Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1973 Verðlagseftirlit drepur niður alla samkeppni Spjallaö við Jan Weyergang HÉR á landi er nú staddur hagffræðingrur frá félagi norskra stórkaupmanna, Jan Weyergang að nafni, en hann hefur sl. t\'ö ár unnið með átta íslenzkum verzlunarfyrirtækj um i sambandi við hagræð- ingamál í rekstri þeirra. Wey- ergang starfar í ráðgjafadeild félagrs norskra stórkaup- manna, en þar starfa nú 12 hagfræðingar og hafa tveir aðrir unnið með islenzkum fyrirtækjum frá því að sam- starf um hagræðingamál tókst með félagi íslenzkra stórkaupmanna og norsku samtökunum fyrir tveimur ár um. Mbl. hitti Weyergang að máii í vikunni og bað hann að segja srvolítið frá störfum sínum á fslamd; og helztu vandamálum sem hann hefði rekið sig á varðandi rekstur íslenzkra fyrirtækja. Weyergang sagði að helztu vandamálin væru að sínu áliti 4. í fyrsta lagi væru íslenzk fyrirtæki mjög mörg og smá i sniðum, og léti nærri að fjöldi þeirra væri % af fjölda samsvarandi fyrirtækja í Nor egi. í öðru lagi væru mörg þess- ara fyrirtækja með mjög margar vörutegundir og þau reyndu að selja öllum allar tegundirnar. 1 þriðja lagi kæmi stjórnun þessara fyrirtækja og taldi Weyergang helztu gallana á stjómun þá, að forstjórar þeirra væru of uppteknir af daglegum vandamálum, en hugsuðu m'nna um að gera áætlanir fram í tímann og nota einföldustu stjórnunar- kerfi, sem alveg eins ættu við litil fyrirtæki. f fjórða l.agi kæmi svo til skortuir á rekstrarfjármagni og sagði Weyergang að þetta vandamdl væri miklu erfiðara islenzkum fyrirtækjum, en samsvarand fyrirtækjum á Norðuriöndum. — Hvemig hagar þú starf- inu hjá íslenzku fyrirtækjun- um? — Þetta gengur þannig fyr- ir sig að stjórnendur fyrir- tækjanna óska eftir aðstoð okkar. Þegar við komum á staðinn byrjum við á því að ræða við forstjórann, til að komast að því hvað helzta vandamálið sé og hvað hann vilji að við gerum og hvað við teljum okkur geta gert. Síðan höldum við fundi með deild- arstjórum til að fá þeirra sjón armið og því næst ræðum við við annað starfsfóik. Við leggj um mikla áherzlu á að fá sjón armið allra viðkomandi, því að það er starfsfólkið, sem kem- ur til með að v'nna að þeim endurbótum, sem við kunn- um að leggja til. Eftir að hafa kannað vandamálið til grunna leggjum við svo fram grund- vallartillögu til lausnar og þegar og ef hún hefur verið samþykkt byrjum við á að koma henni í gagnið. — Ertu ánægður með þann árangur, sem þú hefur séð? Jan Weyergang. — Ég tel að ýmislegt já- kvætt hafi komið út úr starf- inu og ég verð að segja það að þe r stjórnendur, sem ég hef starfað með hafa verið mjög opnir fyrir öllum nýj- ungum og samstarfið hefur í alla staði verið mjög ánægju- legt. Ég hef líka sjálfur öðl- ast ómetanlega reynslu, því að hér á íslandi er samstarfið miklu persónulegra, en það sem maður á að venjast i Nor egi, þar sem flest verkefnin eru unnin fyrir stórfyrirtæki og maður hittir einn til tvo rnenn i sambandi við verkefn- in. — Hafið þið haldið nám- skeið hérna? — Já, við höfum haldið þrjú námskeið á vegum Félags ís- lenzkra stórkaupmanna og Stjórnunarfélags íslands. Þessi námskeið sóttu um 120 manns og var einkar ánægju- legt að vinna með þeim. — Hefur eitthvert atriði ís- lenzks efnahagskerfis vakið sérstaka athygli þína? — Þvi verð ég að svara ját- andi, er ég lít á verðlagseftir- litið. Þetta kerfi ykkar hlýt- ur að eyðileggja meira en það leiðir gott af sér. Verðlagseft- irlit, sem verðbólguhemill, get ur átt rétt á sér um takmark- aðan tíma, til að stöðva verð- bólgu, en hjá ykkur hefur verðlagseftirlit verið áratugi og það á tímum fjölmargra gengisfellinga. Ég tel vlst að allir myndu hagnast ef verð- lagseftirlit yrði lagt niður. Að visu yrði nokkur hækkun til að byrja með, en síðan kæmi samkeppni, sem myndi hafa í för með sér lækkun. Verðlags eftirlit drepur alla samkeppni og það vita ailir að fái fyrir- tæki ekki að hækka vörur sín ar til að mæta auknum kostn aði, verður það annaðhvort að reyna að fara í kringum kerfið eða hreinlegia hætta. Fráskilinn faðir á íslandi SAsNN ARLEG A er fráskilin móðir yfirleitt ekki öfunds- verð af sínu hluitskipti. Og aumt er það hjónaband og bágur sá hjúskapur, sem ekki er skárri en skilnaður. Já, fráskilin móðir er í margs konar vanda og hörmum stödd. Margir hafa að sjálfsögðu samúð með henni og hún hefur nú orðið löggjöf og almenningsálit með sér yfirleitt. En hvernig er aðstaða og kjör fráskilins föður Um það er m nna rætt. Og oftast aðeins talað um eitt frá þeirra hlið. En það eru fyrir- litlega lág barnsmeðlög! eins og það er oft orðað. Um hitt er minna fengizt, sem að honum sjálfum snýr, tilveru hans, tilfinningar og öryggi, þar sem hann er iok- aður úti, oft frá eigin ibúð, konulaus, bamlaus og heim- ilislaus — aleimn í kjallara eða á háalofti einhvers auðn- arhýsis. Það er varla hægt annað en renna hug til slíks hlut- skiptis föður, þegar lesið er um átakanleg kjör fráskilinn- ar móður, sem er alein — en þó sem betur fer oftast — með börnin sín hjá sér eða í s nni umsjá. Auðvitað má segja, að óvit- urleg framkoma • karlmanna, þar sem áfengi og eiturlyf hafa átt drýgstan þáttinn gagnvart eiginkonum, hefur mótað bæði almenningsálit og löggjöf gegn þeim. Þar er yfirleitt miðað við þá verstu, eins og stundum vill verða, þegar ströng lög- gjöf gerr ráð fyrir, að allir séu glæplundaðir eða glæpa- menn. En auðvitað er það jafnfá- vislegt að telja alla til afbrota- manna eins og hitt, að veita konum og fjölskyldum enga vernd árum saman, þegar þær eru í- stöðuigri hættu fyr- ir hálfbrjáluðum sihótandi eiginmönnum, sem oftast eru þá áfengissjúklingar um leið. En það er annað vandamál. En ekki ætti þó að þurfa fleiri morð og morðtilraunir að ger- ast, svo að ekki verði þar eitthvað lagað til með opin- bera heimilsvernd. En hvernig eru þá kjör frá skilins föður eða ókvænts föð ur á íslandi á þessu nýbyrj- aða ári? Þess mætti fyrst geta að föðurréttur hams, ef hann er ókvæntur bamsmóður sinni, er í raun ekki ainnar en sá, að honum ber að gefa með barni síinu tæpar fjórar þúsundir (þtessi upphæð er þó alltaf að hækka) á mánuði. Þetta er ekki há upphæð, en verður samt erfið til lengd ar, einkum ef börniin eru fleiri en tvö eða þrjú. Þá verð ur eigin diskur varla kúfað- ur hjá verkamann; og Kvia- bryggjuvist óðar á næsta leiti, jafnvel þótt atviinnuskil- yrði séu sæmileg. Annars er jákvæður réttur ókvænts föður ekki meiri en það, að móðirin má gefa öðr- um barn hans, án hans leyf- is og neita honum um að sjá það eftir hennar eigin geð- þótta. Sumar hafa jafnvel viljað ganga svo langt að strika út nafn föðurins, þótt þær áður voru búnar að sverja bamið á hann, svo að hann fengi ekki framar neinn rétt til íhlutunar um uppeldi þess. Rétt er að geta þess strax, að það sem hér er saigt, er ekki tekið upp úr lagagrein- um um þetta efni, heldur er hér eingöngu stuðzt við fram kvæmd og aðstöðu í sjálfu samfélaginu í daglegu lííi eins og þetta hefur verið undanfar in ár. Þegar hjón skilja verður fað irinn í flestum tilvikum þess fyrst var að réttur hans er þrátt fyrir l'agalega jafnskipt ingu sameiginlegra eigna, sá mestur, að borga. Hann á auð vitað að borga með bömun- um. Séu þau þrjú til fimm inman 17 ára eins og oftast er, þá eru þetta 12 til 20 þús- und á mánuði. Auk þess á hann að „borga" með kon- unni minnsta kosti eitt ár. Ennfremur verður hann að taka á sig að „borga“ þær skuiidir, sem hvila á eignum, þvi hvemig ætti konan að geta það „ein með hópinn“. Síðarn á hann að fara að heiman strax og skilnaðar- leyfi gengur í gildi og borga eða leigja sér herbergi „úti í bæ“. Það herbergi fæst nú varla fyrir minna en 3 til 6 þúsund krónur á mámuði. Síðan verður hann að kaupa sér lausar máltíðir að minnsta kosti fyrst um sinn. Og það er nú saga út af fyr- ir sig, þeim sem vanir eru sæmilegu heimili og auk þess eru þá v ðbót við allt, sem þarf „að borga“. Móðurréttur er föðurrétti helgari. Hann fær mjög tak- mörkuð leyfi til að sjá böm sin. Verður kanmski „sumnu- daigspabbi" eða „einskvölds- pabbi" á viku, allt eftir göf- uglyndi konunnar og skiln- ingi dómarans. Sé hann ásækinn til barna og ekki sízt, ef hamm er ó- reglumaður, sem því m'ður er oft, því drykkjuskapur er or- sök níu skilnaða af hverjum tíu. Þá er hægt að láta lög- regluna taka hann og flytja á brott. Finnst það mörgum harðir kostir frá „eigin hús- eign“, eigin börnum og eigin hieimili og þeirri konu, sem að minnsta kosti oft er ást- kær, þrátt fyrir allt, sem á hefur gemgið milli þeirra. ,,Svo má illu vemjast að goti þyki,“ segir spakmælið. En skilnaði er erfitt að venjast. segja allir og sérstaklega þeit beztu, sem hafa hugsun og tilfdnn ngar nokkurn veginn í eðlilegu samræmi. Hið versta eða sárasta fyr- ir ástúð og metnað, karl- mennsku og drengskap er þó ótalið etnm. Það er nefnilega ekki neitt af því, sem þarf „að borga“. Það er nýi pabbinn barn- anna. Flestar fráskildar kon- ur fá sér nýjam mann, og tekst það oft vomum fyrr. Em þá skerðist emn á ýms- an hátt sú litla hamingja, sem fráskildi faðirinn átti þó eftir í sínurni huigarfylgsnum. Stundum fara bömin að hata hamn. Þó mætti segja, að frá- skildi faðirinm hefði líklega eimhver ráð með að ná sér í aðra konu. Jú, það hafa margir. En enginn, sem skuldar fortíð- inni alt, getur gengið að því á manmlegan máta. Hvað á hann að bjóða nýrri komu? „Ást sína“ svarar einhver. Stumdum er jafnvel hún helzt í skuld. En auik þess vilja nú flestar eitthvað meira. En allt sem á „að borga“ skilur vægast sagt ekki mikið eftir handa nýju heimili, nýrri konu. Stumdum haga atvikin þvi þamnig til, að margt fer bet- ur en ætlað er. En í flestum tilvikum verð- ur fátækt n fyligikona, sjálfs- virðing og sjálfstraust i frost- marki, einstæðimgskenndin ein „volaðs vera“. Þeir eru þvi margir skip- brotsmennirnir. Og þrátt fyr- ir aldt, sem reynt hefur verið með „barmaheimilum", „dag- heim;lum“, vöggustofum og leikvöllum, ásamt móðurrétti og öllu, sem á „að borga", til að létta hlutskipti ein- stæðra mæðra, svo að það geti orðið eitthvað skárra tilfimn- ingalega og efnalega en ein- stæðra feðra, þá munu flestar sakna þess heimilis, sem þær áttu með honum, meðam þau voru enn þá „góð“, eins og þau l'ofuðu á brúðkaupsdag- fnn. Þess vetgna skal þessum orð um um kjör eimstæðra feðra á íslandi lokið með þvi að segja: Rlt getur hjónaband orðið, en skilnaður bætir þar venjulega ekkert úr. Látið ekki sjálfsmeðaumk- un út af smámiunum kveikja óskir um skilnað. Látið ekki bölvun brennivínsins eitra uppsprettur hamingju og heimilisgæfu. Hafið ráð, þótt heiimskur kenni. Sænsku DOSI beltin eru löngu landskunn. Þau styrkja og styðja hrygginn og draga úr verkjum. Þau eru lipur og þægileg í notkun. DOSI beltin eru afar hentug fyrir þá, sem reyna mikið á hrygginn í starfi. Ennfremur þá, sem hafa einhæfa vinnu. Þau eru jafnt fyrir konur sem karla. DOSI beltin hafa sannað, að þau eru bezta vörnin gegn bakverkjum. Fjöldi lækna mæla með DOSl beltum. Fáið yður DOSI belti strax i dag og yður líður betur. EMEDIAKF Laufásvegi 12 - sími 16510.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.