Morgunblaðið - 15.10.1972, Síða 4

Morgunblaðið - 15.10.1972, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1972 22022- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLAUEIGA CAR RENTAL 75* 21190 21188 14444^25555 lwm/m I 14444^25555 Einangrun Góf plasteinangrun hefur hita- leiðnistaðal 0,028 til 0,030 Kcai/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn i sig. Vatns- drægni margra annarra einangr- unarefna gerir þau. ef svo ber undir, að mjog lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44 — sími 30978. onGiEGn Sr. DórirStepnensen: HUGVEKJA PRESTSVÍGSLA ÉG hef litilleg-a gert helgiathafnir kirkjurmar að umræðuefni í þessum þáttum. Skim og ferming hafa báðar fengið sitt rúm. I dag hljóta nýútskrif- aðir guðfræðingar sina prestsvígslu í Dómkirkjunni. Það er því ekki að ófyr- irsynju, að við hugleiðum lítillega þessa helgu athöfn og ýmislegt henni skylt, þegar svo stendur á. Ef við lítum á prestsvigsluna eins og hún er ákveðin í helgisiðabók okkar, þá kemur í ljós, að hún er fyrst og fremst fyrirbæn fyrir vigsluþeganum. Guð er beðinn að gefa honum heilagan anda sinm til að starfa með trúmennsku í kirkjunni. Guð er beðiinn að helga hann i sannleika, styrkja trú hams og kær- leika, vera í honum veikum máttugur. Áður hefur vígsluþeginn lofað að prédika Guðs orð, hafa um hönd hin heilögu sakramenti, uppfræða æskulýð- inn, styðja lítilmagnann, liðsinna þeim, sem eru hjálparþurfi og vaka yfir sál- arheill safnaða sinna m.a. með þvi að reyna eftir megni að vera öðrum til fyr- irmyndar i trú og framkomu allri. Þetta lofar vígsluþegi að gjöra, eftir því sem Guð veitir honum náð til. En þungamiðja athafnarinnar er sjálf vígslan, sem felst i bæn og handayfir- lagningu biskups og fjögurra prests- vígðra manna. Hér er hinn dulræni þáttur. Sú blessun, sem borin hefur ver- ið af einmi kynslóð tii annarrar, kemur hér til skila. Hún er ekki mamnaverk, en mönnum þó falin til varðveizlu og boð- unar. Og sá, sem slíka vígslu hlýtur, verður aldrei sa.mur maður eftir. Hainn er vigður, helgaður Guði á sérstakan hátt, þannig að aldrei mást úr sál hans þau einkenni, sem hún fær á þessari stund. Prestinum eru falin sérstök hlulverk í söfnuðinum. Hann á að prédika og uppfræða söfnuðimn um sannindi trúar- innar. Hann á að veita heilög sakra- menti og annast sálgæzlu. En þar sem við lútherskir menn Mtum svo á, að hver kristin sál sé í raun og veru prestur, þ. e. hafi ákveðnu boðumarhlutverki að gegna, þá leyfum við, að leikmenn prédiki og skíri skemmri skírn, ef ekki næst til prests. Hitt er miklu fleira, sem prestihum er einum leyft að hafa um hönd. Hann hefur hlotið blessun tii þess, blessun, sem gemgið hefur í arf, síðan postular Krists hófu að vígja menn til starfa með bæn og handayfirliagmingu. Vígslan veitir prestinum e.k. leyfi til að fram- kvæma helgiathafnir, ekki í eigin nafni, heldur i nafni og umboði Jesú Krists. Prédikun hans er flutt i Jesú nafni, og sakramentin hefur hann um hönd á sama hátt. Presturinm skrýðist sérstökum klæð- : um við hinar helgu athafnir. Hempan og kraginn eru veraldlegur embættis- búningur hans, upphaflega lærdóms- tákn háskól'amanns á miðöldum. Auk' þeirra er svo messuskrúðinn, táknrænn búmingur, sem að nokkru leyti á upp- runa sinn i þeim klæðum, er menn báru á dögum Kriists. Það, eins og fleira, minnir okkur á, að presturinn kemur ekki fram í eigin , nafni, heldur sem þjónn Guðs. Þar, sem prestur er, hlýtur einnig að vera söfnuður. í öllum venjulegum til- fellum hljótum við að ætla, að áhrif þar í milili verði gaghikvæm. Presturinn mótar söfnuð sinn og söfnuðurinn hef- ur mótandi áhrif á sálusorgara sinn. Það hlýtur alltaf að vera mikið undir söfnuðinuim komið, hvað úr presti hans verður, hvaða þroska hann nær. Áhuga- samur, lifandi söfnuður bætir prestimn, örvar hann, styður hann til vaxtar og laðar fram hið bezta sem í honum býr. Slíkur söfnuður ætlast líka til mikils af presti sinum. Hann væntir þess, að hann verði trúr vígsluheiti sínu, verði allur í hverju verki, reyni hvarvetna að koma fram sem einlægur lærisveinn Jesú Krists. Þetta er allt gott og nauðsynlegt, en verður að vera á báða bóga. Prestamir eru ekki kirkjan, heldur prestar og söfnuðir. Góður söfftuður veit, að prest- ur, sem stendur einn, nær aldrei þeim árangri, sem ruauðsynlegur er, hvorki á akri safnaðarins né á vettvangi síns innra manns. Þess vegna eru samfé- lagið og samstarfið nauðsyn. Gagn- kvæmur stuðningur i einlægum, hrein- skilnum kærleika er hin mikla afltaug alls safnaðariífs. íslenzkum presti er ætiaður stór verkahringur, allt of stór til þess að hann nái að sinna öllu því, sem sinna þarf. Því er hér mikil nauðsyn á öruggri samhjálp og samvinnu prests og safnaðar. Prestsins er víða þörf, en hann hefur líka mikia þörf fyrir hjálp bæði í orði og verki, beeði með sjálf- boðaliðsstarfi og hinum óbéirna en mjög dýrmæta stuðningi, sem í því felst að rækja kirkjuna sína vel, guðsþjónust- ur hennar og annað starf, sem innan veggja hennar eða í skjóli hennar dafnar. Bæninni má heldur ekki gleyma, fyr- ir söfnuði og fyrir presti. Hugir beggja þurfa að mætast þar sem þeir sækja þrá sinini þrótt. Þannig hefur hver einasti maður sitt til málanna að leggja. Þegar við höld- um til guðsþjónustu, þá eigum við ekki að fara til þess eins að þiggja. Við eigum Mka að leggja fram okkar hlut. Við hljótum að bera með okkur trúar- þrá og leit og hlýtt þel til þeirra sem með okkur þrá og ieita. Sá, sem á í sér fólgið takmark okkar allra, hamn er kirkjunnar Drottinn. Hans skulum við Leita í sameinimgu, lærðir og leikir. Höfum það í huga, er við höldum til kirkju í dag til að taka þátt í guðsþjónustumni, sem borin er uppi af blessuminni, sem gefur prests- vigslunni gildi. ÞEGAR einni umferð er ólok ið í tvímenningskeppni TBK er staða efstu para þessi: 1. Þórhallur Þorsteinsson — Kristján Jónasson 778 2. Gestur Jónsson — Ólafur Adolphsson 724 3. Sigríður Ingibergsd. — Jóhann Guðlauigsson 723 4. Bernh. Guðmundss. — Júllíus Guðmumdsson 720 5. Bragi Björnsson — Þórður Sigfússon 715 6. Baldur Ásgeirsson — Jón Oddsson 708 7. Gí$li Víglundsson — Orwell Utley 691 8. Guðmu Karlsson — Karl Jóhannsson 691 9. Albert Þorsteinsson — Kjartan Markússon 691 10. Huigborg Hjartardóttir — Vigdís Guðjónsdóttir 689 11. Bjarni Jónsison — Jósep Sigurðssom 689 12. Guðjón A. Ottósson — Ingólfur Böðvarsson 685 Meðalskor er 660. 27. október n.k. hefst svo hraðsveitakeppni og eru þátt takenduir beðnir að tilkynna þátttöku í símum 24856 eða 21674. V A ♦ + Bridgefélagið Ásar í Kóp. Tveggja kvölda tvímennlngs kieppni lauk sl. mánudag. Alls í.tóku þátt i keppninni 23 pör og var spilað í tveim riðluim. Keppnisstjóri var Hjalti Elías son. Úrslit urðu þessi (Efstu pör): 1. Haukur — Valdemar 266 2. Ari — Jóhann 262 3. Árni — Þorfinnur 259 4. Jón A. — Garðar 258 5. Sævin - — Ármann 251 6. Gunnl. — Jóhann 238 7. Ester — - Gunnlauigur 227 8. Ólafur — Láruis 224 9. Þorvaldur — Guðm. 224 10. Vii) ij álnmur Gestur 224 11. Helgi — Cecil 224 Næst á dagskrá er sveitar keppni félagsins og hefst hún n.k. mánudagskvö’d kl. 20,00. Spilað er í Félagsheimili Kópa vogs. y ♦ ♦* Brtdgefélag Kópavogs Að tveim umferðum lokn- um í tvímenningskeppninni er staða efstu para þessi: 1. Grímur Thoraremsen — Kári Jónasson 274 2. Björgvin Ólafsson — Bjami Pétursson 249 3. Ragnar Halldórsson — 1 Bjarni Pétursson 244 4. Guðjón Sigurðsson — Einár Benjamínsson 241 5. Ármanm Lárusson — Sævin Bjarnason 239 6. Óli Andreasson — Gylfi Gunnarsson 236 7. Guðm. Gunnlaugsson — Helgi Benjamínsson 236 8. Skúli Sigurðsson — Kristinm Kristinsson 231 A. G. R. Beinn slmi í farskrárdeild 25100 Einnig tarpantanir og upplýsingar hjá ferðaskrifstofunum Landsýn simi 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen simi 13499 -Úrval simi 26900 -Útsýn sirni 20100 -Zoéga simi 25544 Feröaskrifstofa Akuieyrar simi 11475 Auk þess hjá umboðsmönnum um allt land L0FTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.