Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 3 Nýr greiðsluháttur til bótaþega í Reykjavík Almanna tryggmgar: Bæturnar greiddar inn á innleggs- reikninga þeirra, sem þess óska Kirk j udagur Grensássóknar ÁKVEÐH) hefur verið að taka upp nýtt greiðslufyrirkomulag í Reykjavík fyrir þá bótaþega almannatrygginga, sem þess óska. Samkvæmt þessu nýja kerfi geta menn sótt trygg- ingabætur sinar í hvaða banka, bankaútibú, sparisjóð eða póst- gíróþjónustu, sem þeir ákveða fyrirfram og telja sér hagkvæm- ast, en nauðsynlegt er, að við- komandi eigi eða opni innleggs- reikning einhverrar tegundar i viðkomandi stofnun, enda verða bæturnar greiddar inn og út af þeim reikningi. Skýrði Sigurður Ingimundarson, forstjóri Trygg- ingastofnunar frá þessu á fundi með fréttamönmum í gær. Þeir, sem vilja fá greiðslur sín- ar með þessum hætti, þurfa að snúa sér til þeirrar greiðslustofn unar, sem þeir hafa valið sér, og veita henni skriflegt umboð tii þess að annast þessa fyrir- greiðslu, en til þess eru notuð sér stök eyðublöð. Kosn- ingar í Sókn MORGUNBLAÐINU hefur bor- bt eftirfarandi fréttatilkynning frá B Iistanum í Starfsstúlkna- félaginu Sókn. Um helgina fara fram kosn- ingar til stjórnar og trúnaðar- mannaráðs i Starfsstúlknafélag- inu Sókn. AtkvæðagTeiðslan fer fram að Skólavörðustíg 16. Uaugardag frá kl. 12—20. Sunnudag frá kl. 10—18 og lýkur þá. Tveir listar eru í kjöri, A- listi borinn fram af fráfarandi stjóm og B-Iisti borinn fram af Guðnýju Sigurðardóttur o.fl. B-listinn er skipaður þessum fél'agskonum: Aðalstjórn: B-LISTINN: Formaður Guðný Sigurðar- dóttir, varaformaður Ásta Árna dóttir, ritari Hulda Snæbjörns- dóttir, gjaldkeri Lillian Guðlaugs son, fjármálaritari Anna Eyjólfs dóttir. Varastjóm: Dagmar Karlsdóttir, Kristin Ermenreksdóttir, Helga Tryggva dóttir. Trúnaðarmannaráð: Margrét Friðleifsdóttir, Mar- grét Albertsdóttir, Kristín Hjörv ar, Ámý Runólfsdóttir. Varatrúnaðarmannaráð: Jóna Tómasdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir, Ásta Guðjónsdóttir, Sigurbjöng Siggeirsdóttir. Endurskoðendur: Margrét Blöndal, Sigriður Árnadóttir. Varaendurskoðandi: Lára Á. Nielsen. Kosningaskrifstofa B-listans er að Laufásvegi 47, jarðhæð. Stuðningskonur B-listans hafið saimband við kosningaskrifstof- una. Kosningasímar B-listans eru 17807 og 26404. Bílasími B-listans er 16662. Félagskonur kjósið snemma og stuðlið að sigri B-listans. Nauðsynlegt er að menin gangi frá þessum umboðum fyr'r 20. næsta mánaðar áður en óskað er, að greiðsla samkvæmt þessu kerfi héfjist. Þeir, sem t.d. vilja fá bætur sínar frá og með april með þessum hætti, þuría að ganga frá umboðinu fyrir 20. marz n.k. Tryggingastofnunin mun leggja tryggingabæturnar inn á til- greindan reikning viðkomandi að ila í innlánsstofnuninni mánaðar- lega, það tímanlega, að hægt sé að sækja bæturnar á venjulégum greiðsludegi viðkomandi bóta. Ellilífeyri mætti t.d. sækja frá og með 10. hvers mánaðar. Að sjálfsögðu má afturkalia umboð hvenær sem er, flytja það „Undarleg sjónarmið“ ÓLI Þorsteinsson verkstjóri í Síldarverksmiðju ríkisins á Reyð arfirði hringdi til okkar í gær- kvöldi og bað okkur að koma þvi á framfæri að þeim á Reyðarfirði þætti það undarlegt sjónarmið hjá loðniulöndunarnefind að greiða ekki sama gjald fyrir að flytja loðnu til Reyðarfjarðar og Norðlfjarðar af svæði 3 t.d., en 40 aurar eru greiddir fyrir kg af loðnu sem er flutt til Norðfjarð- ar. Vegalengdin er svo til sú sama, munar í mesta lagi.hálfum kiukkutima á 13—14 kluktoutima siglingu. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing: „Ég undirrituð, meðlimur í Starfsstúlknafélaginu Sókn, vil taka eftirfarandi fram vegna þe'rrar stjómarkosningar, sem fram fer í félaginu um helgina. Nafn mitt hefur verið sett á A-listann að mér forspurðri og harma ég það, að notaðir séu slíkir ólýðræðislegir hættir, til að ná atkvæðum. Aftur á móti hef ég með fullu samþykki minu, gefið kost á mér á B-listann, og skora ég á þær konur sem ætla að ljá mér atkvæði sitt, að kjósa B-Iistann. Virðingarfyllst, Ásta Árnadóttir, Ljósheimum 20. — Danir spara Framhald af bls. 1 eimTLg fi'esitað, en samkvæmt þeim eiga laiuiniþegar að eiga i fyrintækjum, sem þeir starfia i, og hafa áhrif á stjóm þeirra. Eigniaskattur verður hækkaður og eiinnig skaittur á hlutafélög- um. Dregið verður úr framilög- um til ýmissa velferðarmáia, Þaninig verða lækilcaðar fjöl- stkyldubætur ríki.sii n.s til elztu beima í fjölskyldum, en önnur böm fá sömu upphæð og fyrr. Eiginafólk fær miinni eftiirlaiuin og dregið verður úr fjöiliskyldubót- um til einstæðra mæðra, sem búa ógiftar með körlium, þanndg að lífeyrir þeirra verði sambæri- legu.r fjölskyldubótum til giftra hjóna. Spamiaðaráætlunin kemur hvað harðast niður á Dönum, sem búa í eiigin húsnæði. Hinigað tll hafa vextir af steuldum á húsum verið frádráttarbærir tll .skaitts. Nú er lagt tii, að þessi regla verði lögð niður á 15 ára tima- til annarrar innlánsstofmunar eða fara aftur að sækja greiðsl- umar be'nt til Tryggingastofriun- arinnar. í>eir, sem ekki gera ofan- greindar ráðstafanir til þess að fé. tryggingabætur greiddar með þessum hætti verða afgreiddir mánaðarlega eins og tíðkazt hef- ur i Tryggingastofnun rikisins. Sérstaklega er vakin athygli á þvi, að þetta kerfi er, enn sem komið er aðeins komið á i Reykja vik, en til athugunar er að taka það upp víðar að fenginni reynslu og eftir því sem aðstæð- ur leyfa. Sigurður Ingimundarson sagði, að þetta nýja kerfi myndi ekki hafa í för með sér meinn viðbót- ar kostnað fyrir Tryggingastofn- un rikisins og ekki krefjast auk- ins starfsliðs. Kvaðst hann ekki hafa kynnzt öðru fyrirkomulagi, sem væri jafn hægkvæmt bóta- þegum. Gat hanm þess m.a., að greiðslurnar til bótaþega væru vaxtabærar, strax og þær væru falOnar í gjalddaga auk alls ann- ars hagræðis, sem af þessu fyrir- komulagi hlytist. KIRKJUDAGUR Grensássóknar verður haldinn sunnudaginn 11. marz. Að venju verður sunnu- dagsskóli kl. 10.30 og guðsþjón- usta kl. 14.00. Um kvöldið verð- ur samkoma i Safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Þar verður fjöl- breytt dagskrá. Ungt fólk flytur boðskap kirkjunnar í tali og tón- um. Frú KEstín Hreiðarsdóttir, formaður Kvenfélagsins, flytui’ ávarp, sem hún nefnir: Svip myndir og þankabrot. Lýðui Björnsson, formaður sókna - nefndar, flytur ávarp. Sóknar- presturinn, séra Jónas Gíslason, hefur helgistund. Organistinn, Árni Arinbjarnarson, leikur á orgel. Stjórnandi samkomunnar verður Atli Ágústsson, formaður Bræðrafélagsins. Tilgangur kirkjudagsins er tví- þættur: Hann á að hvetja safn- bili og þainmig mdssa húseigend- ur aðaisteattafrádrátt sinn. Sparn,aðará»:iO un sitjórmrinn- ar verður nú tekin til meðiferðar hjá sitjórnmólaflokkunum, en vit- að er að stjómin hefur þegar átt í samminigaviðræðum við Sósi aliska þjóðairflokkinin, sem hefur tekið jákvæða afsitöðu til ýmissa spamaðaráforma stjómarinnar. — Skotar Framhald af bls. 2 ekki við þýfinu. Er gesitimár voru farnir burt, hélt hann tál lögregl- uininar og skýrði frá öllu saman. Voru Skotaimir tveir og hinn Is- lendingurinn úrskurðaðir í gæzlu varðhaild á meðan mál þeirra voru ranmsökuð, en efitlr 15 daga var þekn sleppt lausum. Saka- dómur sendi lögregiummi i Skot- landi bréf með ósk um, að haft yrði upp á þriöja Skotamum, sem hafði m.a. stoláð skartgripun'um, og fannst hann strax og vísaði þá á nokkum hluta skartgrip- anna. Náðust um % af þvi þýfi, aðarfólk til þess að sækja guðs- þjónustuna og samkomuna. Auk þess er hann fjáröflunardagur sóknarinnar. Hið nýja, vistlega safnaðarheimili var vígt á sl. hausti þótt byggingu þess sé ekki að fullu lokið. Þetta átak hefur kostað mikið fé, svo að taka varð allm.ikil lán. Þess vegna er enn leitað eftir stuðningi safnaðar- fólks og annarra velunnara sókn arinnar, svo að lokaframkvæmd- ir þurfi ekki að dragast úr hömliu. f tilefni af því verður Safnað- arheimilið til sýnis að lokinni guðsþjónustunni frá kl. 15—17. Verður þar tek ð við framlögum til Safnaðarheimilisins og safnað arstarfið kynnt nánar. OFT er harmað hið niargnefnda kynslóðabil, og því er ekki að eða verðmæti fyrir rúmlega 100 þús. kr. af um 150 þús. kr. Tals- vert af þýfínu úr matvöruverzl- unum í Kópavogi náðist, en reyndist ónýtt, þar sem m.a. hafði verið um fryst matvæii að ræða, sem þiðnað höfðu. Heild- arverðmæti þýfisinis, sem Skot- arnir höfðu náð, var háitt í 300 þús. kr., en aðeims um helm- ingi þess var skilað aftur heilu. Fyrir nokkru var brotizt inn i matvöruverzlun i Reykjavík og stolið einhverju af matvælum, sem fundust síðian sikammt frá verzluninni. Þar í nágrennÍTVU fann lögreglan Skcntana tvo á ferð, en þeir neituðu stöðugt að hafa verið vaidir að inmbrotinu og er það enn óupplýsit. Aninar fslendinganna var dæmdur í þriggja mánaða famg- elsi, skUorðsibundið, i þrjú ár, en hinn hlaut eins árs fangelsi, skilorðsibumdið, í þrjú ár. Annar Skotinn hlaut þriggja mánaða fangelsi, skiiorðS'bundið, en hinn átta mánaða famgelsi, skilorðs- bundið. Eyjar: tunnur af hrauni í GÆR voru 100 síldartunnur fylltar af hraunmolum í Vest- mannaeyjum, en Rauði kross íslands mun síðan senda hraunið og vikurinn tii Nor- egs, Svíþjóðar og Vestur- Þýzkalands, þar sem á að nota það í sambandi við söfn- un til Vestmannaeyja. Gosmöl in var sigtuð i SteypustöS Vestmannaeyja til þess að ná ákveðinni stærð af molum og eru þe'r á stærð við eldspýtu- stokk. neita, að viða gætir þesss. Þó að kirkjan liafi árlega sinn æsJku- lýðsdag, og þó að hvern sunnu- dagsmorgim séu sérstakar bama- samkomur, þá er í hvorugu til- fellinu einungis miðað við þá aldiirsflokka, sem slíku heiti venjulega gegna. Þannig fagna allir, þegar foreldrar koma með börnum sínum á barnasamkom- urnar, og er ekki að efa, að for- eidrar njóta þess ekki hvað sízt, ef þeir gefa sér tíma til þess. Þannig er lí'ka höfðað til fleiri ein æskufóKcs einvörðuin'gu á sunnudaginn kemur, þvl þá stígur Hinri'k Bjamason, framkvæmdastjóri æskulýðsráðs Reykjavíkur í sitóilinn og predik- ar við fjölskyid'uimessu. Er ekki að efa, að marga fýsir að hiýða á boðsikap Hinriks, því hann hef- ur víðtæka þekkimigu á þessum má'lium, bæði sem kennari og nú sem framkvæmdastjóri æsku- lýðsráðs. Við guðsþjónustuna muniu Uinglingar flytja ýmsa þætfci messumnar að venju. HINRIK PRÉDIKAR í BÚSTAÐAKIRKJU Fréttatilkynning frá Bústaðasókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.