Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 225,00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 15,00 kr eintakið. nálgast, hafa heyrzt gagn- rýnisraddir hingað og þang- að um mikinn kostnað, sem af þessu mundi leiða og þó sérstaklega eftir að eldgosið hófst í Vestmannaeyjum. Rök Morgunblaðsins fyrir því, að ekki eigi að láta deig- an síga, þótt á bjáti, en halda fast við fyrri áform um glæsi- lega þjóðhátíð, eru fyrst og fremst þau, að einmitt, þegar þau náttúruöfl láta á sér kræla, sem um aldir hafa gert ísland að einu harðbýl- asta landi heims, sé ástæða til að minnast þess af stórhug og ÞJÓÐHÁTÍÐIN 1974 ¥ Tndanfarnar vikur hafa við og við heyrzt raddir um, að hætta ætti við hátíðahöld í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar á árinu 1974, vegna eldgossins í Heimaey. Þau meginsjónarmið, sem sýnast liggja að baki þessari skoðun, eru að ekki sé við hæfi að kosta miklu til slíkra hátíðahalda, er þjóðin hefur orðið fyrir svo miklu tjóni, sem óhjákvæmilega leiðir af náttúruhamförunum í Vest- mannaeyjum. Þessi sjónar- mið eru í sjálfu sér virðing- arverð og eiga fullan rétt á sér, en Morgunblaðið er þeim ekki sammála. Þegar þjóðhátíð var hald- in á árinu 1874 kom fram margvísleg gagnrýni á . þau hátíðahöld, m.a. vegna mikils kostnaðar, en reyndin varð sú, að þjóðhátíðin þá samein- aði þjóðina og í kjölfar henn- ar greip um sig mikill fram- faraandi meðal Islendinga 19. aldar. Þegar undirbúningur var hafinn að þjóðhátíð 1974 fyrir allmörgum árum, þótti það sjálfsagt og mikill hugur í mönnum, að minnast 1100 ára afmælisins með eftir- minnilegum hætti, þannig að eftir yrði tekið bæði innan- lands og utan. En síðustu mánuði, er þjóðhátíðarárið með myndarskap, að fólk hefur búið í þessu erfiða landi í 1100 ár. Eldgosið á Heimaey er ekki fyrsta áfall- ið af völdum náttúruaflanna, sem íslenzk þjóð verður fyrir í 1100 ára sögu sinni. En við erum þó mun betur undir það búin að taka þessu áfalli og tákast á við náttúruöflin, sem að okkur sækja en for- feður okkar fyrr á öldum. Þeir létu ekki undan síga. Þeir flúðu ekki land. Þeir þraukuðu. Og vissulega er enn meira tilefni til þess nú en áður að halda hátíðlega þjóðhátíð á næsta ári, þegar við höfum svo rækilega ver- ið minnt á það, hvað fólk hef- ur átt við að búa á íslartdi í 1100 ár. Eldgos og ofsaveður til sjós og lands. Manntjón á hafi úti. Byggðir leggjast í eyði um sinn. Þetta er hluti af okkur sögu í 1100 ár. Enn gjósa eldfjöll á íslandi. Enn missum við sjómennina okkar í djúpið mikla, en við þraukum. Þessa skulum við minnast á árinu 1974. Við höldum þjóðhátíð ekki með glysi og skrautsýningum, heldur af þeirri reisn og þeim myndar- skap, sem harðgeru fólki í harðbýlu landi sæmir. Kurteisi Brezhnevs i |?yrir nokkrum mánuðum * var birt opinberlega bréf, sem allstór hópur forystu- ma nna í íslenzku þjóðlífi, þ.á m. veiflestir alþingis- menn, höfðu sent Brezhnev, aðalritara sovézka kommún- istaflokksins, þar sem hann var hvattur til að veita föður Vladimir Ashkenazys ferða- leyfi til þess að hann mætti heimsækja son sinn, sem nú er orðinn íslenzkur ríkisborg- ari. Síðan þetta bréf var sent til Moskvu hefur ekkert svar borizt, engin viðbrögð heyrzt. Það er lærdómsríkt fyrir okkur að kynnast því, að Leonid Brezhnev sér ekki ástæðu til þess að virða við- lits bréf, sem honum er sent af hópi forystumanna í ís- lenzku þjóðlífi. Kurteisi hefði verið af hálfu stjórnar- valda í Moskvu hefði einhver vísbending verið gefin um það, hvort bréf þetta hlyti já- kvæðar eða neikvæðar undir- tektir. En slíkt hefur ekki gerzt. Brezhnev er bersýni- lega þeirrar skoðunar, að hann þurfi ekki að sýna Is- lendingum kurteisi og þeir, sem stjórna í skjóli einræðis- valda, þurfi hvorki að taka tillit til almenningsálits heima fyrir né erlendis. Vladimir Ashkenazy hefur nú í nokkur misseri háð bar- áttu fyrir því, að faðir hans fái leyfi til að heimsækja hann. Hópur íslendinga hefur lagt honum lið í þeirri bar- áttu. Við höfum hér nærtækt dæmi um það, að þótt ástand hafi batnað í alþjóðamálum hefur engin breyting orðið á því einræðisstjórnarfari, sem ríkir í þessu höfuðríki sósíal- ismans. Bíllí burðar liðnum Eftir Brynjólf Helgason GRÁKLÆDDUR öryggisvörð- ur sagði mér að ganga til vinstri fyrir homið hjá trján- um. Ég kom iwn í allstóran sal, sem aðallega virtist vera kaffistofa starfsfólks. Þar skyldi maður bíða í nokkrar minútur. Fljótlega var þarna komið allmargt manma. Þá var gengið inm í stærri sal sam- hliða hinum fyrsta og þar gat að líta líkan af öllum bygg- inguim verksmiðjunnar, sem tekur yfir sitórt svæði og eininig var þarna safn eldri bíla og nokkurra nýlegra frá fyrirtækinu. Lýst var í fáum órðum hvað fram færi í hverri byggingu verksmiðjumimar og við það stuðzt viið Hkan það er fyrr er nefnt. Eftir þennan Lnngamg hófst ferðin um verk- smiðjusvæðið. Sums staðar mátti reykja, annars staðar ekki, lítið mátti taka af mynd- um á staðnum. Við gengum út, þvert yfir port og inm í næstu byggingu. Að vitum oflkkar barst lykt svipuð þeirri er alltaf virðist vera af fóðriinu, sem er innam í nýjum bílum. Eitns konar sambl'and af gúmmí- og leður- lykt. Við komium að stafla af flötum málmplötum, þær eru kannslká einn og hálfur metri á kaint. Ein og ein, eru plöt- urniar settar í sitóra vél og þar sér m.aður stórt stykki falla ofan á plöturmar og móta þær. Út kemur hlutur, er ætla mætti að væri vélarhlíf. En eftir aðhafahorft ásömu plötu fana gegnum næstu pressu kemur í ljós að þetta er um- gjörð fyrir afturrúðu bíls. Þarna iiggja mótin, sem smáð- að er eftir, það eru náttúru lega þau, sem ekki má myinda. Gengið var áfram sem leið lá út um neyðarútgainginm, út í port þar sem artt var á ffeygiferð og inn í næsbu bygigingu. 1 þeirri by.ggingu eru samankomnir allir málm- hlutar yfirbyggingar bilisins. Uinir ýmsu hlutar eru soðmir siaman og I'ag billsins kermur í Ijós. IyOgsuðudeildin. Varúð, hlífðargleraugu! Við héildum okfcur í hæfilegri fjarl'ægð þar eð við höfðum emgin sáík. Yfir höfð.i imanns ruinnu yfir- byggingar á færibandi. Körf ur eru undir færiböndunum til að enginn rotist ef eitt- hvað dettur niður. Það er að verða til ökutæfei, sem á eft- i.r að þeysast um hina ým'su vegi veraldarin.nar. Við fór- um urn by.gginiguna þar sem stáiið er hert og vél'arhliut- amiir steyptir, Þar gengum við milli glóandi járnbiita, æð islegra bræðsluofna oig sýru kerja. Það var eins gott að hafa augun opin. Stáfflbiitar eru settir á ýmsa staði til styrfetiar yfirbyggingu bíils ins. Við komum in.n í véiia- deildina. Hér er verið að bora fjögurra strokka blokfcir. Og nofekra metra frá, sex strokka blokkir. Mjólfeurl'itaður vökvi kæi- ir miái'minn meðan á borun- inni stendur, því ekki má miuma miiilimetra. Hver vél með gírkassa er keyrð á m.is munandi hraða í hálfa klukkustund undir eftiirliiti og ef ekkert finnst athuga- vert fer samstæðan áfira.m á Frainhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.