekki skilið öðru vísi en svo, að ríkis- stjórnin hyggist framkvæma stórfellda skerðingu vísitöl- unnar um næstu áramót, og láta almenning taka á sig bótalaust þær verðlagshækk- anir, sem þá skella fyrirsjá- anlega á. Á erfiðleikaárunum 1967—1969 náðist samkomu- lag um það við verkalýðs- félögin að takmarka vísitölu- uppbætur á laun verulega, en ríkisstjórnin boðar þessar að- gerðir ekki á hallæristímum, heldur þvert á móti á mesta veltuári, sem þjóðin hefur kynnzt frá því á síldarárun- um miklu. Það sem fjárlaga- frumvarpið gefur í skyn í þessum efnum er mjög í sam- ræmi við fréttir, sem borizt hafa úr herbúðum ríkisstjórn arinnar um þær fyrirætlanir hennar að skerða vísitöluna. Sú mynd, sem f járlagafrum varpið dregur upp af fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er því í stuttu máli á þann veg, að hún hyggist annars vegar sækja enn meira fé í vasa skattborgaranna á næsta ári en yfirstandandi ári og í þokkabót gera ráðstafanir, sem munu stórhækka verð- lag í landinu án þess, að laun þegar fái þær verðhækkanir eða skattaálögur bættar. í næsta mánuði kemur þing Alþýðusambands íslands sam an til fundar og verður áreið- anlega fylgzt af mikilli at- hygli með störfum þess. Erf- itt er að trúa því, að Alþýðu- sambandsþing sætti sig við aðgerðir af því tagi, sem fjárlagafrumvarpið virðist sýna, að ríkisstjórnin hafi í hyggju. Og ótrúlegt má telja, að fulltrúar á Alþýðusam- bandsþingi krefji ekki ríkis- stjórn „hinna vinnandi stétta“ sagna um það, hvern- ig hún ætli að leysa þau al- varlegu vandamál, sem steðja að atvinnu- og efnahagslífi landsmanna, en þau eru í stuttu máli þessi: í fyrsta lagi verður að gera ráðstafanir til þess að tryggja hallalausan rekstur útflutn- ingsatvinnuveganna, útgerð- ar og fiskvinnslu, og ekki að- eins hallalausan rekstur þeirra, heldur að þessar at- vinnugreinar geti skilað það miklum arði að þær standi undir þeim gífurlega kostn- aði, sem fylgir endurnýjun fiskiskipaflotans og endur- bótum á frystihúsum lands- manna á næstu árum. í öðru lagi er ljóst, að ríkisstjómin verður að gera ráðstafanir til þess að afla verulegra fjármuna bæði til þess að af- greiða greiðsluhallalaus fjár- lög og eins til hinna ýmsu fjárfestingarsjóða, sem tæmd ir hafa verið á stuttum tíma eftir að ríkisstjórnin tók við völdum. í þriðja lagi verður ríkisstjórnin að gera grein fyrir því, hvernig hún ætlar að leysa verðbólguvandann, en því vandamáli skaut hún á frest í sumar fram til ára- móta og tilkynnti, að verð- stöðvun væri gengin í gildi fram að þeim tíma. Það vita hins vegar allir almennir borgarar að þessi verðstöðv- un hefur verið að engu höfð. Fjölmargar vörur og marg- vísleg þjónusta hefur hækk- að þrátt fyrir verðstöðvunar- boðskap ríkisstjórnarinnar. Hvernig ætlar hún að leysa verðbólguvandamálið um áramót? Þetta eru þær þrjár meginspurningar, sem fulltrú ar á þingi Alþýðusambands íslands munu setja fram við ríkisstjóm Ólafs Jóhannes- sonar og krefjast svara. Á þessu stigi skal að sjálf- sögðu engu spáð um væntan- legar aðgerðir ríkisstjórnar- innar, annað en það, sem í fjárlagafrumvarpinu má sjá, en vissulega benda 20 millj- arða fjárlög og fyrirhuguð stórfelld vísitöluskerðing ekki til þess, að landsmenn eigi skemmtilega jólagjöf eða áramótagjöf í vændum. VÍSITÖLUSKERÐING Karólína T»orsteinsdóttir: í SKJÓLI VALDSINS Lítil vsaga frá Seyðisfiröi Þegar talað er um verzlun á íslandi í dag eru það veniulega verzlunarhallir i Reykjavik sem eru til umræðu. I>að eru færri sögur sagðar af þeim fyrirtækj- um úti á landi, sem rekin eru við þröngan kost, í dreifbýli, við mikla samgönguerfiðleika. Þeir einstaklingar, sém við þetta fást eru haidnir þeirri þrjózku Is- lendingseðlisins, sem enn lifir frá dögum Bjarts í Sumarhúsum, sem barðist vonlausri baráttu örvrkjabóndans, við það aö verða sjálfstæður maður á kot- inu i heiðinni, í nágrenni við stórbýli Rauðsmýrarmaddöm- unnar. Það hefur verið stefna Sambandsins undanfarin ár að ná yfirhöndinni í allri verzlun úti á landsbyggðinni, og hér á Aust urlandi hafa þeir náð einstak- lega góðum árangri. Á Seyðis- firði var svo komið málum að heita mátti að Kaupfélag Hér- aðsbúa væri orðið einvaldur i verzluninni, eftir að Kaupfélag Austfirðinga, Seyðisfirði, var gert upp á sínum tíma, og er það mál kapítuli út af fyrir sig, sem æskilegt væri að kæmi enn- þá betur fram í dagsljósið. Reynslan sýndi, að þjónustan var eins og vænta mátti af kaup félagi, sem rekið var af utanbæj armönnum. Greiddu þeir ekki einu sinni opinber gjöld til bæj- arins. Við hjónin lögðum því í það fyrirtæki fyrir þrem árum, að stofnsetja verzlunina Brattahlíð. Síðan hefur sú verzlun ver ið helzti samkeppnisaðilinn, þó að frammámenn K.H.B. hefðu stór orð um það í upphafi, að við yrðum gerð upp eftir þrjá mán- uði, þegar vixlarnir færu að falla. Hin frægu mjólkurmál hafa verið leyst á þann hátt, að við höfum keypt mjólkina i smásölu hjá kaupfélaginu, til endursölu, og síðan var eðlileg samkeppni og samskipti verzlananna. En síðastliðinn vetur var ráð- inn nýr deildarstjóri, sem var fliótur að sýna vald sitt. Hann setur ströng fyrirmæli um það að við megum ekki kaupa mjólk á Egilsstöðum nema með hans leyfi. Og nú þegar Héraðs- menn eru búnir að leggja fram milljónir, til þess að styrkja sam keppnisaðstöðu sína hér er hann orðinn sá stóri. Þegar starfsfólk okkar kemur i verzlun kaupfélagsins, sýnir hann því svo fáheyrðan rudda- skap, að slíks tel ég ,fá dæmi. Fólk er spurt, ef það er á ein- hvern hátt tengt verzlun okkar, hvort það sé að kaupa fyrir okkur, ef það leyfir sér að biðja um meira en einn lítra af rjóma, og nú síðast þegar starfs fólk okkar ætlar að gera smá verzlun hjá kaupfélaginu, stendur við kassann og ætlar að borga, tekur deildarstjórinn vör urnar af því, og það er rekið út með ofsa. Síðan hringir þessi góði maður i mig, titrandi af heift og tilkynnir mér, að ef starfsfólk mitt eða venzla- fólk láti sjá sig í verzlun kaup- félagsins, skuli hann sjá til þess, að við fáum ekki keyptan dropa af mjólk framar. Þarna er vald- ið. Tvær af þeim konum sem urðu fyrir þessum árásum hafa flutzt hingað frá Vestmannaeyj- um, og hafa þær ekki kynnzt þessum verzlunarháttum fyrr. Ég spyr. Er hægt að reka opna kjörbúð, og visa út með ruddaskap fólki, sem búið er að gera sína verzlun og ætlar síðan að greiða vöruna? í öðru lagi: Er hægt að beita slíku of- ríki í opinberri samkeppni, án þess að lögin nái til? Ef þetta er hægt, hver er þá réttur einstaklingsins hjá þjóð- inni í dag? Ég vona að einhver af okkar ágætu lögfræðingum svari. Einn laugardag i sumar kom til okkar kokkur af rækjubát og bað um kost, svo að hann kæmist út um kvöldið. Að sjálf- sögðu fékk hann afgreiðslu, en þar sem hann hafði áður verzlað við kaupfélagið, spurðum við hvort hann hefði ekki náð i neinn þar. Jú, kokkurinn hafði náð í deildarstjórann og fengið þau svör, að hann stæði ekki í því að afgreiða svona smáskit á laugardegi. Kokkurinn á þess- um bát var ung kona, og kannski sýnir það bezt, hve stór karl þessi fulltrúi Sambandsins er, að í öll skiptin er það kven- fólk sem hann ræðst á. Þegar ég hugsa um sögu kaupfélaganna gegnum árin, dettur mér alltaf i hug, að þeg- ar ég var barn ætlaði móðir min, fátæk bóndakona að gera daga- mun á heimili sinu fyrir jólin. Hún bað meðal annars um lyfti- duft i kaupfélaginu, og kaupfé- lagsstjórinn sagði: „Fátækt fólk kaupir ekki ger, það kaupir natr on.“ Mér finnst að þeir sem fást við verzlun úti á lands- byggðinni i dag standi í sporum Biarts í Sumarhúsum. Hann náði að byggja sitt hús, en varð síð- an að flytja á ennþá aumara kotbýli, þar sem hann gat raunar huggað sig við hvað sólarlagið var faliegt. Á meðan jókst vald Rauðsmýrarmaddömunnar, enda sonur hennar kominn á þing. Seyðisfirði, 30. sept. 1972,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.