Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 1973
legja?
Ó, Pétur, hugsaði Jenny.
Pétur.
Ó,
Það var rétt eins og hún
hefði sagt þetta upphátt, þvi að
Pétur leit á hana, og það var
rétt eins og hann hrykki við,
hann starði á hana andartak, en
gekk svo til hennar og lagði
höndina á arm hennar. Svo
sagði hann lágt, rétt eins og
henni einni væri ætlað að heyra
það, enda þótt aliir hinir
VERKSMIÐJU
ÚTSALA!
Opin þriöjudaga kl.2-7e.h. og
föstudaga kl.2-9e.h.
A UTSOLJUNNI:
Rækjulopi Vefnaöarbútar
Hespulopi Bílateppabútar
Flækjuband Teppabútar
Endaband Teppamottur
Prjónaband
Reykvíkingar neynið nýju hraðbrautina
upp í Mosfellssveit og verzlið á útsölunni.
ALAFOSS HF
MOSFELLSSVEIT
Hiingl eflii miðncelli
M.G.EBERHART
heyrðu það: — Það varst þú,
sem ég vildi fá, Jenny. Þú veizt
vel, að það varst þú.
Cal segði: — Er Blanche
heima hjá þér, Art?
Al'lir viðstaddiir og Pétur líka
litu á Art. Jenny þakkaði Cal
fyrir þetta í huga sínum, en
hugsaði þó fyrst og fremst um
hitt hve.heitt hún elskaði Pét-
ur.
Art hafði náð jafnvæginu aft-
ur, og sagði eins og hann væri
hneyksiaður: — Blanche?
Núna?
Cal sagði: — Mér datt i hug,
að hún hefði kannski sett upp
svuntu og eidað matinn handa
þér.
Andlitið á Art stirðnaði upp.
— Hvað ertu eigimlega að fara?
Hann leit í kringum sig í stof-
unni, staðnæmdist við Jenny og
brýndi raustina. — Það ert þú!
Þú hefur verið að snuðra heima
hjá mér! Þú!
Waldo Dodson glotti ofurlitið
og Jenny sá, að hann skemmti
sér, svo að lítið bar á, og um
leið vissi hún að hann hafði
gert það viijamdi að fara með
hana gegnum svefnherbergið og
hann hafði af ásettu ráði opnað
þennan skáp, svo að kvenfatn-
aðurinn kæmi i ljós. Sem
snöggvast gat hún sér til um
ástæðuna. Kar.nski var hann
bara einn þessara manna, sem
hata húsbændur sina, hverjir
sem þeir svo eru.
Cal sagði aftur : — Er Blanche
heima hjá þér núna?
— Nei! öskraði Art. — Og
þessi fatnaður, sem þú s-ást —
hann leit fyrirlitningaraugum á
Jenny — tilheyrði konunni
minni. . . Ætlar þú, Pétur, að
líða þeim að koma með svona
ásakanir á Blanche.
— Þau hafa haft sitt af
hverju að segja við rriiig, svaraði
Pétur ólundarlega. Hönd hans
þrýsti enn fastar á öxldna á
Jenny og án þess að vita af því
sjálf veik hún sér umdam.
Hvern elskaði hún, þegar ald't
kæmi til alls? hugsaði hún með
sér.
En svar við spurn hlyti að vera
grimimdarlegt, en þótt undarlegt
væri, þá var svo ekki. Og það
var í rauninni heidur ekki eins
og nein opinberun, heldur lík-
ast skuggalegri mannsmynd,
séðri í fjarska, sem nál.gaðist
jafnt og þétt, en skýrðist svo
smám saman — varð næstum
skýr.
Cal sagði: — Biddu andartak,
Art. Það er engin ástæða til að
hlaupa burt. Það er nokkuð,
sem mi.g langar að spyrja þig
um.
Art var komimn fram að dyr-
um. Hann l'eit reiður um öxl. —
Þú ert þegar búinn að segja
nóg.
— Aðeins eina spurningu enn:
Hvar varstu í dag?
— Hvar ég var? Nú auðvit-
að á skrifstofunni. Þar hefðir
þú Mka átt að vera. Og Blanche
var þar l'ika. Það miun hún segja
þér, ef þú spyrð hama. Ég kom
himgað mieð lestinni 5.23. En
hvað varðar þig um þetta?
Dodson skríkti nú, upp úr
þurru. — Já, þetta er eins og
hann segir. Ég kom með sömu
Lest oig ég var samtimis honum í
skrifstofunni, nema rétt meðam
ég var að taia við hana. . . Hann
kinkaði kolii til Jennyar.
í þýðingu
Páls Skúlasonar.
— Þú sagðir mér, að þú hefð
ir tekið þér frí! sagði Jenny.
— Og þú varst i sportskyrtu og
með þennan lieðurjakka. . .
— ,Ég hafði nú engu að siður
verið á skrifstofunni, Kannski
ekki allan daginn, en mestallan.
Art greip fram í: — Ég full-
vissa þig, Dodson, að ég þarfn-
ast ekki neinna fjarverusann-
ana frá einum eða neiinum.
— Þú hefur fjarverusönnum
fyrir nóttina, þegar Fiora var
myrt, sagði Dodson óliundarlega
og horfði á Art. Ég var hjá
þér í húsinu. Frétti það fyrst,
þegar Blanche hringdi til þin
rétt fyrir miðnætti. Þú fórst
al'drei eitt augnablik út úr hús-
inu. Hann leit á Cal og siðan á
Pétur. — Þefcta er staðtneynd. Ég
fyigdist alveg með því. Og auk
þess vorum við að spiia fram yf
ir miðnætti, Ég tók af honum
fimmtiu og þrjá dali.
Art ræskti sig. — Ég skal ná
i þá aftur. En þetfca er satt, Pét-
ur. Ég býst nú ekki við, að þig
gruni í ful'Lri alvöru, að ég sé
neitt viðriðinn morðið á Fioru
— en það er nú svona samt.
Erfcu með, Waldo?
Art veifaði hendi kæruleysis-
lega til Péturs, lét sem hann
STÉTTARFÉLAG VERKFRÆÐINGA
Aðalfundur
Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn í dag
i fundarsal Hótel Esju og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
velvakandi
i
Velvakandi svarar i síma
1010C frá mánudegi ti!
föstudags kl. 14—-15.
0 „Engar vöflur“
x.x. skrifar:
íslenzk læknisfrú i Kaup-
mannahöfn skrifaði foreldrum
sínum hér í Reykjavík nýlega
um sitt af hverju í sambandi
við fjársöfnunina til Vest-
mannaeyinga. Norræna félagið
hafði gefið út „plaköt“ og gíró-
kort til dreifingar. Þessi ís-
lenzka kona hringdi þangað og
bað um „plaköt“ til að hengja
upp á biðstofu læknisins. Þar
fékk hún þær fréttir, að þeg-
ar fyrsta daginn hefðu safn-
azt 90.000,00 danskar krónur.
Kona sú, sem varð fyrir svör-
um, sagði, að áhugi væri á því
að fá sem flesta staði, þar sem
hægt væri að láta plaköt
in hainga. Endirinn varð sá, að
læknirinn, sem er sérfræðing-
ur i húðlækningum, skrifaði 25
starfsbræðrum sínum hingað og
þangað út um landið, og setti
sig einnig í samband við rit-
stjóra læknablaðsins. Finsens-
stofnunin og Gentofte-sjúkra-
húsið fá einnig slíkar upplýs-
ingar. Loks kemur klausa í
blaði danskra lögfræðinga og
eftir þvi sem bezt er
vitað, verkfræðinga, en einn
prófessor í verkfræði er kvænt
ur íslenzkri konu. „Þetta eru
auðvitað engin ósköp,“ segir
frúin í bréfi sínu, „til móts við
það, sem þyrfti — en eitthvað
gæti það kannski hjálpað." En
svo kemur rúsínan: Sonur henn
ar, sjö ára gamall, „er búinn
að tæma sparibaukinn sinn, kr.
4,65 og vill endilega senda
þetta. Hann heimtaði umslag og
vildi senda þetta samstundis tii
íslands. Ég átti fullt í fangi
með að útskýra fyrir honum,
að við yrðum að senda þetta í
gegnum pósthúsið og ekki væri
hægt að senda smáaura í um-
slagi. Þá var afráðið að fara á
pósthúsið strax kl. 9 á mánu-
dagsmorgun, svo að hann gæti
lokið þessu af, áður en hann
fpr á leikskólann — og engar
vöflur.
Fólk hér hefir sýnt mikinn
áhuga á að hjálpa og margir
hafa spurt mig, hvort ekki ætti
að safna, svo við skulum vona,
að talsvert komi inn, þegar bú
ið er að setja þetta allt í fast-
ar skorður."
Þessi frétt er auðvitað eng-
in stórtíðindi, en við Islending-
ar hér heima á ættjörðinni, meg
um gjarnan vita, að þeg-
ar stjórnendur Norðurlanda
þjóðanna gefa höfðinglegar
gjafir, standa þeir á grundvelli
almenningsálits, sem jafnvel lít
il börn eiga sinn þátt í að
mynda. Þetta ætti að verða Is-
lendingum hvöt til að rísa karl
mannlega undir þeim byrðum,
sem við sjáifir verðum á okk-
ur að leggja. Við skulum vona,
að þeim, sem hafa þá ábyrgð á
sínuen herðujn að ráðstafa
sjóðnum, gefist bæði vitsmunir
og góðgirni til að leysa vand-
ann.
xx.
0 Vanræksla á leið 4
Ágústa Gunnarsdóttir
skrifar:
„1 framhaldi af bréfi JóHs
Vatnsfirðings, sem birtist s.l.
föstudag og var um vanrækslu
á strætisvagnaleið 4 — Hagar
— Sund, vil ég greina frá því,
að síðastliðið sunnudags-
kvöld, 18. febrúar, sleppti vagn
stjóri síðustu ferðinni, þ.e.a.s.
kl. 1, hreinlega úr, að minnsta
kosti fór hann aldrei um Ægis-
síðu og Hofsvallagötu. Hafði
þessi vanræksla sín áhrif, þar
sem ég átti að hfcbta mann á
vissum stað og stundu. Hefði
það getað staðizt, ef vagnstjór
inn hefði gert skyldu sína.
Vil ég beina þeim tilmælum
til forstjóra S.V.R., að viðkom-
andi vagnstjóri verði lát-
inn sæta áminningu.
Með þökk fyrir birtinguna,
Ágústa Gunnarsdóttir,
Sörlaskjóli 92,
Reykjavík."
0 Um fisksölu
Kristján Kristjánsson
skrifar:
„1 Morgunblaðinu 3. febrúar
var birtur úrdráibbur úr umræð-
um nokkurra borgarfuiltrúa
um fisksölumál borgarinnar
meðal annars. Umræðurnar
voru mjög svo erftirtektarverð
ar og voru þær í anda margyf-
irlýstrar stefnu hinna svoköil-
uðu vinstri manna um skefja-
lausar árásir á kaupmannastétt
ina, og verzlunarstéttina í
heild. Hér er því raunverulega
ekki um nýmæli að ræða. Að
visu var á þessum fundi eink-
anlega rætt um fisksölumál og
er því gott og hollt fyrir fisk-
kaupmenn, að átta sig á hvað-
an gott kemur þeim til handa.
Ef þeir vinna ekki við fisksöl-
una án nokkurrar verulegrar
þóknunar, þannig að þess-
ir fínu borgarfulltrúar fái nóg-
an fisk í soðið i tíma og ótíma,
nálægt innkaupsverði, á
bara að vísa þeim út á götuna
og láta borgina yfirtaka þenn-
an atvinnuveg.
Þeir menn, sem á þennan hátt
reyna að níða atvinnulífið úr
höndum fólksins, ættu sannar-
lega að fá verðskuldaða ráðn-
ingu frá alþýðu manna.
Islenzku þjóðina vantar ekki
menn til að stækka ríkisbákn-
ið, heidur framtakssama menn
í sjálft atvinnulífið, þetta virð-
ast fulltrúar rikis og bæja
ekki gera sér fylliiega ljóst, en
þar á ég einkanlega við hina
svokölluðu vinstri menn.
Islenzka þjóðin mun áreiðan
lega ekki sjá eftir mannsæm-
andi kjörum til fisksalanna og
mun þess skilyrðislaust verða
krafizt.
Að endingu vil ég spyrja
hvort þessir sömu borgarfull-
trúar vilji leggja á sig þá
vinnu, sem fisksölum er ælluð,
svo sem að fara af stað oft um
kl. þrjú — fjögur að nóttu, til
að útvega eitthvað ætilegt í mat
inn. Þegar á þessa hlið málsins
er litið, hygg ég, að mörgum
bæjarfulltrúanum þætti nokk-
uð mikið á sig lagt og illa að
sér búið, kaupdð liitið, víinnudag
ur langur, í köldum fiskbúðum.
Nú eru tímar kröfugerða og
mun tími til kominn að fisk-
kaupmenn geri kröfu til
að verðlagsmál og önnur mál
varðandi fisksölu verði tafar-
laust afhent í þeirra eigin
hendur.
Kristján Kristjánsson."
Notið frístundimar
Vélritunar- og
hraðritunarskólinn
Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá-
gangur verzlunarbréfa. samninga o. fl.
Úrvals rafmagnsritvélar.
Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn-
ritun l sima 21768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27
Gullverðlaunahafi
simi 21768.
The Business Educators' Association
of Canada.
Hnakkar
Vandaðir enskir SPAÐA-hnakkar.
B. THORVALDSSON,
Umboðs- og heildverzlun
Pósthólf 548.
Sími 38472, Reykjavik.