Morgunblaðið - 15.10.1972, Síða 13

Morgunblaðið - 15.10.1972, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUMNUDAGUR 15. OKTÓBER 1972 13 Lofsamleg umraæli um íslenzka nútímatónlist Morg-unblaðiuu hafa borizt unisagnir nokkurra erlendra blaða um hljómleika þriggja íslenzkra hljóðfæraleikara, þeirra Þorkels Sigurbjöms- sonar, píanóleikara og tón- skálds, Gunnars Egilssonar, klarinettleikara og Ingvars Jónassonar fiðluleikara, en þeir fóru í tveggja vikna hljómleikaferð um nokkur Evrópulönd í sl. mánuði þar sem þeir léku einkum nútima tónlist og kynntu sögu tónlist ar á íslandi. í umsögnum þessum er yfirleitt farið lof- samlegum orðum um hljóm- leikana, bæði tónverkin og túlkun þeirra. Einn kunnasti og virtasti tónlistargagnrýnandi í Genf, Franz Walter skrifar um hljómleikana í blaðið „Jour- nal de Geneve" og segist hafa átt ánægjulega kvöldstund við að hlýða á þá félaga á heimili Einars Benediktsson- ar, sendiherra, fastafulltrúa Islands í EFTA-ráðinu. Efnis skrá hafi Þorkell Sigurbjöms- son kynnt í léttum dúr og brugðið upp mynd af sögu og tónlistarlifi lands sins, „þar sem áhugamál virðast ekki einskorðuð við skák og þorsk veiðar", segir Walter. Síðan segir: „Saga tónlist- ar á íslandi, þar sem fyrsta alþjóðlega tónlistarhátíðin var haldin fyrir tveimur ár- um, er fáum kunn, en þar er nú lifandi tónlistarlif. Af efn isskránni áttum við þess kost að kynnast lítillega íslenzkri nútímatónlist. Uppistaða henn ar voru ný verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Jón Þórarins son og Atla Heimi Sveinsson, þrjú íslenzk tónskáld, sem hófu tónlistarnám á Islandi en stunduðu framhaldsnám í Evrópu og Bandaríkjunum. Sem vænta má, báru verk þeirra þess merki að þeir hefðu samlagazt viðurkennd- um hugmyndum í nútíma mús íkmáli. En sameiginlega áttu þeir óvefengjanlegan fínleika tilfinninganna og agaðan túlk unarmáta. Þessi kvöldstund sýndi ennfremur, að ísland á prýðilega hljóðfæraleikara II Gagnrýnandi „Daly Tele- graph" i London skrifar, að hljómleikar íslenzku hljóð- færaleikaranna hafi gefið á- nægjulega og uppörvandi hug mynd um islenzka nútímatón list. Segir þar, að eins og í Bandarikjunum á fjórða tug þessarar aldar, virðist íslenzk tónlist komin á það stig, að meðvituð þjóðernisstefna víki fyrir ákveðnari og sjálf- stæðari stil. Gott dæmi fyrri hluta þessa skeiðs hafi verið hin stillilega klarinettusónata Jóns Þórarinssonar, en hinn skýra strangleika myndanna í músík hans hafi einnig ver ið að finna í tónverkum yngri höfundanna á efnisskránni. Um tónverk Þorkels segir greinarhöfundurinn, að þó svo eitthvað kunni að hafa skort á frumleika þeirra hafi músík hans verið gædd ferskleika — og um verk Atla Heimis seg- ir, að þar hafi mátt heyra merki „vaxandi sjálfstrausts'*. f „The Financial Times'* skrifar Ronald Crichton, að þrátt fyrir fjarlægðina til fs- lands hafi lega landsins gert það að samkomustað ýmissa aðila og vettvangi atburða, sem orðið hafi menningarflifi þar lyftistöng. Svo sé að heyra á þeim, sem hafi verið svo lánsamir að fara til Reykja- víkur, að þar úi og grúi af greindu fólki og móttækilegu fyrir list og menningu. Criehton segir, að ungu hljómlistarmennirnir þrír hafi verið ágætir fultrúar . . . þeir hafi leikið verk þriggja nútímatónskálda en jafn á- nægjulegt hefði verið segir hann, að heyra þá flytja sí- gild tónverk. „Tónlistin, sem við heyrð- um var ánægjuleg, þó segja megi, að hún greypist ekki djúpt í minnið“, segir höfund ur og lýsir síðan einstökum verkum efnisskrárinnar nán- ar. Hann segir m.a., að vel hafi farið á því að hefja tón- leikana á „Intrada" eftir Þor kel, að í fyrsta þætti tón- verksins „Kisurn" hafi gætt tæknibragða, sem komi orðið of kunnuglega fyrir en þrir síðari þættirnir, sem hafi ver ið í hefðbundnari stíl, hafi verið einkar geðfelldir á sinn hæversklega hátt. í „General Anzeigen'* i Bonn skrifar Illi Henseler Bachem, að tónverkin, sem leikin voru hafi, þrátt fyrir ný tízkuleg tæknibrögð haft íslenzkt yfirbragð, þarna hafi verið á ferðinni lifandi tón- list, sem ekki byggist á köld- um grundvelli útreiknaðra tónaraða. Tónskáldin ráði yfir hugmyndarikum hljómum, sem þjóni þeim tilgangi að skapa fjölbreytt geðhrif og bregða upp náttúru og at- burðamyndum með dramatísk um bakgrunni. Hárlagningarvökvi veldur ekki vonbrigðum. Hann er drjúgur, fer vel með hárið og er enn á lága verðinu. Þess vegna velja svo margar konur PALLETTE HARLAGNINGAR- VÖKVA. HVÖNN H/F. k....................... n.-J Til sölu Lítil sérverzlun í Miðborginni til sölu. Lítill og góður lager. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn sín og símanúmer til afgr. Mbl. merkt: „9789“. Skák — Verilunarenska — Eðlisfræði Kennsla i verzlunarensku hefst mánudaginn 16. okt. kl. 9.05 e.h. Kennsla í skák fyrir byrjendur hefst þriðjudaginn 17. okt. kl. 9 e h. Kennslustaður: LAUGALÆKJARSKÓLI. Innritun fer fram mánudaginn 16. okt. kl. 7 tjl 9 síðd. í skólanum. 500,00 kr. innritunargjald greið- ist við innritun. Nemendur í skák eru beðnir um að hafa með sér töfl, ef hægt er. Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í námskeiði í eðlisfræði, hafi samband við Námsflokkana í síma 21430 miðvikudaginn 18. okt. milli kl. 1 og 4 síðd. Til bíla- og bílayfirbygginga Höfum fyrirliggjandi flesta hluti til bíla og bíla- yfirbygginga, til dæmis prófíla, þétti- og kílgúmmí, öskubakka, rennur, lista, spegla, inni- og útiljós, ryðvarnarefni og margt fleira. Komið, sjáið og sannfærist. HF. BILASMIÐJAN, Laugavegi 176. Frœðslufundir um fóðrun og hirðingu alifugla og svína. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tíma: Miðvikudag 18. okt. kl. 14—17.30 Flúðir Miðvikudag 18. okt. kl. 21 Tryggvaskáli. Fimmtudag 19. okt. kl. 14—17.30 Samkomuhúsið, Hellu. Fimmtudag 19. okt. kl. 21 Félagsheimili Fáks. Á fundunum flytur fyrirlestur einn fremsti sér- fræðingur í Danmörku á þessu sviði, tilrauna- stjórinn hr. Jacobsen. Sýndar verða skýringarmyndir og túlkur verður á staðnum. Allir svína- og alifuglaeigendur velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.