Morgunblaðið - 30.01.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, Í>RIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1973 „Eldgosið ekki einka- mál íslendinga66 Erlendir f réttamenn mjög gramir, þar sem þeir njóta engrar opinberrar fyrirgreiðslu MIKIL gremja ríkir meðal þeirra erlendu fréttamanna, sem hingað eru komnir til að fylgjast með eldgosinu í Eyj- um. Engin upplýsingamiðstöð er rekin af háifu ríkisstjórn- arinnar fyrir þessa menn og þeir njóta engrar fyrir- greiðslfi af opinberri hálfu. „Og svo er okkur sagt, að við megum ekki fara til Vest- mannaeyja vegna þess að það sé hættulegt," sagði einn er- lendu fréttamannanna, Wim Kroese, starfsmaður hol- lenzka blaðsins Der Xelegraf, i samtali við Mbl. í gær. „Þetta er tóm vitleysa. Við höfum flestir hverjir fylgzt með styrjöldum; í Biafra, í Víetnam til dæmis, og nátt- úruhartförum, til dæmis í Perú og Tyrklandi. Við þekkj- um hættuna og erum vanir að taka áhættuna, ekki aðeins af því að okkur er borgað fyrir það, heldur og vegna þess að við trúum á það hlutverk okk- ar að fræða umheiminn um það, sem raunverulega er að gerast á hverjum stað hverju sinni.“ Wim Kroese nefndi sem dæimi náttúruhamfarirnar í Perú fyrir nokkru, þegar jarðiskjálftiar eyddu land- sivæðQ, sem er tvisvar siininum stærria en ísland. Þar höfðu stjórnvöld uppiýsin.gamiðstöð fyrir erlenda fréttamanin, á hverjum degi var haldinn fundur með fréttamönnum og þeir fengu alla nauð'synlega aðsitoð til að komast um hættusvæðin; Leyfi og leið- sögumenn, ef með þurfti. „Svona er þetta alls stiaðar nema hér,“ stagð'i Kroese. „Hér er þetta ekkert á verk- sviði blaðafulltrúa ríkisstjórn- arimnar og okkur er bent á að hafa samband við Magnús- son og Sæmundsson hjá flug- félögunum. Og vissulega reyna þedr að gera allt, sem þeir geta, en þeir eru ekki opin'berir aðilar og geta eng- ar ákvarðanir tekið sem slik- ir. Og svo heldur forsætisráð- herra biaðamannafund, en að- eims fyrir skandinavíska blaðamemn og okkur hinum er sa,gt, að þetta sé bara mái, sem okkur komi ekkert við.“ „Þetta eldgos er engan veg- inn einkamál lslend'inga,“ hél't Wim Kroese áfraim. „Þetta er allþjóðlegt sjóntairspil þess, sem náttúran getur gert mannkyniniu. Og við komum hingað með þá skyldu á herð- um að segja umheiminum sem réttast og gleggst frá þessu. Það eitt, að við hvorki þekkjum hér til né skiljum islenzku er nóigu erfitt, þó að við þurfum ekiki líka að berj- ast við hindrainir stjómvalda í starfi okkar hér. Einhvern veginn fær maðnr á tilíinin- ingunta, að við séum ekki vel- komnir, þó svo að tækifærið sé notað til að hella yfir okk- ur alls kyns upplýsingum um landhelglsmálið, þegar við leitum frétta af eldgosinu." 17 milljónir kr. í Vest- mannaeyjasöfnunina 75 þúsund kr. bárust frá 25 íbúum Fjallahrepps HÁLF fimmtánda milljón króna hafði borizt til RKÍ í Vest- mannaeyjasöfnunina í gær og um 2,5 millj. kr. til Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Þá hafa ýmis sveitarfélög iagt fram fé til bæj- arsjóðs Vestmannaeyja. Meðal framlags í gær voni 75 þús. kr. frá 25 íbúum Fjallahrepps í N- Þingeyjarsýslu. íbúar Austur- Landeyjahrepps, sem eru 185, lögðu fram 300 þús. kr. til Vest- mannaeyjasöfnunarinnar og 200 þús. kr. til bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, samtals 500 þús. kr., og frá 178 íbúum Vestur-Land- eyjahrepps barst sama upphæð. Þá var RKÍ afhent í gær 2,4 millj. kr. gjöf frá Bandaríkja- stjórn. Um kvöldmatarleytið í gær höfðu um 14,5 millj. kr. borizt til RKÍ og að sögn Eggerts Ás- geirssonar, frkvstj. RKÍ, hafði þá um 11 millj kr. verið varið til ýmássa iinnkaupa og fjárhags- legra styrkja til Vestmannaey- inga. Auk framlaga, sem að framan greinir, má nefna, að RKÍ bárust í gær 500 þús. kr. frá Kvenfélaginu Hvítabandinu, frá Starfsmiannafélagi Reykja- víkurborgar bárust 150 þús. kr. og eftirtaldir aðilar gáfu 100 þús. kr. hver: Elli- og hjúkrunar- heimilið Grumd, starfsfóllk B. M. Vallá, Bamavemdarfélag Reykja víkur og Kvenfélag Skagfirðinga félagsins. Til Hjálparstofnunar kirkj- ummar hafa m. a. borizt: Úr Kolfreyjustaðar- prestakal'li kr. Frá kennurum og nem endum MenntaSkólans á Laugarvatni kr. Úr Kirkjuhvolspresta- kalli rúmlega kr. Frá Patreksifirði kr. Úr Önundarfirði kr. Frá Kvenfélagimu Seltjöm kr. 340.000 250.000 200.000 216.000 130.000 100.000 Frá Bolumgarvík kr. 70.000 Úr Grundarfirði kr. 60.000 Frá Bíldudal kx. 55.000 Frá Kvenféiaginu Akranesi kr. 50.000 Frá Kvenfélagi Reyk- dæla, Rekholtsdals- hreppi kr. 50.000 Þá höfðu í gær borizt eftir- taldar upphæðir, sem safnað var við guðsþjómustur í Reykjavík á sunnudag: Óháði söfnuðurinm Langlholtssöfnuður Laugarnessókn Árbæj arsófcn Háteigskirkja kr. 44.200 kr. 36.000 kr. 11.000 kr. 16.000 kr. 14.000 Samband islenzikra sveitarfé- laga beindi þeim tilmælum til svei'tarfé'aganma, að jafnframt sem þau hefðu forgöngu um söfnun fjár í Vestmannaey ja- söfinunina, legðu þau sjálf og fram fé til bæjarsrjóðs Vest- m'annaeyja. Áður er sagt frá framlögum Landeyjahrepparana. Samtök sveitarfélaga í Suður- Borgarafundurinn: Auglýsingin bönnuð í útvarpinu — en dómsmálaráðherra þótti ekki stætt á banninu „ÆTLI þetta hafi ekki verið gert vegna þess, að menn héldu, að við myndum vera of hreinskilnir,“ sagði Sigfús ,T. .Tohnsen, þegar Mbl. leitaði hjá honum staðfestingar á því, að anglýsingum um Vest- mannaeyjafundinn í gær- kvöldi var neitað hjá útvarp- inu í gær. Málið var lagt fyr- ir dómsmálaráðherra, Ólaf Jó- hannesson, og úrskurðaði hann, að auglýsingin skyldi birt, en „fiindarboðendur“ var breytt í „áhugamenn um málefni Vestmannaeyinga" undir aiiglýsingunni. „Ég hafði snemma í morg- un samband við einm þulinn hjá útvarpinu," sagði Sigfús, „og hann gat um fundinn hjá okkur í morgunútvarpinu, þar sem við ætluðum að auglýsa hann stíft allian daginn. Ég hringdi svo auglýsinguna inn, en þegar við heyrðum ekkert í hádegisútvarpinu, fórum við að kanna málið. í ljós kom, að lögfræðingur Vestmannaeyjabæjar, Georg Tryggvason, hafði bannað, að auglýsingin birtist, þar eð undirskriftiin „fundarboðend- ur“ gæti gefið í skyn, að bæj- arstjóm Vestmannaeyja væri við fundinn riðin. Mætti ekk- ert birta um Vestmannaeyjar án samráðs við Almanna- vamaráð og forsvarsmemin Vestmannaeyín.ga í Hafnar- búðum. Við höfðum sitrax samband við forseta bæjar- stjórnar Vestmaninaeyja og siðan var máiið lagt fyrir dómsmálaráðiherra. Hann taldi ekki stætt að stöðva aug- lýsingunini, ef undirskrift- inini yrði breytt og gerðum við það. Auglýsingin ætti því að fara að koma í útvarpinu.“ (Viðtal þetta fór fram um kl. hálf sex í gær). „Við teljum," hélt Sigfús áfraim, „að tryggja beri íbú- um Vestmannaeyjia fjárhags- legan grundvöll til endurupp- byggingar heimila simna og at- vinnumöguleika í náinmi fram tíð, en Vestmannaejnngar vilja, að greint verði á milli þess efnahia'g'Svanda, sem fyr- ir var, og þess vamda, sem hamfarimar í Eyjum skapa. Við teljum einnig, að þetta vandamál sé íslendingum of- viða að leysia ofan á allt ann- að og viljum því að öll fram- boðin aðstoð verði þegin með þökkum.“ Doyle V. Martin (t. h.), sem nú gegnir störfum sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í fjarveru sendiherrans, afhendir Birni Tryggvasyni, forseta RKÍ, 2,4 millj. kr. gjöf Bandaríkja- stjórnar í gær. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.). landsuimdæmii hafa farið þess á leit við sveitarsjóðina, að þeir leggi fram a. m. k. 500 krónur 4 hvem íbúa. Hreppsnefnd Ólafsvíkur heíur þegar ákveðið 300 þús. kr. fram- lag til bæjarsjóðs Vestmamna- eyja. — í Sundahöfn Framiiald af bls. 14 bjarga því sem bjargað verð- ur. Sumt af þvi er komið hing að og vonandi náum við ein- hverju rneiru. Við búum það aiustarliegia að það er víist von- laust að húsið sleppi, það var þegar komiran á það mikill viikur í gær. — Þessi kommióða er búin að vera liengi i fjöískyldunini, seigir hann og leggur hönd- ina á stóra og viðamikla kommóðu, útsikorna. Hún var nú smiíðuð í Eyjum og aíldrei bjóst ég við að sjá hana á pakkhúsgöifi í Reykjavík. — Já, ég er búimn að finna bráðabirgðageymslustað fyrir þá húsmuni sem bjargað verð ur. Það er nú úr tveim hús- um sivo það þarf töluvert plliáss. Bn það er einstakt hvað okkur er tekið með mik illi vinsemd, það eru al'lir boðnir og búnir að aðstoða eins og hægt er. —O— Lyftarar koma með gám- ana beint úr skipinu inn í vörugeymslu. Stundum eru eigendur búslúðanna þar fyr- ir og þá er gámunum skutlað upp á bíl og ekið með þá á geymiSilus-tað. Þar eru þeir tæmdir og sivo skilað aftur niður til Eimskips. Aðrir þurfa að ganga um og Seita eiigma sinnia: — Er þetta ekki okkar? Þama er stóllinn hennar mömmu. Skrif borðið hans Gunnsa á að vera komið. Fðlkið er advairlegt en það er emga örvæntingu að sjá í fasi þess. Það er næstum éins og það sé sjáldösagt og eðli- l'egt að sjá húsgögn sem eitt sinn voru i hlýlegri sitofu,, á köldu gólfi vörugeymsilunn- ar. Auðvitað er þetta erfitt, en fólkið ber ekki tilfinning- ar sínar utan á sér, og það gengur að þessu eins og hverju öðru verki sem þarf að vinna. Bílamir voru stanzlaust í ganigi og afgreiddu eins hratt og þeir mögutega gátu, en þama kom miikið inn og þeir gátu ekki a'UIit'af annað öllu jafinóðum. En það varð eng- in uppsteit út af því. Fólk stóð þolinmótt við það sem það átti eftir af jarðneisknm eigum sínum og beið þess að röðin kæmi að því. Eims og garnili maðurinn sagði: — Tii hvers er nú að flýta sér. — ót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.