Morgunblaðið - 15.10.1972, Qupperneq 17
MORGUiVBLAÐIE), SU'NNUDAGUR 15. OKTÖBER 1972
17
Frá Olympíuskákmótinu
NÚ FER að líða að lokum Ol-
ympíuskákmótsins í Skopje og
er ekki annað sýnna, en að
sovézku stórmeistararmr
miuni vinna þar enn einn olym
píiusigurinn, en þeir hafa sigr
að á þessum mótuim frá því ár
ið 1952. Sovéziku sveitina, sem
teflir 1 Skopje, skipa þeir: —
Petrosjan, Kortsnoj, Smyslov,
Tal, Karpov og Savon.
íslenzka skáksveitin hefur
stáðið sig með ágætum. Litiu
munaði, að sveitin kæmist í A-
flokk úrslitakeppninnar, hún
var lengst af í öðru sæti í
sínum riðli i undankeppninni,
en í siðustu umferð tókst arg
entinsku sveitinni að skjótast
framúr. Er mér ekki grun-
laust uim, að þar hafi keppnis
reynsla Argentinumannanna
vegið þyngst á metunum. í úr
slitakeppninni hafa íslending
arnir lengst af verið i farar-
broddi í B-flokki og ættu
nokkuð örugglega að geta náð
þar einu af fimm efstu sætun
uim. Væri það í sjálfu sér
mjög sæmilegur árangur.
í 3. uimferð undankeppninn
ar sigruðu íslendingar Frakka
með 3y2 v. gegn Á 1. borði
átti Guðmundur Sigurjóns-
son í höggi við stórmeistar-
ann Nicolas Rossolimo, sem
tefldi á móti hér í Reykjavík
árið 1951.
Hvítt: Guðm. Sigurjónsson.
Svart: N. Rossollmo
Óregluleg byrjun.
1. e4 Rc6
2. Rf3 d6
3. d4 Rf6
4. Rc3 Bg4?
(Svartur reynir að sneiða hjá
þekktuim byrjunarafbrigðum,
en þessi leikur var þó sízt til
hins betra. Sennilega var bezt
að leika hér 4. — g6 og kæmi
þá upp Pirc vörn).
5. d5! Rb8
(Sennilega hefiur Rossolimo yf
irsézt þegar hann lék Bg4, að
5. — Re5 gengur ekki vegna
6. Rxe5 og ef þá 6. — Bxdl,
þá 7. Bb5f og hvítur viinnur
mann. Léki svartur hins veg
ar 6. — dxe5 þá 7. Dxg4 —
Rxg4, 8. Bb5f — Dd7, 9.
Bxd7t — Kxd7 og hvítur hef-
ur yfirburðastöðiu).
6. h3 Bh5?
(Betra f3) var að drepa strax
7. Bcl c6
8. De2 Röd7
9. Bf4 Bxf3
10. Dxf3 Rb6
11. Bd3 cxd5
12. exd5 g6
13. 0-0 Bg7
14. Hfel 0-0
15. He2! —
(Guðmundur ræðst strax að
veiku punktunum i stöðu and-
stæðingsins).
15. — a«
16. Hael He8
17. gl HcS
18. a4 Dd7
19. Bg5 Kf8
(Svartur er í rauninni leik-
laus, en nú fer hann úr ösk
unni í eldinn).
20. a5 Rc4
21. Bxc4 Hxc4
22. Bxf6 Bxf6
23. Re4 Bh4
(Nú tapar svartur manni en
staðan var töpuð ’nvort eð var)
24. b3 Hc8
25. Df4 K«7
26. g5 f5
27. Rd2 Bxf2t
28. Ðxf2 Hxc2
29. Dd4t Kg8
30. He6 Hc7
31. Rc4 Hf8
32. Hxe7 Dxe7
33. Hxe7 Hxe7
34. Rxd6 f4
35. Re4 Hc8
36. d6 gefið.
Björn Þorsteinsson var svo
sannarliega í essinu sínu gegn
Raizman, eins og eftirfarandi
skák sýnir.
Hvítt: Björn Þorsteinsson
Svart: Raizman
Pirc-vörn.
1. e4 g6
2. d4 Bg7
3. Rc3 d6
4. f 4 Rf6
5. Rf3 c6
(Svartur hyggur á aðgerðir á
drottningarvæng, en þessi leik
ur er helzti hægfara. Algeng-
ara og betra er hér 5. — 0-0
ásamt 6. — Rc6).
6. Bd3 0-0
7. f5! —
(Björn hefst strax handa á
kóngsvængnum, 7. 0-0 hefði
sennilega verið svarað með
Bg4i
7. — b5
8. a3 Rbdl
9. 0-0 Bb7
10. fxg6 hxg6
11. Del Db6(?)
(Þetta er tirmaeyðsla, þar sem
drottningin gerir ekkert gagn
á b6. Betra var strax Dc7).
12. Khl e5
(Svartur hyggst hamla á móti
yfirráðnm hvíts á miðborðinu,
en gallinn við þennan leik er
sá, að nú verða svörtu reitirn
ir i svörtu stöðunni veikir. —
Til greina kom 12. — a5)
13. dxe5 dxe5
14. Dh4 a5
(Þessi leikur er helzti seint á
ferðinni, til greina kom 14.
a6, ásamt c5)
15. Bd2 Dc7
16. Bh6 b4 -
17. Rdl Rh5
18. Bxg7 Kxg7
19. axb4 axb4
20. Hxa8 BxaS
21. Dc7! —
(Nú vinnur hvítur a.m.k. eitt
peð).
21. — Dd8
22. Ðxb4 Rf4
23. Dd6 f6
24. Re3 Rb6
29. Dc3 Hd7?
(Svörtum yfirsést skemmti-
leg leikflétta, sem dynur nú
yfir. Nauðsynlegt var 29. —
Dd6).
30. Rxe5! —
(Nú hrynur svarta staðan eins
og spilaborg).
30. — fxe5
31. Dxe5t Df6
32. Dxt'6t Kxf6
33. Hfl Kg5
34. h4t Kxh4
35. Hxf4t Kg5
36. Hg4t Kf6
37, e5t Kxe5
38. Hxg6 Kf4
39. Rg4 Ra4
Framh. á bls. 31
Ljósm. Mb’. S .einn ..rmóðMon.
unum við Breta, og rakti hann
þar aðalatriðin, ekki til að
ljóstra upp leyndarmálum, held
ur til að minna menn á sjálf-
sagða hluti, sem áður hafa kom-
ið fram . . .
Lúðvík Jósepsson hefur leyft
sér að minna á skilyrði Islend-
inga, þegar um var spurt — og
ef Morgunblaðið og Alþýðublað
ið halda að hann sé þarna að
túlka sínar einkaskoðanir, þá
mega menn vita það, að svo er
ekki. Ríkisstjórn Islands er ein-
huga í landhelgismálinu."
Og í annan stað svarar Þjóð-
viljinn þeirri spurningu, hver
fari með landhelgismálið gagn-
vart erlendum mönnum þannig:
„Þjóðviljinn getur upplýst
skrifara blaðsins um, að það ger
ir íslenzka ríkisstjórnin.
Það er ríkisstjórn íslands, sem
í öllum viðræðum við Breta um
landhelgismálið hefur sett fram
skýr skilyrði fyrir hugsanlegu
bráðabirgðasamkomulagi við
Breta í deilunni."
En Tíminn segir hins vegar:
„Þessi árangur hefur vissu-
lega ekki náðst án mikillar
vinnu. Þar hefur forystan hvílt
á tveimur ráðherrum, sem þessi
mál heyra mest undir, þ.e. Einari
Ágústssyni, utanríkisráðherra,
en undir hann heyrir öll kynn-
ing og öll samningagerð út á
við, og Ólaf Jóhannesson, for-
sætisráðherra, en undir hann
heyrir stjórn landhel'gisgæzl-
uinnar . . . Sam'ningarniir við
Belgiumenn og Færeyinga hafa
mjög styrkt aðstöðu okkar eink-
um þó samningurinn við þá fyrr-
nefndu, en þar hafði utanríkis-
ráðherra alla forystu."
Svona er nú samko.nulagið á
bænum þeim.
Of seint?
Víst er það góðra gjalda vert,
að framsóknarforingjarnir taka
nú loks á móti kommúnistum,
þegar frekja þeirra keyrir úr
hófi. En hætt er við, að þau við-
brögð komi nokkuð seint.
Bréfritari er þeirrar skoðun-
ar, að kommúnistar muni
nú verða enn óbilgjarnari en
nokkru sinni áður, og þeir
munu sveifla yfir bökum fram-
sóknarráðherranna þeirri svipu,
sem þá svíður undan, hótun um
stjórnarslit. Fyrir 1. sept. hefði
enginn þurft að taka slíka hótun
alvarlega, enda hefði hún þá alls
ekki verið þess verð, en nú geta
málin horft öðruvísi við.
Foringjar Framsóknarflokks-
ins voru svo skammsýnir að fela
kommúnistum yfirráð yfir svo
til öllum atvinnumálum og fjár-
málum. Þá aðstöðu hafa komm-
únistar rækilega notað til að
hreiðra um sig og auglýsa ráð-
herra sína. Þeir fengu þeim einn
ig tryggingamálin, og kommún-
istar munu státa af því, að hafa
aukið almannatryggingar, jafn-
vel í samstarfi við þann flokk,
sem þeir annars telja „argvitug-
asta afturhaldsflokk“ landsins.
Þeir munu þakka sér togara-
, smíðar, „iðnbyltingu", stórhækk-
uð laun til lands og sjávar
o.s.frv.
Næstu daga munu þeir segja
við framsóknarráðherrana:
„Góðu vinir, við færðum
út landhelgina, við gerðum þetta
og hitt og við viljum ekki láta
undan ofbeldismönnum í Bret-
landi. Þetta er okkar árangur
og við erum glaðir. Nú eru hins
vegar framundan ógnvekj-
andi erfiðleikar í efnahagsmál-
um. Við viljuim gjörbrevttia efna
hagsstefnu, en þið viljið „gömlu
ihaldsúrræðin“. Við þurfum ekk
ert að taka á okkur óvinsældir
af slikum aðgerðum, og við ætl-
um ekki á Alþýðusambands-
þingi að berja í gegn stórfellda
kjaraskerðingu. Það verðið þið
að reyna." Svona verður hamrað,
og í smiðinni taka þátt bæði
sleggjuhausarnir í ráðherrastól-
unum og ýmsir minni hamrar.
Framsóknarráðherrarnir munu
smám saman skilja þá aðstöðu,
sem þeir eru komnir í. En hver
trúir því, að þeir muni i raun
og veru láta sverfa til stáls. Ætli
þjóðin eigi ekki enn einu sinni
eftir að horfa upp á niðurlæg-
ingu þeirra. Því miður er hætt
við því, nema þá að kommúnist-
ar séu orðnir svo hræddir við
efnahagsaðgerðirnar, sem fram-
undan eru, fyrst og fremst
vegna þeirra gerða, af því að
þeir hafa ráðið stefnunni,
að þeir beinlínis vilja efna til
svo mikillar óeiningar, að
sprenging sé óhjákvæmileg og
þeir geti stokkit frá öllu sam-
an.
Hvort sem ofan á verður, enn
ein niðurlæging framsóknarfor-
ingjanna eða brotthlaup komm-
únista, er hrollvekjandi fyrir
framsókn.
Og nú má ekki gleyma Hanni-
bal, þeim gamla ref. Ætlar hann
að láta kommúnista snúa á sig,
eða skyldi hann lúra á ein-
hverju leynivopni?
En hvernig sem sá rokkdans
endar, sem nú er stiginn í stjórn
arráðinu, þá er þó eitt gott um
hann að segja. Framsókn-
armönnum er orðið það ljóst, að
kommúnistar eru ekki samstarfs
hæfir. Kommúnistar eru komm-
únistar, hvað sem þeir kalla sig
- Hannibal, hefur vitað það áð-
ur. Og þótt hann sé nú aldurs-
forseti Alþingis, er hann engu
farinn að gleyma.
100.000,00
á mannsbarn
Fjárlagafrumvarpið sá dags
ins ljós í vikunni. Niðurstöðu-
tölur þess eru yfir 20 milljarð-
ar króna og hafa niðurstöður
fjárlaganna nær tvöfaldazt á
tveim árum. Geri aðrir betur.
Enn eiga fjárlögin svo eftir að
hækka í meðförum Alþiingis, ef
að venju lætur.
Þessi upphæð er sæmileg-
ur skildingur. Ríkisvaldið tekur
til sinna þarfa sem svarar eitt
hundrað þúsund krónum á hvert
einasta mannsbarn í landinu. Að
meðaltali er tekið af aflafé hverr
ar fimm manna fjölskyldu hálf
milljón króna til ráðstöfunar af
ríkisins hálfu, og þar við bætast
líklega u.þ.b. 25.000 krónur á
mannsbarn til sveitarfélaga
og annarra opinberra útgjalda,
sem eru utan fjárlaga, eða
625.000 krónur að meðaltali á 5
manna fjölskyldu.
Nei, þetta dæmi getur ekki
gengið upp, segja menn að von-
um. Hvernig getur meðal-
fjölskyldan borgað til ríkis og
sveitarfélaga 625.000 krónur,
þegar hún alls ekki hefir svo
háar tekjur. Ekki getur verið
að hið opinbera taki meira en
aflað er. Og von er að menn undr
ist. En svo sniðugt er nú kerfið
orðið, að ríkið nær þessum fjár-
munum. Það tekur til sín meira
en borgararnir almennt „afla“,
og miklu meira en þeir hafa til
daglegra afnota, þegar þeir
hafa greitt skatta sína, þá, sem
þeir verða varir við, svo að
ekki sé talað um hina, sem læ-
víslega eru af hverjum og ein-
um teknir.
Kommúnistar geta svo sannar
lega lika verið ánægðir
með þennan árangur að-
gerða sinna, því að einnig í
þessu efni hafa þeir stjórnað og
kalla það „féiagslega uppbygg-
ingu“. Og framsóknarmennirnir
éta það upp eftir þeim: „Félags
leg uppbygging, félagsleg upp-
bygging", hrópa þeir í kór við
kommúnista.
En fólkið i landinu segir nú:
Hingað og ekki lengra. Það
munu stjórnarherrarnir „fínu"
finna, þegar alþýða fær að
kveða upp dóm yfir þeim.