Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.02.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1973 23 arsyni, sem var Skaftfellingur að ætt, og gaf Pétur Þorsteins- son í Heydölum þau saman i hjónaband 17. júní 1904. Settust þau að á Fáskrúðsfirði, og þar átti Ingibjörg heima næstu 40 árin, en mann sinn missti hún 1939. Af 5 sonum þeirra dóu tveir I bernsku, en þrír sem til full- orðinsára komust, eru þessir: Helgi, skrifstofumaður á Búðum, kvæntur Stefaníu Sigurbjöms- dóttur frá Eyri í Fáskrúðsfirði. Jón Vidalín sjómaður á Siglu- firði, kvæntur Sigrúnu Sigurðar- dóttur frá Mói á Dalvík. Bjarni, sjómaður á Búðum, kvæntur Jó- hönnu Þorsteinsdóttur frá Fá- skrúðsfirði. 1 30 ár átti Ingíbjörg heima á Siglufirði, Lengst af hjá Jóni syni sínum, en síðustu mán- uðina dvaldist hún á Elliheimil- inu Grund í Reykjavík. Hér hefur verið minnzt á fútt eitt, sem gerzt hefur á löngum æviferli, en í þau fáu skipti, sem ieiðir okkar lágu saman á efri árum hennar, gat ég ekki annað en dáðst að l'ífsorku hennar og glaðlegu viðmóti. Og ellina bar hún framúrskarandi vel og hélt líkamlegri reisn sinni og andlegu atgervi til hins síðasta. Við frá- fall hennar er eins og brostið hafi hlekkur, sem tengdi okkur við horfna tíð, en allir ástvinir horfa til baka yfir liðinn dag með innilegu þakklæti fyrir langt og farsælt ævistarf. Um Ingibjörgu Magnúsdóttur má með sanni segja, að hún hlýddi kalli skyld- unnar og brást ekki hlutverki sinu. Að leiðarlokum þakka vin- ir hennar trúmennsku hennar og skyldurækni, og þeir vita, að hvað sem kann að hafa brostið á, þá gróf hún ekki pund sitt í jörðu, lá ekki á liði sínu, sveik ekki köllun sina. Guð veiti henni af náð sinni trúrra þjóna laun. Á Elliheimil.nu Grund í Reykjavik leið Ingibjörgu vel síð ustu mánuðina, sem hún lifði. Hún var mjög ánægð með sam- býliskonu sína þar, gladdist inni- lega yfir heimsóknum vina sinna, og beztu stundir hennar voru messumar og morgunbænirnar, sem hún sótti hvenær sem færi gafst. Með rósemi og trausti horfði hún fram til efstu leita á æviveginum og bjó sig undir að hlýða kallinu mikla, reiðubúin þegar það hljómaði: Meistarinn er hér og vill finna þig. Þessum fáu minn ngarorðum lýk ég með því að flytja inni- legustu samúðarkveðjur mínar og fjölskyidu minnar til sona Ingibjargar, tengdabarna, barna barna og annarra ástvina. Magnús Guðmundsson Grundarfirði. Lára Jóhannsdóttir frá Sveinatungu SÆLL er sá, er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir i skugga hins almáttka, sá er segir við Drott- in: „Hæli miitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á“! Um fimm leytið mánudaginn 19. þ.m. var Lára á leið til vinnu- staðar eiginmanns síns, til þess að sækja hann, en fáum mínút- um áður hafði hún talað við syst- ur sina og boðið henni að taka hana með, svo hún mætti snæða kvöldmáltíð á heimili þeirra hjónanna, en náin og hjartfólgin samskipti og vinátta var ávallt á milli systranna, bæði meðan eiginmaður Helgu, Eliís Ó. Guð- mundsson, gamli og góði kennar- inn minn við Verzlunarskóla ís- lands, var lifandi og þá ekki síð- ur, frá því hann hvarf til hins eilífa austurs og Helga varð ekkja. Hin mæta og góða vinkona min og fjölskyldu minnar, Lára Jóhannsdóttir, lauk ekki í þetta skipti ætlunarverki sínu, en slíkt var sjaldgæft á lífsleið hennar. Á leið sinni til þess staðar, er hún ætlaði að hitta eiginmamn sinn, var hún kölluð í hina hinztu ferð sína, en hann hafði gengið til móts við hana og var því ná- lægur, er hið skyndilega kall kom, og gat þvi fylgt henni á sjúkrahúsið, þar sem mannieg hjálp og aðstoð gat ekki breytt hinu fyrirfram ákveðna lögmáli, enda umbreytingin þá þegar um garð gengin. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 2 síðdegis. Lára var fædd þann 23. sept- erober 1910 að Sveinatungu í Norðurárdal í Borgarfirði. For- eidrar hennar voru hjónin Jó- hann Eyjól’fsson, alþingismaður og bóndi frá Sveinatungu i Norð- urárdal og Ingibjörg Sigurðar- dóttir frá Geirmundarbæ á Akranesi. Hún var þvi af merk- um ættum komin og var faðir hennar þjóðkunnur atorkumað- ur og héraðshöfðingi. Hann reisti að Sveinatungu fyrsta steinhúsið, sem byggt var hér á land', við hinar erfiðustu aðstæð- ur, og stendur það enn í hinni fögru sveit sem minnisvarði um hann og framtak hans og dugn- að á margvislegum sviðum. Systkinahópurinn var stór. Böm- in voru alls ellefu, en aðeins eru nú tvö eftirlifandi, Helga og Skúli. E'gi hafði sá er þessar lín- ur ritar, kynni af þessum stóra bamahópi, nema að litlu leyti, en í fersku minni eru mér Eyjólfur Jóhannsson, forstjóri, Guðrún skáldkona frá Brautarholti, Vagn Jóhannsson, Skúli, er nú býr í Kanada, auk Heigu, er ég hefi áður minnzt á. Frá Sveinatungu fluttist Lára ung að árum, því að á árabilinu 1915 til 1923 bjó fjölskyldan að Brautarholti á Kjalarnesi. Minnt- ist Lára þeirra ára oft með gleði og ánægju. Síðan lá leiðin til Reykjavikur og ný störf hófust, m.a. við bæjarsimann hér, er þá var starfræktur á annan hátt en nú er gert, á öld tækni og vís- inda. — Þann 9. maí 1931 giftist hún eiginmanni sinum, Jóhanni Gunnari Stefánssyni fram- kvæmdastjóra og hafa þau lengst um búið að Sjafnargötu 8 hér í Jón Ó. Halldórs- son — Minning 1 DAG er ti'l moldar borinn Jóin Ó. Halldórsson er lézt að heimili siirou aðfaranótt 18. febrúar síð- astliðinn. Jón var fædduir þanin 20. maí 1911, á ísafirði og var því 61 árs að aldri er hann léat. Foreidrar Jóns voru þau hjómin Sa'.»me Páilsdóttir oig Halldóir Jónsson. Jón byrjaði uroguir að stunda sjó mn, en vann einmig ýnusa vinnu í lamdi. Síðusbu ár ævi sinnar átti hann við vanheilsu að stríða. — Haron lézt í srveíni aðfaramiótt 18. febrúar. Ég votta systur Jóns Helgu Hal’.dórsdóttur, svo og Sigriði Benedikitsdöttur, sem var tryggur lifsförunautiur hans, samúð míroa. Sigurður Eggei’tsson. bæ. Þar bjó hún manni sín- um og börnum fagurt heimili en hin innri fegurð þess var ávallt fyrst og fremst fólgin í kærle'ks- fóm hennar gagnvart börnunum og eiginmanninum og öðrum ættingjum. Þeim auðnaðist að eignast þrjú börn, Stefán, Ingi- björgu og Jóhann, sem nú eru öll vaxin upp til þroska og mann- dóms. Barnabömin eru alls orðin átta. — Ég átti því láni að fagma að kynmast þeim hjónunum Láru og Jóhanni Gunnari, ungur að árum og hinn fyrsti sproti kunn- ingsskapar okkar breyttist fljótt i órjúfanlega vináttu, er hefur nú þegar varað í 32 ár. Fyrir þessi ár er ég þakklátur. Ég þakka Láru fyrir alla vináttu hennar. tryggð og hollráð, er hún hefur sýnt mér og fjölskyldu minni í öll þessi ár. Samfara ævarandi þakklæti, geymi ég h'ð innra ógleymanlegar minningar um góða og trygga konu. Lára var ein af þeim trúverð- ugu konum, er ávallt eru gefandi í lífinu, en síður þiggjandi. Ef einhver átti erfitt, ef raun og sorg drap að dyrum hjá vinum eða ættingjum, var Lára ávallt komin með þeim fyrstu á vett- vang, mælandi frá sínu bldða og miskunnsama hjarta, þau hugg- unar- og hvatningarorð, er við áttu hverju sinni. öldruðum og sjúkum var hún samnkölluð hjálparhella, ávallt hjálpandi og styrkjandi. Einnig lét hún ekki á sér standa, þá er gleðin og sælan réðu rikjum í ættingja- og vina- hópnum. Þá var Lára komin á réttum stað og stundu, til þess að samfagma og taka þátt í gleð- inni með því hugarfari og eigin innri gleði, er hún bjó yfir í svo ríkum mæli. Börnin hennar sakna hennar og minmast með mikilli lotningu og virðingu. Þau hafa misst góða móður, mikilvægan uppalanda, er kenndi þeim fagra siði og bjó þau undir lífið með kærleiksríku hugarfari. Eigi stóð hún þó ein í því uppeldisstarfi, þvi við hlið hennar stóð sá maður, er viður- kenndur er og þekktur af öllum, er honum hafa kynnzt, fyrir drenglyndi og hjálpsemi. Þá mega barnabörnim m'nnast góðr- ar, umhyggjusamrar og elsku- iegrar ömmu, er öllu vildi fyrir þau fórna. Jóhann Gunnar á á bak að sjá hjartkærri eiginkonu og lífsförunaut, eftir langa sam- búð, þar sem aldrei bar skugga á. Börnin munu nú sjá og skilja, hversu mikil hún var þeim og hafi ekki augu þeirra á timum bernsku og æsku verið nægilega opin fyrir hinu fórnfúsa og kær- leiksríka starfi hennar, eru þau nú til fulls opin og eftir mun lifa fögur minning i hjörtum þeirra og þar varðveitast og geymast mynd góðrar og elskulegrar móður. Föður sínum var Lára hin mikla stoð og stytta á efri árum hans og naut hann á heimili Láru og Jóhanns Gunnars umhyggju þeirra og ástúðar, þar til yfir lauk. Borgfirðingafélaginu unni hún af alhug og starfaði í stjórn þess a.m.k. um 20 ára skeið. Vinir hennar í þessu átthagafélagi munu nú sakna hennar og syrgja. Lára og Jóharon höfðu ieng' ætlað að taka mLg og konu mína með í ferð til hinna blóm- legu og fögru sveita þessa frið- sæla héraðs. Af því gat þó ekki orðið. En hver veit, nema sú stund renni upp, að við getum öll sameiningu skoðað hinar frjó- sömu byggðir, sveitir og dali Borgarfjarðarhéraðs, þar sem ég að Hlöðutúni í Stafholtstungum dvaldist nokkur sumur í sveit sem ungur drengur, þegar við á ný hittum Láru, handem landa- mæra hinnar miklu móðu. Ég veit að hún lifir, þótt hún sé nú hcrfin úr augsýn okkar í bili. Ég veit líka að hún verður ávallt gestur minn á heimili mdnu, hvert sinn, sem þar kann að verða efnt til fagnaðar eða þegar þörf yrði fyrir hughreystandi nærveru hennar í Drottins nafni. Ég og kona mín vottum eigin- manni hennar, bömum, barna- börnum og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar. Ég er þess fulíviss að hún verður jafn at- hafnasöm í hinum nýju heim- kynnum sinum og hún var ávallt í þeirri vist, er nú er lokið. Þar mun hún halda áfram að starfa með útréttri hendi, likn- andi og leggjandi öðrum lið. Guð blessi minningu þína. Árni Þorsteinsson. Þá eik í stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá; en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urta hvers byggðin hefir rnisst. B. Th. MÁNUDAGINN 19. febr. varð frú Lára Jóhannsdóttir, Sjafnar- götu 8, bráðkvödd. Óvænt kveðju stund er komin, tima þarf til að trúa, að ekki sé lengur tækifæri til að talast við eða sjást. Sú stað reynd, að við ráðum ekki yfir morgundeginum er verðugt íhug- unarefni. Sumir eru þeim hæfileikum gæddir að lifa líífinu með þetta i huga, vinna meðan dagur er, vanda sinar hugsanir til vina og vandamanna og huga að líðan sa mf erðaf ólksins. Mörgum verður á að telja morg undaginn visan og fresta því, sem hægt er að gera i dag til næsta dags, og tel ég mig í þeim hópi. Lára Jóhanmsdóttir, sem nú hefur kvatt lifið svo snögglega og fyrir aldur fram, ál'it ég að hafi haft þennan hæfileika í rík- um mæli: að vinna meðan dagur entist og vera öðrum til góðs með lífi sinu og starfi. Kynni mín af nöfnu minni voru iöng og eftirminnileg. Hún var ætið glöð og hress og bæði hjón- in höfðingjar heim að sækja. Nokkrar ferðir fórum við hjónin roeð þeim út fyrir bæinn, og er roér sú síðasta ekki sizt i fersku minni. Þá var ferðinni heitið í Borgarfjörðinn. Við lögðum af stað síðdegis í yndislegu veðri og „kvöidsólin hún Ijómaði af reuðbrúnu felli“. Leið okkar lá fram með æskustöðvum Láru, Brautarholti á Kjalarnesi. Er við okum um hennar fornu heima- haga, var eins og hún hyrfi inn í fortíðina. Hún var hljóð og hugsi, og þá leyndi sér ekki, hve þakkiát hún var og snort'n af að eiga sinar æskumirmingar úr þessari yndislegu sveitabyggð. Og Brautarhoit, sem þetta kvöld var baðað kvöldsólinni, hreif okkur öll með henni inn í end- urmmningarnar. Hún þurfti ekki að hafa mörg orð um æskuheim- ili sitt; góða foreldra hafði hún átt og stóran systkinahóp, sem lék sér í kringum álfaborgirnar í Brautarholti. Þetta skýrði sig sjálft því Lára var sjálfri sér svo samkvæm. Glaumur og ys og þys borgarlífsins gat ekki breytt henni frá sínum uppruna. Jóhann Gunnar, eiginmaður Láru, átti afmæli þennan dag, sem var 21. júlií. Var því áð á næsta leit: og þáðar veitingar. í brekkunum, þar sem við virtum fyrir okkur dýrð vorkvöldsins, taldi Lára upp nöfn á blómunum í kring um okkur, engu hafðl hún gleymt. Þannig var upphaf- ið á þessari ferð okkar, en öll var hún yndisleg til enda. Aftur á sl. sumri ætluðum við að hitt- ast í Laugardalnum, en af því gat ekki orðið. Svo trygglynd var þessi látna vinkona, að aldrei leið langur tími svo að hún léti ekki heyra i sér, vita um okkar liðan, eða að hún lieit snöggvast inn. Oftast var hún tímabundin, hún þurfti líka að sinna ýmsum, er sjúkir voru, eða einhverrar hjálpar þurftu með. Á dvalarheim'li aldr- aða fólksins átti hún oft brýnt erindi. Slikir eigin’.eikar. sem þessir eru mikil guðsgjöf. Það var svo ríkt í eðli Láru að miðla af mildi sinni með gjöfum og góðleik. Hún átti líka góðan eig- inmann, sem mat mikils og dáði þessi eiginleika hennar. Raup og reiði áttu ekki heima í ranni þeirra hjóna, þar sló á þögn, ef slúður bar á góma, en samhljóða tilliag í samræður, ef borið var lof á einn eða annan. Þannig eru eðlisþættir beggja hjónanna mér lærdómsríkt og ógleymanlegt þakkarefni. Með Láru Jóhannsdóttur, nöfnu minni, sé ég á bak heimilisv ni, sem ætið lét í ljós vinarhug og umhyggju fyrir mér og mínum. Slikur hlýhugur vermdi eins ög sólargeisli á glugga og heimilið inni. Við hjónin og börnin okkar þökkum hinni látnu heiðurskonu allar samverustundirnar, um leið og við vottum eiginmanni hennar og fjölskyldu okkar inni- legustu samúð. Lára Böðvarsdóttir. ÞAÐ ÞÓTTU nokkur tlíðindi og allimikill sjónarsviptir i Borgar- firði, þegar Jóhann og Ingibjörg í Sveinatungu fóru þaðan suður á Kjalames vorið 1915, ásamit átta börroum síniuim. Fkkert af þeim stóra og efnilega )\ópi sneri aft- ur til ábtihaganna, þó að eitt af þelim væri þar stuttan tíma lörogu síðar. Hins hafa Borgfirð- iingar oft orðið variir alllt til þessa dags að þeir háfa átt þar „bauika í homi“ þegar áhugamál héraðsins hafa kallað að. Hinn „slyngi sláttumaður" hefur orðið all stórhöggur á þenn an hóp frá Sveinaturogu á seinni árum. Aðeiins tvö af þessum hópi eru enn á lifi. Nú síðast var Lára frá okkur tekin, óvænt og og allt of fljótt að okkar dómi. Lára Jöhanns'dóttir var aðeins 5 ára er hún fór frá Sveinatungu, þar sem hún var fædd á Þverár- réttardegi árið 1910. Þá var síð- ast réttað í hinni fornu rétt, því næsta sumar var byggð ný rétt úr steinsteypu, hin fyrsta af þeirri gerð hér á landi. Var það ekki sízt fyrir aitbeina föður hennar að sá byggingarmáti var valinn. Þó að Lára /æri svo ung er hún kvaddi æskustöðvar og ætt- arbyggð, var ást hennar og tryggð til þeirra stöðva traustari og meiri en ég hefi annars staðar fundið. Hin „ramma taug föður túna til“ var það sterkur og ráð andi þáttur í öllu hennar starii að engum gat dulizt. Fólk og hérað i Borgarfiirði var henni hug stæðara en flest annað. í full 20 ár hefir hún sfaðið fyrir sam- komrom eða skemmtunum á hverjum vetri hér í Reykjavik fyrir e’dra fólkið úr héraðinu, þar sem það hefir fengið tæki- færi til að hittast og sjást einu sinni á á'ri. Nú að lieiðartokum finrost mér bæði ljúft og skylt að þakfca fyr ir einliæga vir áittu ' og ágæta samvinrou um nærri 30 ára sfceið. Veit ég að ég mœli þar fyrir munn al’ra þeirra félaga minna í Borgfirðingafélaginu í Reykja- vik sem kynni höfðu af félags- starfi hennar. Eftirlifarodii manni henroar og bömuim vottum við innilegústu samúð við hið ó- vænta fráfall hennar, minnug þess að ein drýgsta hamingja sem okkur getur htotnazt á þess- ari ævivegfierð okkar er að hafia eigroazt þá vini sem gott er að minroast. Blessuð sé heninar minroing. Guðm. Illugason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.