Morgunblaðið - 30.01.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1973 23 Sigurjóna Magnús dóttir — Minning F. 27. 7. 1891. D. 22. 1. 1973. Hlnzta kveðja frá dóttiirdóttur. „Sítirðnuð er haiga hönidin þín, gjörð til að laga allt úr öllu, eiins létt og draga hvtt/t á völlu smámeyjar fagurspunnið ]ín.“ J. H. ER ég kom heim að kvöldi hins 22. þ. m. var mér sagt, að hún amrnia mín væri dáin. Við þessu gat maiður búizt, hún var orðin svo ósköp þreytt, hún sem hafði aldrei unniað sér hvíldar, var svo sannarlega hvildarþurfi. Amma mín, þetta eiga aðeins að vera nokkur þakklætisorð, og minninguna um þig geymi ég í hjarta minu. Elsku amma mín. Þú varst eln af þeim, sem ekkert aumt máttu sjá, varst ávailt boðin og búin til að hjálpa, er þú gazt því við komið. Oft kom ég í orlof til þin og alltaf var hátið að gista hjá þér, því þú hafðir lag á að taika þannig á móti mér, að mér famnst ég vera heiðursgestur. En elsku amma, það var ekki aðeins raatur, klœði og annað áþreifanlegt, sem þú lézt í té, það var lika ást og umhyggja, sem þér var svo eðlilegt að láta aðra verða aðnjótandi, það fann ég í ríkum mæli, þegar ég var lítil telpa og ávallt síðan. Og svo þegar líkami þinn var orðinn of þreyttur tU vinnu, losnaði hugur þinn við áhyggjur hversdagsleikans og þú lást í rúminu þinu og brostir við okk- ur, hlý og glettin, eins og þú ávallt varst. Vertu sæl amma mín og guð blessi þig og þakka þér fyrir allt að siöustu. Ég bið guð að blessa þig afi minn og styrkja þig í sorg þinni. Gerður Xorfadóttir. Minmng; Guðrún Gunnlaugs- dóttir Briem Fædd 23. 9. 1887 Dáin 23. 1. 1973 GUÐRÚN Sigríður Gunnlaugs- dóttir Briem, Barónsstíg 65, Reykjavík, lézt í sjúkradeild Eliiheimiiisins Grundar að morgni sl. þriðjudags 23. þ.m. á 86. aldursári. Guðrún var fædd að Kiðjabergi í Grímsnesi hinn 23. september árið 1887, dóttir hjónanna Soffíu Skúladóttur og Gunnlaugs Þor- steinssonar hreppstjóra. — Hún var elzt af sex börnum þeirra hjóna. — Yngri voru bræðurnir fimm, Skúli bóndi í Bræðra- tungu látinn 1966, Steindór lög- fræðingur látinn 1971, en á lífi eru Jón fyrrv. stjórnarráðsfull- trúi, Halldór hreppsstjóri og bóndi á Kiðjabergi og Ingi fyrr- um bóndi í Vaðnesi og síðar póstafigreiðslumaður í Reykja- vík. Guðrún Briem var glæsileg kona og góðum gáfum gædd. Hún hlaut á unga aldri ágæta menntun, bæði hér heima og í Danmörku, en það mun að lík- indum hafa verið frekar fátítt á þeim árum, að ungar stúlkur ættu þess kost að mennta sig er- lendis. Hinn 3. desember árið 1915 igiftist Guðrún Jóni Guðmundi Briem, syni sr. Steindórs prests í Hrunamannahreppi, einstökum gæðadreng og dugnaðarmanni. Þau hjónin bjuggu sín fyrstu búskaparár að Galtastöðum í Gaulverjarbæjarhreppi, en eftir að þau fluttust til Reykjavíkur stóð heimili þeirra lengst að Barónsstíg 65. Þeim Guðrúnu og Jóni Briem varð þriggja barna auðið, en þau eru: Gunnlaugur fulltrúd og gjaldkeri íþróttasambands ís- lands, Steindór byggingamaður og Soffía, frú, öll gift og búsett í Reykjavík. Hið hlýtega heimili þeirra Guðrúnar og Jóns Briem á Bar- ónsstíg 65 var einstakt. — Fór þar saman frábær gestrisni hús- ráðenda og einstök hjálpsemi við alla, sem þar bar að garði. — Frændaliðið var fjölmennt og kunninigjahópurinn stór, flest utanbæjarfólk. — öllum var veittur beini, bæði í mat og drykk og flestum, sem lengra voru að kommir, einnig gisting. — Annáð kom ekki til mála, hjá þessum rausnarhjónum. — Marg ir voru þeir bæði skyldir og vandalausir, sem leituðu hollráða hjá Guðrúnu Briem í aðsteðjandi vandamálum, erfiðleikúm og song. — Hjá henni áttu allir, sem m'nna máttu sín í lífinu, öruggt athvarf. — Þeir áttu sam- úð hennar óskipta. Guðrón Briem var mikil ham- ingjukona. — Hún átti glæsilegt æskuheimili hjá foreldrum sín- um á Kiðjabergi, þar sem hún ólst upp ásamt bræðram sinum. — Hún eignaðist einstaklega góð an eiginmann, sem var henni samhentur í öllu og mannvænleg böm og tengdabörn, sem hlúðu að henni, þegar ellin færðist yf- ir og heilsan tók að bila. — Það var einnig gæfa Guðrúnar Briem, að fá að njóta hinna ilöngu samvista við eiginmann sinn, en þau höfðu verið gift í meira en 52 ár, er Jón andaðist 1968, 83 ára að aldri. Guðrún rækti alla tíð tengslin við æskuheimili sitt á Kiðjabergi. Einkar kært var með þeim mæðg um Soffírj á Kiðjabergi og Guð- rúnu. — Umhyggja Guðrúnar fyrir móður sinni og reyndar öllu heitnilisfólkinj þar, dvinaði ekki, þótt árin færðust yfir og eft'r að amma dó, beindist þessi óbifanlega umhyggja og vinátta að Halldóri bróður hennar. — Annars var svo einstaklega kært með þeim öllum, systkinunum frá Kiðjabergi alla tið. Ævikvöld Guðrúnar Briem var fagurt og hamingjuríkt. — Hún naut þeirrar hamingju að hafa börn sín, tengdabörn og bræður v!ð hlið sér allt til hins síðasta. Við frændur Guðrúnar og hinn fjölmenni vinahópur minn- ist hennar með virðingu og þakklæti. — Svo göf Jgrar konu er ávallt gott að minnast. Börnum hennar, tengdabörn- um, bræðrum hennar og öðrum vandamönnum sendi ég og fjöl- skylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð ver': minning Guðrún- ar Gunnlaugsdóttur Briem. Sigurður Ingason. LESIÐ DRGLECn Þjönustu kerffið þjónustukerfiðaðbaki MFdráttarvélannaeykurgildi þeirra MF Massey Ferguson •Wnslgildadráttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK- SiMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM EK bað ekki rétt, að fólk trúir bvi yfirleitt, sein því er kennt? Með öðrnm orðum, maður. sem alinn er upp i kaþólskn, verður að Iíkindum kaþólskur, og maður, sem er alinn upp í trú mótmælenda (eins og þér), verður væntanlega mótmælandi. Það, sem þér kallið trú — er það því ekki .viðurkenning á þvi, sem okkur er kennt í bernsku, fremur en eitthvað, sem við eigum sjálfstætt? RÖKSEMDAFÆRSLA yðar virðist hárrétt. En reynsl- an sýnir, að þessu er ekki ætíð svo háttað. svikin trú, sem er einhvers virði, kemur fyrir leit, þjáningu og stundum mikinn sársauka. Ekki viðurkenna allir það, sem foreldrar þeirra kenndu þeim, að væri verðmætt í lífinu. (Auðvitað ætti enginn að varpa því frá sér, sem honum var kennt, nema það hafi verið rannsakað og prófað rækilega). Foreldrar mínir, til dæmis, voru trúhneigð. Samt leitaði ég að sannleika, sem gæti fullnægt mér. Kvöld nokkurt var ég á vakningarsamkomu. Guð kom niður til mín, lagði hönd sína á öxl mér og kallaði mig til lærisveinsfylgdar. Líf mitt varð annað. Biblían seg- ir, að Guð láti þá finna sig, sem leiti hans af öllu hjarta. Svetlana, dóttir Stalíns, var alin upp á heimili, þar sem lífið einkenndist af marxískum viðhorfum. Hún drakk í sig kommúnískar kenningar og var góður félagi í Kommúnistaflokknum. En Svetlana var að leita sannleikans, og hún sagði: „Ég fann, að ógerlegt var að lifa án Guðs.“ Trú, sem er einhvers virði, er persónuleg, snertir persónuna, en erfist ekki líkt og ættargripur. DALE GARNEGIE NÁMSKEIÐH) i ræðumennsku og mannlegum samskiptum. Nýtt námskeið er að hefjast — mánudagskvöld. Námskeiðið mun hjálpa þér að: ★ öðlast hugrekki á fundum. ★ Tala af öryggi á fundum. ★ Auka tekjur þinar, með hæfileikum þinum að um- gangast fólk. ★ Talið er að 85% af velgengni þinni, séu komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Afla þér vinsælda og áhrifa. ★ Verða betri sölumaður hugmynda þinna, þjónustu eða vöru. ★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreyndir. ★ Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnar á fóiki. ★ Uppgötva ný áhugamál, ný markmið að stefna að. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar i dag og næstu daga í síma 30216. Stjórnunarskólinn KONRÁÐ ADOLPHSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.