Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 13 VERKAMANNA- FLOKKURINN STYÐJI ÍSLAND Þrír þingmenn brezka Verka- mannaflokksins taka upp * hanzkann fyrir IslendiRga í landhelgisdeilunni London, 1. des. — AP. Einkaskeyti til Morgunbl. DEILA Breta við íslendinga ■it af landhelginni komst á dagskrá hjá þingmönnum brezka Verkamannaflokksins í gær á sérstökum fundi þeirra, er þrír þingmenn flokksins tóku til orða til varnar íslend ingum. Varð þingmaðurinn Eric Heffer fyrstur til þess að vekja máls á þessu og sagði, að stjórnarandstaðan í Bret- landi ætti að lýsa yfir skiln- ingi og samúð sinni með máls stað íslendinga. Harold Wílson, leiðtogi Verkamannaflokksins varð hins vegar fljótur til þess að þagga niður í Heffer með því að segja, að aðgerðir íslenzku stjómarinnar færu algjörlega í bága við alþjóðalög og hefðu leitt til atburða, sem vel hefði getað lyktað með manntjóni. Anthony Crossland, sem er talsmaður Verkamannaflokks íns varðandí larldhelgisdeil- una, bætti því við, að lífskjör væru betri á Islandi en í Bret- landi og deílan stæði þvi ekki um það, hvort voldugt ríki væri að undiroka smáríki. Þingmaðurinn John Mendel son sagði hins vegar, að ís- lenzka rikisstjórnin hefði á réttu að standa, er hún héldi því fram, að fiskstofnamir umhverfis Island væru of- veiddir og Michael English bætti þvi við, að mikil hætta væri á ferðum á því, að fisk- stofnarnir yrðu fyrir alvarleg um hnekki. Daily Telegraph: Herskipavernd aðeins bráðabirgðaráðstöfun BREZKA blaðið Daily Tele- graph fjallar i dag um Iand- helgisdeiluna í ritstjómar- grein þar sem segir: „Umræð urnar í brezka þinginu i gær vörpuðu engu nýju ljósi á liugsanlega lauyi á landhelgis deilunni við íslendinga, utan þess að látnar voru í ljós von- ir um að íslendingar myndu halda áfram viðra'ðum, sem Bretar væru reiðubúnir til hve nær sem væri. Hinar ítarlegu tillögur, sem Tweedsmuir barónessa lagði fram á síðasta samningafundi í Reykjavík höfðu verið samd ar með það í huga að koma eins og hægt væri til móts við kröfur Islendinga í sambandi við verndun fiskstofnanna og yfirráðarétt strandríkis. Mikl- ar vonir voru bundnar við að þessar tillögur myndu leiða til viðræðna, sem leyst gætu deil una. Brezka stjórnin hefur áður sagt að hún muni veita brezk um togurum herskipavernd á lslandsmiðum ef nauðsyn krefji. Það er ljóst að haldi íslenzk varðskip áfram að eyðileggja veiðarfæri brezkra togara verður að veita þessa herskipavernd. Slíkt yrði að- eins bráðabirgðaráðstöfun, en engin Jangtíma lausn. Her- skipaaðgerðir gegn Islending- um geta vart talixt í þeim anda, sem ríkir innan NATO, sem bæði Bretar og Islending ar eiga aðild að. Það atriði ætti þó ekki að hindra brezku stjórnina í að gripa til her- skipaverndar, ef um frekarí ihlutun íslenzkra varðskipa verður að ræða. Svo virðist sem brezka stjórnin hafi ekki haft nægi- legt samstarf við stjóm V- Þýzkalands um þessi mál, og væri ráð að málið yrði þegar í stað tekið upp í ráðherra- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu með samhæfðar að- gerðir í huga.“ Mæðrastyrksnefnd: Douglas-Home hótar að senda herskip á miðin Kveðst reiðubúinn til nýrra viðræðna Jólasöfnun að hef jast JÓLASÖFNUN Mæðrastyrks- nefndar er að hefjast um þessar mundir, samkvæmt upplýsingum frá frú Jónínu Guðmiindsdóttur, íormanni nefndarinar. Hlutverk nefndarinnar er sí- vaxandi og þörfin fyrir hana sömuleiðis og I fyrra var úthlut að til 700 aðila frá henni. Tillganigurinn með söfnuninni er aðallega sá að hjálpa gömlum konum, einstæðum mæðruim, ekkjum ag íyrirvinnulausum heimiluim til að gera sér daiga- miun fyrir jólin. Hefur því úthlut unin verið framkvæmd með mat argjöf'um, fatnaði og peningum. Fataúthlulunin verður eins og í fyrra í gamla Farsóttarhúsinu í Þingholtsstræti 25, og opið frá 8. þessa mónaðar írá kl. 2—6 dag lega. Aöaltakjulindir Mæðrastyrk-s- nefndar kvað frú Jónína verzlan ir og íyrirtæki í borginni vera, oft gæfu þessir aðilar stóngj aifir árlega ýmist í reiðuifé eða vör- um. Haiíur nefndin þegar sent þessum aðii'um bréf eða gjafa- lista, og er vongóð um undirtekt ir að vanda. Starfsfólk þessara fyrirtækja hefur lagt mikið á sig við söínun fyrir nefnd'na, og á þakkir skilið fyrir. Einstaklingar hafa einnig ver ið rausnarlegir og öll framlög vel þegin írá þeim. Frú Jónína sagði einniig, að ungt fólk kæmi oft með gjafir frá sjálfu sér, sem þakkarvott fyrir hjálp við mæður þess fyrr. Vegna útfærslu borgarmark- anna þarf fólk að endurnýja um sóknir sínar um aðstoð til Mæðra styrksneíndar að Njálsgötu 3, annaðhvort skriflega, í eigin per sónu eða í sima 14349. Ver doktorsritgerð í Höfn í vatnalíffræði SÍÐASTLIÐINN fiimimtud. varði Pétiur M. J óinaisíom doktors- ritgerð sína í vatnialíffræði við Kaupmiaininaihafniairháskóla. Rit- gerðiin nefmiist Ecology and Pro- ductian of the Profundal Benthos iin Reliation to Phytoplainiktoin in Dr. Fétur M. Jónasson Lake Esnxxm, og fjallar uim fram- leiðni á jurta- og dýrasvifi ásaimt bot'ndýruim, seim eru þýð- i'ngarmi'kil fæða fyrir fisk. Þa>ð er nýluinda, alð Pétuir hefur mœlt framleiðind með rafeindum efin'uim og hefur þainindg tekizt að gera nákvæma útrei.kniinga á fraimiletiðini lifs á mörgum stigum í Esronwatnd á Nomður-Sjálandi. Pétur er Reykvikingur, sonur hjónainma Margrétar Guðmuinds- dóttur og Jóinasar H. Guðmunds- sanar, sk'pa-miðis, sem bæði eru látiin, og er riitgeiriðiin tileiinlkuð þeim. Hanin hefur dvalizt erleind- is um árabil og er lektor við Kaupmaniniahaifniarháskóla. Pétur er mörguim kunmur hér fyrir rannsókndr á Mývatmd og Laxá í Aðaldal. Kana hams er Dóra Guniniarsdóttir úr Reykjavík. ORCIECn London, 1. des. — AP BREZK herskip verða „höfð til taks eftir því sem nauðsyn kref- ur“ til þess að verja brezka tog- ara seni stunda veiðar nndan ströndnm Islands, sagði Sir Alec Douglas Home, utanrikisráð- herra Breta, í gærkxöldi. Hann tók fram, að ef af þessn leiddi manntjón eða annar skaði bæri íslenzka stjórnin ábyrgðina. - Sir Alec sagði þetta í þinig- rasðu þar sem hann gaf yfirlit yfir viðræður þær, sem Bretar hafa átt við islenzka utanríkis- ráðherrann, Einar Ágústssom, og siitnað hefur upp úr. Hamn kvaðst „reiðubúinn að hefja að nýju samningaiumleitanir hve- nær sem væri“. Hann kvað Is- lemdinga hafa hafnað tillögu Breta um að takmarka veiðam- ar við 10% minna maign en veitt var á árunum 1965—69 að með- al'tali, en hefóu ekki bent á aðra vailkosti. „Ég vona samt sem áður,“ sagði Sir Alec, „að þegar þeir hafa hugleitt slðiustu tillögur okkar betur geri þeir sér grein fyrir því að þær ful'lnægja tví- þættri þörf þeirra: verndun (fiskstofna) og forgamigsrétti stramdrikis." Douglas-Home sagði, að lagði Tweedsmudr, aiðstoðarutainrikis- ráðherra hefði komið frá við- ræðuriium vonlítil um að hægt yrði að tiaka aftur upp viðræð- ur „sem eitthvert mark væri á“, en möguleikum á frekari samn- imgaumleitumum væri haldið opnum „vegna þess að aUir gerðu sér grein fyrir þeim al- varlegu afleiðingum sem þorska- stríð gæti haft á sjávarútveg- irtn“. SÉRSAMNINGUR? Lafði Tweedsmuir sagði í lá- varðadeildinni: „Ég held, að Þjóðverjar hafi al'la tíð vexið fyllilega ánægðir með samnimga- viðræður okkar og að því er ég bczt veit eru þeir það enn. Ég vona eindregið, að þeir geri eng- an sérsiamning." Hún sagði, að samnimgavið- ræðunum hefði ekki verið slitiO. Hún bæfti því við, að íslcnrk* stjórnin hefði lofað að hugleiða emdanlegt tiliboð Breta og gaf í skyn að framhald yrði á við- ræðum. Ævintýragetraun Samvinnubankans HÉR KEMUR BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Samvinnubankinn efnir til ævintýragetraunar og verð- launin eru 100 talsins. 100 sigurvegarar fá Bjössa Bauk í verðlaun: Getraunin verður birt hér í blaðinu frá þriðjudegi 5. des. til laugardags 9. des. og verður í því fólgin að þekkja í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er staddur hverju sinni. Aðrir geta eignazt Bjössa Bauk með því að stofna sparisjóðsbók í Samvinnu- bankanum með 500 króna innleggi. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 — Fteykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.