Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 32
 ÁNÆGJAN FYLGIR ÚRVALSFERÐUM OTi0itTOMaí>ii^ nucLvsmcRR ^r«22480 ÞKIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1973 Útflutningsverðmæt! loðnunnar: 1300 milliónir króna URÁEFNISVERÐMÆTI þcirra rösklega 170 þús. tonna al loðnu, sem veidd hafa verið til bræðslu, neimir um 333 millj. kr. og hráefnisverð- mæti þeirra 8000 tonna, sem í frystingu hafa farið, er 56 millj. kr. Fyrir hvert kíló í bræðslu eru nú greiddar 1,96 krónur og fyrir tonnið í frystingu fást 7000 krónur. Samanlagt verðmæti úr sjó er þá orðið tæplega 390 millj. króna ó þessari vertíð. Út- flutningsverðmæti mjöls og lýsis úr þessum afla mun ncma röskum 1100 millj. króna, og frystu Ioðnunnar rösklega 200 millj. kr., þann- ig að útflutningsverðmætið nemur nú samtals um 1300 millj. króna. Fyrirframsamnlngar hafa ver- i<5 gerðir um sölu á 46—47 þús. tonnum af loðnumjöli og er rrieð aiverðið 2,22 pund á próteinein- ingu. Miðað við 67 próteineiníng ar fást þá um 148 pund fyrir tonnið. Lítið sem ekkert hefur verið selt fy, irfram af lýsi, en verðið nú er um 90 pund á tonn ifi. Úr þeim rösklega 170 þús. t^pn um, sem í bræðslu hafa verið veidd, má reikna með að fáist rösklega 27 þús. tonn af mjöli og tæpiega 7000 tonn af lýsi. — Reiknað er með í þessari frétt 240 krónum í pundinu. Við nýtingu í mjöl og lýsi er reiknað með 16% nýtingu í mjöl og um 4% nýtingu í lýsi. Hráefnisverðmætið 390 millj. króna Tvö þúsuntl og fimm hiundruð lestum af loðim hafði vendð la.ndað í Vestinannaeyjiim í gærkvöldi og þá var von á floiri bátnm inin í nótt. Búizt er við að bræðsla hefjist í Fiskimjölsvenksmið.jimni í dag eða á morguin. I*ei-rsa mynd tók Sigurgeir í gær af loðnn bátum í Vestmannaeyjahöfn. S já frétt á bls. 2. Sátta- nefnd VFIRMENN á togaraflotanum boðuðu í gær verkfall á mið- nættl 5. marz n. k. Sáttanefnd var í gær skipuð i togaradeil- nnni og ern í henni auk Torfa Hjartarsonar, sáttasemjara ríkisins, Giiðlaugur Þorvalds- son, prófessor, og Ragnar ÓI- afsson, hrl. Sáttafundiir með undir- mönnum hefst klukkan 14 í dag. íslenzka þorskmjölið lélegra en erlent RANNSÖKNASTOFNllN fisk- iðnaðarins hefur unnið að at- hugunum á íslenzku fiskmjöli, til að reyna að bæta úr upplýs- ingaskorti um mjölið og breyti- leika þess, en það hefur tölu- verða þýðingu fyrir kaupendur og framleiðendur. í niður- stöðum á tilraunum til ákvörðunar á aminosýru- innihaldi og nýtanleika prót- eina í íslenzku þorsk- og loðnu- mjöli 1971 segir m.a.: „Islenzka þorskmjölið 1971 hafði að með- altali lægra innihald af lífsnauð- synlegum aminósýrum en flest- ar erlendar fiskmjölstegundir miðað við sama próteinmagn. Það sama gildir einnig um nýt- anlegt lýsi. Loðnumjölið er ná- lægt meðaltall. Sveiflur í inni- hakli aminósýra og nýtanlegs lysins eru yfirleitt aftur á móti minni eða svipaðar og í ákveðn- um fiskmjölstegundum frá ein- stökum löndum. Sveiflur í hita- skemmdnm og nýtanleika eru verulega meiri i þorskmjölinu en loðnumjölinu. Hluti af þorsk- mjölinu hefur fengið mjög slæma meðferð í vinnslu." Skýrsla sú, sem þetta er tek- ið úr er skrifuð af Jónasi Bjarna syni. 1 inngangi skýrslunnar segir hann m.a.: „Stöðugt er unnið að upplýs- ingasöfnun i mörgum löndum um efnainnihald hinna ýmsu fiskmjölstegunda, sem til sölu eru á heimsmarkaði. Stórir fóð- urframleiðendur beita nú al- Framhald á bls. 13. Samning- arviðEBE fullgiltir í GÆK var saimiþykkt á Al- þingi að veita rikisstjórniiinni heimild tíl ful'lgildin.gar á samin.mgum íslands við Efna- hagsbandalag Evrópu og við Kola- og stál'bjindiailiag Evrópu. Heimildiin var vei'tt með 51 atkvæði gegn einu atkvæð'i Garðars Sig’Uirðssioinar, þing- manns AlþýðU'band'a.lagsins. I.úðvík Jósepsson, viðskipta- ráðherra, var ekki viðstaddur þesisa afgreiðsilu. Bretar veiða innan 12 milna Kngin landhelgisgæzla hefur verið frá því er gosið í Vestmannaeyjum hófst SKIPST.JÓRAR íslenzkra skipa hafa að undaníörnu kvartað nijög undan átroðn- ingl brezkra togara við Hval- bak og hafa þeir ítrekað haft samband við Landhelgisgæzi- nna og beðið hana ásjár, jafn- framt því sem þeir hafa látið þess getið að brezku togararn ir virtu ekki einu sinni 12 míina fiskiveiðilögsöguna, sem var í giidi til 1. septem- ber síðastliðinn, er hin nýja 50 mílna lögsaga gekk í gihli. Svar Landhelgisgæzlunnar hefur ávallt verið, að ekkert skip væri lil reiðu til þess að sinna þessnm störfum og hef- nr við svo búið staðið. Morgunbiaðið læddi i gær við skipstjóra á skuttogara Seyðfirðinga, Gullveri, en hann heitir Jón Pálsson. — Jón sagði, að hamn hefði verið að veið'um á þessu svæði allt fró áramótum og hefðu togararnir allan tímann verið um 12 mílma Hnuna við Hvaibakinn og hafa komið fyrir dagar, sem Bretarnir hafa verið fyrir ininan gömliu landhelgisilin- una. Einn daginn mældiu ís- lendingarnir brezku togarana að veiðum 8 sjómiilur frá Hvaibaknum, en það er hvorki meira né minna en 42 mílum fyrir inna.i 50 mílma mörkin. Skipim, sem fylgdust með þessu voru Gullver, Barðinn og Hólmatindu.r og hafa skips hafmir þessara skipa þó nok'kr um sinnum kvartað undan þessu. „Við höfum bæði semt boð, skeyti og eins talað við Landhelgisgæzluna sjáltfa, en við höfum alltaf femgið þau svör, að ekki væru til skip í þetta verkefni," sagði Jóm Pálsison, og bætti við: „Að visu var þetta S'kiljanlegt Framhald á bls. 13. Viðræður um orku- frekan iðnað VIÐRÆÐUNEFND um orku- frekan iðnað er komin heini frá Bandaríkjunum eftir fjögurra daga viðræður við forráðamenn LJnion Carbide Corp. „Við ræddum um hugsanlega samvinnu um orkufreikan iðnað og þá helzt járnblemdiiðmað," sagði Jóhammes Norda.1, Seðia- Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.