Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. I lausasölu 15. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. Itleðferð ríkisstjórnarinnar á samningi þeim við Efna- hagsbandalag Evrópu, sem nú hefur loks verið fullgilt- ur, er glöggt dæmi um það stjórnleysi, sem ríkir í land- inu. Samningur þessi, sem er einn mikilvægasti viðskipta- samningur, sem ísland hefur gert, var undirritaður hinn 22. júlí á sl. ári eða fyrir ■ u.þ.b. 7 mánuðum. Gera mátti ráð fyrir því, að þingsálykt- unartillaga um heimild fyrir ríkisstjórnina að fullgilda samninginn yrði lögð fram þegar í þingbyrjun í haust, en því var ekki að heilsa. Vitað var, að ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar um málið og þess vegna gerðist ekkert fyrr en á síðustu stundu. Þegar málið var afgreitt á Alþingi í fyrradag greiddi einn af þingmönnum Alþýðu- bandalagsins atkvæði á móti heimild til fullgildingar, en sjálfur viðskiptaráðherrann, fyrir sig í ríkisstjórn íslands um þessar mundir. Geir Hallgrímsson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, flutti athyglisverða ræðu um viðskiptasamninginn, aðdrag- anda hans og þýðingu á Al- þingi í fyrradag. Hann minnti á þá staðreynd, að aðild ís- lands að EFTA var alger for- senda þess, að samningar tækjust við Efnahagsbanda- lagið. Þegar EFTA-aðild var til umræðu á Alþingi flutti Framsóknarflokkurinn frávís- unartillögu en sat hjá við at- kvæðagreiðslu um aðildina, en Alþýðubandalagið greiddi atkvæði á móti. Síðan sagði Geir Hallgrímsson: „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, mátti því jafnvel búast við því, að ísland gengi Nú liggur því fyrir, að vinstri stjórnin hefur loks viðurkennt að stefnumörkun fyrrverandi ríkisstjórnar í málefnum EFTA og EBE var í öllum atriðum rétt, en að stefna núverandi stjórnar- flokka, þegar þeir voru í stjórnarandstöðu, var röng. Er út af fyrir sig ánægjulegt að fá þann vitnisburð. En um leið er nauðsynlegt að horf- ast í augu við það vandamál, sem Geir Hallgrímsson gerði að umtalsefni í þingræðu sinni, en það er hvemig at- vinnuvegunum verða bezt sköpuð þau skilyrði, að þeir geti notfært sér opnun hinna mikl umarkaða í Evrópu. Um þetta sagði Geir Hallgríms- son: „Kostnaðarverðlag okk- ar innanlands verður að vera SAMNINGURINN VIÐ EBE Lúðvík Jósepsson, var fjar- verandi, hefur vafalaust ekki viljað þurfa að greiða at- kvæði um tillöguna. Mikil átök hafa staðið að tjaldabaki í ríkisstjórninni um málið. Forsætisráðherrann dundaði við það seinni hluta sl. árs að kalla eftir samþykktum félagasamtaka atvinnuveg- anna til þess að stvrkja stöðu sína í stjórninni. Þannig ganga hin þýðingarmestu mál úr Fríverzlunarsamtökum Evrópu og héldi allavega ekki áfram þeim samninga- viðræðúm, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði hafið við Efnahagsbandalagið. En sem betur fer hefur ríkisstjórnin ekki sagt okkur úr EFTA og ennfremur haldið áfram samningaumleitunum við Efnahagsbandalagið með þeim árangri, að samningur var undirritaður 22. júlí sl.“ í einhverju samræmi við það, sem gerist í viðskiptalöndum okkar, samkeppnisaðstaða okkar unga íslenzka útflutn- ingsiðnaðar var talin mjög góð, t.d. 1970 og 1971, en fór versnandi á síðasta ári. Með þeirri óðaverðbólgu, sem fyr- irsjáanleg er, þá er því miður ekki útlit fyrir, að iðnaðurinn geti sem skyldi, þrátt fyrir lækkaða tolla, nýtt þá mark- aði, sem samningurinn við Efnahagsbandalagið á að veita betri aðgang að en áð- ur.“ Hér er áreiðanlega komið að kjarna málsins, nú þegar viðskiptasamningurinn við EBE hefur verið fullgiltur og menn hefjast handa um að notfæra sér þau tækifæri, sem af honum leiða. Stefna eða öllu heldur stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum gerir það að verkum, að haldi svo fram sem horfir, verða atvinnuvegir okkar ekki samkeppnisfærir á er- lendum mörkuðum. Því veld- ur fyrst og fremst óðaverð- bólgan, sem skollin er á í landinu vegna stjórnleysis ríkisstjórnarinnar og sú stað- reynd, að ríkisstjórnin hefur að verulegu leyti dregið úr þeim skattabreytingum, sem Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir til þess að jafna aðstöðu innlendra fyrirtækja við þau erlendu. í ræðu sinni á Al- þingi um þetta mál lagði Geir Hallgrímsson áherzlu á nauð- syn þess, að fram færi ítarleg rannsókn á samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna, sér- staklega þegar það er haft í huga, að samkeppnisaðstaða þeirra hefur stórversnað að undanförnu. Lítið gagnar að gera hagkvæman viðskipta- samning við Efnahagsbanda- lagið, ef stjómleysi innan- lands veldur því, að við get- um ekki hagnýtt okkur kosti þess samnings. Ellert B. Schram, alþm.: .... og ríkisbáknið tútnar út Ég veit ekki hvort það hefur vak ið rétta eða nægiiega athygli, að við ákvörðun Alþingis um stofnun við- lagasjóðs vegna eldgossins i Vest- mannaeyjum, og þegar samþykkt var tekjuöflun sjóðins, þá var ákveðið að framlag ríkissjóðs yrði kr. 160 míllj. af kr. 2000 millj. stofn sjóði. Framlag ríkissjóðs verður framkvæmt með niðurskurði fjár- laga, sem skv. þessu verður um 0.8% af fjárlögum þessa árs. Nú er þess að geta, að strax á fyrstu dögum gossins, lagði ríkis- stjómin áherziu á, að þjóðin öll skyldi bera það tjón, sem Vest- mannaeyingar yrðu fyrir. Undir þetta tók þingflokkur sjálfstæðis- manna og taldi þvi eðlilegt, að sú byrði lenti með sama hætti á ríkis- sjóði. Hann þyrfti eins og aðrir að herða mittisólina. Þess vegna lagði Sjálfstæðisflokkurinn til, að fjárlög yrðu skorin niður um a.m.k. kr. 500 millj., sem þó er aðeins um 2,5% af rúml. 22 milljarða kr. f járlögum. Það er skemmst frá því að segja, að í fyrstu aftóku stjórnarliðar með öllu, að taka þessa tillögu í mál. Að þeirra mati hafði ríkissjóður ekki efni á þeim búsifjum. Það var þá fyrst, þegar málið virtist komið í strand, og útlit var fyrir ágrein- ing um sjóðsstofnunina, sem stjórn- in gaf eftir, en samþykkti þó aðeins þá upphæð, sem endanlega var gerð tiilaga um: kr. 160 millj. Sú byrði er líklega öllu léttari en sú sem lögð er á hinn almenna borg ara, með hækkuðum söluskatti, út- svarsálagningu, eignaskatti o.fl. sem enginn telur þó eftir sér þegar til kastanna kemur. En því dreg ég þetta fram í dags- ljósið, að bæði ber rækilega að kunn gera þá rausn, sem ríkissjóður taldi sér sæmandi á örlagastund, og eins hitt að það hlýtur mörgum að bregða í brún, þegar í ljós kemur að jafn- vel kr. 500 millj. niðurskurður fjár- laga virðist erfiðleikum bundinn. Kerfið er orðið svo rigbundið í sjálft sig, að jafnvel þótt menn séu aliir af vilja gerðir, lenda þeir í vandræðum með fimm hundruð millj ón króna niðurskurð — hvað þá meir. Sjálfstæðismenn hafa manna ákaf- ast gagnrýnt vöxt fjárlaga, en þau hafa nú á tveim árum tvöfaldazt, úr 11 milljörðum í 22 milljarða, og gert er ráð fyrir að ríkisútgjöld verði 25% af þjóðarframleiðslunni, miðað við 16—19% á viðreisnartímabilinu. Og enn eru iögð fram frumvörp um afskipti og aðgerðir rikisvaldsins á þessu sviðinu og hinu, og nánast dag lega eru lagðar fram tillögur á þingi um ráð og ríkisstofnanir, sem vita- skuld munu kosta stórfé og krefjast enn hækkunar á fjárlögum og auk- innar skattpíningar. Allt stefnir þetta í átt til allsherjarvölundar húss opinberrar skriffinnsku og ráð stjórnar. Er ekki mál að linni? Er ekki kominn tími til að snúa þessari þróun við? Menn taia fagur- lega um lýðræði og valddreifingu, en hvers konar lýðræði verður það, þegar framkvæmdir verða að veru- legu leyti hjá opinberum aðilum; hvers konar valddreifing er það, þeg ar öllu valdi er safnað á fáeinar hendur? Vinstri flokkarnir tala um dreif- ingu valds, en leggja sig fram um það, á sama tíma, að sölsa allt frum- kvæði í hendur ríkisins. Ungir fram- sóknarmenn boða byggðastefnu, á sama tíma sem ríkisstjórn þeirra tak markar tekjumöguleika sveitarfé- laga. Og Sjálfstæðisflokkurinn boð- ar frelsi einstaklinga og vernd eign arréttar, á sama tíma og öll þróun stefnir í þveröfuga átt, án teljandi mótspyrnu. Og svo láta menn eins og þeir séu undrandi á þessari þróun mála! Ef vinstri stefnu. Og vinstri stefna, sósi- framkvæmir hún að sjálfsögðu sína vinstri stefnu. Og vinstri stefna, sóci alismi eða félagshyggja fela vita- skuld í sér miðstjórnarvald og ríkis- afskipti. Það er inntak sósialismans. Hins vegar hafa menn staðið í þeirri meiningu, að Sjálfstæðisflokk urinn hafi það að grundvallarstefnu, að dreifa valdi og veita borgurun- um svigrúm til athafna og frjálsræð is. Og ef sá flokkur vill vera sjálf- um sér samkvæmur, þá er orðið meir en timabært, að hann leggi fram tillögur sínar í þeim efnum en horfi ekki á það með uppgjafarsvip, að ekki sé unnt að skera niður 22ja milljarða króna fjárlög, nema um kr. 160 millj. Almenningur getur ekki lengur tekið mark á gagnrýni á hækkandi fjárlögum, nema bent sé á það svart á hvítu, hvernig sú hækk- un verði stöðvuð. Ég held, að það geti orðið heppilegt fyrir stjórnmálaum ræðuna og hollt fyrir þjóðina að boð ið sé upp á annan valkost en ein- Ellert B. Schram. stefnu í ríkisútgjöldum og opinber- um afskiptum. Vissulega má koma á fót félagsleg um umbótum, enda þótt ríkissjóður kosti þar ekki öllu til. Vitaskuld má fá tekjur til að mæta kostnaði af fé- lagslegri þjónustu, öðru vísi en það fé fari allt í gegnum ríkiskassann. Og svo sannarlega má hafa stjórn á efnahagsmálum og atvinnulífi, enda þótt ríkið hafi þar ekki á hönd- um framkvæmdir og frumkvæði. 1 raun og veru er það stærsta verkefnið í íslenzkum stjórnmálum að takast á við þá ófreskju, sem rildsbáknið er orðið. Slíkt verður hins vegar ekki gert með neinum teljandi árangri af stjórnarand- stöðuflokki, ef að völdum situr stjórn, sem hefur engan skilning á þeirri nauðsyn. En það getur verið verkefni þeirra stjórnmálaafla, sem finnast í fleirum en einum flokki og veita vilja sósialismanum viðnám, að takast á við þetta viðfangsefni. Slík ar tillögur á síðan að leggja fram í næstu kosningum, sem verða kunna fyrr en margan grunar, og þá geta kjósendur valið þann kostinn, sem þeir telja affarasælli þegar tii lengd ar lætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.