Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1972 Ellert B. Schram: Eðlilegt spor í takt við framrás tímans Umræður um frumvarp til laga um grunnskóla ! MAGNÚS Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi að lögum um grunnskóla í neðri deild í fyrradag. Jafnframt mælti hann fyrir frumvarpi að lög- um um skólakerfi. Frumvörp- in voru fyrst lögð fram á Al- þingi 1971, en urðu ekki út- rædd þá og koma nú fram all breytt, einkum frumvarpið um grunnskóla. Magnús Torfi Ólafsson mennta málaráðherra, rakti forsögu mál- anna, og þá einkum störf þeirrar nefndar, sem skipuð var til þess Ellert B. Schram að endurskoða frumvörpin frá 1971. Flutti ráðherrann langa og ýtarlega ræðu og sagði þá m.a.: Fræðshilög'n frá 1946 voru um deild á sínum tíma, en nú mun leitun á manni, sem vefengir, að þau hafi veríð mikið framfara- spor frá því, sem áður var. Mest munaði um, að nemendum úti á landsbyggðinni greiddist leiðin til framhaldsnáms. En h'nu er ekki að leyna, að enn í dag skortir á, að fræðsl'ulögin frá 1946 séu kom in til framkvæmda í sömu byggð arlögum rúmum aldarfjórðungi eftir að þau voru sett. Þar að auki hefur fræðsluþörfin breytzt á þessu tknabili, þegar fræðslu- lögin voru sett í lok heimsstyrj a’.darinnar síðari, var einkum um það hugsað að greiða ungling urn leiðina til framhaldsnáms í menntaskóla. Siðan hefur það tvennt gerzt, að þessi einhliða á herzla á menntaskólanám hefur valdið vaxandi misræmi í fram- haldsskólakerfinu og aðrir fram haldsskólar hafa flestir þyngt verulega inntökuskilyrðin. Upp er komið í landinu alvar legt misrétti. Aðgangi að skóla göngu, eftir að skyldunámi lýkur er svo misskipt, að þetta atriði eitt út af fyrir sig veldur mælan legri röskun á búsetu strjálbýl- inu í óhag, og sé ekkert að gert, hlýtur þessi röskun að ágerast, því að fyrirsjáanlegt er, að kröf ur til sérmenntunar eiga enn eft ir að aukast. Ráðið við þessum vanda er að eins eitt: Að rétta hlut strjálbýl isins, að leitast við að tryggja, að enginn þurfi vegna búsetu þar að fara á mis við að afla sér rétt- inda til að leggja stund á fram- haldsnám. Til þess að svo megi verða, þarf að stíga til fuls skrefið sem stigið var til hálfs með fræðslulögunum frá 1946, gera skólakerfið samfellt, svo að þar taki við hvert þrepið af öðru enginn þurfi að komast þar á þrót, vegna þess að heimabyggð hans hafi ekki aðgang að skóla, sem skili honum réttindum til frekara náms. Meginmarkmið frv. um skólakerfi og um grunn- skóla er að koma því til leiðar, að öll uppvaxandi kynslóð í land inu án tiilits til búsetu komi úr almennu undirbúningsnámi með jöfn réttindi til framhaldsnáms, að sjáifsögðu er svo vandi að ná þessu marki við íslenzka stað- haetti, en sá vandi er ekki óleys- anlegur, ef viljinn er með. Þó gert sé ráð fyrir lengingu skóiaárs er svigrúm í þvi efni mun meira í hinu nýja frv. Þar er einnig þýðingarmikið nýmæli, sem miklar vonir eru við bundn- ar, um heimild til að færa veru- legan hluta kennslutíma af vetri á sumar i yngri aldursflokkum grunnskólans. Kemur vissulega til álita hvort sama heimild á ekki að ná lengra upp eftir ald- ursflokkum og yrði þá einkum notuð sem miklu varðar fyrir heimilið og reyndar einnig fyrir nemendur, að þeir geti verið heima við á tilteknum annatíma ársins, þó þar sem öðru vísi hátt ar teljist þeir tímar eðlilegur skólatími. Allt það sem nú hefur verið talið og margt annað sem ódrep ið er á, miðar að því, að jafna metin í fræðsl'umálum eins og framast er kostur svo að í því efni sitji landsmenn við sama borð, hvað sem búsetu liður. Enn er þó ótalið eitt höfuðatriðið sem í sömu átt hnígur, sem sé gjör- breyting á útreikningi skóla- kostnaðar. Það hefur hingað til verið byggt á stærð sem kölluð et reiknaðar stundir og gripið hefur yfir allan iaunakostnað við skólahald. Hefur útkoman reynzt mun hagstæðari stærri skólun- um en þeim smærri. 1 grunn- skólakerfinu nýja er horfið með öllu frá þessari reikningsreglu og kostnaður sundurgreindur i kennslustundir og annað skólia- starf. Með þessu móti á að tryggja að hver skólii hljóti frá riki og sveitarfélagi það fé sem hrekkur til að tryggja, að honum sé unnt að framfylgja _ þeirri námsskrá sem í gildi er. Á þessi nýja regl.a að fyrirbyggja að hag ur smærri skó'anna sé fyrir borð borinn. Rekstrarkostnaðarauki, sem áætlað er að leiði af samþykkt grunnskólafrv. og frumvarps um skólakerfi, nemur samtals 289 millj. kr. þegar bæði eru að fullu kom'n til framkvæmda. Þar af er hlutur ríkisins áætlaður 229 millj., en tillag sveitarfélaga 61 millj. kr. Þar sem kveðið er á um, að framkvæmd ákvæða laganna eigi séi stað á 10 ára bili, dreif.'st kostnaðaraukningin á þann tíma en þó ails ekki jafnt. Mest er hún fyrstu 6 árín, fer þá hæst í 44,5 millj, á einu ári, en verður 2—4 millj. síðari 4 ár 10 ára tímans. Þessi grein laganna er stefnu- markandi og byggist á þrem meg n atriðum. Hið fyrsta er að búa nemendur und'r líf og starf í lýð ræðisþjóðfélagi sem er í sífeildri þróun. Annað: Er að efla skiln- 'ng nemenda á ísl. þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og hið þriðja: er að binda ekki starf skól ans við fræðsluna eina, heidur í æ rikara mæli að stuðla að al- hiiða þroska hvers og e ns nem anda. í samræm; við breytta starfs- hætti í samfelldum grunnskóla er gert ráð fyrir að mjög verði dreg'ð úr prófum. Bæði fer til þeirra mikill timi frá reglulegu námi og framkvæmd prófa með núverandi hætti kostar m kið fé, sem einsætt þykir að verja mætti að verulegu leyti til brýnni þarfa skólastarfsins. Má þar sér staklega benda á eílingu skóla- bókasafns sem er ómissandi und irstaða undir skólastarfi því, er gert er ráð fyrir að e’gi sér stað í grunnskólanum. 1 43. gr. um frumskóla sem fjallar um námsefni í skóianum segir svo: „Við setningu náms- skrár og skipulagningu námsefn is fyrír grunnskóla, skal þess sér staklega gætt i samræmi við markmið skólans, að öllúm nem endum séu gefin sem jöfnust tækifæri til náms, jafnframt því sem skól nn komi til móts við og viðurkenni mismunandi persónu gerð, þroska, getu og áhu.gasvið nemenda. Þessi mikilvægu á- kvæði fela í sér mörkun grund- valiarstefnu um jafnrétti nem- enda í grunnskóla og aðlögun skólastarfsins að þörfum ein- staklinasins. í grunnskóla skal veita drengjum og stúlkum sem jöfnust tækifæri til náms, þann- ig t.d. að í gerð aðalnámsskrár og kennslunni sjálfri sé öðru hvoru kyninu ekki bægt frá á mikils- verðum námssviðum, t.d. í hand íðum eða heimilisrækt. í stað þess að drepa hér í ör fáum orðum á sem allra flest ný mæli sem í frv. felast hef ég kos ið að fjalla hér að mestu um tvö meginatrið: frumvarpsins, annars vegar jöfnuð námsað- stöðu, hvað sem búsetu líður, hins vegar áberzluna á þroska hvers einstaklings eftir þvi sem hæfileikar hans til hugar og handa segja til. Við má svo bæta 3. meginatriðinu: 1 grunnskóla- frv. er sú stefna mörkuð, að námsstarf nemenda fari fram sem mest innan veggja skólans, hann sé ekki yfirheyrslustofnun, þar sem nemendum er hlýtt yfir lexíur, sem þeir hafa áður til- einkað sér í heimahúsum. Eysteinn Jónsson fagnaði þvi að frumvörpin væru komin fram og kvaðst vilja leg.gja i þau vinnu í menntamálanefnd. Sagð ist hann ánægður með, að í þessu frumvarpi virtist vera viður- kennt það sjónarmið, sem hann setti fram við umræður um frum vörpin frá 1971, að á nám bæri að líta sem vinnu. Taldi þingmað ur'nn óhæft að ætla börnum og ungiingum miklu lengri vinnu- dag, en fullorðnu fólki. Sagði hann að tokum, að þetta frum- varp þyrfti að fá ýtarlega skoð- un. Gylfi Þ. Gíslason sagði að sitt fyrsta verk sem menntamálaráð- herra 1956 hefði veríð að skipa nefnd til að kanna hvort tíma- bært væri að endurskoða þágild arid: fræðslulög, og varð n'ður- staðan sú, að svo væri ekki. En á miðjum 7. áratugnum hefði mönnum orðið ljóst, að endur- skoða bæri þessí mál, og hafi þá verið hafið það starf, sem birtist í frumvörpunum tveim, sem lögð voru fyrir þingið 1971. Þau hafi ekki orðið útrædd þá, og hafi hann gert ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir þingið strax haustið eftir, en það hefði ekki verið gert, o-g þau ekki komið fram fyrr en nú. Taldi þing- maðurlnn þennan drátt hafa vald ið miklum skaða, og hann taldi hæpið að haegt væri að afgreiða j frumvörp'n á þessu þingi, og hefði þá unnizt mikið tjón í þess um efnum. Sagði Gylfi að hann og hans flokkur vildu þó gera sitt til þess, að frumvarpið gæti orðið að lögum á þessu þingi. EUert B. Schram sagði að ýtar leg úttekt á fræðslulögigjöfinni hefði verið orðin aðkallandi með hliðsjón af nýj-um viðhorfum og þjóðfélagsaðstæðum. Hann taldi þó frumvörpin ekki fela í sér neina byltingu, eins og haft hefði verið á orði, heldur væri hér á ferðinni „eðlilegt framhald á nú gi'ldandi löggjöf, réttmætt og eðli legt spor, stigið í takt við þróun og framrás timans“. Síðan vék Ellert Schram að þeim vinnu- brögðum, sem viðhöfð befðu ver ':ð við und'rbúning málsins. — Magnús Torfi Ólafsson Sagði hann að keimurinn af und irbúningnum væri sá, að leggja ætti frumvarpið fyrir Alþingi til þess að afgreiða það hugsunar- laust. Alþing' ætti þannig aðeins að vera afgreiðslustofnun fyrir þá emibættisme-nn, og aðila, sem gengju frá málinu að fullu í hendur þess. Sagði hann, að hyggilegra hefði verið að gefa þ'ngmönnum kost á að fylgjast með gerð frumvarpsins frá upp- hafi. Þá reifaði Ellert B. Schram h n fjölmörgu nýmæli frumvarps ins, sem han-n taldi horfa til bóta. Hins vegar varpaði hann fram spurningum um kosti og gali-a sem fylgdu lengingu skólaársins og lengin-gu skólaskyldunnar, eins og boðað væri í frum.varp- i-nu, og sagði að hann hefði viss ar efasemdir um gildi þeirra á- kvæða. Þá sagði þingmaðurinn, að sú viðleitni, sem væri til auk nnar valddreifingar í frumvarp nu virtist, þegar grannt væri skoðað, oft meira til þess að sýn- ast en hitt. Nefindi hann nokkur dæmi máli sí-nu til stuðnings. — Auk þess tóku tii máls Ingvar Gíslason og Svava Jakobsdóttir. Gu-nniar Thoroddsen sagði, að á fyrsta og eina fundi stjórn-ar- skrárnefndarinnar til þesisa, hefði verið ákveðið að reyna a@ hafa niolkkra fundi áður en þing kæmi sam-am-, þanm-ig að mönnum gæfiisit m-eira tóm em ella að sinna þessuim málium. Nú væru llðnir fimim mánuðir áin þess að fooðiað hefði verið til fundar. Væri þessi seinagamigur mjög ámælisverður. Forgætíiisráðherra hefði borið því við, að erfi'tt hefðS verið að fiinna og samræma tíma um sum- arið, meðain þing sitairfaði elkki, og miú bæri formaður n-efndar- ininar, Hanmiilbal Valdimarsson, því við, að erfitt væri að finina tíma fyriir nefndiairfundi með-an þing starfaði! Er verið að svæfa st j órnarskr árnef ndina? GÍSLI Guðmundsson bar fram fyrirspum í Sameinuðu þimgi um hvað liði störfum stjórnar- skrámefndar þeirrar, sem Al- þingi kaus 18. maí í fyrra. — Spurðigt hann m. a. fyrir um í framsöguræðu, hversu marga fundi nefndi-n hefði haldið. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að með þiimgs- ályktun um stjómiarskrárnefnd- in-a hefði sér einungis verið falið að kveðja nefndina samian til fundar. Þá skyldu hefði hamn uppfyllt, er hann kvaddi hana til fundar 12. september sl.. — Vissulega hefði orðið nokkur dráttur á að fcalla mefindi-ma sam- an, en skýringin væri sú, að erf- itt hefiði verið að finma tíma, sem allir niefndarmenn gátu mætt á. Hefði svo farið að lókum, að kveðja varð nefndina til starfa þótt eimumigis fimm af sjö nefnd- armöninum hefðu getað mætt. Við umræðumar kom fram, að nefndin hefði aðeins haldið þann eina fund, sem forsætisráðherra boðaðS. Hvað Hannibal Valdi- marsson, form-aður nefndariinnar, ástæðuna vera þá, að erfi-tt væri að fin-raa tíma með-an þin-g stæði fyrir nefndarfundl, en ekkert væri því t-il fyrirstöðu eftir að þingi lyki að koma á íundum í nefnd-innd „örar, en verið hefur til þessa“. Gunnar Thoroddsen ben-ti á, að lliðið hefðu fjórir miánuðir frá því að neflndin var skipuð og þar til hún var kölluð saman. Væri skýring fiorsætisiráðlherra á seina ganiginum allsendis óíullnœigj- a-ndii. Nær væri, að hamm hefði stafað atf erfiðleikum imnan. stjómarflokkanna um að koma sér saman um, hver ætti að verða formiaður nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.