Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1973 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 300,00 kr. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. lausasólu 18,00 kr. eintakið. í umræðum þeim um van- *- trauststillögu ' Jóhanns Hafstein og fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem út- varpað var í fyrrakvöld, héldu talsmenn ríkisstjórnar- innar því óspart fram, að van- trauststillagan væri sýndar- mennska ein og flutnings- mönnum væri ljóst, að hún mundi ekki ná fram að ganga. Yera má, að það sé rétt, að vantraust verði ekki að þessu sinni samþykkt á vinstri stjórnina. Hitt er ljóst, að í þessum tillöguflutningi felst engin sýndarmennska, enda er það að koma sífellt betur í ljós, að ríkisstjórnin nýtur ekki lengur trausts allra þeirra þingmanna, sem stóðu að myndun hennar. í umræðunum í fyrrakvöld tók Bjarni Guðnason, alþm., enn eitt skref í átt til þess að lýsa fullri andstöðu við ríkis- stjórnina. Hann lýsti því af- dráttarlaust yfir, að hann mundi einungis veita ríkis- stjórninni stuðning í þeim málum, sem að hans dómi væru í samræmi við málefna- samning stjórnarflokkanna. og stefnuskrá Samtaka frjáls- lyndra og vinstri marina. Hins vegar kvaðst þingmaðurinn mundu greiða atkvæði gegn þeim málum stjórnarinnar, sem ekki uppfylltu þessi skil- vrði. Augljóst er, að hér er kom- in upp staða á Alþingi, sem ekki hefur þekkzt þar um áratugaskeið. Bjarni Guðna- son á sæti í neðri deild Al- þingis. Greiði hann atkvæði á móti stjórnarfrumvarpi fellur það á jöfnum atkvæð- um í deildinni. Gagnrýni þing mannsins á ríkisstjórnina hef- ur fyrst og fremst beinzt að stjórnleysi hennar í efnahags- málum, og má því telja lík- legt ,að hann verði mjög and- snúinn því, sem frá henni kemur í þeim efnum. Með yf- irlýsingu Bjarna Guðnasonar nú hefur staða stjórnarinnar á þingi veikzt svo mjög, að segja má, að möguleikar hennar til sterkrar stjórnar í efnahagsmálum hafi lamazt að verulegu leyti. Slíkt ástand getur auðvitað ekki staðið til frambúðar. Það er forsætisráðherra ljóst, og því ræðir hann um að breikka og styrkja stjórnarsamstarfið. Enda þótt yfirlýsing Bjarna Guðnasonar í fyrrakvöld hafi vakið mikla athygli og sé aug- ljóslega liður í þeirri fyrir- ætlan þingmannsins að snú- ast til fullrar andstöðu við ríkisstjórnina, vekur þó enn meiri eftirtekt frásögn, sem Alþýðublaðið birti í gær og Morgunblaðið endurbirtir í heild í dag, af ræðu, sem Björn Jónsson, alþm. og for- seti ASÍ, flutti á fundi laun- þegaráðs Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrir skömmu. í ræðu þessari lýsti Björn Jónsson yfir því, að núver- andi ríkisstjórn, sem hefði veitt verkalýðshreyfingunni stuðning við gerð núgildandi kjarasamninga, hefði gert hvorki meira né minna en 8 tilraunir til þess að breyta þessum samningum eða skerða þá. Björn Jónsson sagði frá því í þessari merki- legu ræðu, að honum hefði ekki verið skýrt frá efni frumvarps þess um ráðstaf- anir í efnahagsmálum, sem samið var eftir að eldgosið kom upp í Heimaey, fyrr en sólarhring eftir að leiðtogum stjórnarandstöðunnar var sýnt það. Lýsti hann því yfir, að hefði þetta frumvarp kom- ið fram á Alþingi, hefði hann á sömu stundu snúizt gegn ríkisstjórninni. Þá upplýsti hann, að áform Ólafs Jóhann- essonar, forsætisráðherra, hefði verið það, að hraða frumvarpinu sem mest í gegn um þingið til þess að nota tækifærið „meðan stemning- in væri svo góð“. Þá ræddi Björn Jónsson í ræðu þessari um síðustu gengisfellingu vinstri stjórn- arinnar og upplýsti, að hún hefði hvorki verið rædd við sig né borin undir þingflokka stjórnarflokkanna, áður en hún var framkvæmd. Hann taldi togaraverkfallið hneyksli og sagði ljóst, að tog- araútgerðin gæti ekki staðið undir nauðsynlegum kjara- bótum fyrir sjómenn, og þess vegna yrði ríkisvaldið að koma til skjalanna með að- stoð við togaraútgerðina. Loks spáði forseti ASÍ því, að verkalýðshreyfingin mundi verða að heyja harða varnar- baráttu á þessu ári til þess að varðveita þau lífskjör, sem hún hefði náð. Ekki fer á milli mála, að ríkisstjórninni er víðar van- treyst en í liði stjórnarand- stæðinga. Þessi ræða Björns Jónssonar sýnir, að milli rík- isstjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar ríkir nánast stríðsástand, og er það í sam- ræmi við fregnir, sem borizt hafa úr herbúðum Alþýðu- bandalagsins þess efnis, að mikill ágreiningur sé upp kominn milli ráðherra flokks- ins og forystumanna hans í verkalýðshreyfingunni. Ræð- ur Bjarna Guðnasonar á þingi og Björns Jónssonar hjá Al- þýðuflokknum sýna, að til- laga um vantraust er engin sýndarmennska. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að raun- verulegur meirihluti sé fyrir henni á Alþingi, þótt þeir þingmenn stjórnarflokkanna, sem í raun eru henni sam- þykkir, telji sér ef til vill ekki henta að samþykkja hana nú. STRÍÐSÁSTAND MILLI STJÓRNAR 0G VERKALÝÐSHREYFINGAR mb PORKELL SIGURBJÖRNSSON SKRIFAR UM ....... ■ ................. III SKÖPUNIN Á SEINUSTU tónleikum Sinfón íuhljómsveitar íslands, var við- viðfangsefnið óratórían Sköpun- in eftir Haydn. SöngsveitLn Fíl- harmónía söng, ásamt einsöngvur unum Taru Valjakka, Neil Jenk- ins og Guðmundi Jónssyni. Dr. Róbert A. Ottósson stjórnaði. Sérstakur ijómi hvílir yfir „Sköpuninni", allt frá því að hún var frumflutt í Vín í apríl 1798, Verkið er svo glaðlegt og að- gengiiegt flestum áheyrendum, Avöfaldur kontrapunktur skyggir ekkert á auðheyranlegri tækni- brögðin svo sem eftirlíkingarnar á hljóðum náttúrunnar, dýraríkis ins. 1 upphafi lýsir Haydn óskapn aði auðnar og tóms, þar heyrist engin laglina og hljómarnir ráfa um leitandi. (Er þar ekki skemmtileg gagnrýni á flest það, sem menn hafa haft fyrir stafni í músík eftir að Haydn lagði frá sér pennann?) Síðan er sköpun arsaga Biblíunnar rakin með út úrdúrum þe'rra John Milton og Gottfrieds van Swieten. Ekki hefur það slegið á Ijóma ,.Sköpunarinnar“ hér á landi, að óratórían heyrðist hér fyrst, þeg ar það tónlistarlíf var að „skap- ast“ sem nú er búið við. Að ölium flytjendum ólöstuð um á Guðmundur Jónsson sér- stakt lof skilið. Hann átti með söng sínum þarna 30 ára söngaf mæli — í þrjá áratugi hefur hann sungið í gamni og alvöru, tek'zt á við óldkustu viðfangsefni. Þarna söng hann hlutverk Rafa els og Adams, fyrsta mannsins, og sýndi enn, að hann getur vel staðið undir viðurkenningunni „fyrstur íslenzkra söngvara", þegar saman fara raddgæðin og innlifunín í túlkunina. Recítatív ið, þegar hann lýsti sköpun lag ardýranna í séikennile-gum fé- lagskap dempaðra cellóa og ■ HH Ifc A i i- v. ffejwr * & E&máSwi m Wmmk f ; $$$ - ÆÍSakk iHR. JlII. W'- , -Mmm bassa, eða arían nr. 22, þar sem kontrafagottið gerðist óvæntur og kröftugur liðsmaður, voru að líkindum áhrifamestu augnablik in í söng Guðmundar. Finnska söngkonan Taru Val jakka söng Gabriel og Evu. Þessi frábæra söngkona lætur engin takmörk fjötra sig, tæknilegar snörur, sem Haydn leggur fyrir sópraninn, vekja ugg og vork- ur.n hjá hlustendum, þegar minni háttar söngkonur festast í þeim, en hér vöktu yfirburðir Taru Val jakka óskipta aðdáunina. í ari- unni nr. 8, þar sem Haydn lýsir fegurð gróðursins í tónaskrúði, gæddi hún tónana sæmandi lita dýrð. Neil Jenkins söng Uriel ljóðrænt og þokkafullt otg á köfl um var eims og mild rödd hans væri borin ofurliði af hinum tveimur samsöngvurum. Þegar hann hins vegar lýsti yfirburðum mannsins yfir öllum lífverum sköpunarverksins í aríunni nr. 24 urðu allir þúsund áheyrendur sannfærðir um það. Stjórnandinn, dr. Róbert, hafði undirbúið kór og hljómsveit vel til átakanna, enda var áranigur- inn eftir því. Stundum hélt hann aftur af gáskaíulhnn óskum höf- undarins um hraða og einstaka sinnum færði hann tjáningarmeð ulin i litrikari og nútímalegri bún 'ng. Þannig gerði hann áheyrend um kleift að njóta hins síunga anda Haydns, áheyrendum, sem ar.nars eru mettir af sterkustu rómantiskum eða nýtízkuiegum „effektum". Vonandi eiga menn eftir að líta aftur til þessa flutn ings „Sköpunarinnar" — eins og til þéss fyrri hér á landi — sem upphafs nýs þroskaskeiðs í aéðrí tónlistarfilutningi á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.