Morgunblaðið - 02.12.1972, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.12.1972, Qupperneq 12
12 MORGUNKLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 Hús dagsins: Hús eru hluti af því menningar- andrúmslofti, sem viðöndum að okkur, engu síður en bækur sem við lesum, málverk sem við horfum á eða tónverk sem við heyrum. Listilega byggt hús er því aldrei óprýði nema það sé látið drabbast niður. Húsið númer sex við Skálholtsstíg var byggt árið 1909 og er nú bústaður franska sendi- herrans. Um eitt skeið var það illa farið og í niðurníðslu en er nú einhver helst prýði bæjarins fyrir þá sem augu hafa til að sjá. Framhliðin á útbyggingunni, sem við sjáum á myndinni, er ekki aðeins listaverk í sjálfu sér heldur ómetanleg heimild um einn kaflann í byggingar- og menningar- sögu borgarinnar. í slendingar f y rirtaks nuddarar Gufubaðs- og nuddstofa Mixons heimsótt, en hún er tíu ára um þessar mundir Það er grlatt á h.jalla í nuddstofunni hjá Mi.von; .fóhannes ji.jónn á nuddbekknum, en Mixon og .Tóliannes sonur hans sinna Eprg'ert listmálara en Kristinn Guðbrandsson fylgist ineð. Eðvald Hinriksson lieitir hann á islenzku, en jafnan kallaður Mixon af þeini sem sækja nuddstofuna hans. Þessi grlaðlyndi Eistlendingur er búinn að nudda ótölulegran fjölda íslendinga i rútn 20 ár, og uni þessar niundir á gufu- baðs- og nuddstofa hans að Hátúni 8 tíu ára afniæli. í>egár Mixon var að alast uppc í • Eistlandi vissi hann naumast að Island væri til. „Ég' heyrði eiginlega fyrst um ísland þegar síldveiðamar voru hvað mestar hér við landi,“ segir Mixon, „en fyrstu raunverulegu kynni min af íslendingum voru í Noregi 1938. Þá kom ég þang- að með eistlenzka landsliðinu til landsleiks í knattspymu. Á götu úti rétt fyrir leikinn hittum við félagamir syngj- andi stúlkur, sem reyndust vera i leikfimiflokki frá Ár- manni. Auðvitað bauð ég einni þeirra miða á landsieik inn.“ En forlögin höguðu því þannig, að Mixon fluttist al- kominn til Islands. Hann varð iþróttaþjálfari á Akureyri 1947, og þá var það eitt sinn að hann gerði sér ferð í Vagla skóg. „Þar hitti ég unga fal- lega konu, og þegar við höfð- um tekið tal saman, hún kom- izt að því að ég væri frá Eist- landi, sagði hún mér, að hún hefði eitt sinn kynnzt Eist- lendingi í Noregi — hann hefði verið markvörður í eist- lenzka landsliðinu. Svo vildi til að ég var einmitt þessi markvörður. Þama var þá komin stúlkan frá ísiandi, sem ég hafði boðið mdða á leik- inn.“ Sem fyrr segir réðst Mix- on hingað til lands sem íþróttaþjálfari á Akureyri ár ið 1947 , og hefur hann ver- ið hér síðan. Þar setti hann ári síðar upp sína fyrstu nudd stofu en hætti þar eð hann hafði ekki atvinnuleyfi á því sviði hérlendis. Síðar gerðist hanm íþróttaþjálfari í Vest- mannaeyjum og nuddaði einn ig eyjarskeggja. í Eyjum var hann knattspymuþjálfari, og sumir vilja jafnvel meina, að Mixon hafi átt stóran þátt í að skapa þar himn mikla áhuga á þessari íþróttagreim, sem síðar ieiddi t.il þess að Vestmannaeyingar urðu að stórveldi í knattspyrnunni. „Ég kom til Reykjavíkur áríð 1951 og gerðist íþrótta- þjálfari hjá ÍR-ingum en opm aði um leið nuddstofu á Sþróttavellinuim. Reykvíkimg- ar kunnu vel að meta þá þjóniustu, og brátt varð ann- ríkið svo mikið að þetta varð minn aðalstarfi," segir Mix- on. Engu að siður kom hamn því í verk áður en hann hætti íþróttaþjálfuninhi að kynna Islendimgum leyndar- dóma körfuknatt'leiksins. Hinn 17. nóvember 1962 að fengnum tilskildum leyf- um opnaði Mixon svo gufu- baðs- og nuddstofuna í háhýs inu að Hátúnii 8, og með hon- um fluttust langflestir sem látið höfðu hann nudda sig á Melaveilinum. „Þessi tíu ár sem ég hef verið hér í Há- túninu hef ég haft marga tugi fastra viðskiptavina, sem koma til min að staðaidri," sagði Mixon. Og Mixon kynnir okkur fyrir fjórum þeirra, sem eru einmltt að láta hanm nudda sig þá stundina. Einn þeirra er Lúðvík Þorgeirsson, kaup maður. ,,Já, ég er búinn að vera hjá Mixon í 20 ár, byrj- aði hjá honum vestur á íþróttavelli 1952 og kom með honum þegar hann fluttlst hingað," segir Lúðvík. „Og þá byrjaði líka gufubaðið," bætir hann við. Lúðvík fer tvisvar í viku til Mixons, og kennir sér einskis meins. „Ég var slaamur a.f gigt í kringum 1940, en frá því að ég komst í hendurnar á Mixon hefur þetta verið allt annað líf,“ segir Lúðvík. Hann er nú rúmlega sextugur að aldri, léttur á fæti og ber aldurinn vel. Hann hlær við þegar við höfum orð á þessu: „Blessað- ur vertu, þú hefðir átt að sjá mig um fertugt — ég var miklu ellilegri þá.“ Kristinn Guðbrandsson hef ur einnig verið hjá Mixon Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.